Dagblaðið - 25.02.1978, Page 3

Dagblaðið - 25.02.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978. 3 Fréttin úr Der Spiegel alls ekki frá Thor af f réttastof uf regnum af Veldi tilf inninganna Gunnar Eyþórsson fréttamaður á Ríkisútvarpinu skrifar: Ég sé I blaði yðar fyrsta dag- inn eftir verkfall einhverjar konfabúlasjónir útvarpshlust- anda um spretthlaup frétta- stofu útvarps til að þóknast Thor Vilhjálmssyni með því að birta frétt um að hæstiréttur Vestur-Þýzkalands hefði úr- skurðað að kvikmyndin Veldi tilfinninganna væri ekki klám og mætti sýna hana alls staðar í Vestur-Þýzkalandi. Margrét Indriðadóttir fréttastjóri á að hafa beitt áhrifum sínum i þágu eiginmannsins á þennan hátt. Þetta er að sjálfsögðu slík fjarstæða að varla telst svara- verð, en þó skal það gert, þar sem almenningur er ófróður um hvernig fréttir eru unnar í útvarpi. Fréttin er þannig til komin að þegar ég kom til vinnu kl. 05.30 þriðjudaginn 14. febrúar rak ég augun í nýtt eintak af fréttaritinu Der Spiegel, þar sem þessi kvik- mýnd var forsíðuefni og inni í blaðinu löng hugleiðing um klám og list. Tilefni þessarar greinar I Spiegel var úrskurður hæstaréttar I Vestur- Þýzkalandi (Bundesgericht- shof) um að Veldi tilfinning- anna hefði listrænt gildi og skyldi ekki teljast klám. Þessi úrskurður hafði ótvírætt frétta- gildi, ekki sízt i ljósi deilna um þessa mynd á kvikmyndahátíð hér, og því ákvað ég upp á mitt eindæmi, enda einn í húsinu, að birta þetta í morgunfréttum. Hvorki Margrét Indriðadóttir né heldur Thor Vilhjálmsson komu þar nærri. Erlendur fréttamaður á morgunvakt verður einn að ákveða hvað skuli birt, eins og I þetta sinn. Aðdróttanir um misnotkun á útvarpinu í þágu Thors Vil- hjálmssonar eru út í hött, hér er við mig að sakast, ef einhver vill sakast. Það er heldur ekki rétt hjá útvarpshlustanda að þessi frétt hafi ekki birzt annars staðar, hana var að finna bæði í Morgunblaðinu og Þjóðviljanum. Að lokum má geta þess að þessi sami höfundur sprett- hlaupsgreinarinnar í Dag- blaðinu hringdi til mín þennan sama morgun og bar fram sömu aðdróttanir um misnotkun. Ekki fékkst hann þá með neinu móti til að segja til nafns, frekar en undirrita grein sína. Ætti þó að vera ástæða til að ætla að maður sem ber hlut- leysi útvarpsins svo mjög fyrir brjósti vildi láta alþjóð vita deili á sér. Með kveðju Gunnar Eyþórsson, fréttamaður. A myndinni er nokkur hluti fréttamanna á fréttastofu hljóðvarpsins. GENGUR EKKIJAFNT YFIR ALLA? — spyrbréfritari Pétur Björnsson hringdi: „Mér finnst full ástæða til þess að spyrjast fyrir um hvort það hafi ekki verið ólöglegt at- hæfi er Eiður Guðnason kom fram sem spyrjandi i Kastljósi á föstudagskvöldið. Ég hélt að hann væri í framboði og mætti þá ekki koma fram í sjónvarp- Eg man ekki betur en að Magnús Bjarnfreðsson hafi 'orðið að víkja af skerminum þegar hann var i framboði á sinum tíma. A ekki að ganga jafnt yfir alla?“ Svar: Auðvitað gengur jafnt yfir alla. Eiður Guðnason var I framboði í prófkjörinu. Hins vegar hefur framboð á listann ekki verið ákveðið og þótt hann hafi sigrað með miklum yfir- burðum f prófkjörinu hefur' framboð hans ekki verið til- kynnt enn. Það er ekki fyrr en einum mánuði fyrir kosningar sem frambjóðendur verða að vikja af skerminum. Astkæra ylhýra málið Siggi f lug mótmælir málf ræðikenningum veðurfræðingsins Alþýðubandalagsmaðurinn og veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson skrifaöi nýlega i VIsi þ. 18. f.m. og síðan í Mbl. þ. 2. þ.m. um stafsetningu fslenzks máls eftir framburði. Með þvl að Páll Bergþórsson verður að teljast lærður maður a.m.k. í veðurfræði er nokkur hætta á, að hann sé tekinn al- varlega. Enginn hefur hreyft mótmælum vegna skrifa hans svo ég hafi séð og þykir mér þvf rétt að andmæla kenningu hans um framburð (nýjan) á fs- lenzku máli, sem mér finnst næsta fjarstæðukennd svo ekki sé meira sagt. A árunum fyrir sfðustu heimsstyrjöld hjálpaði ég oft Alexander heitnum Jóhannes- syni prófessor að skrifa ýms bréf er hann reit ýmsum menntamönnum (málfræðing- um) vfða um heim er hann vann að samningu stofnorða- bókar sinnar um ísl. mál, sem síðan var gefin út. Bók próf. Alexanders var gefin út í Bern 1 Sviss á þýzku/ og hét „Islandisches Etymolo- gisches Wörterbuch" og er um 1400 bls. Próf. Alexander ritaði margt um málfræði og var tal- inn einhver snjallasti málvfs- indamaður er þá var uppi. Rit- aði hann bækling um uppruna .máls manna sem þótti mjög merkileg nýjung. Eins og að lfkum lætur rædd- um við próf. Alexander oft um hin ýmsu málefni tungumála, en mér hafa þótt tungumál manna eitt mesta áhugamál mitt. Eg varð þess áskynja af próf. Alexander að það voru a.m.k.’ tvö mál í Evrópu sem hann taldi ekki til tungumála f þess orðs skilningi, en það var hol- lenzkan og færeyskan. Hol- lenzkuna taldi próf. Alexander mállýzku með ivafi a.m.k. þriggja annarra tungumála, en færeyskt ritmál taldi hann vera tilbúið eftir framburði. Allt fram á sfðustu öld rituðu Færeyingar dönsku en töluðu að sjálfsögðu færeysku sfn á milli; þeir áttu ekki til ritmál og því skrifuðust þeir á á dönsku. Við svo búið mátti ekki standa, og því var það að V.U. Hammershaimb samdi fær- eyska ritmálið eftir framburði eyjaskeggja. Ekki þykir mér færeyska rit- málið fallegt þvf miður. Það er hvorki fugl né fiskur eins og sagt er. Það líkist helzt fslenzk- unni, af nokkru öðru máli, en þvi miður hendum við oft gam- an að þvf hvernig þetta er ritað. Eitthvað lfkt þessu færeyska ritmáli vill Páll Bergþórsson taka upp f fslenzkunni, og hrýs mér hugur við hvernig þetta myndi lfta út á prenti. Margur myndi brosa ef ekki skellihlæja að þessu ,,nýja“ máli okkar. Páll Bergþórsson er alþýðu- bandalagsmaður og auk þess mikill kommi eins ogVísirsegir um hann. Kommar hafa ákaf- lega skrýtinn hugsunarhátt hvað varðar allt þjóðlegt þvi hinn alþjóðlegi kommúnismi er afar óþjóðhollt fyrirbæri. Kommúnisminn óskar ekki að þjóðlegar tiifinningar þróist með fólkinu, vill að allt sé al- þjóðlegt og helzt tungumálin Ifka. Kommúnistar eru býsna sleipir f þeirri iðju að rugla fóík. stofna til sundrungar og upplausnar meðal manna og máske er fslenzka stafsetningin hans Páls Bergþórssonar viss áfangi f þá átt. Mér datt þetta (svona) f hug Slggi flug 7877-8083 Spurning dagsins LEST ÞU N0KKUÐ AF ER- LENDUM BLÖÐUM 0G TÍMA- RITUM? Stefán Gissurarson, starfar hjá Sjóva: Nei, ég er ekki orðinn svo háfleygur enn og hef hingað til alveg látið mér nægja íslenzku blöðin. Geir Björnsson, iðnskólanemi: Nei, það get ég varla sagt, að vfsu skoða ég stundum dönsku blöðin. Páll Ingóifsson, starfar hjá Orku- stofnum: Já, ég er áskrifandi að bandariska tfmaritinu Newsweek en annað erlent rit les ég ekki reglulega. Aftur á móti kemur oft fyrir að ég les ensk dagblöð og lfka önnur erlend blöð. Guðbjörg Einarsdóttir skrifstofu- maður: Ég les erlend blöð ákaf- lega lítið og aðeins kemur fyrir að ég líti f dönsku blöðin. Pálmi Lord, atvinnulaus: Eg les stundum blöð eins og Playboy og Time og þá helzt ef ég rekst á þau á læknabiðstofum og þvílíkum stöðum. Ragnheiður Sijturþórsdóttir, starfar í Regnboganum: Já, já ég les Time, Playboy, Playgirl, og jafnvel Andrés Önd, þegar ég næ f þessi blöð.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.