Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 4
4- DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. 32366 f óru á slysadeild Borgarsjúkrahússins í fyrra: KARLMENN MUN MEIRIHRAK- FALLABÁLKAR EN KONURNAR — eða þar til sjötugsaldri er náð, þá er konum hættara við að lenda í slysum Herraskór Nr. 41-43 Verð kr. 4900.- 32366 manns voru fluttir eöa komu í slysadeild Borgarspítalans á árinu 1977. Er það fvið minni Landsbankamálið: Litir: Brúntogsvait Stæröir41-45 fjöldi en þangað kom 1976 en þá komu í slysadeildina alls 33018 manns og 32235 árið 1975. Skrifstofa Borgarspítalans gerir árlega skýrslu varðandi ,,gesti“ spítalans og er skýrslan fyrir árið 1977 í vinnslu. Sam- kvæmt henni er fjölmennasti hópurinn sem í slysadeildina kemur fólk á aldrinum 15 til 19 ára. Komu 4718 manns á þeim aldri í slysadeildina á sl. ári. Voru það 3233 piltar og 1485 stúlkur. Aldursgreiningin á heimsóknum í slysadeildina er annars þessi: Aldur Karlar Konur Samt. 0-4 2470 1700 4170 5-9 1935 1181 3116 10-14 1948 1377 3325 15-19 3233 1485 4718 20-24 2869 1049 3918 25-29 1810 736 2546 30-34 1319 637 1956 35-39 872 446 1318 40-44 860 458 1318 45-49 780 521 1301 50-54 686 517 1203 55-59 536 431 994 60-64 383 390 773 65-69 314 309 623 70-74 224 254 478 75-99 247 362 609 Af þessu sést að meiðsli eru um 50% algengari meðal karlmanna framán af ævinni, helmingi al- gengari um miðbik ævinnar, en síðan jafnast munurinn á tíðni slysa og þegar sjötugsaldri er náð verða slysin tíðari meðal kvenna en karla. A.St. FALL-HRAS FLOKKURINN LANGSTÆRSTUR Það er fróðlegt að skoða Sjálfsáverki, viljandi .... 115 í skýrslu slysadeildarinnar Áverki frá öðrum ... 1789 hvernig hin ýmsu slys og óhöpp ölvun ... 2690 flokkast. Gróflega flokkað lítur Iþróttir ... 1861 listinn þannig út: Vélar ... 682 Umferðarslys 1625 önnur verkfæri ... 1146 Eitur 445 Högg af hlut ... 3937 Fall — hras 10001 Mein af líkamsaðg 71 Bruni-hiti-kuldi 784 Bit ... 186 Skotvopn 16 Hross .... 217 Fall í vatn 34 Annað .... 7844 Rafmagn 12 Öþekkt orsök .... 1519 Starfslið slysadeildarinnar i Borgarsjúkrahúsinu á si ddan siö dagana sæla. Hér er hluti liðsins i önnum. DB-tnynd Hörður. «..490U.- Skóbúðin Snorrabraut38 Sími 14190 Lipurtá Hafnargötu 58 Keflavík Haukur neitar að greina f rá yfirfærslunum til Sviss Hæstiréttur staðfesti í vikunni úrskurð Sakadóms Reykjavíkur um framlengt gæzluvarðhald Hauks Heiðar til 15. marz næstk. Úrskurð þennan kærði Haukur Heiðar 1. marz sl. og barst kæran Hæstarétti 3. s.m. Var þess krafizt að úrskurðurinn yrði úr gildi felldur, en héraðsdómari og rann- sóknarlögregla vítt fyrir ranga málsmeðferð og rannsóknarað- ferðir. 1 dómi Hæstaréttar segir meðal annars, að fram hafi kqmið, að varnaraðili hefði átt verulega fjármuni geymda I banka í Sviss. Þar segir og, að ekki séu fyrir hendi neinar upplýsingar um hve- nær eða með hverjum hætti fjár- munir þessir hafi verið fluttir til Sviss. Til framangreindrar athuga- semdar er vísað í dómi Hæsta- réttar. Þá er og vísað til ákvæða laga um meðferð opinberra mála, þar _sem segir svo: Gæzluvarð- haldi skal að jafnaði beita, ef ætla má, að sökunautur muni torvelda Gólfteppi frá Skotlandi RYA ULLARGÓLFTEPPI Verö á ferm með undirlagi aðeins kr. 6.750 100% NYL0N GÓLFTEPPI Verð á ferm með undirlagi aðeins kr. 1.975—3.950 HJÁ 0KKUR ER KRÓNAN í FULLU GILDI Takmarkaðar birgðir 0PIÐ ALLA LAUGARDAGA FRÁKL9-12 WELC0 HF. Hátúni 4A—Sími 24277 rannsókn málsins, ef hann hefur óskert frelsi sitt, svo sem með því að afmá merki eftir brotið eða merki, er í sambandi við það standa, skjóta undan munum eða öðrum gögnum, er brotið varða, hafa áhrif á vitni eða sam- seka. „Engir þeir annmarkar eru á hinum kærða úrskurði eða máls- meðfqrð fyrir dómi að vítum varði,“ segir í dóminum, og loks: að ekki verði fjallað um kröfu varnaraðila um vítur að öðru leyti í kærumálinu. Þar er átt við kröfu um vítur vegna rangra rann- sóknaraðferða. Ljóst er af framansögðu, að Haukur Heiðar hefur til þessa neitað að skýra frá því, hvernig og hvenær verðmætum þeim, sem voru í hinum svissneska banka samkvæmt tilvísun hans, var þangað komið. Verulegur hluti þeirra reyndist vera í verð- og hlutabréfum, eins og áður er sagt í fréttum DB. Hann hefur einnig synjað um- leitun Rannsóknarlögreglu ríkis- i ins um heimild af hans hálfu til þess að kanna yfirlit frá Ameri- can Express Company, Englandi, yfir viðskipti hans við það fyrir- tæki. Er meðal annars talið, að hann hafi án heimildar haft svo- kallað „Kreditkort" frá því fyrir- tæki og að yfirlit yfir notkun þess myndi varpa ljósi á sumt það, sem að er leitað f rannsókn málsins. Rannsókn á skjölum Lands- banka Islands er alls ekki lokið og liggja engar endanlegar niður- stöður fyrir um fjárhæðir eða um- fang málsins. Eins og DB hefur áður skýrt frá nemur sú fjárhæð, sem þegar er vitað um að fyrrum deildarstjóri ábyrgðardeildar hafi dregið sér, rúmlega 50 milljónum króna. Er þá miðað við saman- lagðar fjárhæðir á hverjum tíma. Rannsókn málsins í bankanum ög utan hans heldur áfram. -ÓV/BS Um óveðursgestina í ÍR-skálanum: PÓLÓIÐ VAR NÝTT 0G PLÁSSIÐ NÓG Vegna fréttar í DB á mánudag um skíðahóp, er dvaldi óvænt í iR-skíðaskálanum vegna óveðurs og um var fjallað, að fólkið hafi þurft að sofa hvað ofan á öðru og aðeins haft skrælnað Prince Polo til átu, er rétt að taka eftirfarandi fram fyrir þá er kunna að taka þessu sem niðrandi fyrir þann ágæta skál'a. Skálinn rúmar með ágætum 60 til 80 manns og umrætt kvöld og nótt var þar nægilegt gos að hafa, og mögiHeikar á að hita kakó og kaffi auk þess sem súkku- laðikexið var nýtt. Þá er einnig rétt að geta þess að ein jarðýta frá Vélamjðstöð Reykjavíkur- borgar var að ryðja þar um slóðir á gunnudag, en hún bilaði. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.