Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. _0G ÞÓ ER ALLT DANS” — viðtal við Sveinbjörgu Alexanders ballettdansara sem heima er milli sýninga í Þýzkalandi misjafnlega góðir. Þannig er það alltaf í ballett. Það geta ekki allir verið jafngóðir, um það er ekki að ræða. Við sýnum mjög lítið í Köln en förum út um allan heim og sýnum þar. Þegar ég segi allan heim þá á ég við allan heim. Einu löndin sem eftir eru eru Astralía og ísland. Mig langar mjög til þess að við getum sýnt hérna á Islandi en hvort af því verður er óvíst. Núna er búið að bjóða okkur til New York árið 1979.“ FRAM AÐ FERTUGU — Nú er oft sagt að starfsævi dansara sé stutt. Hvað er fólk yfirléitt gamalt þegar það hætt- ir að dansa og hvað getur það þá gert? „Það er hægt að dansa til fertugs ef vilji er fyrir hendi. En það fer eftir hverjum og einum hvort svo er. Viljinn hefur þar allt að segja. Þegar maður hættir að dansa er ýmislegt hæ.gt að gera. Sumir kenna dans eða éru ball- ettmeistarar. Aðrir semja ball- etta. Um marga hef ég vitað sem fara út i ljósmyndun með góðum árangri því þeir hafa yfirleitt gott auga fyrir slikum hlutum. Enn aðrir fara að leika, enda sviðsvanir. Það má ekki gleymast þegar rætt er um stutta starfsævi að ef góður árangur á að nást þurfa krakkarnir að byrja að æfa ekki síðar en 8-10 ára.“ FÁIR KARLMENN HÉR — Hér á landi eru sífelld vandræði að fá karlmenn til þess að dansa í ballettum og enginn stundar dansinn sem fulla atvinnu. Af hverju held- urðu að þetta stafi? „Ég veit það ekki. En mér dettur í hug að þeir hafi ein- faldlega rangar hugmyndir um dansinn. Þeir vanmeta líklega þá möguleika sem hann býður upp á fyrir þá. Launin gætu líka haft sitt að segja." — Getur flokkurinn hér ein- hvern tima orðið þannig að góður dansari hyggi ekki frem- ur á útlönd til starfa? Vísa ég þá meðal annars til þín sem kýst frekar að starfa erlendis en hér. „Vissulega getur flokkurinn orðið góður ef rétt er á málum haldið. Ef stúlkurnar eru notaðar út i yztu æsar og fá verkefni við sitt hæfi. Þær hafa mjög mikinn áhuga og standa sig mjög vel. Þær geta orðið mjög góðar ef þessum málum er sinnt eins og þarf.“ MANNESKJULEGRI — Tanz Forum sýnir nútíma- ballett fremur en klassískan. Hvers vegna? „Nútímaballett er mun manneskjulegri en sá klassíski. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra hvað ég á við en hann er einhvern veginn nær fólkinu. 1 nútimaballett er engin tilgerð, hann er ekki eins kaldur og langt frá jörðinni og klassiski ballettinn." SÉRSTAKT TÁKNMÁL — Sagt er að ballettar séu eftir einhvern og einhvern. En hvernig eru ballettar varðveitt- ir? „Þeir eru skrifaðir upp á nótur eins og tónlist. Hver hreyfing og staða hefur sitt tákn og jafnframt er tónlistin einnig færð inn á. A skólanum sem ég lærði við í London var okkur kennt að skrifa balletta og hefur það hjálpað mér ótrúlega mikið. Ég get farið til útlanda og horft á balletta þar, skrifað þá niður jafnóðum og svo byrjað strax að æfa þegar ég kem heim. Þetta sparar ótrúlega mikinn tíma. Ég er sú eina í flokknum sem kann þetta og þarf því miklu meira að nota þetta en annars EINN BALLÉTTINN SÝNDUR Í ALLRA FYRSTA SINN „Einn af þeim ballettum sem er sýndur hérna núna er sýndur í allra fyrsta sinn. John' Ulrich samdi hann á meðan ég var- úti og ég byrjaði að æfa strax og blekið var þornað. Þetta er Óðurinn til nætur minnar og hann dansa ég alveg ein. Annar ballett er einnig sýndur eftir Ulrich, Sinfónísk- ar Etíður, og byrjar Forum með sýningar á honum á laugardags- kvöldið. Um þessa tvo balletta hefur Ulrich sett fram eftirfar- andi hugleiðingar eða réttara sagt ballettarnir eru samdir vegna orðanna’ FYRRI GERÐ Orð berast, tónar berast einungis í tíma; en það sem einungis er lifandi/ getur einungis dáið. Töluð orð teygjast/ Þarna svífur Sveinbjörg léttilega um sviðið í ballettinum 3 og 16 eftir Halmut Baumman. væri. Ekki nærri allir ballett- dansarar kunna að skrifa slíkar nótur. Núna er ég sjálf að byrja að semja ballett. Hann á að verða tveir þættir sem eru algjör and- stæða. Sá fyrri verður hraður steppdans en sá seinni dramat- ískur. Hann er gerður við kvæði og er ég mjög spennt fyrir að reyna það form. Ég ætla i þessum ballett að reyna að koma á samstarfi ' milli söngvara, dahsara og leikara. Við í Tanz Forum störfum þegar mikið með söngvurum. Á síðustu frumsýningu var til dæmis einn ballett þar sem sópransöngkona söng að minnsta kosti hálftíma.- Annar þáttur var þannig að þrír sungu, bassi. tenór og sópran. Tónlistin við fyrri ballettinrf ér eftir Benjamín Britten en við þann seinni eftir Sjostakovits og heitir hann Dauðinn kemur og fer. Eins og nafnið bendir til er það mjög áhrifamikill ballett." inn í þögnina. Einungis fyrir gerð sína og form,/ ná orð og tónar inn I kyrrðina, einsog kinversk- ur vasi er kyrr/ en hreyfist þó stöðugt í kyrrð sinni./ Ekki kyrrð fiðlunnar meðan tónninn varir/ ekki hún ein, heldur Sam- tilveran/ eða hver veit nema endirinn fari á undan upphafinu/ og endirinn og upphafið hafi alltaf verið til/ á undan hverju upphafi og eftir hvern endi,/ Og allt sé alltaf nú. SEINNI GERÐ I kyrrum punkti veraldar sem snýst. Hvorki hold né holdlaust, hvorki frá né til móts; í kyrrum punkti, þar er dansinn, er hvorki er það stanz né hreyfing. Og kallaðu það ekki kyrrstöðu, þar sem fortíð mætir framtíð. Hvorki hreyfing frá né til móts, hvorki rís það né hnígur. *Ef ekki væri punkturinn, kyrri Sveinbjörg gluggar þarna í ballettnótur sem hún hefur sjálf skrifað niður. DB-mvndir Bjarnleifur. punkturinn, þá væri enginn dans, óg þó er allt dans. Þessi orð Ulrichs eru allt sem segja þarf um ballett," sagði Sveinbjörg Alexanders. Ragtime-grínballett. Þarna er Sveinbjörg með 10 metra langa silkislæðu ög sagði hún að við lægi að hún hengdi sig í henni á hverju kvöldi. ✓

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.