Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 6
6. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. Sómalir brott frá Ogaden — Sovétmenn hvattir til að virða vopnahlé á meðanSómalir hverfa á brott Bandaríkjastjórn hefur beint því tii stjórnar Sovétríkjanna að hún stuðli að þvi að bardög- um verði hætt í Eþíópíu á meðan Sömalir dragi herlið sitt frá Ogadan eyðimörkinni. Tilkynning Bandaríkja- stjórnar var birt í gærkvöldi, eftir að forseti Sómalíu, Siad Barre, hafði greint Carter Bandaríkjaforseta frá l)ví að Sómalir hörfuðu með her sinn frá Ogaden, þar sem bardagar hafa átt sér stað milli þjöðanna tveggja undanfarna átta mánuði. Enn héfur ekkert svar borizt frá Sovétmönnum en fjöldi 'sovézkra og kúbanskra her- manna eru Eþíópíumönnum til aðstoðar í stríðinu. Eftir að Bandaríkjastjórn fékk tilkvnningu Siads Barre var sovézka sendiráðið í Banda- ríkjunum þegar látið vita af henni. Bandaríkjast jórn hvatti Sovétstjórnina til þess að virða Smurbrauðstofqn BJORNINN NjáUgötu 49 - Sími 15105 1 Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjavík Ákveðið er að innheimta í Reykja- vík aðstöðugjald á árinu 1978 sam- kvæmt heimild í V. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna syeitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðu- gjald, sbr. lög nr. 104/1973. Samkvæmt ákvörðun borgar- stjórnar verður gjaldstigi eins og hér segir: 0.20% Rekstur fiskiskipa. 0.33% Rekstur flugvéla. 0.50% Matvöruverslun í smásölu. Kaffi, s.vkur og kornvara til manneldis í heildsölu. Kjöt- og fisk- iðnaður. Endurtrvggingar. 0.65% Rekstur farþega- og farmskipa. 1.00% Sérlevfisbifreiðir. Matsala. Landbúnaður. Vá- trvggingar ót.a. Útgáfustarfsemi. útgáfa dagblaða er þó undanþegin aðstiiðugjaldK Rakara- og hárgreiðslu- stofur. Verslun ót.a. Iðnaður ót.a. * 1.30% Verslun með kvenhatta, sportvörur, hljóðfæri, snvrti- og hreinlætisvörur. L.vfjaverslun. Kvikmvnda- hús. Fjölritun. Skartgripa- og skrautmunaverslun. Tóbaks- og sælgætisverslun. Söluturnar. Blomaverslun. úmhoðsverslun. Minjagripaverslun. Barir. Billjardstofur. Persónuleg þjónusta. Hvers konar önnur gjaldskvld starfsemi ót.a. Með skírskotun til framangreindra laga og reglugerðar er ennfremur vakin athygli á eftirfarandi: 1. Þeir sem ekki eru framtalsskyldir til tekju- og eignar- skatts en eru aðstöðugjaldssk.vldir þurfa að senda skattstjóra sérstakt framtal til aðstöðugjalds, sbr. 14. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 2. Þeir sem framtalsskyIdir eru í Reykjavík en hafa með höndum aðstöðugjaldsskvlda starfsemi í öðrum sveit- arfélögum þurfa að senda skattstjóranum í Reykjavík sundurliðun er sýni hvað af útgjöldum þeirra er bundið þeirri starfsemi, sbr. ákvæði 8. gr. reglugerðar nr. 81/1962. 3. Þeir sem framtalsskyldir eru utan Revkjavíkur en liafa með höndum aðstöðugjaldsskvlda starfsemi í Reykjavík þurfa að skila til skattstjórans í því untdæmi sem þeir eru heimilisfastir, yfirliti um út- gjöld sín vegna starfseminnar í Reykjavík. 4. Þeir sem margþætta atvinnu reka. þannig að útgjöld þeirra teljast til fleiri en eins gjaldflokks samkvæmt ofangreindri gjaldskrá. þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um hvað af útgjöldunum tilhevri hverjum einstökum gjaldflokki. sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 81/1962. Framangreind gögn ber að senda til skattstjóra fyrir 1. apríl nk., að öðrum kosti verður aðstöðugjaldið. svo og skipting í gjaldflokka, áætlað eða aðilum gert að greiða aðstöðu- gjald af öllum útgjöldum skv. þeim gjaldflokki sem hæstur er. Revkjavík. 8. marz 1978. SKATTSTJÓRINN Í REYKJAVÍK vopnahlé, svo og Kúbumenn, á meðan herlið Sómalíu færi á brott. Þá var einnig farið fram á stuðning Sovétmanna við það að hlutlausir aðilar fylgdust með brottflutningi herliðsins til þess að tryggja öryggi her- mannanna og óbreyttra borgara. Skjótra aðgerða er þörf ■ vegna hins alvarlega ástands. sagði í tilkynningu Bandarikja- stjórnar og framhaldið er nú undir Sovétmönnum komið. Sómalir óttast að blóðbað f.vlgi í kjölfar brottfarar þeirra frá Ogaden. Sómalir hafa nú orðið að hörfa frá Ogadenauðninni. Myndin sýnir unga sómalska sjálfboðaliða, sem gáfu sig fram í siðasta mánuði. eftir almennt herútboð. Það hefur ekki dugað í baráttunni við Eþíópíumenn sem eru studdir af Sovét- og Kúhumönnum. LARRY FLYNT LAMAÐUR FYRIR NEÐAN MITTI — tengir skotárásina verölaunum sem hann hefur heitið fyrir upplýsingar um morðið á Kennedy forseta Líkur eru á því að Larry Flynt, útgefandi klámtímaritsins vinsæla, Hustler í Bandaríkjun- um, lamist fyrir neðan mitti eftir skotárásina á mánudaginn. Læknar gáfu út þessa yfirlýsingu eftir að Flynt, sem er 34 ára aá aldri, gekkst undir þriðju aðgerðina á þremur dögum. Kúlan sem hæfði Flynt mun hafa skaddað mænu hans og óvíst er hvort tekst að fjarlægja öll kúlubrotin en það er nauðsynlegt til þess að hann fái mátt í fæturna. Flynt sagði í sjúkrahúsinu í gær að hugsanlegt væri að skotárásin væri tengd milljónum dollara verðlaunum sem hann hét þeim sem.gætu veitt upplýsingar um morðið á John F. Kennedy forseta árið 1963. Flynt öðlaðist fyrst verulega frægð í Bandaríkjunum eftir að hann snerist til kristni með hjálp Ruth, systur Carters Bandaríkja- forseta. Lögreglan heldur áfram leit að árásarmanni Flynts en hefur orðið lítið ágengt. Pompei: MERKUR FORNLEIFAFUNDUR Merkilegur fornleifafundur hefur fundizt í Pompei, ítölsku borginni sem grófst undir hraun fyrir 1900 árum. 25 bronshlutir fundust, þ.á m. st.vtta sem er 1.30 m á hæð, lampar. brjóstnálar og fallega skreytt skál. Þessir munir fundust í húsi sem tilheyrði veitingamanni í Pompei. Foriileifafræðingar hafa þegar greint að mestu hvernig líf hefur gengið fyrir sig í hinni fornu borg um það leyti sem sex metra þ.vkkt hraunlag Iagðist yfir borgina í gosi frá Vesúvíusi árið 79 eftír Krist. Fornmunasérfræðingar telja þennan fund einn hinn merkasta í áratugi og jafnvel er gert ráð f.vrir að fleiri munir finnist á næstunni. Ótrúleg lífseigja 9 mánaða gamals barns: Gekk jafnvel fram af læknum lifði af þrjár hjartaaðgeröir, lungnabólgu, nýrnasjúkdóm, auk þess sem hjartað stoppaði þrisvar Níu mánaða gamall drengur, Steven MeLaughlin, frá Indianapolis í Bandaríkjunum. er nú kominn heim af spítala eftir að hafa lifað af þrjár hjartaaðgerðir þar sem hjarta háns var opnað, lungnabólgu, nýrnasjúkdóm, auk þess sem hjarta hans stöðvaðist þrisvaV. Bati drengsins sem hefur átt í fimm mánaða baráttu er talinn kraftaverk og læknar furða sig á lifsþrótti drengsins. Að sögn móður drengsins muna læknar ekki eftir að svo lítið barn hafi þurft að ganga í gegn- um eins mikið og Steven, og þeir trúa því varla að hann hafi lifað þetta af. Steven fæddist 3. júní sl. með alvarlega hjartagalla, auk þess sem æðar sem lágu að hjartanu voru mikið gallaðar. Er hann var fjögurra mánaða fékk hann> kvef er síðar leiddi til lungna- bólgu. Læknarnir sögðu for- eldrunum margsinnis að engin von væri til þess að bjarga barninu. Hann gekk undir f.vrsta hjartauppskurðinn í október, þar sem saumað var fyriV tvö op á hjarta hans og tvær svipaðar aðgerðir f.vlgdu í kjölfarið, auk vandræða vegna þess að nýrun brustu, vandræði voru með blóðrás og tæki það sem hélt hjarta hans gangandi. Þá stöðvaðist hjartað þrisvar í janúar. Steven litli er nú komin heim til hamingjusamra foreldra sinna. Hann vegur aðeins f.jögur kg og hjartatækið bung- ar út úr maga hans, þar sem hann er svo lítill.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.