Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 12
12; r DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. ÞEGAR ÓDÝR HITA- VEITA VERDUR DÝR Kjallarinn Fimmtudaginn 9. febrúar birti Morgunblaðið viðtal við bæjarstjóra og forseta bæjar- stjórnar á Seltjarnarnesi. Ýmis- legt má um grein þessa segja og þar kom að ég gat ekki orða bundist og sé mig knúinn til andsvara. í viðtalinu spyr blaðamaður m.a. „Nokkuð var rætt um ofnabilanir hér á Nesinu fyrir einu til tveimur árum síðan, hvað er af því að frétta?“ Bæjarstjóri mun trúlega hafa orðið fyrir svörum V r STJORNAR- BLÖDIN ÞRJÚ Mig langar að gera nokkrar athugasemdir við árásir ríkis- valdsins á verkalýðshreyfing- una. Hvers vegna leggja rit- stjórar Morgunblaðsins blessun sína yfir það sem þeim þótti ástæða til að skamma vinstri stjórnina fyrir? Þegar fulltrúar ríkisstjórnarinnar og vinnu- veitendasambandsins undirbúa mikla kjaraskerðingu og stanz- lausar verðhækkanir — með minnkandi verðbólgu, stöðvun atvinnuvegannaogatvinnuleysis að yfirskini — þýðir það stjórn- Iaus fjandskapur ríkisstjórnar- innar og fulltrúa gróðastéttar- innar í garð verkalýðs- hreyfingarinnar og þeirra lægst launuðu. Allt tal Jóns H. Bergs um að verkalýðshreyfingin hafi heimtað 60-70% kauphækkun er haldlaust í sjónvarpsþættin- um Kastljósi, sem var sýndur 10. febrúar sl var Björn Jóns- son fljótur að leiðrétta þau ósannindi. Allar fullyrðingar stjórn- málamanna um að verkalýðs- hreyfingin eigi sök á verðbólg- unni og efnahagsvandanum eru aðeins sviðsettur skrípaleikur til að skella skuldinni á verka- lýðsfélögin í landinu. Full- yrðingar Vísis um að stefna verkalýðshreyfingarinnar þýði atvinnustöðvun eru tilhæfu- lausar með öllu. Vísir, málgagn heildsala og bilasala sýnir verkalýðshreyfingunni fullan fjandskap eins og ritstjórar stjórnarblaðanna hafa gert hingað til. Áróður um að tillögur stjórnarandstöðunnar og verka- lýðshreyfingarinar um niður- færslu á verðlagi án ráðstafana til að auka tekjur útflutningsat- vinnuveganna beint og draga úr kostnaði þeirra séu því enda- leysa er ekkert annað en dæmi um þau sóðaskrif sem Vísir stundar. Visir er málgagn ríkis- stjórnarinnar, gróðastéttar- Kjallarinn Guðmundur K. Jónsson innar og nokkur hundruð fyrir- tækja, sem engan skatt borga. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem ríkisstjórnina langar að bæta við sig enn einni kollsteypunni. Geta ritstjórar stjórnarblað- anna þriggja svarað því hvað kollsteypur ríkisstjórnarinnar eru orðnar margar? Það er greinilegt að Vísir hefur slegizt í hóp stjórnarblað- anna eins og má sjá í forystu- grein blaðsins 10. febrúar sl. Þessar aðgerðir ríkisvaldsins eru kveikjan að nýjum verkföll- um og ófriði á vinnumarkaðn- um. (Hvað segja ritstjórar stjórnarblaðanna um að stoppa allar verðhækkanir?) Að eigin geðþótta riftir ríkisstjórnin gerðum kjarasamningum, sem hún hefur skrifað undir. Almenningur á heimtingu á því að losna við ríkisstjórn, sem aðeins er tæki atvinnurekenda og skattsvikara. Guðmundur Karl Jónsson Akureyri Hjallafiskur Merkið sem vann harðflsknum nafn Fatst hið- kjötverzlun r' TÓMASAR Laugavegi 2. Hjallur hf. - Sölusími 23472 Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 1 • 200 Kópavogur • Simar 43466 & 43805 Glæsileg íbúð við Háaleitisbraut til sölu. íbúðin er á 4. hæð um 130 fermetrar að stærð, 5-6 herbergi. Útsýni skemmtilegt, góðar svalir, endaíbúð, góðar geymslur, bílskúrs- réttur, þvottahús á hæðinni, gott hverfi. sem formaður hitaveitustjórnar og svarar því: „Rétt er það að lítillegar ofnabilanir gerðu vart við sig hjá okkur aðallega á árinu 1976. Að ráði vísinda- manna hjá Rannsóknarstofnun iðnaðarins var ákveðið að ' hækka sýrustig vatnsins og freista þess að draga úr þessum bilunum. Nú hefir þetta staðið yfir um 10 mánaða skeið og virðist sem við höfum komist yfir þennan vanda.“ Svo mörg eru þau orð, en hversu rétt eru þau? Ég er hræddur um að þeir fjölmörgu íbúðaeigendur hér á Nesinu, sem strítt hafa við stór- skemmd hitakerfi sín undan- farin ár, hafi aðra sögu að segja og ekki síst söguna af viðbrögð- um stjórnarformanns hitaveit- unnar við kvörtunum þeirra. Hitaveitan var að fullu tekin í notkun á Seltjarnarnesi árið 1972 og í upplýsingariti frá hitaveitunni segir meðal annars svo um vatnið: „Ur borholu 3 kemur vatn sem er um 108°C heitt. Efnainnihald vatnsins er gott og sýrustigJiag- stætt. Vatnið er neysluhæft, en lítilsháttar saltbragðs gætir ð' kældu vatni þar sem klórið er um 500 mg í lítra. Vatnið hefir ekki tærandi áhrif og er hentugt til þvotta. Engin lykt er af vatninu." Fljótlega kom í ljós að klausa þessi var ekki sem áreiðanlegust og trúlega ekki samin af neinum vísinda- manni því strax á öðru ári hita- veitunnar fór að bera á lekum ofnum er tærðust innan frá uns á þá komu göt. Komu bilanir þessar mjög á óvart svo sem vænta mátti og var leitað til sérfræðinga um málið. Er þar skemmst frá að segja að ýmsar rannsóknir á útfellingu, súrefnisinnihaldi vatns og tæringarpróf gáfu enga vís- bendingu um vanda þennan. Var því þar með slegið föstu af stjórnarformanni hitaveit- unnar, en hann mun að mestu hafa séð um málið, þar sdfti stjórnarfundir hitaveitunnar voru aðeins einn til tveir á ári, að hér væri um aðrar orsakir að ræða en þær er rekja mætti til hitaveitunnar. Er hér var komið sögu voru ofnaskemmd- irnar ekki komnar í hámæli og gerðu talsmenn hitaveitunnar (þ.e.a.s. stjórnarformaður og hitaveitustjóri) sem minnst úr skemmdunum, töldu tilfellin örfá og bundin við gallaða ofna frá framleiðendum, gallað efni í lögnum og svo frv. Tjónþolar undu lítt við sinn hlut og töldu margir að þeir væru að kaupa gallaða vöru þar sem heita vatnið var að flestra dómi talinn tjónvaldurinn. GAGNRÝNI HÚSEIGENDA Það var því þann 25. apríl 1976 að nokkrir húseigendur á Seltjarnarnesi, sem orðið höfðu fyrir ofnatjóni, héldu með sér fund um málið þar sem m.a. var kosin framkvæmdanefnd til viðræðna við stjórn Hitaveitu Seltjarnarness um ýmsar fyrir- byggjandi aðgerðir sem til greina gætu komið. Var fundar- 'gerð síðan send bæjarstjórn og hitaveitustjórn. Þann 25. maí 1976 barst framkvæmdastjórn svarbréf frá stjórn hitaveit- unnar þar sem einu efnisatriði er hafnað, en að öðru leyti var fundargerðin ekki rædd. Þann 15. júní 1976 bjóða tjónþolar bæjarfulltrúunv til fundar um hitaveitumál ef það mætti verða til að hraða umræðum um málið og skjótari úrbóta. A fundinum mættu auk flestra bæjarfulltrúa 23 húseigendur sem allir höfðu orðið fyrir ofna- tjóni, en vitað var um fjölmarga aðra tjónþola sem ekki komu. Ýmsar hugmyndir komu fram á fundi þessum bæði frá bæjarfulltrúum og þó aðallega frá tjónþolum sem hvöttu mjög til aðgerða og lögðu fram beinar tillögur þar að lútandi en ég mun ekki fara nánar út í þær að svo stöddu. Bæjarstjórn og hitaveitu- stjórn var þann 21. sama mánaðar sent afrit af fundar- gerðinni, en þar sagði I niður- lagi: „Förum við vinsamlega fram á að bæjarstjórn og stjórn hitaveitunnar taki þessi mál strax fyrir og taki efnislega og rökstudda afstöðu til allra þessara hugmynda." Málið var tekið fyrir á fundi stjórnar hitaveitunnar þann 29. júní og barst framkvæmda- stjórn fundargerðin skömmu síðar þar sem öllum tillögunum er svarað. Þar kom m.a. fram, vegna tillögu tjónþola en í henni sagði: „Lagt verði í um- fangsmeiri og víðtækari rann- sóknir á orsökum og vandamál- um einkum erlendis þar sem rannsóknaraðstæður kunna að vera betri en hérlendis m.a. hjá Danfoss fyrirtækinu danska (en það mun hafa boðið slíka fyrirgreiðslu). „Þegar hefir verið tekið boði Danfossfyrir- tækisins um aðild þeirra að rannsókn vatnsins og verða niðurstöður kynntar þegar þær berast. Jafnframt verður haldið áfram rannsóknum hér heima.“ Önnur tillaga var samþykkt en hún fjallaði um viðgerðar- þjónustu á vegum bæjarins til að spara húseigendum umstang og kostnað. Aðrar tillögur fengu ekki jákvæðar undir- tektir en stjórnarfundi lauk" með samþykkt um að óska eftir 11,79% hækkun hitaveitu- gjalda. Þann 19. október sama 'ár var haldinn fjölmennur borgarafundur um málið. Margt manna tók þar til máls og gagnrýndu þeir flestir harð- lega vinnubrögð forsvars- manna hitaveitunnar og það tómlæti, er stjórnarformaður hennar hefði sýnt málinu. Fleiri fundir voru haldnir með framkvæmdastjórn og forsvars- mönnum hitaveitunnar en þeir verða ekki tiundaðir að sinni. Það mun hafa verið haustið 1975 að sú hugmynd kom frá hönnuðum veitunnar að blanda sóda í hitaveituvatnið og hækka þar með sýrustig þess ef ske kynni að þar lægi orsakavaldur ofnaskemmdanna. Þeir tóku samt skýrt fram að árangur þeirrar tilraunar lægi ekki fyrir fyrr en að l‘A til 2 árum liðnum, svo hæpin finnst mér yfirlýsing bæjarstjóra um árangur eftir 10 mánaða til- raunir, en hálft annað ár tók að koma íblönduninni af stað. Þessi tilraun er nánast það eina er gert hefir verið að frum- kvæði stjórnar hitaveitunnar enn í dag ef undanskilin eru 2 dreifibréf um tilraun þessa. YFIR 7,5 MILLJÓNA KOSTNAÐUR Ég mun ekki rekja viðskipji framkvæmdanefndar og for- svarsmanna hitaveitunnar nánar nema tilefni gefist en vísa til skýrslu um starf fram- kvæmdanefndar tímabilið april 1976-febrúar 1977 en þeirri skýrslu var dreift í hverja íbúð á Seltjarnarnesi í mars 1977. Engar upplýsingar hafa enn borist frá Danfoss fyrirtækinu svo vitað sé né heldur um aðrar rannsóknir erlendis á vegum hitaveitunnar. Hafi formanni hitaveitustjórnar gengið erfið- lega að finna rannsóknastofur erlendis er sinnt gætu þessu verkefni (tæringu járns) skal honum bent á opinbera stofnuh í Svíþjóð sem heitir Svenska Korrosion Institutet en hún fæst eingöngu við rannsóknir á tæringu málma og annarra efna og aðferðum til varnar tæringu. I fjarvarmaveitum Svíþjóðar hafa komið fram miklar tæringaskemmdir og nam GunnlaugurÁrnason -viðgerðarkostnaður þeirra um 1400 milljónum íslenskra króna á 3 árum 1972-1974. Hefir Svíum greinilega þótt nóg um og því snúist hart við vand- anum eins og vera ber í slíkum tilfellum. En hvað skyldu nú tæringaskemmdir í hitaveitu Seltirninga kosta? Fram að 1. mars 1977 mun bæjaryfirvöld- um hafa borist vitneskja um ca 300 ónýta ofna og mun það ekki of há tala því margir munu hafa skipt um ofna þegjandi og hljóðalaust og enn fara ofnar, en hve margir veit víst enginn. Mjög erfitt mun að áætla kostnað húseigenda vegna mis- munandi ástæðna. Ég hefi fyrir framan mig reikning eins húseiganda, sem skipta þurfti um 4 ónýta ofna á árinu 1977 og hljóða þeir uppá rúmlega 100.000 krónur, efni og vinnu- laun. Sjálfur hefi ég greitt fyrir nýja ofna á árunum 1976 og 1977 kr. 100.000. Það myndi með vinnulaunum fyrra dæmis gera um 140.000 krónur. Ef við einföldum dæmið og reiknum hvern ofn með vinnulaunum á kr. 25.000x300 ofna verður útkoman 7,5 milljónir. Öhætt mun þó að reikna með mun hærri tölum en hér eru notaðar þar sem ekki er metið margvís- legt tjón er hlýst af ofnavið- gerðum í fullbúnum húsum. í umræddu viðtali minnist blaðamaðurinn á umtal um ódýra hitaveitu á Seltjarnar- nesi og mun það rétt vera. En verði menn fyrir ofnatjónum, þurfi að setja upp forhitara eða pottofna, verður heita vatnið á Seltjarnarnesi ekki ódýrara en annars staðar. Að endingu mun ég vitna í ræðu eins fundar- manna á fundinum 19. október 1976, en þar segir hann m.a.: „Það gefur auga leið að eitt- hvað meira en lítið hlýtur að vera bogið við rekstur þessa fyrirtækis okkar og óskabarns að fjöldi Seltirninga telji nauðsyn á því að stofna með sér sérstök samtök til þess að vernda hagsmuni sína að það þurfi að standa í alltíðum bréfaskriftum við stjórn hita- veitunnar og halda opinbera fundi um málið. Auk alls þess að tvö fjölmenn félagasamtök sjái ástæðu til þess að boða til opinbers fundar þar sem mál- efni hitaveitunnar er eingöngu á dagskrá." Síðar sagði ræðumaður: „Mér hefir oft fundist að fram- kvæmdaaðilar hitaveitunnar hafi a.m.k. til skamms tíma ekki gert sér fulla grein fyrir eða viðurkennt stærðargráðu vandamálsins. Þetta tel ég hafi orðið til þess að aðgerðir hafa dregist og ef til vill hafa sam- þykktir stjórnar hitaveitunnar ekki verið útfærðar sem skyldi. Viðurkenning á því að vanda- málið er fyrir hendi hlýtur að vera grundvallaratriði." Ég tel mig nú hafa sýnt fram á getu- og viljaleysi fram- kvæmdastjórnar hitaveitunnar í máli þessu til stórtjóns fyrir okkur Seltirninga og tel að við stöndum enn í sömu sporum og í upphafi. Fyrr eða síðar verður bæjarstjórnin að taka mál þetta föstum tökum, þvi fyrr því betra. Ekki verður búið við núver- andi ástand öllu lengur en fáir munu þeir vera er því trúa að vandamál hitaveitunnar á Seltjarnarnesi sé óleysanlegt. Gunnlaugur Árnason Seltjarnarnesi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.