Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. 15 X Aðeins á| æfingum. ■/ Styrkir spyrnur þeirra^ * og gerir þá ósigrandi.) Enginn^markvörður verst 'þeim ) Af hveriu eru menn þfnir með. „• keðjur um ökklana,—— Sá ljóshærði spyrnir í markið. Sigfinnur ^spyrntu. LucHO íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir Pálmi og Amar með Fram á ný átti aldrei möguleika! Fram sigraði FH 26-21 í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í gærkvöld í Laugardalshöll Fram kom mjög á óvart í gær- kvöld í Laugardalshöll og vann auðveldan sigur á FH í 1. deild Islandsmótsins, 26-21. Fram hafði alltaf frumkvæðið í leiknum — FH-ingar komust aldrei yfir — en tókst tvívegis að jafna. Það var strax allt annar blær á leik Fram en verið hefur áður í vetur — Pálmi Pálmason, landsliðs- maðurinn hjá Fram hér áður fyrr, en vinnur nú á Húsavík, lék með sinum gömlu félögum og nærvera hans hafði mjög örvandi áhrif á aðra leikmenn Fram, og Pálmi stóð vel fyrir sínu. Þá var Arnar Guðlaugsson með á ný eftir nefbrotið slæma — og vissulega hafði það sitt að segja. En þó þessir garpar lékju vel voru þó tveir aðrir leikmenn Fram, sem mestan þátt áttu í hinum örugga og góða sigri. Guðjón Erlendsson varði snilldarlega í marki Fram allan tímann og Gústaf Björns- son gerði Geir Hallsteinsson að mestu óvirkan með nákvæmri gæzlu. Ekki nóg með það því þessi litli, lipri leikmaður gerði séri lítið fyrir og varð markhæsti leik-| Gústaf Björnsson var FH-ingum erfiður í gærkvöld. Var markhæstur leikmanna Fram og á DB-mvnd Harðar Vilhjálmssonar er Gústaf frír á línu með knöttinn. FH-ingarnir Árni Guðjónsson og Júlíus Pálsson of seinir til varnar. Siðari leikur Dankersen og Honved frá Búdapest í Evrópu- keppni meistaraliða var háður í Hannover 5. marz. Fyrri leikn- um lauk með fjögurra marka sigri Honved (24-20). Leikur- inn í Hannover, þar sem áhorf- endur voru um 3500, var gífur- lega spennandi og í hálfleik Ieit út fyrir, að GWD mundi komast áfram í keppninni þvi staðan var 10-6 fyrir liðið. Dankersen lék vel í fyrri hálfleik. Bezti maður Honved — risinn Kovacs — var tekinn úr umferð og það heppnaðist vel. Eftir að Dankersen hafði skorað tvö fyrstu mörkin í síðari hálfleik hrundi allt niður hjá liðinu. Leikmenn gerðu sig seka um fljótfærni og ótímabær skot. Eftir 13 mín. í s.h. mátti sjá á markatöflunni 13-12 fyrir Honved! Sjö mörk ungverska liðsins í röð án þess Dankersen skoraði. Eftir mikil hvatningar- hróp áhorfenda í fyrri hálfleik höfðu þeir nú hljótt um sig. Á þessum tíma höfðu leik- menn Dankersen reynt of mikið að brjótast gegnuin vörn) Honved á miðjunni, sem ekki tókst. Auk þess varði mark- vörður Honved — Bakos að nafni — mjög vel og var bezti maður liðsins. Síðustu mínútur leiksins tók Dankersen það til bragðs að leika maður á mann en leikmenn Honved reyndu að tefja eins og þeim frekast var unnt. I lokin tókst Busch hjá GWD að skora fimm mörk úr sex tilraunum — þar af tvö úr vítum — og lokastaðan varð 18- 15 fyrir GWD. En það nægði ekki. GWD hafði ekki tekizt að komast í undanúrslit meistara- keppninnar. Bezti maður Honved auk markvarðarins var Peter Kovacs, sem skoraði sjö mörk, þrátt fyrir að hann var tekinn úr umferð. Eftir leikinn voru leíkmenn Dankersen mjög von- sviknir og fátt um skýringar hvernig þeim hafði tekizt að tapa niður sex marka forskoti. Öskiljanlegt fyrir þetta reynt lið. Mörk Dankersen skoruðu Busch 5/2, Waltke 4, Axel 3/2, Becker 3, Kramer 2 og Ólafur 1. Mörk Honved skoruðu Kovacs 7, Szabo 4/2, M. Kovacs 1 Makai 1, Ursuly 1 og Kocsis 1. EVRÓPUKEPPNI BIKARHAFA Gummersbach hafði tapað sínum fyrri leik í keppninni gegn Frankfurt Oder með 17-13 i Austur-Þýzkalandi. Föstudag- inn 3. marz var síðari leikur liðanna háður í Dortmund og þar var húsfyllir. 13 þúsund áhorfendur!! — 1 hálfleik var staðan orðin 10-6 fyrir Gumm- ersbach og í síðari hálfleik — með hjálp danskra dómra og áhorfenda — gerðu leikmenn Gummersbach út um leikinn. 1 lokin var mikil spenna þvf, maður Fram í leiknum. Leikmenn FH náðu sér aldrei veruiega á strik í leiknum — þrátt fyrlr mikinn hraða — og það vantaði illilega Magnús Ölafsson f markið. Ekki bætti heldur úr skák fyrir FH, að ýmsir leikmenn liðsins létu skapið hlaupa með sig f gönur, þegar halla fór verulega undan fæti. Það er aðeins til að gera illt verra — eins og kom á daginn. Fram náði fljótt tveggja marka forustu, 3-1, en FH tókst að jafna í 3-3. Næstu þrjú mörk voru Framara, 6-3, og þó Þórarni Ragnarssyni, bezta manni FH f leiknum, tækist að minnka muninn niður í eitt mark, 6-5, tóku leikmenn Fram fljótt við sér aftur. Munurinn jókst i 9-5 fyrir Fram, síðan 12-7 og staðan f hálf- leik var 13-8 fyrir Fram. Fimm marka munur. I sfðari hálfleiknum hélzt þessi munur lengi vel — Fram fimm til sex mörkum yfir. Um miðjan hálf- leikinn fóru FH-ingar á saxa á. muninn og áhorfendur héldu að,] einn af hinum frægu lokasprett- um liðsins væri nú að koma. Staðan 18-15 fyrir Fram eftir 13 mín. En það var eitthvað annað. Fram jók muninn aftur í fimm mörk og 12 mfn. til leiksloka. FH reyndi þá að leika maður á mann og mikill darraðardans hófst á fjölum Laugardalshallarinnar. Allt í einni hringiðu. En það voru Framarar, sem högnuðust á þessu. Þeir skoruðu og skoruðu. Náðu átta marka forustu. Skapið logaði hjá ýmsum leikmönnum FH. Tveimur vikið af leikvelli fyrir kjánalega tilburði f mót-l mælum við dómara — og FH- ingar fjórir inn á um tíma. Knettinum spyrnt og þegarl Þórarinn tók vfti og skaut himinhátt yfir var greinilegt að þetta var ekki dagur H,afnar- fjarðarliðsins. Lokakafli leilteins var algjör leikleysa og þegar leik- menn Fram höfðu náð að komast í 25-18 leyfðu þeir sér að taka þátt í dansinum. Örfáar sfðustu loka- mínúturnar skoruðu FH-ingar fjögur mörk gegn einu marki. Fram. Lokatölur því 26-21 x! Holmenkollen- keppnin hafin Holmenkollen-skíðamótið fræga hófst í Noregi f gær með keppni í 15 km skíðágöngu karla — og 5 km skíðagöngu kvenna. I karlakeppninni hafði Finninn Juha Mieto umtalsverða yfir- burði. Sigraði á 44.45 mín. Annar varð Svíinn Sven-Ake Lundback á 45.26 mín. I þriðja sæti varð Maurilion de Zolt, ftalíu, á 45.22 mín. Thomas Magnússon, Sví- þjóð, varð fjórði á 45.44 mín. Ivar Formo, Noregi, fimmti á 45.52 og Finninn Matti Pithanenen fékk sama tíma. 1 næstu sætum voru Norðmennirnir Lars Erik Eriksen og Magne Myrmo. I kvennakeppninni sigraði Dag- mar Palechova, Tekkóslóvakiu, á 17.07 mín. Vigdis Rönning, Noregi, varð önnur á 17.20 min. og Berit Kvello, Noregi, þriðja á 17.21 mín. Gummersbach þurfti að halda þessum fjögurra marka mun til að komast áfram. Það, sem maður sá f sjónvarpinu frá leiknum — um tuttugu mínút- ur — var augljóst, áð dómar- arnir voru Gummersbach mjög hliðhollir og höfðu mikil áhrif á úrslit leiksins. Honum lauk með.sigri Gummersbach 15-10. Beztu menn liðsins voru Deckarm, Wunderlicht og Bandt, eða þrfr af heimsmeist- urum Vestur-Þýzkalands. Hjá Frankfurt voru Engel og Grilner beztu menn. Gummers- bach á nú mikla möguleika að sigra f Evrópukeppni bikar- hafa. Áberandi er hve. áhugi hér í Vestur-Þýzkalandi hefur aukizt á handknattleik eftir heimsmeistat-akeppnina. Sjón- varpið sýndi úr báðum Evrópu- leikjunum — eða um 20 mínút- ur frá hvorum og það er mikil breyting frá því, sem áður var. BUNDESLÍGAN önnur lið í deildinni léku f 17. umferðinni um helgina og urðu úrslit þessi: Rheinhausen — Hofweier 20-15 Neuhausen-r-Dietzenb. 13-14 Grosswallst. — Kiel 25-18 HUttenberg — Nettelst. 17-14 Milbertsh. — Derschlag 24-17 Fyrr í vikunni hafði Hannover sigrað Dankersen 9- 8. Eftir eru níu umferðir hjá flestum liðum svo margt getur breytzt. Þau lið, sem eru í sæt- unum 10.-14. berjast harðri bar- áttu við fallið. Jafnvel liðin í 7.-9. sæti eru ekki örugg. Þau úrslit, sem mest komu á óvart, var sigur .Hannover á Dankersen miðvikudaginn 1. marz. Þar tapaði Dankersen fyrir botnliði og var þvf síðasta vika mjög erfið fyrir liðið. Þá vann Dietzenbach Neuhausen og má nú segja, að Neuhausen sé endanlega fallið í 2. deild. Grosswallstadt gerði út um leikinn við Kiel í síðari hálfleik — eftir 11-10 i hálfleik — og liðið er nú hið eina, sem getur ógnað sigri Gummers- bách í keppninni um meistara- titilinn. Rheinhausen sigraði Hofweier á heimavelli og hefur þar hlotið 15 stig af 16 möguleg- um en aðeins hlotið fjögur sig á útivöllum!! ■ Staðan f þannig: Gummersbach Grosswallstadt Dankersen Nettelstodt Huttenberg Rhoinhausen Kiel Göppingen Hofwoior Dietzenbach Milbertshofen Dorschlag Hannovor Neuhausen bundeslfgunni er nú 16 13 15 11 16 9 17 8 17 9 2 309-237 27 3 262-216 23 5 253-224 20 6 301-273 19 7 264-256 19 7 312-331 19 7 274-274 18 8 276-264 17 7 281-265 16 9 273-307 14 10 276-288 13 11 283-303 11 11 219-270 10 14 244-319 6 Með kveðju Ól. H. Jónsson Axel Axelsson Dómarar leiksins, Haukur Þor- valdsson og Öli Olsen, höfðu sýnt einhverja beztu — ef ekki þá beztu — dómgæzlu, sem sést hefur f íslandsmótinu fram að þeim darraðardansi, sem átti sér stað síðustu 15. mín. leiksins. Eftir það höfðu þeir ekki sömu völd á gangi leiksins. Kannski skiljanlegt f þeirri hringavitleysu, sem þar átti sér oft stað. En það var leiðinlegt, að sá ofsi sem þá greip um sig, setti lýti á dómgæzlu þeirra, sem hafði verið til svo mikillar fyrirmyndar. Vissulega féllu lætin vel f kramið hjá áhorfendum — og leikurinn var oft spennandi. Haldi leikmenn Fram áfram á þessari lfnu — og fái Páliha af og til í leiki — þurfa þeir ekki svo mjög að óttast fallið. Fyrir’ þennan leik höfðu margir af- skrifað möguleika Fram á að halda sæti sfnu í 1. deild — en nú er annað uppi á teningnum. Auk þeirra leikmanna liðsins, sem áður eru nefndir, léku Sigur- bergur og Pétur Jóhannesson mjög vel í vörninni, og ýmsar sóknarfléttur liðsins voru með af- brigðum skemmtilegar, Jens Jensson mjög snjall á köflum. Greinilegt að leikni og auga þjálfara liðsins, Jóhanns Gunnars, fyrir samleik og fléttum er farin að hafa veruleg áhrif. Fram hefur ástæðu til að gleðjast vegna þessa leiks. Hins vegar geta FH-ingar dregið af honum ýmsan lærdóm — og það eru allt of miklar sveiflur í leik liðsins. Geir Hallsteinssyni tókst ekki að slfta sig úr hinni ströngu gæzlu — og það hafði mikil áhrif. Hraði og aftur hraði er ekki nóg. Það verður að vera eitthvað á bakvið hraðann. Lfnuspil sést varla — og leikmenn FH eru allt of greindir strákar til að láta skapbresti ná yfirtökunum, þó halli undan fæti. Mörk Fram í leiknum skoruðu Gústaf 6 —-, tvö vfti — Jens Jens- son 5, Pálmi 4 (2) Sigurbergur 4 (2), Arnar 3, Birgir Jóhannsson, Atli Hilmarsson, Árni Sverrisson og Ragnar Hilmarsson eitt mark hver. Mörk FH skoruðu Þórarinn 5 — þrjú vfti — Tómas Hansson 4, Janus Guðlaugsson 3, Guðmundur Árni Stefánsson 3, Júlíus Pálsson 2, Geir, Árni Guðjónsson, Guðmundur Magnússon og Jónas Sigurðsson eitt hver. -hsím. Pálmi Pálmason, landsliðsmaður Fram hér áður fyrr, lék með liði sínu á ný í gærkvöld og stóð sig prýðilega. A DB-mynd Harðar að ofan hefur Pálmi brotizt framhjá Geir Hallsteinss.vni og Guðmundi Arna Stefánssyni en þeim tókst að slá knöttinn frá honum. Víkingur slapp fyrir horn gegn neðsta liðinu, Ármanni — Sigraði með 21-18 eftir að Ármenningar höfðu náð sjö marka forustu, 10-3 Víkingur náði efsta sæti á ný í 1. deild íslandsmótsins í hand- knattleik, þegar þeir sigruðu Ar- mann í gærkvöld 21-18 í Laugar- dalshöll. En Víkingar Ientu í hinu mesta basli með Armenninga — Iið. sem þeir hafa áður sigrað þrivegis í vetur auðveldlega. Raúnverulega sluppu Víkingar fvrir horn í leiknum og um tíma framan af virtist stefna í stór- sigur Armanns. Liðið náði sjö marka forustu, 10-3, og Víkingar, með alla sína landsliðsmenn, virkuðu nánast sem byrjendur í íþróttinni. En Armenningum tókst ekki að fylgja þessari góðu byrjun eftir. Ótímabærar inná- skiptingar áttu þar hlut að máli — leikmönnum. sem átt höfðu snjallan leik, kippt út af þegar Ifða tök á hálfleikinn. Vikingar gengu á lagið. Minnkuðu muninn niður í tvö mörk fyrir hálfleik. Jöfnuðustrax í byrjun þess sfðari og eftir það var aidrei vafi á hvort liðið mundi sigra í leiknum. En hinn slaki leikur Víkings framan af hlýtur að vera leik- mönnum og þjálfara liðsins mikið umhugsunarefni. Liðið er ekki svipur þess stórliðs, sem það var fyrir heimsmeistarakeppnina — og getur ekki gert sér miklar vonir um sigur á íslandsmótinu eins og það hefur leikið að undan- förnu. Verður slakara með hverj- um leik og eins og liðið lék i gær hefði það tapað f.vrir öllum liðum 1. deildarinnar — nema því neðsta, Armanni. Og með betri stjórn hefði Ármann sigrað í þess- um leik. Víkingur hefur að vísu orðið fyrir miklum áföllum. Ólafur Einarsson handarbrotinn — Kristján Sigmundsson, lasinn, og litlar, sem engar likur, að þess-i ir tveir landsliðsmenn leiki á þessu leiktímabili. Þá hefur Björgvin Björgvinsson verið veikur — lék aðeins örfáar mín- útur — en maður hélt, að Vík- ingur hefði það mikið mannval, að þessi áföll hefðu ekki alvar- legar afleiðingar í för með sér fyrir liðið. En nóg um það. Snúum okkur að gangi leiksins. Ármenningar byrjuðu mjög vel og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. Víkingar misnotuðu upp- lögð færi og komust ekki á blað fyrr en á níundu mín. og það fyrir mikla óákvéðni dómara. Enginn vissi hvað þeir voru að dæma — og Jón Sigurðsson nýtti sér tæki- færið sem gafst. Strax á eftir varði Ragnar Gunnarsson, mark- vörður Ármanns, víti frá Páli Björgvinssyni og Ármenningar juku muninn allt upp í 8-2, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Og þeir bættu enn um betur. Komust' í 10-3 og það kom á óvart hjá Viking að sterkustu leikmenn liðsins, Páll, Viggó Sigurðsson, Þorbergur — auk Björgvins — höfðu meiraveriðáskiptibekknum en þátttakendur í leiknum. En eftir þessa góðu byrjun Ár- manns fór þjálfari liðsins að skipta um menn — en þjálfari Víkings vaknaði og fór að nota sína beztu menn, hvað hann gerði næstum óbreytt til loka. Páll. Viggó komu í sóknina, Skarphéð- inn, Ólafur Jónsson og Magnús Guðmundsson í vörnina, auk Árna Indriðasonar, sem lék allan leikinn, og Þorbergs. Vörnin þétt- ist — Eggert Guðmundsson, ( markvörður Víkings, fór að verja — og á örfáum mínútum skoraði Víkingur fimm mörk. Ármann aðeins eitt. Staðan breyttist í 11-8 og áfrarnJjéldu Víkingar að vinna i upp muninn. Staðan 12-10 í hálf- leik fyrir Ármann. Eftir tæpar tvær mín. í síðari hálfleik hafði Víkingur jafnað í 12-12. Ármann komst í 13-12 með marki Björns Jóhannessonar úr víti og það var í síðásta skipti, sem Ármann hafði yfir i leiknum. Vík- ingur skoraði næstu fjögur mörk og úrslit voru ráðin. Þessi þriggja marka munur hélzt til loka — og síðasta mark leiksins skoraði markvörður Víkings, þegar Ragnar Gunnarsson hafði hætt sér langt fram á völlinn í sókn Armanns, sem rann út í sandinn. í heild var leikurinn slakur — og fáum leikmönnum Víkings verður hælt fyrir þann leik, sem þeir sýndu. Ungu strákarnir í Ár- manni áttu skínandi kafla — og Björn Jóhannesson stjórnaði leik liðsins. Með meiri yfirvegun — einkum á skiptibekknum — hefði Ármann vissulega getað komið mjög á óvart f þessum leik — unnið. Sorglegasti þátturinn ’ í leiknum var frammistaða dómar- anna, Guómundar og Magnúsar Óskarssonar. Þeir voru ákaflega óákveðnir í dómum sínum — og iðulega vissu leikmenn og áhorf- endur ekkert hvað þeir voru að dæma. Þeir verða að taka sig verulega á ef um áframhaldandi dómgæzlu hjá þeim i 1. deild á að vera að ræða. Mörk Víkings í leiknum skoruðu Páll 7(1 víti), Viggó 5, Árni 3 (2), Jón Sigurðsson 2, Þor- bergur, Magnús, Ólafur og Eggert eitt hver. Mörk Ármanns skoruðu Björn 7 — fimm víti — Jón Viðar 5, Þráinn Ásmundsson 3, Friðrik Jóhannsson 2, Smári Jósafatsson og Öskar Ásmundsson eitt hvor. Ragnar Gunnarsson varði tvö víti Páls í leiknum en Ármann nýtti öll sín viti. - hsím PELE- peysurnarkomnar Stærðir 28-34 Venftkr. 3470,-til 3660,- Póstsendum Dikcifinn /f. Sportvöruverslun Hafnarstræti 16 simi 24520 Staðan í 1. deild Urslit í leikjum tslandsmótsins í hand- knattleik — 1. deild karla — urðu þessi í gærkvöld. Ármann-Víkingur 18-21 Fram-FH 26-21 Staðan er nú þannig: Víkingur 8 5 2 FH 9 5 1 ÍR 8 3 3 Valur 8 4 1 Haukar 7 3 3 Fram 8224 KR 8215 írmann 8 116 149-175 fcæstu leikir verða á sunnudag í Laugar- dalshöll. Þá lelka Valur-FH kl. 20.00, og síðan KR-Víkingur. Markahæstu leikmenn mótsins eru nú: Brynjólfur Markússon, tR 50/13 Jón H. Karlsson, Val 47/19 Þórarinn Ragnarsson, FH 43/16 Pjörn Jóhannesson, Árm. 41/18 Símon Unndórsson, KR, 40/9 Janus Guðlaugsson, FH 37/6 Páll Björgvinsson, Víking 36/9 Spinks dæmdur íkeppnisbann — ákveðinn í þvf að verja titil sinn gegn Ali en heimssambandið hótarað svipta hann titlinum íþróttadómstóll í Nevada í Bandaríkjun- um hefur dæmt nýja heimsmeistarann, Leon Spinks, í 90 daga keppnisbann vegna lyfja, sem hann tók fyrir leikinn við Muhammad Ali, þegar hann vann heimsmeistaratitilinn. Spinks átti við meiðsii að stríða — brákaður á rifbeini — og lét læknisyfirvöld í Nevada ekki vita af því. Tók Iyfin vegna meiðslanna en þau voru ekki örvandi. Þessi úrskurður skiptir Spinks engu máli, þar scm hann ætlar sér ekki að keppa á ný fyrr en í september. Leon Spinks skýrði fr-á því, að hann mundi fyrst verja titil sinn gegn Muhammad Ali. Það væri ákveðið og framkvæmdastjóri hans, Bob Arum, skýrði frá því, að keppni þeirra yrði háð í Mauritius en ekki í hinu nýstofn- aða Bophuthatswana-riki í S-Afríku vegna gífurlegrar mótmælaöldu. sem þar hefði, brotizt fram, þegar sagt var að Spinks og Aii' mundu keppa þar. Mauritius eru sjálfstæðar eyjar í Indlandshafi — ekki langt frá Magdagascar — og á aðild að Sameinuðu þjóðunum. Það er mikið um að vera í sambandi við Spinks þessa dagana. 1 gær tilkynnti heims- sambandið í hnefaleikum að það mundi svifta Spinks titli sínum ef hann keppti ekki fyrst við Ken' Norton — en Spinks ■ er ákveðinn í að hafa þá hótun að engu. Tíundi sigur Rodninu í röð Irena Rodnina og Alexander Zaitsev uröu í gær heimsmeistarar í parakeppni í listhlaupi á skautum á HM í Ottawa í Kanada. Þau unnu mikinn yfirburðasigur og þetta er sjötta árið i röð, sem þau sigra saman. Hins vegar var þetta tíundi hermsmeistaralitill Irenu í röð. Fjórum sinnum áður sigraði hún með fyrri eiginmanni sinum. Hún er 28 ára en Zaitsev, eiginmaður hennar nú. er 25 ára og þau hlutu hæstu einkunn hjá öllum níu dómurunum i keppninni. Þau munu halda áfram keppni — að minnsta kosti fram yfir Oiympíuleikana i Moskvu 1980. AlanGowling til Bolton A miðnætti sl. var sölumarkaðinum á ensk- um knattspyrn.umönnum á þessu leiktíma- bili lokað — það er leikmaður, sem keyptur er í dag getur ekki byrjað að leika með sínu nýja félagi á leiktímabilinu. Mikið var um sölur í gær en ekki voru þar miklir peningar í spilinu nema í þremur tilfellum. Leeds keypti miðvörð Blackpool, Poul Hart, fyrir 300 þúsund sterlingspund. Það er mesta upphæð, sem Leeds hefur greitt fyrir leikmann. Bolton keypti háskólanem- ann Alan Gowling frá Newcastle fyrir 120 .þúsund sterlingspund — en Gowling gat sér fyrst nafn sem knattspyrnumaður hjá Manch. Utd. Hann er því kominn á fornar slóðir á ný því Bolton er útborg Manchester. Þá keypti Lundúnaliðið Crystal Palace John Burridge, markvörð frá Aston Villa, fyrir 6( þúsund sterlingspund. Burridge, sem fyri/ fáum árum var keyptur frá Blackpool fyrir miklu hærri upphæð, missti stöðu sína hjá Aston Villa, þegar félagið keypti Jimmy Rimmer frá Arsenal. Aston Villa seldi einnig tvo leikmenn úr varaliði sínu til Gillingham í 3. deild og fékk fyrir þá báða 40 þúsund sterlingspund. Ekki var getið um nöfn þeirra í fréttum BBC í gærkvöld — eða annarra leikmanna, sem skiptu um félög en þeir voru fjölmargir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.