Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978.
Sigur Málfríðar
Malfriður Einarsdóttir:
Samastaður í tilverunni.
Ljoðhus. Reykjavik 1977.
Stærð 302 bls.
„HERDÍS 0G ÓLÍNA
ORTU VEL“
Hinn 23. október sl. varð Mál-
frírtur Einarsdóttir 78 ára. A
* umlirtnum 30 árum tæpum
hefur hún skrifað þá t)ók sem
nú f.vrir jólin kom út hjá Ljórt-
húsum undir nafninu ..Sama-
staður i tilverunni".
Verk þetta er undarlegt sam-
bland af heimspeki, æviminn-
insum, ádeilu. mannlýsingum
og hugleirtingum um skáldskap
og tilveru. blandað hæfilegum
skammti af kímni. Að baki er
ísland fátæktarinnar frá alda-
mótum og fram yfir síðari
heimsstyrjöld.
Og þvílik bók. Að lestri lokn-
um hlýtur maður art spyrja:
Hvernig í ósköpunum stendur á
þvi að .blöðin" hennar Mál-
fríðar hafa ekki verið gefin út
fyrr? Lesandi spyr þrátt fyrir
það að svörin eru skýr i bók-
inni. T.d. á bls. 256-7 þetta:
(Þær Munaðarnessystur sýna
lærðum manni i Kaupmanna-
höfn ljóðin sín) ...Sigríði var
farið að langa til að gefa út
ljóðmæli eftir sig og vildi fara
með svrpuna og sýna hana
lærðum manni. og. það gerði
hún. Hún komst í samband við
Sigfús Blöndal bókavörð....
Þessi höfðingshjón tóku okkur
altillega, og fengum við te og
kex. en mér óx i augum bóka-
safn húsráðanda. Vísnagre.vin
mín voru saman við. ógn um-
komulaus. Doktorinn settist við
skrifborð sitt og blaðaði í s.vrp-
unni og kom svo fram og var
ekki alveg ánægður, en sagði að
Herdís og Ölína hefðu ort vel.
Ekki hvatti hann Sigríði til að
gefa út, heldur hvatti hann
okkur báðar til að halda áfram
að bulla."
Þessi frásögn Málfríðar er
saga íslenskra kvenskálda í ■
hnotskurn. Þær eru hvattar til
að bulla, en að þær hafi eitt-
hvað merkilegt að segja og segi
það eins vel eða betur en -
..Herdís og Olína" (enginn dirf-
ist að nefna Davíð eða Tómas)
það eiga hinir lærðu menn oft
erfitt með að sjá, þessir sem
móta bókmenntasmekkinn og
ráða prentvélunum.
Bestu skáldkonur okkar
vrkja fyrir vindinn eða þá eld-
inn eins og Hólmfríður á Loft-
inu í Ljósvíkingnum, en Mál-
fríður orðar það svo: .....mér
finnst óþarfi að hafa pappír og
blek að millilið milli hugsan-
anna og evðingarinnar..."
(293).
LÍFIÐ — GAGNSLAUS
HJALLVIST í DIMMU
Bók Málfríðar er þannig upp-
bvggð að nærri lætur að lesandi
hafi jafnt gagn af að lesa aft-
asta kafla fyrst og feta sig fram
eftir, eða byrja i miðju og rekja
sig fram eða aftur. Af þeim
sökum er erfitt að fjalla um
efni bókarinnar í réttri tíma-
röð. þess gerist heldur ekki
þörf. Frásögnin lýtur sínum
eigin tíma. Það er andrúm
bókarinnar, blærinn sem leikur
um lesanda. sem skiptir máli.
Málfríður er feikilega næm á
umhverfi sitt og hún kynnir
okkur það með sérstæðri. hug-
lægri frásögn svo að lesandi
sk.vnjar aMa hluti með hennar
augum. Hún lýsir áhrifum um-
hverfis fremur en veruleika:
..Eg var hrædd í heiminum
og þekk'ti hann ekki. enginn
staður innan húss þar sem mér
fannst mér vera alveg fritt. og
þó hart að segja sMkt, en úti
gnæfði fjaM gagurt yfir staðn-
um og sjórinn strevmdi um
hann. en landið berangur utan
dyra og spruttu ekki grös. þvi
síður tré. Best man ég eftir
hjaMinum grásvörtum í grá-
svörtu veðri og mikiM kuldi í
hjaMinum. svona fannst mér
ævi mín þá vera. gagnslaus
hjaMvist i dimmu." (Málfríður
17 ára í vist í Borgarnesi bls.
215). .
Lífið skoðar Málfriður í sögu-
legu samhengi. enda þótt hún
afneiti pólitík. þ.vki hún leiðin-
leg, hafi t.d. látið fyrra stríð
fram hjá sér fara af þvi henni
likaði það ekki og blöðin hafi
hrellt hana. þá verður hún ekki
tekin á orðinu. Þetta er aðferrt
hennar. úrdráttur og háð:
„Svona norpuðum við tim aldir.
konur á íslandi. eigandi varla
nokkra bók.stundum ólæsar. og
dóu allar úr leiðindum sem
hneigðar voru til lesturs. en
hinar tórðu og fvlla nú landið"
(135).
RÓMANTÍK
Rómantík. suðræn ævintýr
og dagdraumar eru ekki langt
undan. Hún talar um að draum-
arnir hafi verið það sem tengdi
hana tilverunni á æsku- og ung-
lingsárum: ..þvi snauðari sem
dagarnir voru að viðburðum.
því viðburðaríkari voru draum-
arnir" (116). Og ein fyrsta
endurminning hennar er: ..ég
sá hóp af ungum kátum glöðum
stúlkum konia sunnan túnið.
þær voru klæddar i ljósa létta
'litfagra kjóla. eins og kæmu
þær sunnan úr heimi úr hlýrra
og betra landi..." (36). Eða þá
hin „margumtalaða Magga"
sem höfundi finnst að hefði átt
að sitja ..prúðbúin alla (eða
flesta) daga við bóklestur bréf-
skriftir og fínt saumverk. ...æfa
sig i samlagningu og frádraúti
og hinum erfiðari greinum
reikningsmenntarinnar. ... lát;
færa sér matinn á silfurbakka
... koma aldrei út á töðuvöll
nema í fegursta skini..." o.s.frv
En eins og til að hle.vpa sér ekki
RannveigG.
Ágústsdóttir
of langt út á hættusvæði ofur-
tilfinninga bregður höfundur
iðulega fyrir sig þeirri íróriiu
sem kennd er við rómantik. ýtii
virt manni með hn.vttnum at-
hugasemdum sem draga úr
mætti þess sem á undan er sagt.
eins og kemur líka i niðurlagi
ofangreindar lýsingar af
Möggu: ....fara í hnattsiglingar
með einkaritara. einkabílstjóra.
Málfríður Einarsdóttir.
Bók
menntir
einkaelskhuga. einkaþjónustu.
Eins og Rabindranath Tagore."
(95-6).
Um ástina í ýmsum m.vndum
er talað af raunsæi: „Ömmur
mínar giftust báðar nauðugar.
Guðríður sárnauðug. Þuríður
nauðug. og ekki hló brúðkaups-
dagurinn við henni. Allan
daginn bað hún fvrir sér með
þessari vísu: Mildi og góði
meistarinn,/ miskunn slika ég
þre.vi. / hugarmóðinn heftu
minn / helst á þessum degi."
(13) Og svo ekki meir um það.
llún segir: „I ungdæmi mínu
voru fátækir vinnumenn svo
bágstaddir í ástalífi sínu ófull-
nægðu..." og tilfærir dæmi.
(98). Og í Borgarfirði hafi
verið „hommi enginn svo vitað
sé nema Ólafur gossari... lesbía
þorði engin að vera". (139).
Dauðinn er afgreiddur án til-
finningasemi: „Fólkið var
þarna flest ungt og var að deyja
i rúmunum..." (276). „Hún dó
snögglega að morgni dags.
spýtti" (277). „Svo dó hann.
Varrt mjög harmdauði nokkrunt
frúm (ekki mér).“ (206).
ALLT ER SAMTENGT í
NÁTTÚRUNNAR RÍKI
Hin ýmsu fyrirbæri um-
hverfisins verða henni tilefni
til heimspekilegra heilabrota
eins og bækur. myndir og hið
náttúrulega. t.d. flugur. en
aldrei verður hún hátíðleg:
„Mest voru mér hugstæðar
litlu. já örlitlu pöddurnar sem
lágu ofan á bárujárnsþökunum
þegar heitast var og undu sér
því betur sem nær suðuhita var
á bárujárninu, líktust engu
fremur en íslenskum mannslík-
ömum á baðströndum Spánar.
kolbrúnum. dauðyflislegum. í
svækjuhita. En þessar pöddur
voru litlausar, nenntu engu.
ekki einu sinni að skre.vta sig
svo hinu k.vninu litist á þær.
enda k.vnlausar vlst. Og al-
heimskar. Eins og skrokkarnir
á sólarströndum Spánar." (58).
Rauðsokkar hafa birt kafla
úr bók Málfríðar í málgagni
sínu og notað verk hennar á
alþjóðlegum baráttudegi
kvenna 8. mars f ár. Tilvitnanir
sinar sækja þær einkum í kafl-
ana „Umkomuleysi kvenfólks á
íslandi" (134) „Otilhlýðilegar
margar barneignir á íslandi"
(133) og „Karlmannaveldið"
(142) og fleiri slíka. Hér eru
nokkrar tilvitnanir: .og hver
h.jálpar þeim? Ekki karlmanna-
samtökin. þau eru að drekka
brennivfn og iðka ósæmilegt tal
sin á milli. Og hrísið de.vr."
(138-139)....og húsbóndinn
kom. ábúðarmikill og stvggur
og þóttist eiga hver rif jafnt í
vinnukonum sínum sem eigin-
konunni. og eiga með að láta
þær eiga með sér börn. þó það
væri dauðasök, og hverjum
konuveslingi drekkt sem það
lét unt sig spyrjast. en bóndinn
slapp alloftast. því hann laug.
Frá einni plágu til annarrar..."
(136-137). „Frægur maður sf-
skrifandi sagði kvenmenn ekki
endast til ásta nema skamma
hrið. karlmenn sagði hann
endast alla tið og inættu þeir fá
sér konu miklu vngri en þeir
væru sjálfir. ættu raunar að
gera það. gott væri að hafa
nokkurra áratuga aldursmun.
man ég nú ekki lengur orðrétt
orð hans sem svo merkileg voru
og mega ekki gle.vmast. Hann
hét vist Jönas" (145). „Ég
kvnntist öðrum hrægamminum
lítillega alllöngu síðar. því
hann var faðir minn, og get ég
nú ekki Sannara orð talað en
það. að f tungutak hans þótt
mér ekki ýkjamikið varið. því
bað var sem snúið úr i hött. upp
fullt af ólíkindalátum. Þetta
hafði hann upp úr sinu yfirlæti
og mikilmennsku gagnvart kon-
unutn..." (125).
Mannlýsingar eru snilldar-
legar. ótrúlega fjölbre.vttar og
samdar af mikilli íþrótt.
SKOPAST AÐ KÚGURUM
Verkið er heil náma frá bók-
menntalegu og félagslegu
sjonarmiði. Sjaldan hefur lífi
og stöðu kvenfólks verið betur
lýst. Samúð mert undirokuðum.
hvort heldur karl eða kona.
gengur sem rauður þráður í
gegnum bókina. A sama hátt
skopast Málfrfður að kúguruin
af báðuin kyn.jum — það er
hennar vopn. skopirt — og í
augum hennar stendur barátt-
an ekki fvrst og fremst milli
kvn.ja. heldur milli stétta. milli
hins kúgaða og kúgarans. En
það leiðir af sjálfu sér að i
karlmannaveldi hljóta konur að
vera í meirihluta hinna kúg-
uðu.
í frásögninni vega salt
rómantík og raunsæi. draumur
og veruleiki. Höfundur ber
virðingu fyrir vinnandi fólki en
hefur andúð á ónauðs.vnlegu
striti með ónýtum verkfærum.
Höfundur er meinhvass f um-
sögnum sfnum um suma sam-
ferðamenn en þorir lika að
segja löst á sjálfri sér og sfnu
fölki. Af öllu þessu verður hin
litrfkasta frásögn og stfllinn
eftir þvi sambland af ómeng-
uðu aiþýðumáli (frá þeim tima
er íslenskan var „töluð furðan-
lega hrein af gömlum vana"
(124) og svo fáguðu skáldamáli
fagurkerans og meiningin er
alltaf l.jös og skýr.
A hverri síðu vegast á and-
stæður. málið er kynngimagn-
að, b.vltir sér á margar lundir
og birtist i nýju og nýju ljósi
svo að unun er að lesa. Þessi
einkenni máls eru svo sannar-
lega' ekki viðskila við inni-
haldið, efni og form er samofið
svo sem vera ber í hinum besta
skáldskap. Komi sumir frá-
sagnarþættir oftar en einu
sinni fyrir eru þeir í öðru og
óvæntu samhengr. dregnir nýj-
um dráttum.
Menn skvldu ekki lesa þessa
bók eins og annál.ártöl og stað-
revndaþrugl er nög fyrir á
öðrum bókum. Þessi bók er
iðandi líf. hún er síbreytileg.
glettin eða grálynd. kát eða
döpur eins og lund manns. En
umfram allt er hún skemmtileg
svo að lesendur biðja: Mættum
við fá meira að he.vra. Málfríð-
ur?
Rannveig G. Agústsdóttir.
13
\
annarra
SALORA
Finnsku
litsjónvarpstœkin
22" Verðkr. 335.000 26" Verð kr. 373.000
22” Verð kr. 384.600 m. fjarst. 26” Verðkr. 420.700m.fjarst.
Vilberg &d Þorsteinn
Laugavegi 80 símar 10259 —12622