Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. Eftir strídið var Japönum bannað að hafa her, en þrátt fyrir það eru nú 261 þúsund manns undir vopnum. A mvndinni eru japönsk herskip. tengslum við síaukið verzlunar- stríð. Æ fleiri Bandaríkjamenn sem tengdir eru verzlun og iðnaði, halda því fram að Japanir hafi „fríhjólað" i varnarmálum frá lokum heims- styrjaldarinnar síðari og sú sé orsök hinnar miklu efnahags- velgengni þeirra og söfnun í gjaldeyrisvarasjóði. ÞRÝSTINGUR FRÁ BANDARÍKJUNUM Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ekki staðið að þessari gagnrýni en það er þó ekkert leyndarmál að stjórn Carters hefur nú um nokkurt skeið lagt hart að Japanstjórn að stefna að nýsköpun í hernaði til land- varna og taka hluta af þeirri efnahagslegu byrði sem vörn Austur-Asíusvæðisins hefur f för með sér. I nýjustu greinargerð Harolds Brown varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna er gert ráð fyrir Japan sem útverði í norðri, í hernaðaráætlunum Bandaríkjamanna á Kyrrahafi. I fyrsta skipti í sögu Japans frá stríðslokum, lagði forsætis- ráðherra landsins áherzlu á það við setningu þingsins í janúar að Japanir hefðu sterkar varnir og hvatti til umræðu um þetta efni. Umræðan nú er m.a. sprottin af áætlunum stjórnarinnar um kaup á 100 nýjum herflug- vélum frá Bandaríkjunum. Flugvélarnar, sem kaupa á, eru hin fullkomna F15 Eagle og P3C Orion kafbátaleitarvélar. Vandamálið er það að rfkis- stjórnin á í vandræðum með að fullvissa stjórnarandstöðuna um að þessi vopnakaup gangi ekki lengra en leyfilegt er í samningum þeim sem Japanir gerðu eftir striðið um varnir sfnar og eigin her. BANNAÐ SAM- KVÆMT SAMNINGUM I samningum, 'sem gerðir voru eftir uppgjöf Japana eftir strfðið, var kveðið á um að Japanir væru á móti stríði og beitingu valds til þess að knýja fram milliríkjasamninga. Þá var það ennfremur tekið fram að i Japan yrði hvorki land- flugher eða floti og slfk sam- þykkt er mun afdrifaríkari. Þessi grein samninganna hefur valdið stöðugum deilum í Japan í gegnum árin. Sumir hafa þó túlkað þessa samþykkt tryggðir hér með minnstum til- kostnaði. Flokkseigendafélag Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokksins er tengt við Bandaríkin með fjárhagslegum spottum; þessir kallar dingla eftir þvf, hvernig Sámur kippir f spottana, Eim- skip, Flugleiðir, íslenzkir aðal- verktakar og fl. Að sjálfsögðu völdu banda- rískir stjórnarherrar ódýrustu lausnina. Þeir létu annaðhvort koma á fót einokunarfyrirtækj- um eða fjármögnuðu einok- unarfyrirtæki, sem þegar voru til á Islandi. í þessu pólitíska brúðuleik- húsi ráða bandarískir stjórnar- herrar þvf, sem þeir vilja á ís- landi. MOGGINN HRÆÐIR ÍSLENDINGA Það hefur verið hlutverk Morgunblaðsins að annast áróð- urshliðina fyrir bandarísku stjórnarherrana. Morgunblaðið hefur með stöðugum áróðri í 30 ár um varnar- og öryggismál svoköll- uð fælt íslenzku þjóðina frá því að hugsa um þessi mál af nokkru viti. Hlutverk Morgunblaðsins er að hræða fólk og ala á stöðug- um ótta. Mogginn á að magna óttann og halda honum stöðugt við og þess vegna terroríserar hann einna helzt börn og gamalmenni; fólk, sem hefur pólitískan þroska á við hverja aðra óvita: Bööööööö, rússagrýl- an sást seinast. Að ala á stöðugum ótta og öryggisleysi fslenzku þjóðarinn- ar er raunverulega eina fótfest- an, sem bandarískur her og leppar hans hafa á íslandi. Síðan hughreystir Morgun- blaðið íslendinga. Vera Banda- ríkjahers á íslandi á að vega upp á móti þessum ótta. Um árabil hefur bandaríski herinn átt að veita vernd. Nú er vitað, að herinn veitir aðeins falska öryggiskennd. Á þennan einfalda og frum- stæða hátt hefur verið deilt og Kjallarinn Árni Larsson drottnað í þessum málum frá stofnun lýðveldisins. Ljóst er, að bandaríski her- inn veitir íslendingum enga vernd. Verksvið hans á tslandi er auðvitað að gæta banda- rfskra hagsmuna. ísland er her- stöð og varla mikið meira en græn plastvarta á stríðskorti bandarískra hershöfðingja. Raunar væri tslendingum fullt eins vel borgið, ef þeir bæðu starfsmenn Disneylands að sjá um svokölluð varnar- og öryggismál þjóðarinnar. HELZTU ÖFUGMÆLI TUNGUNNAR Varnarliðið og Sjálfstæðis- flokkurinn eru ein helztu öfug- mæli tungunnar. Fjöldi íslend- inga trúir f blindni á þessi orð. Fólk heldur, að Varnarliðið sé hér til þess að verja íslend- inga. Þetta seinheppna fólk getur ekki skilið, að Varnar- liðið gætir hagsmuna Banda- ríkjanna. Og fjöldi fólks trúir einnig á Sjálfstæðisflokkinn eftir orð- anna hljóðan. Fólk heldur auðvitað, að þessi flokkur stuðli að íslenzkú sjálfstæði. 11 \ The Amerlcan F-15 fighter Hin fullkomna F15 þota, sem Japanir ætla að kaupa af Bandaríkja- mönnum. þannig, að ekkert bannaði Japönum að verja sig. Grein þessari var þvf breytt árið 1954 þar sem sett var inn að Japanir mættu aðeins hafa lágmark vopna til þess að verja hendur sínar. ÁRÁSARVOPN 0G JAFNVEL KJARN0RKUV0PN Hluti japönsku stjórnarand- stöðunnar telur að kaupin á F15 og Orion vélunum sam- rýmist ekki þessu samkomulagi og gangi raunar langtum lengra en leyfilegt er. Báðar þessar vélar geta borið sprengjur og þvf sé fremur um að ræða árás- arvopn en varnarvopn. I umræðunni á þingi hefur stjórnin sett fram kenningu sem sýnir að leiðin til her- væðingar er greiðfær, þ.e. ef menn samþykkja þessar kenningar stjórnarinnar. Þar er hervæðingin réttlætt með til- liti til þróunar á alþjóðavett- vangi. Með vopnakaupunum sé aðeins tekið tillit til raunveruleikans. Stjórnin reynir að komast Eftir uppgjöfina f fvrri heimsstvrjöldinni urðu Japanir að skrifa undir nauðungarsamninga, sem hafa verið í gildi síðan. Mvndin sýnir Hírósíma eftir kjarnorkusprenginguna árið 1945. hjá þvf að orðalag verði nákvæmt þannig að hendur hennar verði ekki bundnar í framtíðinni. Þetta veldur gagnrýnendum hervæðingarinnar áhyggjum. Með svipaðri röksemdafærslu er í raun ekkert sem kemur veg fyrir það að Japanir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Eftir að bent var á það að ekkert kæmi í raun í veg fyrir það að framleidd yrðu kjarn- orkuvopn lýsti utanrfkis- ráðherra Japans, Suunao Sonoda, þvf yfir að Japanir hvorki gætu né vildu koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þessi hernaðarumræða markast mjög af takmörkunar- samningnum sem samþykktur var í stríðslok og gerir hann hana heldur undarlega. Þrátt fyrir það að 261 þúsund manns séu undir vopnum í Japan eru þeir ekki kallaðir hermenn heldur varnarlið. Og allar stjórnir, sem setið hafa frá stríðslokum, hafa túlkað samninginn á nýjan hátt ef talin hefur verið nauðsyn að fjölga i varnarliðinu. ÁKVÖRÐUN MCARTHURS Það var McArthur hers- höfðingi sem stóð fyrir því að sett var inn i samninga að Japanir mættu ekki hafa her. Það var því kaldhæðnislegt að hann var sá fyrsti, sem braut samninginn. Þegar Kóreu- stríðið stóð sem hæst skip- aði hann Japönum að koma á fót 75 þúsund manna liði til varnar. Síðan hefur stöðugt verið fjölgað í þessu liði. En þrátt fyrir velþjálfað lið eru flestir hernaðarsér- fræðingar sammála um að her þeirra eða varnarlið sé úrelt og ef það á að gegna mikilvægu hlutverki á K.vrrahafi, er nauðsynlegt að bæta tækja- búnað liðsins verulega, hvort sem menn eru sammála þvf eða ekki. Enginn stjórnmálaflokkur á tslandi, hvorki fyrr né síðar, hefur makkað jafnlengi og af jafnlitlu þjóðarstolti við er- lenda herraþjóð. Ef við fmyndum okkur nú eitt andartak, að terror Mogga- ritstjóranna eða uppáhalds- martröð þeirra yrði að veru- leika og Rússar hernæmu nú landið, þá myndu Rú^sar án efa kveðja til samstarfs Moggarit- stjóra og Sjálfstæðisflokkinn en ganga frá öllum þjóðernis- sinnum í snatri. Rússar gætu ekki annað en hrifizt af 30 ára leppstýringu Moggaritstjóra og þjóðlausa Sjálfstæðisflokksins. GRILLIÐ Auðvitað er það herstöðin sjálf, sem stefnir framtíð þjóðarinnar í voða. Hvort hér er hrörleg herstöð eða öflug, þá kallar hún yfir sig gereyðingar- vopn. Framtíð íslendinga á þéttbýl- um svæðum Suðurnesja er jafn örugg og kjúklinganna, sem lenda að lokum í grillofnum landsmanna. Hvort hér verður um að ræða almannavarnir eða öryggis- þjónustu fyrir grillhátfðina miklu — með eða án Banda- ríkjamanna, þá skipta slíkar gervivarnir ákaflega litlu máli. Almannavarnadeildir ráða að likindum ekkert við ástand, sem skapast eftir kjarnorku- árás. Allar slíkar hugmyndir eru að meira eða minna leyti bull og vitleysa — því miður. Eitt sinn fór BBC þess á leit við kvikmyndagerðarmann að hann gerði kvikm.vnd um hugsanlegt starf almanna- varnadeijda á Bretlandseyjum eftir kjarnorkuárás. Kvikmyndahöfundurinn vann að ýmsum þáttum þessa verkefnis af stærðfræðilegri út- sjónarsemi. Hann kannaði fbúa- fjöldann og starfsmannafjölda brezku almannavarnadeild- anna, gæði öryggisútbúnaðar- ins, skýrslur um eyðingarmátt og áhrif kjarnorkusprenginga í lengd og bráð. Ekki dró það úr áhrifamætti myndarinnar, að höfundur studdist við m.vndskeið frá eyðileggingu Dresden, Naga- saki og Hiroshima þar sem stjórnmálin og vísindin hafa náð hvað mestum afköstum. Þegar stjórn BBC sá mynd- ina, þá var ákveðið að myndin yrði ekki sýnd almenningi af ótta við uppþot á Bretlandseyj- um. Ein ástæðan var m.a. sú, að aðalstarf brezku almanna- varnadeildanna var að fremja líknarmorð á hálfsteiktu fólki. Fjöldi slasaðra var áætlaður slikur, að fámennar deildir al- mannavarna gátu enga aðra að- stoð veitt. Erfitt er að lfta á þessa m.vnd sem eintóman hugarburð. Við gefnar aðstæður kann framtfð- in sjálfsagt að bera önnur stærðarhlutföll f skauti sínu en svo mikið er vfst, að stjórnmála- menn eru ekki hrifnir af um- ræðum um þessa hlið málanna á opinberum vettvangi. Það er sjálfsagt bölvuð lygi líka, að enn í dag er fólk að deyja í Japan vegna geislunar frá kjarnorkusprengingum 1945. LÍTILL HERMENNSKUANDI Oft hefur þvf verið haldið á lofti, að íslendingar séu frið- samir og beri ekl’i sjálfir vopn. Nei, þeir hafa nú ekki smitazt af hermennsku. Nokkrir fs- lenzkir stjórnmálamenn eru þó bendlaðir við herprang og eiga vingott við fallbyssur. Hermennskuandann er kann- ski einna helzt að finna i sér- stakri viðhafnarútgáfu úti á Keflavíkurflugvelli, þar sem nokkrir íslendingar þjóta út um vfðan völl í brunabílaleik á mettfma með verðlaunaskjöl upp á vasann og glamrandi orður á brjósti. Þarna ku vera á ferðinni íslenzkt einvalalið, sem orðið er víðfrægt innan Bandaríkjahers f.vrir að bregð- ast snarlega við eldi. Hraðinn á liðinu er sagður slíkur, að það slekkur á eldspýtum áður en kveikt hefur verið á þeim. Um hermennskuandann er það að segja, að sennilega eru Islendingar hólpnir meðan ís- lenzkir lögregluþjónar kunna ekki að ganga í tak. Fögnum því að sjá þúfnagöngulagið á mal- bikinu, fögnum því að sjá is- lenzka lðgregluþjóna stíga bár- una eða draga fæturna eða klofa yfir fmynduð grindverk, þegar ganga á f sálarlausum takti á hátíðastundum. Enn er einstaklingseðlið ekki tröllum gefið. PÓLITÍSKT VÆNDI Það væri ekki óheilsusamlegt fyrir Islendinga að hugsa ótta- laust um herstöðvarmálin og framtíðina. Er umboð flokks- eigendafélagsins ekki nokkuð hæpið fyrirbæri á Islandi? Ljóst er ennfremur, að fs- lenzkir stjórnmálaflokkar eru ekki ýkja merkilegar siðgæðis- stofnanir. Óhætt er að fullyrða, að pólitfskt siðgæði hefur ekki íþyngt fslenzkum stjórnmála- mönnum í samningagerð við Bandaríkjamenn frekar en aðra. Hins vegar má líka gaum- gæfa, hvort hægt er að leggja mælikvarða pólitísks siðgæðis á landleigusamning við Banda- ríkjastjórn. Hvar liggja mörkin milli hins pólitíska siðgæðis og hins pólitíska vændis? - I framhaldi af þvf má benda á athyglisverðar niðurstöður dómstóla. Á stríðsárunum var fjöldi islenzkra kvenna dæmdur fyrir vændi. Það virðist vera brot á ís- lenzkum lögum að selja sig eða leigja um stundarsakir. Þó vinnast engir dómar yfir karl- mönnum, sem selt hafa her- veldinu starfskrafta sína eða leigt því ’stundarafnot af land- inu. Það er fremur ólíklegt, að þessir siðgæðispóstar í lögun- um eigi eingöngu við konur. Pólitfskt vændi ætti ekki síður að hljóta einhverja máls- meðferð eins og leiga erlendra •hermanna á líkömum nokkurra konukinda. Arni Larsson rithöfundur. / \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.