Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. 27 <§ Utvarp Sjónvarp 8 Sjónvarp í kvöld kl. 22,00: Tunglið og tíeyringurinn LANDSINSMESTA LAMPAURVAL OPW ALLA LAUGARDAGA POSTSENDUM UÖS & ORKA Suðurlandsbraut 12 Sími 84488 VERÐLAUNA- SKÁLDIÐ BÖLL „Þessi saga fjallar um táninga, öll 14 ára gömul og einmitt á þeim tvo drengi og eina stúlku. Þau eru aldri sem unglingar eru mitt á milli tveggja vita, þ.e. ekki lengur börn og ekki enn orðnir full- orðnir,“ sagði Franz Gíslason, en hann þýddi söguna iHófadynsdal eftir Heinrich Böll. Þessi saga hefur verið tekin til flutnings í útvarpið og mun Hugrún Gunnarsdóttir lesa annan lestur sinn af fjórum í kvöld kl. 21.55. „Drengjunum finnst margt af því sem fullorðna fólkið tekur sér fyrir hendur heldur fánýtt og er stúlkan þeim sammála í því. Þau vilja gjarnan breyta þessu. En hvernig?" Nóbelsverðlaunaskáldið Heinrich Böil er höfundur kvöldsögunnar. „Þessir þrír unglingar, sem sagan fjallar um, eru allir í sama skóla, en sá skóli er í lítilli borg í Rínarhéruðunum“. ÍHófadynsdal kom út árið 1957 í smásagnasafni Böll sem nefnist Þegar stríðið brauzt út. Arið 1972 hlaut Heinrich Böll verðlaun Nóbels fyrir ritstörf ?ín. RK Ólafsvík—Leikskóli Viljum ráða fóstru til að veita for- stöðu barnaheimili, leikskóla í Ólafs- vík. Leikskólinn á að taka til starfa í nýbyggðu húsi, sem byggt er og út- búið samkvæmt nýjustu kröfum um slíkar byggingar. Umsóknir sendist fyrir 25. marz nk. til oddvita Ólafsvíkurhrepps, Ólafsvík, sími 93-6153, sem veitir nánari upp- lýsingar. Mvað skal gera þegar listin kallar? Hvað skal gera þegar þráin til þess að mála myndir grípur mann svo föstum tökum að hann er fús til þess að fórna heimili og fjölskyldu til þess að sinna þess- ari hugsjón sinni? Þetta kemur fyrir Charles Strickland verðbréfasala í bíómynd sjón- varpsins í kvöld. Charles hefur alla tíð lifað fábrotnu lífi með konu sinni en samt alltaf þráð ævintýri og það að fylgja köllun listarinnar. Það verður úr að hann stingur af frá öllu saraan og heldur til Parísar þar sem hann byrjar að mála af fullum krafti. Bíómyndin er eftir hinni frægu skáldsögu Somerset Maughams, Tunglinu og tíeyringnum (The Moon and the Sixpence) sem út hefur komið í íslenzkrf þýðingu Karls ísfelds. Myndin er frá árinu 1942 og því svört/hvít og eflaust þykir hún forneskjuleg að gerð. Aðalhlutverkin í myndinni eru leikin af George Sanders og Her- bert Marshall og segir í kvik- myndahandbók okkar að leikur þeirra sé mjög góður. Myndinni í heild eru gefnar þrjár og hálf stjarna af fjórum mögulegúm. Það ásamt frægð sögunnar ætti að vera nóg til þess að óhætt er að hvetja menn til þess að horfa á myndina. Öþarft ætti að vera að kynna Somerset Maugham fyrir íslendingum, svo vel er hann þekktur fyrir frábærar smásögur og góð leikrit. Þess má þó geta að hann var uppi á árunum 1874- 1965. Hann var af írskum ættum en bjó lengst af i Englandi. í báðum heimsstyrjöldunum vann Somerset sem njósnari fyrir bandamenn og hlaut mikið lof fyrir. Tunglið og tieyringurinn kom fyrst út árið 1919 og var Maugham þá nýkominn úr ferð til Suðurhafa þar sem hann heimsótti meðal annars Thahiti. Varð hann fyrir miklum áhrifum þar suður frá og má glöggt sjá þau á sögunni og þá líklega myndinni líka. -DS. Ljómi Suðurhafanna virðist skína út úr þessari mvnd Tunglingu og tíeyringnum. Útvarp kl. 21,55 fkvöld: Kvöldsagan í HÓFADYNSDAL EFTIR NÓBELS- Aldrei meira úrval af r LOFT- 0G VEGGUOSUM

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.