Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 8
81 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. lönaður, verkamannahústaöir, fjölhrautaskóli og málefni Alþýðuflokksins - í prófkjöri á Akranesi um helgina Alþýðuflokksmenn á Akranesi gangast fyrir prófkjöri um skipan á lista fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar þar í vor. Sex manns eru í framboði og fer próf- kjörið fram laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. marz. Atkvæðisrétt hafa allir þeir sem búsettir eru á Akranesi 18 ára og eldri á kjördegi í vor og ekki eru flokksbundnir í öðrum stjórn- málaflokkum. Kjörstaður ei í félags- heimilinu Röst að Vesturgötu 53 og verður hann opinn frá 14 til 19 báða dagana. Kosningin er bindandi hljóti frambjóðandi meira en 20% af fylgi flokksins við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Þá fengu Alþýðuflokksmenn tvö fulltrúa kjörna, Samtökin og Alþýðubandalagið í sameiningu einn, en meirihlutinn er tveir framsóknarmenn og fjórir sjálf- stæðismenn. HP Rannveig Edda Hálfdánardóttir husmóðm „Hlúa að þeim sem búa við skerta starfsorku ” Rannveig Edda. „Ég mun beita mér fyrir því að margskonar félagsleg þjónusta á vegum bæjarins verði efld,“ sagði Rannveig Edda Hálfdánardóttir húsmóðir í viðtali við DB. „Mörg atriði þar þarfnast endurskipu- lagningar og mun ég beita mér fyrir því.“ Rannveig sagði að henni væru einnig hugleikin hafnarmálin á Akranesi, sérstaklega aðstaða fyrir smábáta. Ekki taldi hún atvinnumálin í neinu ólagi en vildi helzt reyna að auka fjölbreytni þeirra. „Þá verðum við að hugsa þannig til þeirra eldri og þeirra sem búa við skerta starfsorku að þeir neyðist ekki til þess að flytja héðan,“ sagði Rannveig ennfremur. Rannveig er 41 árs, gift ,Kristjáni E. Fredriksen og eiga þau þrjú börn. Þorvaldur Þorvaldsson kennari: „Fyrirsjáanleg þrengsli í fjölbrautaskólanum” „Það er eðlilegt að skólamálin séu mér hugleikin," sagði Þor- valdur Þorvaldsson kennari í við- tali við DB. „A því sviði eru ótæm- andi verkefni enda þótt ástand í skólamálum hér á Akranesi sé nokkuð gott.“ Þorvaldur minnti þar á bygg- ingu nýs skólahúss fyrir Garða- skóla, en taldi fyrirsjáanleg þrengsli í hinum nýstofnaða Fjöl- brautaskóla á Akranesi. Þar eru nú um 180 nemendur. Þorvaldur er 49 ára, kvæntur Ölínu Jónsdóttur og eiga þau fjögur börn. Þorvaldur Þorvaldsson. Verkfræöingur— Byggingatæknifræöingur Ólafsvíkurhreppur óskar eftir verk- fræðingi eða byggingatæknifræðingi til starfa hjá Ólafsvíkurhreppi — íbúðarhúsnæði til boða. Umsóknarfrestur er til 25. marz nk. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 93-6153. 4 4 í miAÐin [frfálst, nháð dagblað Sendisveina, 11 til 14 ára, vantar á ritstjórn Dagblaðsins. mWBIAÐIÐ Sfmi 27022 Sigurjón Hannesson trésmfðameistari: „Iðnaður á Akranesi er full- komlega samkeppnisfær” „Ég hef mikinn áhuga fyrir fjarhitunarmálum þessa bæjar sagði Sigurjón Hannesson tré- smíðameistari. „1 framhaldi af því vil ég nefna að ég tel réttara að bora í bæjarlandinu eftir heitu vatni, í stað utan þess, eins og nú er verið að gera“. Sigurjón nefndi ennfremur, að Sigurjón Hanncsson. hann hefði mikinn áhuga, sem iðnaðarmaður að hlúð yrði að iðnaði á Akranesi og taldi hann fullkomlega samkeppnisfæran við það sem gerðist í Reykjavík, eftir að samgöngur bættust til muna með tilkomu Akraborgar- innar. Sigurjón er 39 ára, kvæntur Guðiaugu Bergþórsdóttur og eiga þau tvö börn. Skúli Þórðarson framkvæmdastjóri: „Byggingfleiri verkamannabústaða” „Það eru auðvitað mörg verk- efni í sambandi við bæjarmálin en mér eru efst í huga ýmis félagsleg verkefni eins og bygg- ing verkamannabústaða," sagði ''Skúli Þórðarson formaður verka- lýðsfélags Akraness í viðtali við DB. „Ástandið í byggingarmálum er nokkuð gott en á það er að líta að ekki hafa verið byggðir hér neinir verkamannabústaðir frá árinu 1975.“ Skúli sagði að hann myndi einnig ýta á eftir framkvæmdum við hafnarbætur, sem nú er verið að gera, enda á hann sæti í hafnarnefnd fyrir Alþýðuflokk- inn. Skúli er framkvæmdastjóri fjfeyrissjóðs Vesturlands, er 48 ára og kvæntur Soffíu Alfreðs- dóttur. Þau eiga 3 börn. Skúli Þórðarson. Ríkharður Jónsson málarameistari og bæjarfulltrúi „Fótbolti og bæjarmál hafa engan endi” „Við síðustu kosningabaráttu tók ég sérstaklega út íþrótta- og heilbrigðismálin og hef sinnt þeim hvað mest á þessu kjörtíma- bili,“ sagði Ríkharður Jónsson málarameistari og bæjarfulltrúi í viðtali við DB. „Þessi mál hafa haft allverulegan forgang á tíma- bilinu og ég verð að segja að ég er nokkuð ánægður með minn hlut enda þótt ég megi segja að ég verði enn ánægðari eftir næstu fjögur ár.“ Ríkharður hefur verið for- maður sjúkrahússnefndar og kvaðst nokkuð ánægður með hvernig staðið hefði verið að málum þar. Minnti hann á fyrsta áfanga elliheimilisins og taldi öruggt að unnt yrði að taka síðari hluta þess í notkun á þessu ári. „En þaðÆr með fótboltann eins og bæjarmál, — þetta hefur engan endi.“ Ríkharður er 48 ára, kvæntur Hallberu Leósdóttur og eiga þau fimm börn. Ríkharður Jónsson. Guðmundur Vésteinsson bæ jarfulltrúi: „Mun halda áf ram að vinna að málef num Alþýðuflokksins” „Eg mun halda áfram að vinna að þeim málum sem Alþýðu- flokkurinn hefur beitt sér fyrir í bæjarstjórn," sagði Guðmundur Vésteinsson tryggingarfulltrúi en hann hefur átt sæti í bæjarstjórn fyrir flokkinn undanfarin ár. „Þar er fyrst að nefna hitaveitu- málin en auk þess eru fjölmörg mál sem bíðá úrlausnar." Guðmundur taldi atvinnumálin í nokkuð góðu lagi og minnti á mikið átak sem gert hefði verið til þess að hlúa að hinum öldruðu ■p Guðmundur Vésteinsson. með tilkomu elliheimilisins Höfða. „Þar er þó enn margt ógert og fyrir því mun ég beita mér.“ Guðmundur er 36 ára, kvæntur Matthildi Traustadóttur og eiga þau eitt barn. Starfskraftur óskast til þess að sjá um kaffistofu hjá stóru fyrirtæki frá kl. 8-15. Umsóknir sendist augl.deild Dag- blaðsins merkt: Gott kaffi 1978.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.