Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 10.03.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1978. Í7 Fyrri hlutiþingkosningannaásunnudaginn: ALLAR UKUR Á SIGRI UINQTPI Fl AKKA -geturGiscardD’Estaing I I Iml I laam^II■ mflrrn starfað meðvinstristjórn? Kosningabaráttan í Frakklandi endar á miðnætti í nótt. Og spurn- ingin sem brennur á vörum Frakka nú fyrir kosningarnar er sú hvort íhaldssamur forseti geti setið á valdastóli með vinstri sinn- aðri stjórn. Síðustu skoðanakannanir sýna fram á sigur vinstri manna í kosn- ingunum og það beinir huga manna að því hvernig samstarfið verði á milli stjórnar og forseta, en Valery Giscard d’Estaing er kjörinn forseti fram til ársins 1981. Leiðtogi sósíalista, Francoise Mitterand, sem er liklegastur til þess að verða forsætisráðherra eftir kosningar, sagði að líklegt væri að til deilna kæmi um stjórnarskrána og lýsti því yfir að Frakklandi væri stjórnað af ríkis- stjórninni. Leiðtogi Gullista, Jaques Chirac, svaraði því til að völd for- setans lægju í því að mæta raun- veruleikanum í frönskum stjórn- málum. Deilan stendur nú um stjórnar- skrá fimmta lýðveldisins, þar sem segir að ríkisstjórn skuli ráða í öllum aðalmálum í frönsku þjóð- lífi. En fyrrverandi forsetar Frakk- lands, þeir Charles De Gaulle og. Georges Pompidou, eins og núver- andi forseti, d’Estaing, hafa allir talið að endanlegt úrslitavald væri i höndum foretans en ekki .þingsins. Kommúnistar hafa haldið þvl fram að ef vinstri menn kæmust til valda yrði forsetinn annað hvort að taka upp róttæka stefnu eða segja af sér ella. Giscard d’Estaing forseti hefur varað við áhættunni, sem yrði því samfara að koma vinstri flokkun- um til valda, þar sem það myndi skapa upplausn í frönsku efna- hagslífi. En hann hefur jafnframt sagt að ef vinstri flokkarnir ynnu sigur yrði hann nauðbeygður til þess að taka mark á því og breyta stefnu sinni. Fyrri hluti þinkosninganna verður nú á sunnudaginn og hinn síðari sunnudaginn 19. marz. Máekki bjóöaþér i hjók reiöatúr? Eddie Kidd heitir ofurhugi sá sem ríður þarna mótorfáki sinum sem óðast yfir hvað serh fyrir verður. Eddie er aðeins átján ára gamall og leikur sem staðgengill í kvikmyndum, þau atriði, sem ekki er hægt að bjóða frægum stjörnum. Þessi óvenjulegi ökutúr var myndaður í V-Þýzkalandi, þar sem verið er að vinna að töku stríðsmyndar. Þar er Eddie staðgengill fyrir leikarann Harrison Ford, sem leikur enskan flugmann á flótta und- an þýzkum hermönnum. í myndinni stekkur hann á mótorhjóli sínu yfir 35 m breiða gjá og Ford kallinn treysti sér ekki til að leika það atriði, sem engan furðar reynd- ar á. En Eddie hjólaði yfir eins og ekkert væri með tusku- dúkku hangandi aftan ^á hjólinu, því ekki fékkst nokkur kvenmaður í hjólreiðatúrinn með Eddie. Töluverðar líkur eru á því að Eddie nái ekki meðalaldri annarra karla á Vesturlöndum, ef hann gerir þetta að lífsstarfi sínu. s I I 1 Kaupið það bezta KAUPIÐ CASIO TÖLVUÚRIN • Klukkustundir, mín. 10 sek., 5 sek., og 1 sek. • Skeiðklukka. 1/100 úr sek. • Fyrir hád., eftir hád. • Mánuður, dagur, vikudagur. • Sjálfvirk dagatals- leiðrétting um mánaðamót. • Ljóshnappur til af- lestrar í myrkri. • Ein rafhlaða, sem endist ca. 15 mán. • 15 sek. verk að skipta um rafhlöðu. • Árs ábyrgð og við- gerðarþjónusta. Verðfrá kr. 24.000.- ^ CASIO-umhoðið Bankastræ ti 8—Sími27510 Erlendar fréttir Tveir menn fastir um boið f kafbáti — á 100 m dýpi í Norðursjó Björgunaraðgerðir eru hafnar til þess að bjarga litlum kafbáti sem fastur er á hundrað metra dýpi í Norðursjónum. Um borð í bátkrílinu eru tveir menn. Báturinn er. átta metra langur og tveggja metra hár. Hann festist í vír í gær er hann var að fást við athuganir á olíu- borpalli BP olíufél'agsins. Kaf- báturinn er fastur 113 km austur af Hjaltlandi. Mennirnir hafa vistir og súrefni til átta daga vistar í kafbátnum. Að sögn talsmanns P og O skipafélagsins, sem mennirnir vinna fyrir, er ástandið ekki mjög alvarlegt ennþá, en hann er of djúpt niðri til þess að hægt sé að senda kafara til þess að losa bátinn. Ekki hefur enn verið til- kynnt af hvaða þjóðerni mennirnir eru. Svipað atvik kom fyrir árið 1973 þegar tveir menn festust á 420 metra dýpi í Atlantshafinu, suðvestur af írlandi. Þeim var bjargað eftir að hafa dvalizt i bátnum í 72 klst. MISHEPPNAÐ SJALFSM0RÐ — sem tókst þó næstum þ ví Ungri konu í Vín hepnaðist ekki að fremja sjálfsmorð er hún skrúfaði frá gasinu í eldhúsinu hjá sér. Hún ákvað því að slappa af og fá sér sígarettu til að róa sig. En þá varð mikil sprenging og konan, sem er 26 ára gömul, brenndist illa og íbúðin sprakk í loft upp Konan er nú á gjörgæzlu eftir þessi mistök í tilraunum til þess að lifa og deyja. KllKKl kr 15900.- ^IKÍVillill mm | laiiM kr 16900.- 1 iIIIAVilfl 14 eIbIqIbIeIeIeIeIöIeIeIöIeIeIbIeIöIeIeIeIbIeIeIeIeIeIeIeIeIeIeIé

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.