Dagblaðið - 21.03.1978, Page 1
frjálst,
úháð
dagblað
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI27022.
I
I
I
f
f
f
f
I
f
I
I
f
f
f
f
f
f
f
f
I
f
f
f
f
f
f
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 - 61. TBL.
Slíkt er gert á bæklunardeild Land-
spítalans.Óskaði maðurinn eftir plássi
þar og vænti þess að fá viðkomandi
varahlut í mjaðmarliðinn þar. Þá
skildist honum að hluturinn væri ekki
til og einhver fyrirstaða væri á að fá
hann, fyrirstaða utan deildarinnar.
Fór maðurinn þá á fund þáverandi
heilbrigðisráðherra, Magnúsar
Kjartanssonar, sem tjáði manninum
• að deildin hefði frjálsar hendur með
innkaup og ætti engin fyrirstaða að
vera á því máli.
Leið nú og beið og maðurinn reyndi
stöðugt að komast á deildina og
versnaði jafnframt í mjöðminni. Er
hann' hafði beðið rúmt ár gat hann
ekki unnið lengur vegna kvala og var
hann atvinnulaus i átta mánuði áður
en hann loks komst inn á deildina og
var tekinn til meðferðar.
Hafði biðin þá staðið i um tvö ár.
Hluturinn var þá kominn og tókst
aðgerðin með miklum ágætum. Hóf
maðurinn þá aftur vinnu og leið vel.
En brátt tók að bera á sams konar
kvilla i mjaðmarliðnum hinum megin
og hafa læknar tjáð honum að sömu
aðgerð þurfi að gera þar en nú virðist
sama sagan ætla að endurtaka sig. Nú
er liðið nokkuð á annað ár síðan hann
fór að sækjast eftir plássi á deildinni en
án árangurs og án þess að hann hafi
enn fengið vilyrði um hvenær hugsan-
lega kemur að honum. Versnar
manninum stöðugt þótt hann geti ehn
stundað vinnu.
Að sögn mannsins er greinilegt að
þessi deild er mikil brotalöm á íslenzka
heilbrigðiskerfinu hvað smæð og af-
kastagetu snertir. Hins vegar vildi
maðurinn taka fram að hann væri
síður en svo að frnna að störfum
læknanna þar, þeir hefðu framkvæmt
aðgerðina á sér með mestu ágætum,
deildin réði bara ekki nema við brot af
því sem hún þyrfti og ekki væri hægt
að leita annað hérlendis. G.S.
„Ég kemst ekkert nema i bíl og gæti
ekkert unnið ef ég væri ekki svo
lánsamur að geta setið við vinnu
mína,” sagði maður sem ekki vildi láta
nafns síns getið, í viðtali við DB i gær.
Sjúkrasaga þessa manns er orðin
löng og ströng og að því er virðist.
erfiðari en eðlilegt getur talizt. Það var
fyrir fjórum árum að maðurinn var
orðinn svo slæmur i öðrum mjaðmar-
liðnum að ekki var annað til bragðs en
að skipta um hluta liðsins.
Raunasaga
sjúklings
semþarf
gerviliði:
Bíður árum saman
eftir varahlutum
Varfrá vinnu
Í8mánuði
vegnaþessa
Útvarpsráð samþykkir.
STEREÓÚTVARP—
OGRÁSTVÖ
Komu þeir gjald
eyrínum undan?
talið að einhverjir
hafi fluttfé sittfrá
Finansbanken til
annarra landa
Staða og viðhorf hinna mörgu
reikningshafa við Finansbanken er afar
mismunandi eftir því sem DB kemst
næst. Eins og DB skýrði frá i gær eru
reikningsfjárhæðir mjög ólíkar eða víðs
vegar á milli 450 þús. kr. og 18 milljóna
króna miðað við ísl. kr.
Eftir heimildum sem DB telur
áreiðanlegar hafa einhverjir reiknings-
hafa flutt peninga sina frá Finans-
banken á erlenda bankareikinga i
öðrum löndum en Danmörku. Er óvíst
að til þeirra peninga hafi enn náðst,
hvað sem verður.
Enn eru þeir reikningshafar, sem
höfðu gert fullnægjandi grein fyrir
sinum innstæðum í Finansbanken áður
en til afskipta íslenzkra gjaldeyris- og
skattayfirvalda kom.
örfáum þessara manna mun síðan hafa
verið boðið að flytja peninga sina úr
Finansbanken á gjaldeyrisreikninga hér-
lendis eftir að þeir urðu til. Þess má geta
að nú hafa verið lagðir inn á reikninga i
íslenzkum gjaldeyrisbönkum á fjórða
hundrað milljóna króna.
DB hefur það eftir háttsettum banka-
starfsmanni að einhverjir, sem ætlað
hafa að nota gjaldeyrisreikninga i
islenzkum bönkum, hafi spurzt fyrir um
hvort því megi treysta að nöfn þeirra
verði ekki birt í fjölmiðlum. Vandséð er
hvaða ástæður gætu orðið til slíkrar
nafnbirtingar. I því tilviki er um full-
komlega lögmætt atferli að ræða. Um
inneignir á erlendum bankareikningum
gegnir a. m. k. oftast öðru máli, þótt
heiðarlegar undantekningar kunni að
vera frá þvi, eins og að ofan greinir.
ÓV/BS
„Útvarpsráð samþykkti á fundi sínum
sl. föstudag að fela útvarpsstjóra að
kanna kostnaðinn við tillögur Ellerts og
við verðum sennilega að fá leyfi ríkis-
stjórnarinnar eða Alþingis áður en við
getum farið í gang,” sagði Þórarinn
Þórarinsson formaður útvarpsráðs í
viötali við DB í morgun, en útvarpsráð
hefur nú loks tekið afstöðu varðandi
tillögu Ellerts Schram um að komið
verði á stereö-útvarpi, staðbundnum
útvarpsstöðvum og nýrri bylgju með
léttri tónlist auk annars.
Auk þess er gert ráð fyrir að skip geti
fengið myndsegulbönd með sjónvarps-
efni og í greinargerð fyrir tillögunni
sagði Ellert, að hann vonaðist til að
útvarpsráð gerði tillöguna að sinni og
staðfesti þannig að þetta yrðu næstu
verkefni á dagskrá. Allt eru þetta mál
sem rædd hafa verið utan útvarpsins
sem innan um langa hríð. —HP
Israelsmenn reiðubúnir
Verður kona næsti
forsætisráðherra Frakka?
— sjá eriendar fréttir bls. 6-7
MNGMENN OG
STERKA ÖUÐ
GLEÐÞ
LEGT
NÝÁR
135!
llél
Gleðilegt nýár, gleðilegt nýár hljóm-
aði á samkomu Bahái-trúarmanna i
Kópavogi i gærkvöldi en þar voru þeir
samankomnir til þess að fagna nýju ári.
árinu 135! Bahái-menn miða timatal sitt
við fæðingu spámannsins Baháulláh
sem fæddist í Persiu. 1 söfnuði Baháía á
tslandi eru nú um 140 fullorðnir en til
þess að geta verið í trúfélaginu þurfa
menn að segja sig úr íslenzku þjóðkirkj-
unni. DB-mynd Hörður. A.Bj.