Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 5

Dagblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 5 Vel lukkuð leiksýningá Bíldudal: Hermanna- búningar komu f rá strætó! Skjaldhamrar Jónasar Árnasonar voru frumsýndir á Bíldudal 11. marz sl. og þótti takast alveg sérstaklega vel. Var sýningin i alla staði skínandi góð. Bæði þau kunnu andlit sem maður á að venjast á leiksýningum á Bíldudal og eins stóðu nýliðarnir sig ekki siður. 1 lok sýningarinnar var leikstjórinn Kristín Anna Þórarinsdóttir hyllt með blóm- vendi sem Jón Ingimarsson formaður leikfélagsins færði henni. Einnig var Helga Sveinbjörnsdóttir hyllt með blóm- um en hún sá um búningana. Var það mikið verk, því brezku einkennis- búningana varð að sauma upp úr göml- um strætisvagnstjórabúningum. Með aðalhlutverkin í leiknum fara Margrét Friðriksdóttir sem lék kap- teininn og Hannes Friðriksson er lék vitavörðinn. Aðrir leikendur voru Sævar Guðjónsson er fór með hlutverk njósnarans og er hann nýliði í leikara- stétt á Bíldudal, óbreytta hermanninn lék Eyjólfur H. Ellertsson, örn Gislason fór með hlutverk majorsins og Ása Jóna Garðarsdóttir fór með hlutverk mállausu systur vitavarðarins. Hvíslari var Ágústa Sigurðardóttir, sviðsstjórar Hjálmar Einarsson og Ágúst Gíslason og ljósameistari var Karl Þór Þórisson. Fyrirhugað er að sýna Skjaldhamra á fjörðunum í kringum Bildudal og verður Patreksfjörður fyrsti viðkomustaðurinn. Jón Kr. Ólafsson/abj. Ferftaskrifstofa ríkisins á ITB-Berhn: Sýndu íslandsmyndir þar til sýningarvél bræddi úr sér! Ferðaskrifstofa Ríkisins tók þátt í sýningunni i Berlín í byrjun þessa International Tourismus Börse- mánaðar og að sögn forráðamanna Island Mikil örtröð var við sýningarbás íslands á ITB-Berlin. ferðaskrifstofunnar gera þeir sér miklar vonir um árangur af þátttökunni. ITB-Berlin er stærsta sölusýning á sviði ferðamála i Evrópu og viður- kenndur alþjóðavettvangur aðila sem fást við ferðamál. Kom fram á fundi með forráðamónnum Ferðaskrif- stofunnar að áhugi er mikill á lslandi meðal þýzkumælandi þjóða og er ITB því ákjósanlegur vettvangur til kynning- ar á landi og þjóð og ferðamöguleikum hingað. Einnig kom fram, að áhugi ítala og þjóða Benelux-landa hefur farið vaxandi á Íslandi að undanförnu. Þó Norður- 'indabúar séu ákaflega fjölmennir meðal ferðamanna hingað, eru þeir að miklum meirihluta ráðstefnufólk, sem ekki ferðast utan Reykjavíkur, svo telj- andi sé. Sýningarbás Ferðaskrifstofunnar vakti mikla athygli og voru sýndar þar kvikmyndir frá Íslandi þar til að kvik- myndavélin bræddi úr sér. HP. NYTT FYRIR FERMINGARNAR Teg. 602 Litun Beige rúsk. Stærðir 36—41. Verð 7.885.- Teg. 606 Litur: Svart rúskinn. Stærðir 36—41. Verð 7.885.- Teg. 601 Litur: Beige rúskinn. Stærðir 36-41 Verð 7.885.- Teg. 610 Litur: Bleikt rúskinn. Stærðir 36—41 Verð 7.885.- Teg. 703 Litur Hvítt leður. Stærðir 36—41. Verð 8.650.- Litur: Dökkblátt rúsk. Stærðir 36—41. Verð 7.885.- Teg. 706 Litur: Gráhvitt leður. Stærðir36—41 Verð 8.650.- Teg. 705 Litur: Beige rúskinn. |k Stærðir 36—41. '.*V Verð 8.650.- Teg. 763 Litun Svart rúskinn. Stærðir 36—41. Verð 8.650.- Teg. 5 Litur Rautt eða blátt leður. Stærðir 36—41. Verð 4.585.- Teg. 354 Litur: Bleikt túskinn. Stærðir 36—41. Verð 8.650.- Teg. 406 Litur Svart rúskinn. Skinnfóðraðir. Stærðir 36-41. Verð 7.885.- Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll Sími 14181 — Póstsendum

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.