Dagblaðið - 21.03.1978, Qupperneq 6
6
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
LEIKFÖNG
í ÚRVAU
Hin vinsælu PLAY MOBIL leikföng fást
hjá okkur. Einnig búsáhöld og falleg-
ar enskar leirvörur o.fl. o.fl.
Við höfum innanhússbílastæði.
Sendum í póstkröfu hvert á land sem
er.
LEIKBORG
Hamraborg 14, Kópav. 'Sími 44935.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Aðalfundur
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 21. marz
1978 kl. 20.30.
Dagskrá:
Samkvæmt félagslögum.
Lagabreytingar.
Verzlunarmannafólag
Raykjavikur
Hárgreiðslustofan
Pirola
Njálsgötu 49. Sími 14787.
Höfum opið alla
sunnudagaá
meðan fermingar -
standayfir
0piö2.dag
páska
EIGNAÞJÓNUSTAN
FASTEIGNA OG SKIPASALA
NJÁLSGÚTU 23
SÍMI: 2 66 50
Háteigsvegur
5 herbergja 140 fm hæð ásamt bíl-
skúr. Skipti á minni íbúð koma til
greina.
Hverfisgata
3ja herbergja hæð ásamt risi, geta
verið 2 íbúðir.
Hraunbær — skipti
2ja herbergja íbúð í Hraunbæ í skipt-
um fyrir 4—5 herb. í sama hverfi.
Veruleg peningamilligjöf. Upplýs-
ingar aðeins á skrifstofunni.
Kópavogur
4ra herbergja hæð i þribýlishúisi við
Hlaðbrekku.
5 herbergja sérhæð (jarðhæð) í tví-
býlishúsi við Kastalagerði. Skipti
koma til greina.
3ja herb. lítil risibúð. Verðaðeins 3.7
millj.
Þorlákshöfn
Einbýlishús með bílskýli.
Sandgerði
Fokhelt einbýlishús. Verð aðeins 5,5
millj.
Grindavík
6 herb. hæð með iðnaðarbílskúr.
Hitaveita.
4ra herb. sérhæð. Hitaveita.
Höfum kaupendur
að 2ja og 3ja herbergja íbúðum og
einbýlishúsi á Reykjavíkursvæði.
Höfum kaupanda
að 2ja herbergja ibúð í gamla bæn-
um eða Háleitishverfi.
Höfum kaupendur
að 3ja herb. íbúðum í gamla bænum
ogHlíöahverfi.
Höfum kaupanda
að 4ra herb. íbúð með bílskúr, má
vera í blokk.
Höfum kaupanda
að góðri sérhæð eða einbýlishúsi
með bílskúr.
Höfum kaupanda
að tveim íbúðum i sama húsi.
Sölustj.: örn Scheving.
Lögm.: Ólafur Þorláksson.
Ítalía:
Aukin völd
lögreglunnar
— vegna leitar aö mannræningjum Moros
Hin vikugamla rikisstjórn á Italiu
mun í dag kunngera ný og strangari
lög gegn hryðjuverkum. Gert er ráð
fyrir að í þeim felist aukin völd lög-
reglu, sem getur haldið grunuðum og
yfírheyrt þá án þess að lögfræðingur
sé viðstaddur og einnig að sima-
hleranir verði leyfðar.
Sex dögum eftir að mannræningjar
Rauðu herdeildanna í ítaliu rændu
Aldo Moro, leiðtoga Kristilega
demókrataflokksins i blóðugri árás
hefur enn engin krafa borizt frá þeim.
1 Turin, þar sem leiðtogar Rauðu
herdeilanna eru fyrir rétti er gert ráð
fyrir að reynt verði að tefja réttar-
höldin með því að sakborningar krefj-
ast þess að verja sig sjálfir.
Leiðtogi hópsins, Renato C'urcio,
lenti í háværum deilum við dómarann
og ákærandann í gær, þar sem Curcio
sagði að Aldo Moro yrði færður fyrir
„alþýðudómstól”, af félögum hans,
sem rændu honum fyrr í vikunni.
Curcio hrópaði upp yfir sig „Moro er í
höndum vopnaðra öreiga og hann
mun fá réttlátan dóm.
Dómarinn neitaði skæruliðunum
um að gefa yfirlýsingar en heimildir í
Turin greindu að þeir hefðu lýst
italska þjóðfélaginu á svipaðan hátt
og mannræningjamir gerðu i sinni
einu tilkynningu, sem yfirvöldum
hefur borizt, um síðustu helgi.
Sérfræðingar í málefnum
hryðjuverkahópa hafa komið til Italiu
að undanfömu til þess að aðstoða þar-
lenda félaga sína i leitinni að Aldo
Moro og ræningjum hans. Meðal
þeirra eru tveir brezkir sérfræðingar
og nokkrir v-þýzkir, sem tóku þátt I
leitinni að skæruliðum Rauða hersins.
Enn sem komið er hafa
mannræningjarnir ekki farið fram á að
félögum þeirra úr Rauðu herdeildun-
um verði sleppt i stað Aldo Moros.
Verjandi leiðtoga herdeildanna
fór í gær fram á að þeir fengju að
verja sig sjálfir. Slíkt hefur þó ekki
verið leyft i ítölskum réttarsölum og
dómarinn hefur hafnað fyrri kröfum
um slikt. Nú er kviðdómurinn
skipaður nýjum mönnum, þannig að
krafa leiðtoganna verður borinundir
REUTER
stjómarskrárrétt i Róm til á-
kvörðunar.
Þrátt fyrir umferðartálmanir í Róm,
sérstaklega I nágrenni þess staðar þar
sem Moro var rænt og verðir hans
drepnir, þá tókst ræningjunum að
skilja eftir þriðja bilinn, sem þeir flýðu
í, í sömu götu og þeir höfðu skilið eftir
tvo aðra bila sína áður.
Taska Aldo Moros sést hér, þar sem
hún varð eftir á götunni eftir að
mannránið var framið.
Frændur vorir i Noregi búa sig óðum undir vorkomuna og norskar yngismeyjar hafa tekið fram saumadót sitt til þess að gera
sér nýja kjóla fyrir sumarið. Þessir eru saumaðir samkvæmt gamalli norskri hefð og munu vera úr bómullarefni.
VERDUR KONA FORSÆTIS-
RÁÐHERRA í FRAKKLANDI?
— Líkur taldar á þvf að Simone Veil heilbrigðisráðherra verði útnefnd
Valery Giscard d’Estaing Frakklands-
forseti og Raymond Barre forsætisráð-
herra hittast í dag þar sem þeir munu
fjalla um sigur hægri- og miðflokk-
anna i síðari umferð frönsku þing-
kosninganna á sunnudag. Þá munu þeir
ræða um nýja stjórnarmyndun og hver
myndi nýja stjórn.
Forsetinn mun fljótlega útnefna for-
sætisráðherra og Ijóst er að stjómin
verður að vera fersk og njóta almennrar
hylli landsmanna. Það eru því taldar
töluverðar líkur á að d’Estaing útnefni
núverandi heilbrigðisráðherra Simone
Veil sem forsætisráðherra nýrrar stjórn-
ar. Frú Veil sem er 49 ára gömul nýtur
mikilla vinsælda og í mörgum skoðana-
könnunum hefur komið í Ijós að hún er
vinsælasti maður í Frakklandi.
Ef til þess kæmi að hún yrði útnefnd,
yrði hún fyrsta konan til þess að gegna
forsætisráðherraembætti i Frakklandi.
Sumir stjórnmálaskýrendur telja þó
líklegra að fv. forsætisráðherra Gaul-
lista, Jacques Chaban-Delmas verði fyrir
valinu.
Barre forsætisráðherra er hagfræð-
ingur að mennt. Auk forsætisráðherra-
embættisins gegnir hann stöðu fjármála-
ráðherra. Hann tók við embætti af
Jacques Chirac, leiðtoga Gaullista, sem
sagði af sér vegna þess að honum fannst
Frakklandsforseti ekki taka nægilega
harða afstöðu gegn vinstri flokkunum,
sem eru i stjórnarandstöðu. Búizt er við
að stjórn Barre verði við völd a.m.k. til
mánaðamóta, Með því sýnir forsetinn
Barre þakklæti sitt en honum þykir hafa
farnazt vel stjórnin.
Hinn mikli sigur Gaullista og mið-
flokkanna í þingkosningum hefur
leitt til mikilla deilna innan bandalags
vinstriflokkanna sem unnu saman í
kosningunum.