Dagblaðið - 21.03.1978, Page 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978
Iþróttir
íþróttsr
r Jóhannsson — og Vilhjálmur Sigurgeirs-
i-mynd Bjarnleifur.
iður Hlíðarfjall
Arnórsson, bæði tFR., dans en Elsa
dansar i hjólastól.
Á sunnudeginum var þegið matarboð
bæjarstjórnar Akureyrar og kaffiboð
ÍBA.
Það sem er einna eftirminnilegast við
þessa ferð er án efa ferð upp f Hliðar-
fjall, en síðasta spölinn að skiðalyftunum
var farið i snjóbil sem hjálparsveit skáta
lagði til. öfugt við flesta aðra er fara
upp fjallið með skiðalyftunni fóru
albnargir úr hópnum niður fjallið með
skiðalyftunni og var ekki laust við að
færi um suma þegar „dólað” var framhjá
rafmagnsstaurunum.
t heild var ferðin mjög ánægjuleg og
væri mjög æskilegt ef hægt værí að
koma á árlegum heimsóknum milli
félaganna f Reykjavik og á Akureyrí.
ki Juniors
rgentínu
itaratitil félagsliða.
— svooggegn
lubikarsins
mikilli eftirvæntingu þá fyrst og fremst
vegna HM í Argentínu í sumar. 1 liði
Borussia eru fjórir landsliðsmenn v-
þýzkir, þeir Berti Vogts sem er fyrirliði
landsliðsins — og Rainer Bonhof,
Herbert Wimmer og Jupp Heynkes.
„Við munum áreiðanlega tapa ef við
förum út í hörku gegn Borussia,” sagði
þjálfari Boca Juniors, Juan Carlos
Lorenzo.
Nú en Allan Simonsen leikur ekki i
Buones Aires í kvöld — en annar ungur
Dani getur sér nú gott orð með þýzku
meisturunum og það er Carsten Nielsen.
Hann skoraði eitt marka Borussia í 3-1
sigri Borussia gegn Eintracht Brunswick
um helgina og hefur undanfarið verið að
festa sig i sessi i liði Borussia. Hin mörk
Borussia skoruðu þeir Bonhof og Karl
del Haye. FC Köln er hins vegar efst i
þýzku Budesligunni— hefur fjögurra
stiga forustu — sigraði 3-1 í Munchen
gegn 1860 Munchen. Þar skoraði Dieter
Muller tvö marka Köln — en hann
kemur einmitt sterklega til greina í
þýzka landsliðið Argentínu.
Fram þokaði sér af mesta
hættusvæði 1. deildar!
— meðsigrigegnÍR,
22-20 í 1. deild íslandsmótsins
Fram forðaði sér af mesta hættusvæði
1. deildar íslandsmótsins i handknattleik
með sigri gegn tR, 22-20 f Laugardals-
höll i gærkvöld. Fram þokaði sér að hUð
ÍR með 9 stig — en KR hefur hlotið 6
stig og Ármann 5 þannig að enn er of
snemmt að afskrifa tvö neðstu liðin. t
raun getur allt gerzt og bæði Fram og ÍR |
eru enn ekki úr allri hættu.
Leikur Fram og lR bauð upp á heldur
lítil tilþrif — sér í lagi var sóknarleikur
beggja liða máttlaus, þá sér í iagi ÍR.
Guðjón Erlendsson, markvörður Fram,
átti ekki í erfiðleikum með að fást við
heldur máttlaus skot ÍR-inga — raunar
sannaði leikurinn enn að ÍR skortir mjög
afgerandi skyttu og þá væri liðið
vissulega meðal þeirra fremstu í 1. deild.
Mikið jafnræði var með Fram og ÍR i
byrjun í gærkvöld, þannig mátti sjá allar
jafnteflistölur upp í 6-6 — raunar hafði
tR forustu 6-5 en þá komu þrjú mörk
Fram i röð og staðan breyttist í 8-6 — en
Brynjólfur Markússon minnkaði
muninn í aðeins eitt mark, 8-7. Fjör-
kippur Fram var hins vegar aðeins
byrjunin að falli iR. Fram náði fjögurra
marka forustu, 12-8 — með miklu
harðfylgi og dugnaði leikmanna er ekki
gáfu þumlung eftir. Staðan í leikhléi var
13-10. ÍR náði að minnka muninn
þrivegis í eitt mark í síðari hálfleik, 12-
13, siðan 13-14 og 15-16 — en þá fylgdi
enn í kjölfarið góður leikkafli Fram —
og að sama skapi mistök iR. Fram náði
afgerandi forustu, 19-15 og sigur í höfn,
ÍR náði að visu að minnka muninn í tvö
mörk er 4 mín. voru til leiksloka, 20-18.
Arnar kom Fram yfir 21-18 úr víta-
kasti — en í næstu sókn ÍR var Pálmi
Pálmason rekinn af velli. ÍR minnk-
aði muninn í 21-19 og síðan 21-20
Pálmi Pálmason — hann hefur veriö
Fram mikill styrkur.
þegar hálf önnur minúta var til leiks-
loka. Fram með einum leikmann færra
— ÍR-ingar komu mjög út á móti í von
um að vinna knöttinn. En Jens Jensson
átti siðasta orðið — fór inn úr horninu
og innsiglaði sigur Fram, 22-20, dýrmæt
stig i höfn.
En öðru vísi hefði getað farið ef — já
ef Sigurður Gíslason hefði ekki sýnt
fádæma kæruleysi er hann aleinni
brunaði upp í hraðaupphlaupi og staðan
var 20-18 fyrir Fram — gafst tækifæri til
að minnka muninn í aðeins eitt mark og
fjórar mínútur til loka — en Sigurður
stökk upp talsvert fyrir utan punktalínu
og Guðjón varði slakt skot hans. — I
staðinn jók Arnar muninni 21-18—já,
ef, ef — hvað hefði skeð. iR-ingar geta
aðeins velt slíku fyrir sér og liðið verður
nú að fara að horfast I augu við baráttu
um fall — en fyrir aðeins þremur leikj-
um var ÍR farið' að blanda sér í baráttu
um efstu sæti 1. deildar eftir góða sigra
— en siðan hefur liðið tapað þremur síð-
ustu leikjum sínum ! 1. deild. Það er
skammt milli velgengni og laks gengis
— það hafa ÍR-ingar reynt á síðustu
vikum.
Mörk Fram skoruðu — Gústaf
Bjömsson 5, svo og Pálmi Pálmason er
var liðinu mikill styrkur. Arnar
Guðlaugsson skoraði 4 mörk, 2 viti,
Sigurbergur Sigsteinsson skoraði 2 mörk
og þeir Pétur Jóhannsson og Birgir
Jóhannsson skoruðu eitt mark hvor.
Hjá lR var Vilhjálmur Sigurgeirsson
markhæstur með 5 mörk, 3 víti.
Brynjólfur Markússon skoraði 3 mörk,
Sigurður Svavarsson 3. Bjami Bessason,
Ámi Stefánsson, Ásgeir Eliasson og
Sigurður Gíslason skoruðu 2 mörk hver.
Leikinn dæmdu þeir Kjartan
Steinbach og Kristján örn.
H. Halls.
ANTIK rA/jv/\AAA
/ GLER $ SINIÍ 16820
yyy^xYxyy^
SÍGTÚNÍ 1 REYKJAVIK
$crucröinn mcb iiiíjötcint jticr ojt iomtm
DUROANTIK
VIÐARLÍKISBITAR ÚR POLIURETAN
GEFA ÓTRÚLEGUSTU MÖGULEIKA VIÐ INNRÉTTINGU IBUÐA
EÐA VINNUSTAÐA.
SVO AUÐVELDIR Í UPPSETNINGU AÐ ÓTRÚLEGT ER
PANTANIR ÓSKAST SÓTTAR. GJÖRIÐ SVO VEL AÐ LÍTA INN
Greiðsluskilmálar
o 1 f > j ,r'.< 'SSiq
; ‘
.
Iþróttir
13
íbridge
tslandsmótíð I brídge fer fram nú um
páskana — en keppt veróur í fjórum riðl-
um og hefur þegar veríð skipað i þá.
Riðlaskiptíngin verður sem hér segir —
skipt I riðla A, B, C, D.
A-riðill
Dagbjartur Grímsson Rvik
PáU Áskelsson Vestf.
Ármann J. Lárusson Rnes
Hjaltí EUasson Rtikilslm.)
PáU Valdemarsson Rvfk
Jón Guðmundsson Vesturl.
B-riðill
Jón Hauksson Suðurl.
Steingrimur Jónsson Rvik
GisU Torfason Rnes
Stefán Guðjóhnsen Rvík
Ingim. Árnason Norðurl.
Jón Hjaltason Rvik
C-riðill
Albert Þorsteinsson Rnos
Jón Ásbjörnsson Rv ík
Guðmundur T. Gislason Rvik
Sigurður Þorsteinsson Rvík
Þorsteinn Ólafsson Austurl.
Björn Eysteinsson Rnes
D-riðili
Þórður Björgvinsson Vesturl.
Ester Jakobsdóttir Rvik
Guðmundur Pálsson Rres
Sigurjón Tryggvason Rvík
VUhjálmur Pálsson Suðurl.
Guðmundur Hermannsson R ik
10 réttir gáfu
163 þúsund
Kr. 163.000 fyrir 10 rétta
1 29; leikviku Getrauna komu fram 4
seðlar með 10 réttum, var einn frá Vik i
Mýrdal og annar frá Seltjarnarnesi, en
tveir nafrilausir. Með 9 rétta voru 42
raðir og vinningur á hverja röð kr.
6.600.-
Vegna úrslitaleiks deildabikarkeppn-
innar var einn leikurínn fluttur fram tíl
föstudagskvölds, leikur Charlton —
Notts County, en Crystal Palace lék
gegn Bríghton eins og ekkert værí tíl
truflunar, þótt i suðurhluta Lundúna
væri.
ForustaReal
Madrid aðeins
eitt stig
Baráttan i 1. deild á Spáni harðnaði
verulega um helgina en þá tapaði Real
Madrid er haft hefur lengst af forustu.
Real Madríd tapaði fyrir Valencia 2-0 —
og á meðan sigruðu helstu keppinautar
Real Madríd, Barcelona Salamanca 3-1 i
Barcelona.
Forusta Real Madrid er nú aðeins eitt
stíg — eftir 26 umferðir. Bikarhafar
Real Betís er féUu i Sovét á miövikudag f
Evrópukeppni bikarhafa sigraði Sevilla
3-2 en liðið sem Real Betís sigraði —
Atletíc Biibao tapaði hins vegar 1-0 gegn
Racing Hercules, neðsta liðinu f 1. deild.
Staðan á Spáni er nú:
Real Madrid 26 16 3 7 56-33 35
Barcelona 26 13 8 5 37-18 34
Sportíng 26 12 7 7 40-32 31
Valencia 26 12 6 8 38-23 30
Atletíc Bilbao 26 11 7 8 40-28 29