Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. 3 "x' ■ '' 'v- . Þarfasti þjónninn á íslandi er ekki lengur á fjórum fótum. Hann er orðinn aö silfurgljáandi fugli sem svffur um loftin blá. DB-mynd Ragnar Th. Sig. Flugferðum fækkað á Neskaupstað: „Veitum betri þjónustu með því að fjölga flugferðum til Egilsstaða”, segir blaða- fulltrúi Flugíeiða Friðrik Gígja, Neskaupstað: Litlu Moskvu9.5.1978. Er ihaldið svona hrætt við okkur Norðfirðinga? Þeir halda kannski að við myndum hafa of mikil áhrif á van- máttarkjósendaþrek krakkanna í Reykjavik sem þola ekki oftar sleikju- brjóstsykurinn og vilja ekki vera vel- megunarþrælar lengur. Halda þeir að of margir þeirra myndu flýja hingað austur til okkar i sæluna? Spurning okkarer: Hvers vegna er búið að fækka flug- ferðum úr þremur í eina á viku frá Reykjavik til Neskaupstaðar? Kosningabrella? Áróður? Eða vill einhver slást? avar Sveins Sæmundssonar hjá Flug- leiðum: Beinum flugferðum frá Reykjavik var fækkað vegna þess að Flugleiðir álíta að það sé hægt að veita fólki í Neskaupstað betri þjónustu með þvi að fjölga ferðum til Egilsstaða og stuðla að auknum landsamgöngum og síðast en ekki sizt að auknu flugi milli Egilsstaða og Neskaupstaðar. Flugleiðir eru þátttakendur i Flug- félagi Austurlands sem á eina flugvél. Félagið er að fá aðra vél í vor. Í Ijós hefur komið að erfitt er að halda uppi reglulegu áætlunarflugi milli Reykja- vikur og Neskaupstaðar. Flugleiðum er það einnig Ijóst að bæjarstjórn Nes- kaupstaðar þykir þetta afturför að fækka ferðunum og hefur skrifað félaginu bréf með allmörgum fyrir- spurnum. Er unnið að þvi aö afla tölu- legra gagna til að svara bréfinu. Flug- leiðir hafa ennfremur boðið bæjar- stjóranum upp á viðræður um hvernig samgöngumálunum verði bezt komið I framtíðinni. Með tilkomu Oddskarðsganganna og stórbættum fiugvélakosti Flug- félags Austurlands álíta Flugleiða- menn að hægt verði að veita mun betri þjónustu í framtiðinni með þvi að fljúga til Egilsstaða i stað Neskaup- staðar, en fimmtán ferðir eru á viku til Egilsstaða. í fyrsta sinn reglubundið leiguflug beint til Portúgal. Við höfum valið glæsilegt hótel og íbúðir í eftirsóttustu baöstrandarbæjum Estoril og Casacais í aðeins 30 km fjarlægð frá höfuð- borginni Lissabon. Frægir gististaðir kóngafólks, - og nú Sunnufarþega, - á viðráðanlegu verði. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir og íslenskir fararstjórar Sunnu á staðnum. Farið verður 29. apríl, 20. maí, 8. og 29. júni, 20. júlí, 10. og 31. ágúst, 21. sept., 13. okt. Pantið tímanlega. Einnig ferðir til: GRIKKLAND dagflug á þriðjudögum MALLORKA dagflug á sunnudögum COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum ÍTALÍA dagflug á þriðjudögum KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum SUNNA BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 16400 - 12070 - 25060 - 29322 Hvað finnst þér um ákvörðun listahá- tíðamefndar að fá Smokie á Listahátíð? Sóley Magnúsdóttir verkakona: Það er svo sem allt í lagi að fá Smokie ef þeir fá enga aðra skárri. Sigrún Harðardóttir: Mér finnst það alveg frábært. Ég býst nú samt ekki við því aðégfari. Baldur Sigurðsson, 15 ára: Lélegt! Ég ‘vildi fá annaðhvort Santana eða Genesis, einnig væri David Bowie vel þeginn. Mér finnst ekki hægt að kalla tónlistina sem Smokie flytur list. Snorri B. Jónsson, 14 ára: Ég vil ekki fá Smokie á Listahátíð. Mér finnst þeir hundlélegir og alveg út i hött að fá þá hingað. Ég vildi gjaman fá Santana eða David Bowie. Guðleifur Kristjánsson, vinnur I Skifunnú Mér lizt ekkertá það að fá Smokie á Listahátið. Eg vildi fá Santana hingað. þeir eru góðir. Oddur Guðmundsson sjómaður Þetta er ágætt fyrir vissan aldurshóp en síðan þyrfti að koma hingað önnur hljómsveit með þróaðri músik svo allir fengju eitthvað við sitt hæfi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.