Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978.
Dalvík
Óttar Proppé kennari
(G-lista):
Óttar Proppé kennari: „Höfum farið
halloka i viðskiptum við rikisvaldið.”
Bæjar-
stjórnar-
menn
þrýsti á
ríkis-
valdið...
„Við Alþýðubandalagsmenn stefnum
að því að ljúka þeim byggingarfram-
kvæmdum, sem nú er unnið að á
vegum bæjarins hér á Dalvík," sagði
Óttar Proppé efsti maður á lista
Alþýðubandalagsins á Dalvík. „Þá
sérstaklega ráðhúsinu, svoað hægt verði
að losa það fjármagn, sem þar liggur
cngum til gagns.”
Óttar nefndi sérstaklega nauðsyn
þess, að barnaheimilinu yrði komið í
viðunandi húsnæði svo að það nýttist
ekki eingöngu svonefndum forgangs-
hópumeins ognú væri.
„Þá er mikil nauðsyn þess. að æsku-
lýðsniál bæjarins komist í betra horf,"
sagði Óttar ennfremur. „Bæjarsjóður á
að styðja og styrkja hina frjálsu félags-
starfsemi í bænum, meira en nú er gert
og hafa frumkvæði í þeim efnum.”
Aukin fjölbreytni atvinnulífs sagði
Óttar að væri stórmál fyrir bæinn „og þá
sérstaklega það að skapa þeim sem ekki
geta unnið erfiðisvinnu einhver atvinnu-
tækifæri."
„Þá er það mín skoðun, að bæjar-
stjórnarmenn eigi að þrýsta eins mikið
og þcir geta á ríkisvaldið um að það
standi við sínar skuldbindingar," sagði
Óttar. „Hinar óhagstæðu breytingar
sem orðið hafa á tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga í tíð núverandi ríkis-
stjórnar hafa bitnað nógu harkalega á
Dalvíkingum.
Þetta ætti að vera auðveldur leikur,
þar sem tveir þingmenn kjördæmisins
eru i fjárveitingarnefnd,” sagði Óttar
ennfremur. HP
Eins og að eiga þriár konur
Þar sem miðbæjarframkvæmdir hafa
heldur setið á hakanaum hjá flestum
bæjarfélögum vekur það athygli manna,
hversu Dalvíkingar hafa verið stór-
tækirí þeim málum.
Á fjórum árum hafa þeir hafið bygg-
ingu á þrem stórmannvirkjum í hjarta
þessa snotra bæjar, elliheimili, heilsu-
gæzlustöð og ráðhúsi. Og öll eru mann-
virkin af fínni sortinni.
Elliheimilið var reist í samvinnu við
hreppsfélögin i nágrenninu og heilsu-
gæzlustöðin í samvinnu við ríkið, og er
elliheimilið það eina, sem verið er að
taka I notkun að hluta. Það flær enginn
feitan gölt í samskiptum við rikið og því
stendur heilsugæzlustöðin tilbúin undir
tréverk og ekki vitað hvenær hafizt
verður handa um að ljúka henni.
Hins vegar hefur Dalvíkurbær fjár-
magnað byggingu ráðhússins og standa
nú yfir samningar við ýmis fyrirtæki og
félög auk sýslumannsembættisins um
sölu á hluta húsnæðisins. Er það mjög
brýnt, því að Dalvíkurbær liggur með
rúmar 100 milljónir í fyrirtækinu. Það
hefur samt aldrei þótt vitlaust að leggja
peningana í steypu hér á landi og varð
ekki vart neinnar hræðslu um það, að
þessir peningar skiluðu sér ekki.
Fréttamaður Dagblaðsins vill hins
vegar taka undir það, að kannski hafi
Dalvikingar færzt of mikið i fang með
þessum framkvæmdum og lýsir hér með
þeirri skoðun sinni, að þetta hljóti að
vera eins og að eiga þrjár konur. Menn
eru að smákukla þetta á þrem stöðum,
en gera engum fullnægjandi skil.
Atvinnuástand virðist vera gott á
Dalvik. Menn vinna eins og viðast hvar
annars staðar, þar sem fiskur er undir-
staða alls, myrkranna á milli og undan-
farið hefur verið unnið til kl. sjö á hverju
kvöldi, alla laugardaga, frídaga og
helgidaga.
Atvinnulífið er hins vegar fábreytt. Á
Dalvik er rekin saumastofa og prjóna-
stofa, auk trésmíðaverkstæðis og bíla-
verkstæðis og verzlun er að mestu í
höndum kaupfélagsins og nokkurra
einstaklinga.
Framsóknarmenn hlutu fjóra menn
kjörna af sjö í bæjarstjórn við síðustu
kosningar. Hafa þeir því verið í hreinum
meirihluta og verk þeirra verða lögð
undir dóm kjósenda á Dalvik í
kosningunum þann 28.
Samtökin bjóða ekki fram nú, en í
kjöri eru fjórir listar, Alþýðuflokkurinn,
A Iþýðubandalagið Framsóknarflokkur-
inn og Sjálfstæðisflokkurinn.
HP
Ingólfur Jónsson trésmiðun „Vió höfuni
unnið að of mörgu i einu.”
Ingólfur Jónsson trésmiður (A-lista):
Höfum verið með of
f takinu...
„Það sem einkennir hvað helzt bæjar-
lífið hér á Dalvík er, að við höfum
kannski verið með of margar fram-
kvæmdir i gangi í einu,” sagði Ingólfur
Jónsson, efsti maður á lista Alþýðu-
flokksins í viðtali við Dagblaðið. „Hér
hefur verið unnið við elliheimili, heilsu-
gæzlustöð og stjórnunarmiðstöð, eða
ráðhús, samtimis og enn ekki tekizt að
Ijúka að fullu við neitt þeirra.”
Ingólfur nefndi sérstaklega, að hann
teldi höfnina og framkvæmdir við hana
hafa verið_ látnar sitja á hakanum
vegna þessa og sagði það mjög brýnt, að
ráðizt yrði I hafnarbætur á næsta kjör-
tímabili.
„Atvinnuástand hefur þó verið mjög
gott hér á Dalvík,” sagði Ingólfur enn-
fremur. „Hér eru tveir skuttogarar og
margt
einn rækjutogari og þessi tæki hafa aflað
nægilegs hráefnis fyrir fiskvinnsluna
hér. Hins vegar er því ekki að neita, að
atvinnuvegir hér eru einhæfir og er brýn
nauðsyn á að koma á fót hér smá-
iðnaði.”
Varðandi kosningamar sjálfar sagði
Ingólfur menn ekki blanda of mikilli
„pólitik” I bæjarmálin en kvaðst vona að
fólk veitti málefnum Alþýðuflokksins
stuðningi kosningunum. HP.
Trausti Þorsteinsson skólastjóri (D-lista):
Skipulagíþrótta- og
æskulýðsmála í
miklum ólestri...
„Æskulýðs- og skólamál standa mér
eðlilega hvað næst,” sagði Trausti Þor-
steinsson, efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins á Dalvík í spjalli við DB. „Þar
er mér það mikið hjartans mál, að hafin
verði bygging nýs skólahúss, enda er
þetta sem við höfum orðið of lítið og
gamalt.”
Trausti vakti athygli á, að æskulýðs-
starf hefði verið verulega afskipt í
bænum og minnti á að tilraun til þess
að skapa unglingunum aðstöðu t
bænum í svonefndu Böggveri, húsi er
unglingarnir innréttuðu sjálfir, hefði á
margan hátt brugðizt vonum manna.
„Hér er nauðsynlegt að koma á fót
skipulögðu æskulýðsstarfi, enda hafa
unglingarnir i fá hús að venda er vinnu
og skóla sleppir,” sagði Trausti enn-
fremur. „Vil ég þar benda á nauðsyn
þess að ráða sérstakan æskulýðsfulltrúa,
en hér er engin klúbbastarfsemi fyrir
unglingana.
Þá er mér ofarlega i huga að reynt
verði að koma á fót námsflokkum og
fullorðinsfræðslu hér á Dalvík,” sagði
Trausti Þorsteinsson skólastjóri: „Höf-
um alls ekki sinnt æskulýðsmálum sem
skyldi.”
Trausti „Sú starfsemi gæti verið i beinu
framhaldi af endurskipulögðum íþrótta
og æskulýðsmálum, eins og gerist á
öðrum bæjum.”
HP
Helgi Jónsson rafvirkja-
meistari (B-lista):
„Við hefðum auðvitað getað komið
fleiru í verk ef meiri peningar hefðu
verið fyrir hendi,” sagði Helgi Jónsson,
efsti maður á lista Framsóknarflokksins
á Dalvík. „Mörgu hefur þó verið hrint i
framkvæmd á kjörtimabilinu og verður
unnið áfram við þaðaf fullum krafti.
♦
Af öðrum málum vil ég nefna að bor-
anir fyrir hitaveituna tókust mjög vel, en
við vorum orðnir vatnslitlir,” sagði
Helgi. Þá hefur verið lokið við byggingu
heimavistar fyrir skólana, en ég vil
nefna i því sambandi, að bygging skóla-,
húss er mjög knýjandi verkefni sem
framundaner.
Þá er það orðin raunin, að kaldavatns-
skortur háir rekstri fiskvinnslunnar á
mesta álagstímabilinu,” sagði Helgi.
„Það er því mjög brýnt að bæta úr þvi.”
Helgi sagði að um 100 milljónir króna
lægju í ráðhúsinu, en að samningar um
kaup hinna ýmsu fyrirtækja og félaga á
hluta húsnæðisins stæðu nú yfir.
„Á næsta kjörtimabili munum við
framsóknarmenn beita okkur fyrir þvi
að atvinnuvegir óháðir útgerð verði
auknir,” sagði Helgi. „Er það mikið
nauðsynjamál, því það þola ekki allir
álagið I fiskvinnslunni. Þá held ég að ég
megi segja, að hafnarmálin verði númer
eitt á verkefnaskránni á næsta kjörtíma-
bili.”
- HP
Hafnar-
fram-
kvæmdir
númer
eitt..
Helgi Jónsson rafvirkjameistarí: „Við
munum vinna mikið að hafnarfram-
kvæmdum á næsta kjörtimabili.”
Úrslitífjórum
síðustu
kosningum
Óháðir kjósendur
Sjálfstœðisflokkur
Alþýðubandalag
Framsóknarfl. og
Samtök frjálslyndra
og vinstri manna
Alþýðuf L, Alþýðu-
bandalag og Fél.
vinstri manna
Framsóknarfl.
Alþýðufl. og Óháðir
Framsókn og Óháðir
Óháðir vinstri menn
Alþýðuflokkur
1974 72-1 1970 1966 1962
124-1 63-1 156-2 104-1 117-2
312-4 148-2
> 192-3 75-1 184-3 133-2
105-2 93-2 73-1
Fjórir listar
i kjori
A-listi
Alþýðuflokks:
Ingólfur Jónsson
Hjördis Jónsdóttir
Hrönn Kristjánsdóttir
Ragnar Jónsson
BrynjarFriðleifsson
Hildur Jóhannsdóttir
Arngrimur Jónsson
B-listi
Framsóknarflokks:
Helgi Jónsson
Kristján Ólafsson
Kristinn Guðlaugsson
KristinGestsdóttir
Hilmar Daníelsson
GuðríðurÓlafsdóttir
Kristinn Jónsson
Hafsteinn Pálsson
Valgerður Guðmundsdóttir
OttóGunnarsson
Hörður Kristgeirsson
Ámi óskarsson
Kristján L. Jónsson
Jón Sigurðsson
D-listi
Sjálfstæðisflokks:
Trausti Þorsteinsson
JúliusSnorrason
Júlíus Kristjánsson
Helgi Þorsteinsson
LínaGunnarsdóttir
Guðbjörg Antonsdóttir
Óskar Jbnsson
Halla Jónasdóttir
VigfúsJóhannesson
Björgvin Gunnlaugsson
Þorsteinn Aðalsteinsson
Jóhann Hauksson
Bjöm Eliasson
Sigfús Þorleifsson
G-listi
Alþýðubandalags:
óttarr Proppé
Rafn Arnbjömsson
Ottó Jakobsson
EirikurÁgústsson
Sólveig Brynja Grétarsdóttir
Valdimar Snorrason
Arna Antonsdóttir
Friðgeir Jóhannsson
Guðmunda Óskarsdóttir
Hjörleifur Jóhannsson
Stefán Björnsson
Gunnar Jónsson
Ámi Lárusson
Daniel Á. Danielsson
I