Dagblaðið - 17.05.1978, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978.
Leiguíbúðir
á Hjónagörðum
Féiagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til leigu
fyrir stúdenta við nám í Háskóla íslands og
annað námsfólk 2ja herbergja íbúðir í Hjóna-
görðum við Suðurgötu. íbúðirnar eru lausar
frá 1. júlí, 1. ágúst og 1. september.
Leiga á mánuði er nú kr. 21.500, en mun
hækka 1. sept. Kostnaður vegna hita, raf-
magns og ræstingar er ekki innifalinn. Leiga
og áætlaður kostnaður vegna hita, rafmagns
og ræstingar greiðist fyrirfram einn mánuð í
senn.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Félagsstofnunar stúdenta, sem jafnframt
veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er
til 4. júní nk.
Félagsstofnun stúdenta,
Stúdentaheimilinu v/Hringbraut,
sími 16482.
I Siglufjarðarkaupstaður
'V / Siglufjarðarkirkja
Auglýst er laust starf kirkjuorganista og tón-
listarkennara við tónlistarskóla Siglufjarðar.
Upplýsingar gefa Elías Þorvaldsson í síma
71319 og Vigfús Þór Árnason í síma 71263.
L ^murDrauosroran
BJORNINN
Njáhfgötu 49 - Slmi 15105
AUGLÝSING
um f ramboðsf rest í
Reykjavík
Framboðslistum við alþingiskosningarnar,
sem fram eiga að fara 25. júní 1978, skal skilað
til oddvita yfirkjörstjórnar, Páls Líndal, Berg-
staðastræti 81, eigi síðar en miðvikudaginn 24.
maí nk. Á framboðslista skal skilgreina um-
boðsmenn lista, sem hlut á að máli.
í yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Páll Líndal
Sigurður Baldursson, Jón A. Ólafsson,
Guðjón Styrkársson, Hjörtur Torfason.
Nýir umboðsmenn
Dagbiaðsins
Vopnafjörður
Ragnhildur Antoníusdóttir
Lónabraut 29, simi 97-3223.
Búðardalur
Anna Flosadóttir, Sunnubraut, sími 95-2159.
V0LV04951
árg. '65 tílsölu.
Verð
kr. 5 millj.
Uppl.
í síma
75877.
Vilja meira eftiriit
með starfsemi fjöl-
þjóðafyrirtækja
— sem sökuð eru um kynþáttamisrétti
Nefnd á vegum Sameinuðu þjóð-
anna hóf i gær störf að könnun á fjöl-
þjóðafyrirtækjastarfsemi í þróunar-
löndunum og starfsemi þeirra i Suður-
Afriku sérstaklega. í störfum nefndar-
innar taka þátt fulltrúar fjörutíu og
átta þjóða og er gert ráð fyrir að fundir
verði næsta hálfan mánuð. Mun
meðal annars verða rætt um hug-
myndir sem fram komu hjá Sam-
einuðu þjóðunum um að ríkisstjórn-
um gefist meiri kostur en nú er á að
hafa eftirlit með rekstri fjölþjóðafyrir-
tækja og fá auknar upplýsingar um
fjármál þeirra, eignir og hagsmuni.
Könnunin mun einnig ná til fullyrð-
inga um að mög þessara fyrirtækja
reki harða kynþáttaaðgreiningar-
stefnu i útibúum sinum í Suður-
Afriku. Vilja sérfræðingar Sameinuðu
þjóðanna ekki fallast á fullyrðingar
stjórnenda fjölþjóðafyrirtækja, sem
hagsmuna hafa að gæta i Suður-
Afríku, um að þau geri sitt til að draga
úr kynþáttamisrétti. Segja sérfræðing-
amir að þvert á móti sé þar haldið
uppi sams konar aðskilnaði kynþátta
meðal starfsmanna og hjá suður-
afriskum atvinnurekendum.
Zaire-stnðið:
Uppreisnarmenn
drepa hvíta
— Bandaríkinætla að senda flugvél
eftir erlendu fólki í Kolwezi
Zairestjórn staðfesti í gær að fjórir
Evrópumenn hefðu verið drepnir i
námabænum Kolwezi í Shabahéraði i
Suður-Zaire, sem áður nefndist
Katanga. Þar eru miklar koparnámur.
Hinir látnu eru sagðir hafa verið þrír
Belgiumenn og einn ítali. þar af ein
kona. Segir í tilkynningu stjórnarinn-
ar að mennirnir hafi verið drepnir af
uppreisnarmönnum^sem nú hafa Kol-
weziborg á valdi sinu og i það minnsta
verulegan hluta Shabahéraðs.
Allir störfuðu Evrópumennirnir
fyrir námafyrirtæki. Konan er sögð
hafa verið skotin ásamt manni sinum.
þegar hún reyndi að koma i veg fyrir
að maður hennar færi inn í borgina frá
heimili sinu með uppreisnarmönnun-
um til að gera við bilaðar vatnspipur.
Talið er að um það bil eitt hundrað
hvitum mönnum sé haldið sem gislum
hjá innrásarherliðinu. Eru það aðal
lega menn af bandarisku. belgisku,
frönsku og brezku þjóðerni.
Bandarikjastjórn mun vera tilbúin
að senda flugvélar eftir gíslunum en
þegar síðast fréttist hafði ekki verið
tekin ákvörðun um hvenær lagt yrði
af stað.
Talsmenn Zairestjórnar ásaka
gísla
Belgiustjórn fyrir að bera ábyrgð á
dauða Evrópumannanna og einnig
innrásinni. — Þessir innrásarmenn
kalla sig sósialista en þeir búa samt
sem áður i glæsibyggingum i Brussel á
kostnað Belgiumanna. Þessir þorparar
sem nú hafa drepið Belgíumenn án
nokkurrar miskunnar i Kolwezi.
Eftir frelsun Belgíska Kongo árið
1960, en nafni þess var breytt i Zaire.
var gerð tilraun til að skilja Shaba-
hérað frá ríkinu. Hét það þá Kalanga
og var aðskilnaðartilrauninni stjórnað
af Tsjombe hershöfðingja.
Mjög sterkur orðrómur' var þá um
að aðskilnaðartilraunirnar hefðu verið
á vegum belgiskra kopamámufyrir-
tækja sem mikilla hagsmuna höfðu að
gæta i Katanga.
Hætta a kransæða-
stiflu af steiktum
hamborgara
Steiktur hamborgari er meiri krans-
æðastifluvaldur en hamborgari sem hit-
aður er í örbylgjuofni eða grillaður að
sögn vísindamanns við Washingtonhá-
skóla i Bandarikjunum. sem rannsakað
hefur málið.
Við steikinguna segir hannað hættasé
á að háskaleg efnabreyting verði í hrá-
efninu. sem valdið geti kransæðastíflu.
Þvi meira sem hamborgarinn sé steiktur,
þvi meiri sé hættan. Visindamaðurinn
segir að ef hitað sé i örbylgjuofni eða
steikt yfir glóð sé ekki hætta á hinni
skaðlegu efnabreytingu i hamborgaran-
um.
Erlendar
fréttir
REUTER
Vinkona
Snowdons
Snowdon lávarður, fyrrum eiginmaður
Margrétar Bretaprinses.su, er farinn
að sjást opinberlega með vinkonu
sinni, leikhússtarfsmanninum Lucy
Lindsay-Hogg, sem er þrjátíu og
þriggja ára gtimul og fráskilin siðan
1971. Því er spáð að samband þeirra
muni enda með giftingu og sé hún
ástæðan fyrir ákvörðun um fullan
skilnað þeirra Margrétar og
Snowdons. Sérfræðingar í hjónabands-
málum æðri stéttanna í Bretlandi segja
að Lucy og Snowdon hafi þekkzt i
nærri tvö ár.