Dagblaðið - 17.05.1978, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978.
HVAfl
VILJA
PtlR?
dæmduraf
verkunum
— á næstunniþarf
einkum að snúa sér
að skipulags- og
umhverfismálum
„Verkefnin eru raunar óþrjótandi og
hvert á sinn máta þýðingarmikil,” sagði
Sigrún Þormóðsdóttir húsmóðir, en hún
skipar þriöja sætið á lista Alþýðubanda-
lagsins. „Þau mál sem einkum þarf að
sinna á næstunni eru skipulags- og um-
hverfismál.
Mikilvægt er að vinna áfram að bygg-
ingu fjórðungssjúkrahússins og nú er
unnið að útboðum í gerð fjölbrautaskól-
ans. Þá er og unnið að byggingu 18
ibúða fjölbýlishúss.
Einna erfiðasta hefur gengið að glima
við húsnæðisskortinn, þvi þótt mikið sé
byggt losnar lítið húsnæði. Ráðgert er
þó að hefjast handa við byggingu leigu-
ibúða á vegum sveitarfélagsins.
Gatnagerð hér er mikið mál og i
sumar verður lagt varanlegt slitlag á
Urðarteig, Hlíðargötu, Þiljuvelli og
Naustahvamm. Gert er ráð fyrir að á
næstu árum verið komið varanlegt slit-
lag á allar aðalumferðargötur. Við
gatnagerðina er mikil vinna við gerð
nýrra lagna 'og jarðvegsskipti. Unnið er
samkvæmt 10 ára áætlun um gatnagerð.
Atvinnumálin eru í góðu lagi og mikii
atvinna. Sildarvinnslan er burðarásinn í
atvinnulífinu. Æskilegt er þó að bjóða
upp á fjölbreyttari atvinnu og starfað
hefur hjá okkur iðnaðarnefnd, sem gert
hefur úttekt á atvinnumálunum og
kannar hvað helzt sé til ráða í þeim efn-
um.”
„Ég vona,” sagði Sigrún, „að við
höfum staðið okkur það vel, að við
verðum dæmd af verkunum og tekið
tillit til þeirra. Verði það gert, ber ég ekki
kvíöboga fyrir úrslitunum.”
-JH
Hörður Stefánsson: „Ég tel vlst að
Alþýðubandalagið tapi manni."
„Það er ekki meiningin að gefa
kosningaloforð,” sagði Hörður Stefáns-
son flugvallarvörður í Neskaupstað, en
hann er efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins. „Hér er frekar ágreiningur um
aðferðir en aö hvaða málum er unniö.
Að mínu mati er brýnast að ganga
frá gatnakerfi, holræsum og vatns-
veitu. Ástandið i vatnsmálum bæjarins
er alvarlegt, sérstaklega í elzta hluta
bæjarins, en þar er vatnslaust þegar
verst er.
Hér er gott ástand i atvinnumálum og
öllu betra en víða annars staðar.
Ég geri varla ráð fyrir að stórbreyting
yrði á, þótt skipt yrði um meirihluta í
bæjarstjórn,” sagði Hörður. „Það eru
sömu málin, sem vinna þarf að. Verk-
efnin blasa alls staðar við, en nokkuð
hefur borið á því að hlaupið hafi verið
frá hálfkláruðum verkefnum og beðið
með þau, þar til kostnaður hefur aukizt
að mun Hafnireru ókláraðar og í bænum
eru opin skolpræsi. Það er því ýmislegt,
sem þarf að kippa í lag.
Ég tel víst að Alþýðubandalagið tapi
einum manni, en varla tapa þeir meiri-
hlutanum, en maður hefur þó alltaf
leyft til þess að vona." JH
Húsnæðisvandræðin verst viðureignar
— Varla náttúrulögmál að Alþýðubandalagið geti eitt stjórnað
bæjarmálum Neskaupstaðar
„Það er margt, sem gera þarf,” sagði
Haukur Ólafsson verzlunarmaður, en
hann skipar efsta sætið á lista Fram-
sóknarflokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar i Neskaupstað.
„Þaö sem brennur mest á okkur eru
húsnæðisvandræðin. Við höfum átt
tvær góðar rikisstjórnir, sem hafa
stuðlaö aö þvi að fólkið vill fara út á
landsbyggðina. Við verðum því að geta
tekið á móti þessu þessu fólki.
Standa þarf betur að verkum í gatna-
gerð en gert hefur verið. Vatnsveitumál
eru orðin brýn, þar er margt ógert.
Vatnsból vantar tilfinnanlega og það er
orðin knýjandi nauðsyn að afla vatns.
Verulega hefur þokazt í rétta átt i
hafnarmálunum, en átak þarf þó að gera
i þeim efnum.
Hér eru stórframkvæmdir, sem allir
standa einhuga að, svo sem sjúkrahúsið
og fjölbrautaskólinn, sem eru i bygg-
ingu. Þar eigum við allt undir velvilja
ríkisvaldsins, sem ræður ferðinni að
mestu leyti.
Ég vona að það sé ekkert náttúrulög-
mál, að Alþýðubandalagið geti eitt
stjórnað hér. Ég á þá von að þeir missi
einn mann, því ég tel það heppilegra
fyrirbyggðarlagið.” JH
Haukur Ólafsson: „Vatnsból vantar
tilfinnanlega.”
Úrslit í fjórum síðustu kosningum
1974 1970 1966 1962
Framsóknarflokkur 159-1 156-2 123-1 176-2
Sjðlfstæðisflokkur 168-2 199-2 148-2 112-1
Alþýðubandalag 511-6 390-5 391-5 364-5
Jaf naðarmenn og óhóðir 81-0
Flokkur ungra kjósenda Alþýðuflokkur 6-0 77-0 77-1 71-1
Þrír listarí kjöri
B-listi
13. Friðrik Vilhjálmssonforstjóri
14. Sveinn Þórarínsson húsgagnameistari
Fram-
sóknarflokkurinn:
1. Haukur ólafsson verzlunarmaöur
2. Gisli Sighvatsson skólastjóri
3. Friðjón Skúlason húsasmiöur
4. Anna Bjömsdóttir húsmóðir
5. Ari Daníel Ámason húsasmiður
6. BenediktGuttormsson skrifstofumaður
7. Guömundur Sveinsson bílstjóri
8. Jón ölversson skipstjóri
9. Þóra Jónsdóttir hjúkmnarfræðingur
10. Guðgeir Guöjónsson húsasmiður
11. Freystcinn Þórarinsson vélstjóri
12. Bjöm Steindórsson hárskeri
15. Bjami H. Bjamason netagerðarmaöur
16. Agnar Ármannsson vélstjóri
17. Sigríður Guöröðardóttir verslunarmaður
18. Jón S. Einarsson húsasmiður
D-listi
Sjálfstæðisflokkur
1. Hörður Stefánsson flugvallarvörður
2. Gylfi Gunnarsson framkvæmdastjóri
3. Reynir Zoöga gjaldkeri
4. Hjörvar ó. Jensson bankamaöur
5. Elínborg Eyþórsdóttir skrifstofumaður
6. Sigurjón Valdimarsson skipstjóri
7. Stefán Pálmason rafvirki
8. Dagmar Þorbergsdóttir húsmóðir
9. Brynjar Júlíusson afgreiðslumaöur
10. Magnús Bjarki Þórlindsson vélstjóri
11. Stella Steinþórsdóttir verkamaður
12. Rúnar Jón Ámason skrifstofumaður
13. Ágúst Th. Bjömsson vélstjóri
14. Glsli Garðarsson skipstjóri
15. Jóhanna Ásmundsdóttir húsmóðir
16. Einar Þorvaldsson húsasmiður
17. Hrólfur Hraundal verkstjóri
18. Sigfús Sigvarðsson bifreiðarstjóri
G-listi
Alþýðubandalagið:
1. Kristinn V. Jóhannsson skólastjóri
2. Jóhann K. Sigurðsson útgerðarstjóri
3. Sigrún Þormóðsdóttir húsmóðir
4. Logi Kristjánsson bæjarstjóri
5. Þórður Þórðarson skrifstofumaður
6. Sigfinnur Karlsson, form. Verkl. fél. Norðf.,
7. Auður Kristinsdóttir sérkennari
8. Guðmundur Bjamason skrifstofumaður
9. Kristinn Ivarsson húsasmiður
10. Guðjón B. Magnússon, form. Málm- og skipasm.
fél. Norðf.,
11. Guðriður Jóhannsdóttir húsmóðir
12. Helgi Jóhannsson sjómaður
13. Kristin Lundberg talsmimavörður
14. Magni Kristjánsson skipstjóri
15. Kristín Guttormsdóttir læknir
16. Þórhallur Jónasson efnaverkfræðingur
17. Guðjón Marteinsson verkstjóri
18. Bjami Þórðarson gjaldkeri
Höfuðvígi sósíalista um
áratugaskeið
— Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins nú sex af níu
Gamli sósialistaflokkurinn og síðan
Alþýöubandalagið hafa haft meirhluta i
bæjarstjórn í Neskaupstað allt frá árinu
1946. Neskaupstaður er því andstæður
póll við Reykjavík, þar sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur haft hreinan meiri-
hluta áratugum saman. Það er enda
jafnan svo, að hvað mestur spenningur
fylgir kosningum á þessum tveimur
stöðum, þar sem spurningin er hvort
flokkunum tekst að halda meirihlutan-
um eða hinum að rjúfa áratuga stjórn.
Alþýðubandalagið hefur nú sex fulltrúa
af niu og hefur einu sinni áður haft svo
marga eða árið 1950. Meirihl. flokksins
hékk þó á bláþræði árið 1970 þegar erfitt
efnahagsástand bitnaði á ráðandi meiri-
hluta, þ.e. Alþýðubandalaginu eins og
það bitnaði á rikisstjórn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks i landsmálum.
Sumir ganga svo langt að segja, að
allar deilur um bæjarmálefni í Neskaup-
staö eigi sér stað innan Alþýðubanda-
lagsins og i málgagni þess, Austurlandi
en séu ekki deilur á milli flokka.
Neskaupstaður er stærsta bæjarfélag-
ið á Austfjörðum, íbúar um 1700. Þar er
fjórðungssjúkrahús, iðnskóli Austur-
lands, tónlistarskóli og senn hefst bygg-
ing fjölbrautaskóla. Sildarvinnslan er
buröarás í atvinnulifi bæjarins. Hús-
næðisvandræði hafa staðið vexti bæjar-
ins fyrir þrifum að undanförnu.
1 kjöri til bæjarstjórnar eru nú þrír
listar, listi Alþýðubandalags, Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Hér á
eftir fara viðtöl við efstu menn á lista
Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks
og við annan og þriðja mann á lista Al-
þýðubandalags, en Kristinn V. Jó-
hannsson, efsti maður á lista Alþýðu-
bandalagsins, var ekki í kaupstaðnum,
er Dagblaðið heimsótti Neskaupstað.
Jóhann K. Sigurósson: „Allir sem vilja
geta haft börn sin á dagheimilum i
Neskaupstað.”
„Við teljum okkur hafa tryggt at-
vinnumálin með þriðja togaranum og
þeim smærri bátum, sem hér eru,” sagði
Jóhann K. Sigurðsson útgerðarstjóri, en
hann skipar annað sætið á lista Alþýðu-
Hugsanlegt að koma upp
vatnshreinsunarstöð
— Vatnsboranir hafa ekki gefið nógu góða raun
bandalagsins við bæjarstjórnarkosning-
arnar.
„Gatnagerðin er hér einnig stórmál,
líkt og víða annars staðar og fólki þykir
ekki nóg að gert, enda má deila um það
hvert veita eigi fjármagninu. Tekjuaf-
gangur til ráðstöfunar er aðeins 37
milljónir af 280 milljónum, þannig að
augljóst er að ekki verða allar óskir upp-
fylltar.
Hér eru fjölbrautaskóli og sjúkrahús í
byggingu og fyrir nokkru hefur verið
markað framhald þeirra framkvæmda.
Á næstu árum þarf einnig að stækka
iþróttahúsið hér. Vatnsmál bæjarins eru
sífellt á dagskrá. Ástandið lagaðist mikið
er steyptur var tankur i fjallinu í fyrra.
Borað hefur verið inni i sveit, en það gaf
ekki nógu góðan árangur. Halda þarf
áfram með leiðsluna innan úr sveit, en
það er dýr framkvæmd. Þá er einnig vel
hugsanlegt að koma upp hreinsunarstöð;
þetta er framtiðarverkefni, sem þarf að
kanna vel.
Hér í Neskaupstað er stórt barna-
heimili, þar sem eru 110 börn, þannig að
þeir sem vilja geta haft börn sin þar. Það
þýðir að þeir sem vilja vinna utan heim-
ilis, geta það. Þá verður skólalif hér stöð-
ugt fjölbreyttara, en slíkt kostar auð-
vitað fé.”
„Það er mest um vert,” sagði Jóhann,
„að fólk geti búið hér blómlegu búi,
þannig að hægt sé að tryggja framtíð
barnanna með öruggri atvinnu. Við
höfum stuölaö að þvi að svo geti orðið.”
- JH
Sjúkrahúsió í Neskaupstað.
Sigrún Þormóðsdóttir: „Verkefnin cru
óþrjótandi og hvert á sinn hátt
þýðingarmikil.”
Meirihlut-
inn bezt
Neskaupstaður
Hlaupið
frá hálf-
kláruðum
verkum
— elzti hluti bæ jarins
vatnslausþegar
verster