Dagblaðið - 17.05.1978, Page 12
12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978.
Aðhlynning manna og blóma
aðalatvinnuvegurinn
Hveragerði er einstakt í sinni röð
meðal íslenzkra kauptúna hvað atvinnu-
vegi snertir því meirihluti vinnandi fólks
starfar að hjúkrunarstörfum við Elli-
heimilið og Náttúrulækningaheimilið
annarsvegar og hinsvegar að hlóma- og
ávaxtarækt.
Hvergerðingar eru nú tæplega 1200,
en þar dvelja þó að staðaldri 300 til 500
manns til viðbótará heilsubótarstofnun-
um.
En nú líta Hvergerðingar einkum til
iðnaðaruppbyggingar varðandi ný at-
vinnutækifæri enda býður jarðvarminn
þar uppá fjölbreytt tækifæri.
Á síðari árum hefur fjölbreytni í at-
vinnulífi staðarins vaxið og má m.a.
nefna að þrátt fyrir staðsetningu langt
frá sjó er þar rekin saltfiskþurrkunar-
stöð. G.S.
Hverahiti i stjórnmálum Hvergerðinga
Það rýkur úr fleiru en heita vatninu
í Hveragerði þvi undanfarið hafa farið
fram heitar umræður . og snarpar
deilur staðið um framboð allra flókka
til sveitarstjómarkosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn efndi til opins
prófkjörs, þar sem Hafsteinn Kristins-
son varð efstur, þá Helgi Þorsteinsson,
Ólafur Óskarsson og Ævar Axelsson.
Skv. reglunum hlutu þeir bindandi
kjör.
Tvenns konar seðlar voru notaðir,
fyrir flokksbundna og óflokksbundna.
Skv. úrslitum flokksbundnu seðlanna
eingöngu var Sigrún Sigfúsdóttir í
öðru sæti og vildu allnokkrir að svo
yrði látið vera. Aðrir undu því ekki og
varð þá sú málamiðlun að Stefán
Magnússon var settur í annað sætið,
en hann tók ekki þátt i prófkjörinu.
Hinir færðust svo niður um eitt
sæti. Alþýðubandalagið hélt lokað
prófkjör og sigraði Auður Guðbrands-
dóttir þar. Ekki virðist hafa ríkt veru-
legur ágreiningur um hana i röðum
alþýðubandalagsfólks, en hins vegar
vildu margir G-listamenn bjóða fram i
sameiningu með Framsóknarflokki og
Alþýðuflokki, en Sjálfstæðisflokkur á
nú 3 af fimm í sveitarstjórn. Er óljóst
hverjum þessi ágreiningur kemurtil
góða.
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur stilltu upp lista í sameiningu
með framsóknarmanninn Þórð Snæ-
björnsson í 1. sæti og a Iþýðuflokks-
manninn Erlu Guðmundsdóttur i 2.
sæti. Ekki eru allir framsóknarmenn
sáttir með þau málalok þar sem þeir
vildu fremur Kristján Wium i I. sætið.
Staðan í Hveragerði fyrir næstu
sveitarstjórnarkosningar er þvi mjög
óljós og bíða menn að vonum spenntir
kosninganæturinnar. - G.S.
Þóröur Snæbjörnsson og Erla
Guðmundsdóttir (H-lista):
Iðnaðaruppbygging til
nýtingar hitaorkunnar
Það er stefna jafnaðar- og samvinnu
manna að megináherzlu beri að leggja á
aukinn atvinnurekstur á staðnum, og þá
fyrst og fremst léttan iðnað, sem gæti
nýtt þá miklu orku sem staðurinn
býður upp á í formi jarðhita, að sögn
Þórðar Snæbjörnssonar garðyrkjubónda
og Erlu Guðmundsdóttur skrifstofu
manns, efstu manna á H-lisu.
Þá lögðu þau áherzlu á að sveitar-
félagið nýtti betur þann gifurlega ferða-
mannastraum, sem unt Hveragerði fer,
enda væru stórauknar tekjur hrepps-
félagsins alger forsenda þess að hægt
væri að sinna hinum fjölmörgu verk-
efnum sem brýnt væri að leysa.
Nefndu þau m.a. byggingu
heilsugæzlustöðvar, grunnskólahúss,
nauðsyn á byggingu leikskóla og dag-
Hreppurinn þarf að öðlast aukna hlut-
deild I tekjum af ferðamönnum. — DB-
mynd R.Th.
heimilis auk gæzlu- og leikvalla, aðstöðu
til félagsstarfsemi að ógleymdri
varanlegri gatnagerð, en götur í Hvera-
gerði eru slæmar.
Varðandi tekjumöguleika hreppsins
af ferðamönnum nefndu þau t.d. að
komið yrði upp ferðaþjónustumiðstöð i
samvinnu við oliufélögin, en slikt myndi
um leið leysa vanda Hvergerðinga hvað
varðar möguleika á að þvo bila sína,
svo eitthvað sé nefnt af beinum hags-
munum heimamanna af sliku.
Að lokum sögðu þau óhjákvæmilegt
að gera nú þegar ráðstafanir til hreins-
unar á frárennsli frá kauptúninu með
tilliti til þeirrar mengunar sem það
veldur í Varmá við núverandi aðstæður.
G.S.
Hafsteinn Kristinsson framkvæmdastjóri (D-lista):
Tekjur hreppsins 30% minni en í sjávarþorpunum
Hveragerði er ungt bæjarfélag þar
sem enriþá er margt i frummótun. Hér
byggist afkoman ekki á islenzkum frum-
atvinnuvegum, meginstoðir atvinnulífs-
ins hér hafa verið gróðurhúsarækt og
þjónusta við heilsuhæli og elliheimili.
Við höfum aldrei fengið nein sildarævin-
týri hingað eða þviumlíkt. Þróun mála
hér hefur verið jöfn og stigandi á undan-
förnum árum. Það segir ef til vill sína
sögu. að ef tekjur hreppsfélagsins eru
bornar saman við tekjur tilsvarandi
sjávarþorps þá kemur i ljós að við höfum
hér úr að spila ca 30% minna fjármagni
á vegum hreppsinsen þau.
Án fjármagns er litið hægt að gera,
það hlýtur því að verða stórt verkefni
hjá komandi hreppsnefnd aðauka tekjur
I lafstcinn: Verið er að fjalla um skipu-
lagningu iðnaðarhverfis, sent gæti orðið
allt að 50 þúsund fermetrar að stærð.
DB-mynd Hörður.
hreppssjóðs. Við sjáum hér um þessar
mundir merki um mjög aukið framtak í
atvinnumálum með byggingu iðnaðar-
húsa við Austurmörk og um þessar
mundir er verið að fjalla um í hrepps-
nefnd nýtt skipulag iðnaðarhverfis með-
fram Suðurlandsvegi, sem getur orðið
allt að 50.000 m' að stærð.
Ég tel fjárhagsstöðu hreppsins góða
um þessar mundir. Seinasta hreppsnefnd
Hveragerði er bær skálda og lista
manna og hefur mjög margt upp á að
bjóða frá náttúrunnar hendi, sem hvergi
nærri hefur verið nýtt sem skyldi hrepps-
félaginu til framdráttar, sagði Auður
Guðbrandsdóttir. I. maður á G-lista.
Ég vil tvímælalaust byggja Hvera-
'gerði upp sem heilsurækiar-, ferða-
manna- og garðyrkjubæ. En til þess að
það megi takast verður sveitarstjórn á
hverjum tima að vera vakandi og það
glaðvakandi fyrir þeim fjáröflunar-
leiðum sem komið geta hreppsfélaginu
til góða. Vil ég þar benda á að hingað
koma 98% allra ferðamanna til lands
ins. Þarna hirða einstaklingar gróðann
um leið og hreppsnefnd syngur sinn
sultarsöng um tóman kassa.
En þrátt fyrir þetta eru heilbrigðis- og
umhverfismál okkar í algiöru lágmarki. í
gegnum þorpið rennur Varmá, ein
mengaðasta á landsins.
hefur lagt á það áherzlu að ofbjóða ekki
greiðsluþoli hreppssjóðs með óraunhæf-
um bjartsýnisframkvæmdum.
Margvíslegar verklegar framkvæmdir
bíða úrlausnar, sem ég ætla ekki að
tiunda sérstaklega hér, nema benda á, að
allsherjar fegrun þorpsins er stórmál sem
verður að hlúa að á næstu árum.
Hvernig til tekst með framgang
hinna ýmsu framfaramála fer eftir þvi
Það hlýtur að vera siðferðisleg skylda
hvers sveitarfélags að byggja ibúðar-
húsnæði á félagslegum grundvelli og
koma þannig til móts við unga fólkið,
sem vill setjast að. Þá verður að gera
hér stórátak í atvinnumálum, bæði fyrir
unga og gamia. Ég bind vonir við að öll
æskulýðs-ug félagsstarfsemi batni með
tilkomu iþróttahússins.
En eitt er ég sannfærð um að á meðan
þau vinnubrögð í gatnagerð og hita-
veitumálum eru viðhöfð sem nú eru.
getur engin hreppsnefnd þrifizt hér til
góðra verka með öll þau Ijótu orð og
bölbænir á herðum sér, sem hrökkva af
munni vegfarenda.
En með góðu hugarfari, vilja og
samvinnu stjórnenda og fólksins getum
við gert Hveragerði að þeim bæ sem
þvi berað vera.
Að endingu vil ég segja þetta: Það er
kominn tími til að karlmenn viðurkenni
hvernig ný hreppsnefnd heldur á mál-
um. Listi sjálfstæðismanna er hér skip-
aður dugandi framfaramönnum sem
allir hafa sýnt það að þeir eru líklegir til
þess að geta komið góðum málum
áleiðis. Þess vegna tel ég það eðlileg úr-
slit kosninganna í vor að Sjálfstæðis-
flokkurinn fái hér 3 menn kjörna og beri
þar með meginábyrgð á málum hér
næstuárin.
i reynd að konur eru lika menn sem
hugsa og geta ekkert síður en þeir setið í
sveitar- og bæjarstjórnum ogá Alþingi.
G.S.
Auður á listrænu heimili sínu: Engln
hreppsnefnd getur þrifizt til göðra verka
með bölbænir á bakinu. DB-mynd: R.Th.
Auður Guðbrandsdóttir (G-lista):
Hverageröi á að vera heilsuræktar-,feröamanna-og blómabær
Hver heldur þú að
úrslit sveitarstjðmar-
kosninganna verði?
Guðmundur Einarsson garðyrkjumaðun
Ég spái að framsóknarmenn og alþýðu-
flokksmenn, eða H-listinn, fái 2 menn,
■sjálfstæðismenn tvoogkommareinn.
Sigurflnnur Einarsson verkamaðun Ætli
Alþýðuflokkur og Framsókn fái ekki
tvo, sjálfstæðismenn tvo og svo Alþýðu-
bandalagiðeinn.
Þórður Ingólfsson verkamaðun Sjálf-
stæðismenn tapa meirihlutanum og fá
aðeins tvo, Framsókn og Alþýðuflokkur
tvo og Alþýðubandalagið einn.
Urslitífjónim
síðustu
kosningum
1974 1970 1966 1962
Sjálfstæðisfl. 247-3 164-3 155-3 131-2
Óháflir 77-0 0 99-1 172-3
Samvinnumenn 174-2 102-1 86-1 0
Alþýflufl. 0 37-0 0 0
Alþýflubandal. 0 76-1 0 0
Þnr
listar
íkjöri
D-listi
sjálfstæðismanna:
1. Hafstcinn Kristinsson framkvæmda.stjóri,
2. Stcfán Magnússon framkvæmdastjóri.
3. Helgi Þorsteinsson múrarameistari,
4. ólafur Óskarsson trésmiöur.
5. Ævar Axelsson járnsmíðameistari.
G-listi
Alþýðubandalags:
1. Auöur Guðbrandsdóttir húsmóöir,
2. Halldór Höskuldsson trésmiður.
3. Agnes Hansen kennari,
4. Valdimar Ingvarsson húsasmiöur.
• ~5rÁmi Hdgasorrhúsgagnasmiðijrr- --*
H-listi jafnaðar-
og samvinnumanna:
1. Þórður Snæbjörnsson garðyrkjubóndi.
2. Erla Guömundsdóttir skrifstofumaður.
3. Kjartan Kjartansson trésmiður.
4. Sigurður Jakobsson tæknifræðingur.
- 5.Guðmtmdur EmaTssomgarðyrkjubóndi. •
Ragna Hermannsdóttir: Ég spái að
vinstri menn vinni á og myndi nýjan
meirihluta, H-listi og G-listi saman.
Sjálfstæðismenn fái tvo, en annars
finnst mér tvísýnt unt úrslit.