Dagblaðið - 17.05.1978, Side 15

Dagblaðið - 17.05.1978, Side 15
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. DAfiRI ADID MIDVIKLJDAriI IR 17 MAI 1Q78 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir RITSTJORN: HALLUR SIMONARSON Fermingar agu Ingunnar Maturogvin íKaupmanna Frægtfolk með ..phobiur AlvinLee a dimmission Átta breytingar hjáSkotum Skozki landsliðseinvaldurinn Aily MacLeod gerði hvorki meira né minna en átta breytingar, þegar hann valdi skozka landsliðið i knattspyrnu, sem leikur gegn Wales i kvöld, frá jafnteflisleiknum við Norður-íra Aðeins þrir leikmenn, Archie Gemmill, Nottm. Forest, sem verður fyrirliði, Gordon McQueen, Man.Utd. og Derek Johnstonc, Rangers, halda stöðum sinum auk þeirra tveggja, sem komu inn sem varamenn, Kenny Dalglish, Liverpool, og Kenny Burns, Forest. Skozka liðið verður þannig skjpað. Jim Blyth, Coventry, Stuart Kennedy, Aberdeen, Kenny Burns, Gordon McQueen, Willie Donachie, Man.City, Archie Gemmill, Graeme Souness, Liverpool, Asa Hartford, Man.City, Willie Johnston, WBA, Kenny Dalglish, og Dcrek Johnstone. í liðinu eru þvi níu leik- mcnn, sem leika í enskum liðum — eða fleiri en nokkru sinni áður Jafntefli íran ogFCBrugge íran, sem leikur á HM í Argcntinu, og belgíska meistaraliðið FC Brugge gerðu jafntefli 1 — 1 á alþjóð- legu knattspyrnumóti, sem hófst i París I gær. Lið íran lék prýðilega I leiknum og ætti að geta staðið sig þokkalega á HM. Það náði forustu með marki Gassamphour á 23.min. en 12 mín. síðar jafnaði Verhecken fyrir Brugge. Belgíska liðið lék án nokk- urra sinna þekktustu manna cins og Jensen, mark- varðar .Lambert, Courant og Pastijns. Sl. fimmtudag lék íran við Frakkland I Toulousc og tapaði aðeins 1 —0. Enskir mörðu Norður-íra Ensku landsliðsmennirnir I knattspyrnu voru ekki á skotskónun.aWemhUv-leikvanginum i gær, þegarþeir léku við Norður-íra I brezku meistarakeppninni. Tókst aðeins að sigra með 1-0 þrátt fyrir mikla yfir- burði í leik og góð tækifæri. Eina mark leiksins skoraði Liverpool-bakvörðurínn Phil Neal á lokamín- útunni í fyrri hálfleik. Dave Watson, langbezti leik- maður Englands í leiknum, skallaði þá knöttinn fyrir fætur Neal eftir aukaspyrnu, sem skoraði af stuttu færi. Það voru þvi varnarmenn Englands, sem unnu að markinu. Mikii pressa var á mark írlands en við vitateiginn mættu enskir „vegg af grænum peysum" og komust litið áleiðis. Þá fengu þeir tækifæri — Tony Wood- cock, tvivcgis, en hann átti heldur rólegan leik í sínum t'yrsta landsleik, Brian Greenhoff en Jim Platt varði glæsilcga. Einnig frá Ray Wilkins og Dave Watson, tvivegis. Hann átti snilldarleik i marki og einnig voru miðverðir írlands sterkir — þcir Jim Nicoll og Cris Nicholl. Ray Clemence átti rólegan dag í marki Eng- lands. Þurfti aðeins einu sinni að taka á honutu stóra sínum, þcgar hann varði snilldarlega frá Trevor Anderson. Staðan I keppninni er nú þannig: England 2 2 0 0 4—1 4 Skotland I 0 I 0 1 —M N-írland 2 0 111-2 1 Wales 10 0 1 1—3 0 Áhorfendur á Wembley I gær voru 50 þúsund. Sumamámskeið í fimleikum hjá Gerplu: „Ótrúleguráhugi” — segirformaðurinn „Við ákváðum að gera þessa tilraun með sumar- námskeið í flmleikum, þegar Ijóst var að iþróttahúsin i Kópavogi verða opin I sumar,” sagöi Agnes Agnars- dóttir, formaður flmleikadeildar Gerplu I Kópavogi. Agncs sagði að I gær, þegar fyrri dagur innritunar- innar fór fram, hefðu sumir flokkarnir gjörsamlega fyllzt og nú væri svo komið að skortur væri á þjálfur- um hjá félaginu. „Verkefnin framundan eru mörg og stór hjá félaginu,” sagði Agens, „og raunar var full þörf á að lialda áfram æfingum. Hinu fögnum við mjög að svo ifiargir nýliöar hafa bætzt I hópinn vegna sumarnám- skciðsins og eins þeim mikla áhuga sem unga fólkið hefur fyrir flmlcikum — hann er hreint ótrúlegur.” taí 1978 Verð kt. 530 ,v * * m Rúnar Sverrisson, markvörður Þróttar, kemur ekki vid neinum vörnum ettir snilldarskalla Peturs Péturssonar, sem þvi miöur sest ekki a myndinm. DB-mynd Bjarnleitur. SIGUR í ÖLLUM LEIKJUNUM — í landskeppni Færeyja og íslands í badminton í Færeyjum „Flestir leikirnir i landskeppninni voru skemmtilegir — og leikur Sigurður Kolbeinssonar við Hans Jacob Stenberg var mjög tvísýnn. Sigurði tókst að sigra i oddaleik og íslenzku piltarnir sigruðu I öllum leikjum sínum,” sagði Rafn Viggósson, formaður Badmintonsam- bands íslands en hann var fararstjóri fslenzka landsliðsins, sem lék i Færeyj- { um á föstudag. Eftir landskeppnina var keppt 1 einliða- og tvíliðaleik á laugardag og þar voru einnig islenzkir sigrar. Einstakir leikir í landskeppninni fóru ' þannig, að Jóhann Kjartansson sigraði Kára Nielsen með 15-3 og 15-3. Sigfús Ægir sigraði Pétur Hansen 15-6 og 15-5 en i þriðja einliðaleiknum í landskeppn- inni var keppni mjög hörð. Sigurður Kolbeinsson sigraði Hans Jacob Sten- berg 17-14, 6-15 og 15-9 og í fyrstu lot- unni stóð 14-7 fyrir Færeyinginn. Sigurður vann þá 17-14 eða náði tíu síðustu punktunum í lotunni. í tvíliðaleik sigruðu Haraldur Korne- líusson og Steinar Petersen þá Kára Nielsen og Pétur Hansen með 15-3 og 15-5, og Sigfús Ægir og Sigurður Kol- beinsson sigruðu Hans Jacob og Poul Michelsen 15-10 og 15-2. Úrslit í lands- keppninni þvi: ísland 5 — Færeyjar 0. Tíu íslendingar kepptu i einliða- og tvíliðaleik, auk landsliðsmannanna þeir Rafn Viggósson, Jóhann Möller og Óskar Guðmundsson en tveir þeir siðast- töldu voru í Færeyjum í boði Badmin- tonklúbbsins Færeyjar-ísland. Þeir eru þar félagar og auk þess Rafn, Haraldur og Steinar. í tvíliðaleik sigruðu Haraldur og Steinar þá Sigurð og Sigfús Ægi með 15-11, 11-15 og 15-3.1 einliðaleik sigraði Sigfús Ægir Jóhann Kjartansson i úrslit um 21-14 en aðeins var leikin ein lota vegna tímaskorts. í undanúrslitum vann Sigfús Ægir Kára Nielsen 21-18 og Jóhann vann Jan Boye Larsen 21-14. 1 i' Meistarar ÍA glötuðu stigi íþróttir Hinir ungu leikmenn Þróttar fögnuðu mjög — íslandsmeistarar Akraness voru heldur daprir — þegar Guðmundur Har- aldsson flautaði leikslok þremur min. eftir venjulegan leiktima á efri Laugar- daisvellinum i gær. Þróttur hafði óvænt náð stigi af íslandsmeisturunum og Sverrir Brynjólfsson skoraði jöfnunar- mark Þróttar 15 sek. fyrir leikslokin. Leikurinn fór fram yfir timamörkin þar sem talsvert var um tafir vegna mciðsla leikmanna I síðari hálfleiknum. Ungu strákarnir i Þrótti höfðu ástæðu til að fagna. Það var óvænt að þeim skyldi takast að ná stigi eftir að Akur- nesingar höfðu náð tveggja marka for- skoti i fyrri hálfleik. En þeir gáfust aldrei upp — börðust af krafti, og léku oft netta knattspyrnu þó á stundum tækist þeim illa að fóta sig á rennblautum, hál- um vellinum. Áberandi bezti maður liðs- ins var miðvörðurinn Jóhann Hreiðars- son og flestar sóknarlotur Akurnesinga brotnuðu á honum. En Akurnesingar geta nagað sig í handarbökin að missa stig i þessum leik. Það fór aldrei á milli mála að t þeir voru sterkari áðilinn i leiknum — og þó áttu nokkrir leikmenn liðsins j mjög slakan leik. Sáust varla ogl það kann ekki góðri lukku að stýra. Karl Þórðarson átti snilldarleik í fyrri hálfleik og var þá hættulegur. Bæði mörk Akurnesinga áttu upptök sín hjá honum — og Pétur Pétursson var framan af mikill ógnvaldur vörn Þróttar. Snilldar- taktar á köflum — en í heild var Árni Sveinsson bezti maður liðsins. Jón á Stað Alfreðsson og Jón Gunnlaugsson sterkir að venju — og Jón á Stað óhepp- inn að gulltryggja ekki sigur íslands- meistaranna i leiknum. Komst einn frir að marki Þróttar en spyrnti yfir eftir að í A hafði skorað tvívegis í leiknum — og Jón átti sök á fyrra marki Þróttar. Það var talsvert um góð færi í leikn- um og jafnvel fleiri féllu í hlut Þrótti. Hins vegar var ljótt að sjá hvernig Þróttur fór með þrjár aukaspyrnur — alveg við vitateig ÍA i s.h. — áður en jöfnunarmarkið var skorað rétt í lokin. Þá fékk Þróttur enn eina aukaspyrnu á hættulegum stað. Hún var vel tekin. Knettinum spyrnt aðstönginni fjær. Þar skallaði Halldór Arason að markinu og Sverrir Brynjólfsson fylgdi fast eftir. Ýtti knettinum með brjóstkassanum yfir marklínuna — en sennilega hefði knött- urinn farið í markið án þessara sjálf- sögðu aðgerða Sverris. Sverrir er fyrirliði Þróttar — sá eini, sem eftir er af eldri leikmönnum liðsins. Lék prýðilega og lék Guðjón Þórðarson, bakvörð ÍA, grátt í leiknum. Í heild kom Þróttarliðið á óvart með leiknum sinum og þó vantaði aðalskorara liðsins, Pál Ólafs- son, sem er i leikbanni. Jón Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mín. eftir hornspyrnu Karls. Skallaði knöttinn i mark Þróttar algjörlega frir inn á markteig. Pétur Pétursson kom ÍA í 2-0 á 30. mín. Kast- aði sér snilldarlega fram og skallaði knöttinn í markhornið fjær — eftir að Karl hafði leikið i gegn og gefið á hann. Á 53. mín. urðu Jóni Alfreðssyni á mis- tök. Missti knöttinn og Þorgeir Þorgeirs- son komst í færi. Laus skot hans neðst í markhornið tókst Jóni Þorbjörnssyni — fyrrum Þróttara — ekki að verja og það var ekki nógu gott hjá honum.. Guðmundur Haraldsson dæmdi prýðilega. Bezti maður á vellinum og hann bókaði tvo leikmenn, Árna Sveins- son, í A, og Gubmund Gíslason, Þrótti. Rúnar Georgsson, miðherji ÍBK, nær knettinum af varnarmanni FH — og sendi síðan knöttinn framhjá Þorvaldi Þórðar- syni, markverði, í mark FH. DB-mynd emm. FH-INGUM TÓKST MEÐ HARÐFYLGIAÐ VINNA UPP TVEGGJA MARKA MUN ÍBK — og hefðu jafnvel verðskuldað sigur í fyrsta leik 1. deildar íKeflavík UhndsmótiA 1. defld, Keflavíkurvöflur, iBK — FH, 2312:11 Að hálftlma loknum virtist allt benda 1 þá átt að Keflvikingar ætluðu að hrífsa til sín bæði stigin I viðureign sinni við FH á grasvellinum þar syðra, þegar liðin léku sinn fyrsta leik I íslandsmóti I- deildar. Staðan var tvö mörk gegn engu, en FH-ingum tókst með harðfyigi að jafha áður en leiktíminn var á enda. Kannski hefði sigur verið réttlátur, miðað við gang leiksins, gegn hálf væng- brotnu liði ÍBK, þar sem tveir af skæðustu sóknarmönnum þeirra voru ADMIRAL OG HENSON íþróttapeysur, buxur og sokkar ★ Útvegum félögum og liðum íþróttabúninga. ★ Sjáum um að setja í auglýsingar og númera búninga frá okkur Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44. — Simi 11783. fjarri, þeir Ólaflir Júllusson og Steinar Jóhannsson. Keflvíkingar léku undan sunnan strekkingsvindi i f.h., sem var þeim heldur i hag. Eftir fremur þófkennda byrjun beggja liða tókst heimamönnum að ná broddi i sóknina. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn sótti ÍBK fram hægra megin. Sóknin virtist ætla að renna út í sandinn, þegar Rúnar Georgsson, miðherji, náði knettinum með harðfylgi og renndi til Þóris Sigfús- sonar sem átti i höggi við tvo varnar- menn og markvörð FH-inga. Eigi að síður tókst honum að spyrna knettinum i markið, l:0. En Rúnar hafði ekki sagt sitt siðasta orð. Nokkrum minútum síðar tókst honum að „stela” knettinum af FH- vörninni og senda hann til Þórðar Karls- sonar sem spyrnti skáskoti fram hjá Þor- valdi Þórðarsyni sem var fremur óörugg- ur i markinu. Knötturinn small neðst á marksúlunni og hrökk þaðan eftirtnark- línunni og inn fyrir hana að lokum, 2:0. Hinir stæðilegu FH-ingar létu mót- lætið ekki buga sig. Smám saman tókst þeim að ná undirtökunum og voru. þegar á leið, mun sterkari aðilinn í leikn- um. Mest fyrir atbeina Janusar Guð- laugssonar, hins þindarlausa, sem var tvímælalaust bezti maður vallarins. Hann gerði það ekki endasleppt í fyrri hálfleik. Eftir að þvaga hafði myndazt fyrir framan mark ÍBK tókst honum að minnka muninn með hörkuskoti sem hafnaði í bláhorninu, óverjandi fyrir Þorstein Bjamason, markvörð ÍBK. Með vindinn í bakið voru FH-ingar öllu ágengari í seinni hálfleik og þeir virtust staðráðnir í að jafna metin og ef til vill meira. Reyndar höfðu þeir sloppið með skrekkinn i fyrri hálfleik, þegar einn sóknarmanna íBK átti skalla i þverslá. En skalli frá Loga Ólafssyni FH-ingi var hnitmiðaðri. Knötturinn hafnaði i netmöskvum ÍBK-marksins, 2:2. Aðdragandinn var sá að Janus ein- lék fram vinstra megin, en heimamönn- um sem stóð ógn af honum, þótti ráðleg- ast að spyrna knettinum i horn. Viðar Halldórsson tók spyrnuna og sendi knöttinn fyrir markið þar sem Logi stökk hærraen allir aðrir og jafnaði fyrir FH. Þrátt fyrir öllu meiri sókn FH tókst þeim ekki að knýja fram sigur svo að stigunum var bróðurlega deilt. I Nokkur harka færðist i leikinn þegar iá leið og fékk einn leikmanna FH að sjá Igula spjaldið. Keflvíkingarnir orkuðu ekki sannfær- andi í leiknum. — Náðu illa saman nema rétt fyrst en börðust (jó eins og getan leyfði — en betur má ef duga skal í hinni hörðu baráttu I. deildar. Einar ; Ásbjörn var einna drýgstur. Sivinnandi í vörn og sókn en Gísli Torfason var með daufara móti. Hilmar Hjálmarsson er greinilega að ná sér á strik og Óskar Færseth er óðum að ná valdi á bak- i varðarstöðunni. Janus Guðlaugsson var bæði heili og hjarta FH-liðsins, ef svo má að orði komast — með ótrúlega yfirferð og næmt auga fyrir spili. Viðar Halldórsson átti einnig góðan leik — kannski full grimmur á stundum en annars er enginn veikur hlekkur í FH-liðinu þótl nokkrir leikmenn virki nokkuð þungir — ennþá. Dómari var Hreiðar Jónsson og gekk honym vel framan af. Var kannski full tónglaður undir lokin — en öllu skárra er þó að nota flautuna en sleppa þvi þegar leikur fer að harðna. S. Ann/emm

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.