Dagblaðið - 17.05.1978, Side 16

Dagblaðið - 17.05.1978, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978. Eskifjörður E.tv. skyn- samlegra að kjósa um menn en flokka — fyrir fram ákveðnar framkvæmdirsetja óskalistanum skorður Ra)>nar Halldór Hall: „Menn eru ekki mjiiK pólitiskir á Eskifirói.” „Menn eru ekki mjög pólitiskir hér og þaö jaðrar við að fremur ætti að kjósa um menn en flokka á svona litlum stöðum,” sagði Ragnar Halldór Hall sýslufulltrúi, efsti maður á lista Sjálf stæðisflokksins. Helztu verkefnin sem unnið er að og framundan eru eru bygging grunnskóla og varanleg gatnagerð. Töluvert átak hefur verið gert í gatnagerðinni i sumar. Þá er verið að byggja verkamannabú staði og fyrirhugað er að byggt veröi fjölbýlishús innst í bænum, þar sem verða leiguíbúðir á vegum sveitarfélags- ins. Þetta er það fjárfrekasta og þær framkvæmdir, sem ákveðnar hafa verið og setja óskalistanum skorður. Brýnt er að haldið verði áfram að skapa öldruðum aðstöðu. Keypt hefur verið hús undir elliheimili, en mun stærra átak þarf aðgera í þessum efnum. Fara þarf nánar ofan i rekstur stofn- ana, sem bæjarfélagið stendur að, þannig að það fjármagn sem veitt er til þeirra nýtist i skynsamlegu hlutfalli við þá þjónustu, sem þær veita. - JH Urslitífjórum síðustu kosningum LANDRÝMI INS LÍTIÐ KAUPSTAÐAR- — Frekari landakaup nauðsyn áframhaldandi uppbyggingu Að loknum kosningum 1974 mynd- uðu Sjálfstæðisflokkur, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur meirihluta á Eskifirði, en Alþýðubandalagið var eitt í minnihluta. Átök urðu síðan I bæjar- stjóminni á síðasta ári um elliheimilis- mál, þar sem Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag vildu kaupa gamalt hús undir heimili fyrir aldraða, en hinir flokkamir byggja nýtt. Ágreiningurinn varð til þess að upp úr meirihlutasam- starfinu slitnaði og Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag tóku höndum sam- an um nýjan meirihluta. Ennfremur var ráðinn nýr bæjarstjóri, þar sem hinn fyrri sagði afsér. Þrátt fyrir þetta mun samstarfið í bæjarstjórn hafa verið gott og pólitískur ágreiningur litill og sjaldan komið upp. Eins og í fleiri sveitarfélögum er ágrein- ingurinn ekki um málefni heldur að- ferðir. íbúar á Eskifirði eru nú rétt um eitt þúsund. Þar er atvinnulíf einhæft, eins og í mörgum sjávarplássum, allt byggist á fiski. Landrými kaupstaðarins er lítið og þær byggingarlóðir sem nú eru nýttar eru erfiðar. Það er því aðkallandi að kaupstaðurinn fái land undir frekari byggingar fyrir fjarðarbotninum, þar sem byggingarland er mun auðveldara, en það land er I einkaeign. í kjöri til bæjarstjómar nú eru fjórir flokkar, Alþýðuflokkur, Alþýðubanda lag, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur. Viðtöl við efstu menn hvers lista fara hér á eftir. Þróunaráætlun nauðsyn- leg fyrir plássið — Raunverulega ekki margt sem hægterað bítast um í bæjarmálunum Aóalsteinn Valdimarsson: „Menn vit? hvaó gera þarf á ekki stxrri staó en F.skifiröi.” „Það er takmarkað sem hægt er að gera, þrátt fyrir það að viljinn sé mikill,” sagði Aðalsteinn Valdimarsson skip- stjóri, en hann er efstur á lista Fram- sóknarflokksins. „Fjármagnið er tak- markað og fjöldi verkefna bíður. Það sem liggur mest á að gera er þróunaráætlun fyrir plássið til þess að auka fjölbreytni í atvinnulífinu. Þá má nefna hafnar- og skólamál, sem eru ekki i góðu lagi. Skólinn er orðinn gamáll, en nú er verið að byggja nýtt skólahús. Það er þó orðið á eftir áætlun, þar sem fjár- magn hefur skort. Reynt verður þó að flýta framkvæmdinni. Húsnæðisvandræði eru og reyna þarf að koma upp húsnæði fyrir fólk sem hingað vill flytja. Liklegt er að nokkuð rætist úr á næstunni með byggingu leiguibúða. í bæjarmálunum er ekki mikið sem raunverulega er hægt að bítast um. Menn vita hvað þarf að gera á ekki stærri stað en Eskifirði. Vinna þarf að áframhaldandi varanlegri gatnagerð, leggja nýtt slitlag á Strandgötuna og þær götur sem tilbúnar eru. Verið er að laga til íþróttavöllinn. Ég á ekki von á miklum fylgissveiflum hér. Fylgi flokkanna hefur verið svipað lengi,” sagði Aðalsteinn Valdimarsson. • JH Einkaaðili ráðandi í atvinnulíf i Eskifjarðar — æskilegra að byggja á félagslegu framtaki „Það er erfitt að taka einstök mál út úr og telja þau einkamál einhvers ákveðins flokks,” sagði Hrafnkell Jóns- son formaður verkalýðsfélagsins á Eski- firði, en hann skipar efsta sæti lista Al- þýðubandalagsins. „Það er samstaða um öll helztu mál, en möguleikum sveitar- félagsins eru þröng mörk sett hvað varðar ráðstöfunarfé. Framkvæmdir við grunnskólann taka mest allt framkvæmdafé næstu ára og mikilvægt er að sú framkvæmd skili sér sem fyrst. Þá er gatnagerðin brennandi mál, en matsatriði hvort leggja beri áherzlu á steyptar götur eða olíumalar- bornar. Þá er sorpeyðing í slæmu ásig- komulagi og brýnt að úr verði bætt sem fyrst. Alþýðubandalagið mun vinna að öllum félagslegum framkvæmdum eftir því sem tök eru á. Vel þarf að vanda til æskulýðsmála og verið er að vinna að úrbótum fyrir frekari íþróttastarfsemi. Húsnæðisskortur er á Eskifirði og litið um nothæft byggíngarland. Þaðer brýnt að afla nothæfra byggingarlóða. Þá er sinnig mikil nauðsyn á þvi, að sem fyrst verði hafizt handa við byggingu leigu- ibúða. Atvinnuuppbyggingin er einhæf og brýnt að bæjarstjórn hafi forgang I sköp- un fjölbreyttara atvinnulifs. Hér á Eski- firði er einkaaðili ráðandi í atvinnulíf- inu, en æskilegra er að byggt sé á félags- legu framtaki. En við gerum okkur grein fyrir því,” Hrafnkell Jónsson: „Verkefnin eru ekki einkamál einhvers ákveóins fiokks.” sagði Hrafnkell, „að ekki verður ráðizt í allt sem kallar að á næsta kjörtímabili, en mikilvægt er að nýta fjármagnið skipulega." -JH Ríkisvaldið þrengir stöðugt að tekjumögu- leikum sveitarfélaganna — ogá þvfþarf að veiða breyting Vöggur Jónsson: „Auka þarf Ijölbreytni atvinnulifsins.” „Brýnast er að ljúka byggingu fyrir grunnskólann, sem hófst fyrir þremur árum,” sagði Vöggur Jónss., skrifstofu stjóri í hraðfrystihúsinu, efsti maður á lista Alþýðuflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar á Eskifirði. „Þá þarf að vinna að varanlegri gatnagerð á skipu- legan hátt, en hún hefur orðið verulega útundan hjá okkur. Þá hefst væntanlega bygging leiguíbúða á vegum sveitar- félagsins i sumar. Vinna þarf betur að íþróttasvæðinu í bænum og skapa unglingunum þannig bætta aðstöðu' til tómstundaiðkana. Hafnaraðstaða fyrir minni báta er nánast engin, þeir bátar hafa orðið út- undan á undanförnum árum. Atvinnuástand á Eskifirði er gott, en stefna þarf að þvi að auka fjölbreytnina. Atvinnulífið er einhæft, allt snýst um fisk. Bæjarfélagið tekur ekki þátt i at- vinnurekstri nema með óbeinum hætti. En þótt verkefnin séu mörg, þá er ráð- stöfunarfé sveitarfélaga takmarkað, því meirihlutinn fer í fasta liði. Ríkisvaldið er alltaf að þrengja að tekjumöguleikum sveitarfélaganna. Þar þyrfti að verða breyting á til þess að tryggja traustari rekstrargrundvöll þeirra.” - JH 1974 1970 1966 1962 Alþýðuflokkur 68-1 76—7 78-1 31-0 Framsöknarflokkur 127-2 110-2 125-3 104-2 Sjálfstœðisflokkur 148-2 122-2 117-2 110-2 Alþýðubandalag Óháðir kjósendur 121-2 117-2 23-0 78-1 92-2 Fjórir listar íkjöri A-listi B-listi D-listi Alþýðuflokks 1. Vöggur Jónsson 2. Jóna Halldórsdóttir 3.Stefánóskarsson 4. Rúnar Halldórsson 5. Hallgrimur Arason 6. Einar Eyjólfsson 7. Bjarni Kristjánsson, yngri 8. Bjarni Heiðar Johansen 9. Atli V. Jóhannesson 10. Erna Helgadóttir 1 l.Steinn Jónsson 12. Magnús Bjamason 13. Hallgrimur Hallgrimsson 14. Helgi Hálfdánarson Framsóknarflokks 1. Aöalsteinn Valdimarsson 2. Július Ingvarsson 3. Alrún Kristmannsdóttir. 4. Skúli Magnússon 5.Sigmar Hjelm 6. Emil Thorarensen 7. Magnús Pétursson 8. Guðjón Hjaltason 9. Hákon Sófusson 10. Jón Baldursson 11. Davið Valgeirsson 12. Sigtryggur Hreggviðsson 13. GeirHólm 14. Kristmann Jónsson Sjálfstæðisflokks 1. Ragnar Hallór Hall 2. Ámi Halldórsson 3. Ingvar Þ. Gunnarsson 4. Dagmar Óskarsdóttir 5. Herdis Hermóðsdóttir 6. Sigriður Kristinsdóttir 7. Karl Simonarson 8. Málmfreð J. Ámason 9. Ævar Auðbjömsson 10. Ingólfur F. Hallgrimsson 11. Sigurgeir Helgason 12. Egill Karlsson 13. Guðmundur B. Stefánsson 14. Hrefna Björgvinsdóttir G-listi Alþýðubandalags 1. Hrafnkell A. Jónsson 2. Guðnióskarsson 3. Guðjón Bjömsson 4. Hafsteinn Guðvarðsson 5. Sigurður Ingvarsson 6. Hjalti Sigurðsson 7. Jórunn Bjarnadóttir 8. Hildur Metusalemsdóttir 9. Þorbjörg Eiriksdóttir 10. Elis Andrésson 11. Helgi Bjömsson 12. Jón Guðmundsson 13. Sveinn Bjami Sveinsson 14. Jón Kr. Guðjónsson # Hverju spáir þú um úrslit bæjarstjórnar- kosninganna á Eskifirði? Reynir Hólm (rillukarl: Guð hjálpi þér, ég hef ekki séð listana. Allt of mikið af eldra fólkinu dettur út. Þetta er hefð- bundið hér og breytingar verða að mínumdómi litlar. Spurning dagsins Erna Guðjónsdóttir húsmóðir: bg held að þetta verði eins og það var og breytist sáralitið. Jónatan Helgason, vinnur í bræðslunni: Þetta verður svipað og verið hefur. Sömu hlutföll, sömu flokkar, engar breytingar. Sigmar Hjelm byggingameistari: Ég held að fulltrúatalan verði algjörlega óbreytt. Það verður engin sveifla i kosningunum. Þorsteinn Gunnarsson verkamaðun Ég vil ekki tjá mig um það. Ég er aðfluttur til Eskifjarðar og þekki lítið til stjórn- mála hér. Guðný Hailgrimsdóttir, forstöðukona dagheimilisins: Hef ekki hugmynd um það. Ég spekúlera ekkert i þessu, enda er ég ópólitísk. Ég vonast til að almenni- legir menn komist i bæjarstjórn. Góð breyting væri að einhverjir aðrir yrðu I meirihluta en sjálfstæðismenn.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.