Dagblaðið - 17.05.1978, Page 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1978.
17
Fáskrúðs-
fjörður
Dvalarheimili
fyriraldraða
— óæskilegtað
aldradir þurfi að
flytjastá brottað
loknum starfsdegi
Sigurður Þorgeirsson: „Framkva'mdir
við skólann og höfnina mikilvægastar."
„Framkvæmd, sem er á lokastigi og
verður að Ijúka, er skólabyggingin og
stefnt er að því að hefja kennslu í nýja
skólanum i haust,” sagði Sigurður
Þorgeirsson afgreiðslumaður, en hann er
þriðji maður á lista Sjálfstæðisflokksins.
„Byrjaðar eru mjög þarfar fram-
kvæmdir við höfnina. Að mínu mati er
þó byrjað of smátt, en eflaust er hægt að
auka við þegar frekara fjármagn fæst.
Bryggjurnar sem fyrir eru eru bráð-
ónýtar.
Áfram verður að halda við lagningu
varanlegs slitlags. Þar á eftir þyrfti að
koma á fót dvalarheimili fyrir aldraða,
en töluvert er hér af eldra fólki, sem vill
síður fara úr plássinu að loknum starfs-
degi.
Margt er á óskalista, en ekki þýðir að
setja fram tóma loftkastala. Húsnæðis-
skortur hefur þó verið töluverður og er
ég mjög hlynntur byggingu leiguibúða.”
JH
Húsnæðisskortur
kemur í veg fyrir
fólksfjölgun
Atvinna mikil ogafkoma góð
Pólitískt ástand í Búðahreppi er mjög
i jafnvægi og átök lítil. Raunar er Búða-
hreppur betur þekktur sem Fáskrúðs-
fjörður, sem er hið daglega nafn staðar-
ins. Þrír flokkar bjóða fram, Fram-
sóknarflokkur, Alþýðubandalag og
Sjálfstæðisflokkur, en kratar virðast ekki
eiga upp á pallborðið, þvi þessir sömu
flokkar buðu fram í siðustu kosningum.
Eins og við má búast byggist allt at-
hafnalif á fiski og fiskvinnslu. Gerðir eru
út tveir togarar og nokkrir smærri bátar.
Tvö frystihús eru á staðnum. Atvinna
hefur verið feikimikil og afkoma fólks
góð.
í Búðahreppi voru 750 íbúar við síð-
ustu sveitarstjórnarkosningar og fjölgun
hefur ekki orðið mikil síðan, mest vegna
húsnæðisskorts. Endursöluverð íbúða er
ekki hátt og því veigra menn sér við að
byggja, sem ekki ætla að setjast að til
frambúðar. Eitthvað kann þó að leysast
úr húsnæðisvandanum ef hafizt verður
handa að byggja leiguíbúðir á vegum
sveitarfélagsins.
Töluverðar framkvæmdir eru fyrir-
hugaðar í gatnagerð en einhverra hluta
vegna eyðilagðist sú oliumöl, sem lögð
var á síðasta ári og þvi þarf að endur-
vinna þærgötur nú.
Hér á eftir verður rætt við frambjóð-
endur á þeim þremur listum sem i boði
eru. -JH
Betri samvinnu
Albert Kemp: „Fjárhagur sveitar-
félagsins betri en áður.”
á milli frystihúsanna
— höfnin lífæð sem þarf að byggja upp
„Við verðum að halda því starfi
áfram, sem hafið er,” sagði Albert Kemp
vélvirki, efsti maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins. „Lifæð okkar er höfnin. Hún
er góð frá náttúrunnar hendi, en tré-
bryggjurnar eru orðnar úreltar. Byrjað
erá nýrri hafnargerð.
Barnaskólabyggingin hefur staðið yfir
allt of lengi, en væntanlega verður
kennsla hafin i haust í skólanum ogskól-
innfullbúinnárið 1980.
Unnið hefur verið að varanlegri
gatnagerð, en hún mislukkaðist að veru-
legu leyti i fyrra. en olíumölin hafði
verið geymd i eitt ár.
Betri samvinna mætti vera á milli
frystihúsanna tveggja, en fiskur er jafn-
vel fluttur i burtu úr byggðarlaginu i
stað þess að flytja hann á milli húsa.
í sumar verður boðin út bygging
nýrrar heilsugæzlustöðvar og tilbúið er
útboð vegna leiguibúða.
Fjárhagur sveitarfélagsins er betri en
áður var og i hreppsstjórn hefur verið
góð samvinna. Menn skiptast ekki eftir
flokkslinum þegar farið er að vinna sam-
an.”
- JH
Hafnargerðin brýnust
— rafmagnsskorturá Austfjörðum kemurí veg
fyrir fjöibreyttara atvinnuh'f
„Hér er brýnast að halda áfram
hafnargerðinni,” sagði Baldur Björnsson
bankastarfsmaður, en hann er efstur á
lista Alþýðubandalagsins í Búðahreppi.
„Byrjað er á henni og því þarf að halda
áfram. Betri aðstöðu þarf fyrir togarana,
en þar kemur annað inn í dæmið, en það
er afstaða Hafnamálastofnunarinnar.
Þessi smærri pláss lifa í nánu sambandi
við sjóinn og byggja algerlega á fiskveið-
um.
Barnaskólabyggingin hefur gengið
seint, en reynt verður að koma hluta af
húsnæðinu i gagnið fyrir næsta vetur.
Fjármagnið setur okkur þröngar
skorður á svona litlum stað.
Gatnagerð þarf að vinna að áfram og
koma slitlagi á götur. Reynt verður að
gera sem mest og bæta þannig aðstöðu
fólks og umhverfi og stuðla þannig að
frekari fólksfjölgun. Við eigum þó við
húsnæðisskort að striða og þvi er áherzla
lögð á byggingu leiguibúða á vegum
sveitarfélagsins.
Þeir öldruðu eru illa settir, því ekki-er
vinnuaðstaða fyrir þá sem vilja vinna
en geta ekki sinnt erfiðum likamlegum
störfum. Æskilegt væri að koma á létt-
um iðnaði, en þar kemur til annað
vandamál. Það er rafmagnsskortur
okkar Austfirðinga. Austfirðir hafa
orðið útundan, t.d. hefur enn ekki verið
tekin ákvörðun um virkjun Bessastaða-
ár. Þetta háir léttum iðnaði hér og
raunar er það svo að bræðslurnar rétt
sligast áfram á loðnuvertiðinni vegna
Baldur Björnsson: „Nauðsynlegt aó fá
héih.ugæzlustöð hingað."
rafmagnsskorts.
Hér þyrftum við áð fá heilsugæzlu-
stöð til þess að hægt sé að sinna nauð-
synlegri læknisþjónustu. Læknirinmhér
er nú í gömlu húsnæði sem þjónar ekltN
þvi hlutverki sem nauðsynlegt er.”
- JH
Slæmtástand
Sigriður Jónsdóttir: „Hér byggist allt á
sjósókninni.”
ílöggæzlumálum
hafnarmál ber hæst
„Skólamál og hafnarmál ber hæst hér
á Fáskrúðsfirði," sagði Sigriður Jóns-
dóttir verkamaður, en hún skipar annað
sætið á lista Framsóknarflokksins
vegna sveitarstjórnakosninganna. „Hér
byggist allt á sjósókninni og því mikið
undir því komið að höfnin sé í lagi. Hér
eru tveir togarar og nýtt frystihús, auk
þess gamla. Vinna hefur verið mjög
mikil hér, eiginlega of mikil.
í fyrra var lögð oliumöl sem ónýttist
og þær götur þarf að lagfæra. 1 sumar
verður komið á barnagæzlu í gamla
skólahúsinu, en full þörf er á dag-
vistunarheimili hér, þarsem margir vilja
nota sér slíka þjónustu. Hér á að risa
heilsugæzlustöð, en bygging hennar er
auðvitað að miklu leyti undir rikisvald-
inu komin. Hér fást ekki læknar tií
starfa, nema að hafa góða aðstöðu.
Slæmt ástand hefur verið i löggæzlu-
málum hér í bænum, drykkjuskapur og
óregla. Það er sagt unglingavandamál,
en það er hinum fullorðnu að kenna.
Þessu þarf að koma i lag. Hér er aðeins
einn lögregluþjónn sem alls ekki getur
annað öllum verkefnunum. auk þess
sem hann þarf fri eins og aðrir menn, en
þáerenginnannar.”
JH
Úrslitífjórum
síðustu
kosningum
1974
Framsóknarflokkur 126—2
Sjálfstæðisflokkur 87—2
Alþýðubandalag 137—3
Listi verkal. og sjómf 6L
Óháðir kjósendur
Frjálslyndir
Óháð alþýðufólk
1970 1966 1962
101-2 150-5
77-2 56-1
104-2
35-1 41-1 80-3 74-3 32-1
Þrír
listar
i kjori
B-listi
1. Egill Guðlaugsson framkvstj..
2. Sigriður Jónsdóttir vcrkam..
3. Gunnar Jónasson útgerðarstj..
4. KjartanSigurgcirsson rafv.,
' 5. Gisli Jónatansson kaupfstj.,
6. Eirikur Ólafsson vdstj..
7. BaldurGuðlaugsson húsasrn..
8. Óskar Gunnarsson bifrstj.
9. óskar Sigurðsson vclstj..
10. Anna B. Stcfánsd. vcrzlm..
11. MagnúsGuðmundsson verkam..
12. Friörik Stefánsson skipstj.
13. Jóhanncs Sigurðsson sjóm..
I4. ArnfriðurGuðjónsd. húsfrú.
Til sýslunefndar.
1. GuölaugurSigurösson húsasm.
2. AmfriðurGuöjónsdóttir húsfrú.
D-listi
1. Albert Kemp vélvirki.
2. Stefán Jónsson iönnemi.
3. Sigurður Þorgeirsson afgrm..
4. Jóhann Antoniusson framkvstj..
5. Guölaugur Einarsson skipasm..
6. Oddný Jónsdóltir húsfrú.
7. Agnar Jónsson vélvirki.
8. Ægir Kristinsson bifrstj.,
9. Bergur Hallgrimsson framkvstj..
10. Dóra Gunnarsdóttir húsfrú.
11. Erlendur Jóhanncsson stýrim..
12. Heiðar Jóhannsson sjóm..
!3.GuðmundurG. Vcstmannskipstj.
I4. Einar Sigurðsson skipasm.
Til sýslunefndar.
1. Már Hallgrímsson útibússtj.
2. Ólafur Bergþórsson kennari.
G-listi
1. Baldur Bjðrnsson bankastarísm..
2. Þorsteinn l’ia.Mi i' u h a.-.m .
3. Ingólfur Arnarson. form Verkalvðs
ogsjómarinafcl. Faskmðsfj..
4. Sigurður Aniþorsson verkstj..
5. Björgvin Baldursson verkstj..
6. MagnúsStcfánsson kennari.
7. Jónina Ámadóttir húsmóðir.
8. Jónas Benediktsson kennari.
9 Þórunn Ólutsdóltir húsmoóir.
II). Oskar Þórormsson fiskmatsm..
11. (iuðrur. 11 Bjorgvinsd husmóðir.
I2.1’álmiSiclansson vetkamaður.
I V Hjiírdis Agústsdottir húsmoðir.
14 K ristjan (larðarsson vorubilrstj.
lil sislunefndar.
I MagnusStefánsson kennari.
2. Bjðrgvir. Baldursson \erkstj
Hverju spáir þú um
úrslit kosninganna?
Guörún Guðmundsdóttir húsmöðir: Eg
spái hreinl engu um úrslitin en ég vona
að Alþýöubandalagið tapi ekki fylgi.
Guðmundur Magnússon verkamaðun
Ég held að úrslitin verði svipuö og í
siðustu kosningum. ég hef ekki trú á
breytingum.
Gunnþör Guðjónsson verkamaður: Eg
hugsa að þetta verði svipað og verið
hefur. Alþýðubandalagið fær þrjá menn,
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn tvo
hvor. Annars gæti þetta orðið tvísýnt
og ég vona að Alþýðubandalagið fái
fjóra menn eða hreinan meirihluta.
Oddný Bjarnadöttir húsmoðir: Eg er
nýflutt i bæinn og hef ekki hugmynd um
það hvernig málin standa hér. Égget þvi
engu spáð um úrslitin.
Guðný Þorvaldsdóttir húsinoðir: Eg þori
ekki að spá, en ég kýs Sjálfstæðisllokk-
inn og vona að þeir fái þriöja manninn
inn núna.
Jóhann Jónsson öryrki: Eg vona að
Alþýðubandalagið nái hreinum mciri-
hluta. þ.c. fái fjóra menn. Sjállur kýs ég
auðvitað Alþýðubandalagið.