Dagblaðið - 17.05.1978, Qupperneq 28
Lögreglumenn kanna mál við Garöskagavita:
DAUÐUR HESTURIFJOSIOG
BRUGG Á KÚTUM OG TUNNU
en vitavörður hlaupinn frá þýðingarmiklum tækjum í vitanum
Dauöur hestur i fjósi, sem álitið er
að hafi hengzt í bandi fyrir að
minnsta kosti 2—3 dögum, 1—200
lítrar af illa lyktandi vökva, sem tal-
inn er vcra einhvers konar brugg, og
tik úti á hlaði, sem var að ærast yfir
þvi að komast ekki inn í hús á staðn-
um þar sem hvolpar hennar.höfðust
við. Þannig var aðkoman er lögreglu-'
menn komu að Garðskagavita á
mánudag til að huga að vitaverði og
kanna kærur sem borizt höfðu.
Lögregluskýrslan um heimsóknina
á mannlausan staðinn er nú i fórum
rannsóknarlögreglunnar i Keflavík til
frekari rannsóknar.
Vitavörður i Garðskagavita er ein-
búi sem þar hefur gætt staðar um
skeið. Vitavarðarstarfið felur í sér um-
sjón með vitanum og miðunarstöðv-
um sem þar eru fyrir báta á fjölfarinni
siglingaleið. Er starfið talið svo
þýðingarmikið að reglur kveða svo á
um að hann megi ekki af staðnum fara
nema tilkynna það Vitamálastjórn
sem þá gæti sett mann í staðinn til að
vakta tækiogstaðinn.
Rannsóknarlögreglan á Suðurriesj-
um tjáði DB að það væri vítavert
kæruleysi af vitaverði að yfirgefa stað-
inn, en þar hefur hann ekki verið, að
þvi að talið er. I nokkra daga.
Hesturinn sem fanrist dauður i fjósi
staðarins, sem einbúinn hefur notað
fyrir hesthús, en hann á 8—10 hesta.
er talinn hafa hengzt i bandi i fjósinu.
Gizkað var á að það óhapp hafi skeð
fyrir 2—3 dögum en ekki vitað hvort
það varð áður en vitavörður fór að
heimaneða eftir.
Er lögreglumenn sáu af hverju tikin
sem úti fyrir var vildi svo ólm komast
inn í bæ, brutu þeir sér leið inn i husið
til að kanna hvort eitthvað hefði e.t.v.
orðið að vitaverði. Húsið reyndist
mannlaust.
Þar inni fannst svo einhvers konar
„brugg" á tveimur 30 litra plastkútum
og slatti i trétunnu. Lyktaði mjöður-
inn sterklega. Verður nú rannsakað
hvaði honum felst.
Siðdegis i gær var vitað að
vitavörður væri aftur kominn heim og
voru lögreglumenn þá á leið i heim-
sókn til hans.
- ASt.
V
Járnblendið upp úr táradalnum?
„Mjög jákvæð þróun”
segirJónSigurösson
„Þetta er fyrsta visbendingin um að
stálmarkaðurinn sé að jafna sig," sagði
Jón Sigurðsson, forstjóri Járnblendiverk-
smiðjunnar á Grundartanga í morgun.
en á aðalfundi Íslenzka árnblendi
félagsins h/f sem haldinn var fyrir
skömmu i Oslo. kom fram. aö eftirspurn
eftir kisiljárni hefur farið hraðvaxandi
aðundanförnu.
Markaðshorfur á framleiðslu verk-
smiðjunnar hafa verið slæmar. allt frá
því að framkvæmdir hófust við hana og
orðið mörgum tilefni til þess að halda
okkur vera að leggja út i eina vitleysuna
enn.
„Það er mikilvægt atriði að magn-
aukningin er mikil en enn sem komið er
er verðið óbreytt,” sagði Jón ennfremur.
„Mörgum gömlum verksmiðjum hefur
verið lokað að undanförnu og aðrar
afkasta aðeins eðlilegu magni. Þessi
þróun hefur kannski ekki bein áhrif á
okkur i bráð en vissulega er þetta mjög
jákvætt fyrir verksmiðjuna og framtið
hennar.”
HP
Skákmótið í Las Palmas:
Tukmakov enn efstur
Friðrik sækir stöðugt á
— Tukmakov á Larsen og Sax eftir
Friðrik vann Dominguez í 13. um-
ferðinni á skákmótinu i Las Palmas í
gær. Hann hefur því hlotið 9 vinn-
inga. Tukmakov er efstur enn með 9
1/2 vinning. Friðrik er i öðru sæti.
Röð efstu manna er sem hér segir:
Tukmakov 9 1/2. Friðrik 9, Stean 8
1/2 og biðskák, Sax 8 1/2, Miles,
Larsen og Mariotti 8 vinninga.
Vesterinen 7 F2.
í gær vann Vesterinen Padron,
Corral vann Medina. Jafntefli gerðu:
Sax og Mariotti, Larsen og Pan-
cehnko. Tukmakov og Sanz.
Friðrik teflir næst við Sanz og loks
við Larsen í siðustu umferð mótsins.
Friðrik gerði jafntefli við Vesterinen i
12. umferðeinsogséstá töflunni. Mis-
sagt var í blaðinu í gær að hann hefði
unnið þá skák.
- BS
m A/afn \L t. Jt V. c 4. 7 9. 9. /o. //. ra /3, /V UL /4,
I. /r)#A/orr/ \ 0 'k i t O \ T, 7 ý V*. O
T P/)aic.h/£//ko ö 'k 0 o 1 1 1 o / i 0 %
7’ct/c/rt/f/co l/ i E2 'h 1 1 I m Yt J Ýi. 1 'k í
* FAÍGAí/c 'h i 'ltj 1 1 T % Ý4, / % 1 0
i. P/90/l0fif O o o o 0 fe 0 T o 'U 0 O
L. onsoÍAJ/? o o ð o ó o 0 o Á o A o
l csorr) 1 0 'U o ( L 1 0 o 'h 'L Á
f OEl coKnn/. o 0 ‘Ix. 'lii Vv L 'h 1 7t % Á 'U
<1 Tt 1 ‘/t / A. 1 Vt I 0 'A 1 0
10 OO/rt/juoue-i o o o ■o 0 0 E 1 0 0 0 'k 'íl
1!. Ó/9A/2 o 0 Ýz I l 'Á. E o o A o o
n. Ýz Y* 0 1 1 A A T l V, Vt. O ±
it. S/9)< % T \ T A !L l L 1 Yl i Yz o
1 A006ÍCt/£2 0 o T ‘4 'k % \ 7t Vt [l ■ 0
/5. /.m/i£6 1 'h 1 l t. yi. 'Á 0 T. / 1 m - MJ
vk srs/tA/ E lil 0 A 1 L I- 0 o iTSl
ÞINGMENN LÍKA Á SUMARDEKKJUM
Allir eru að forðast hina löngu arma Ólafsson, eitt stóra spurningarmerki mundaði tjakkinn af herjans kúnst og hið fyrsta að skipta yfir í sómasamleg-
laganna — ogaðsjálfsögðu þingmcnn þingkosninganna i næsta mánuði. skipti yfir á sumarhjólbarðana. Enn an útbúnað.
ekki siður en aörir. Magnús Torfi varð á vegi ljósmyndarans en hann eru einhverjir á negldu og ættu þeir - DB-mvnd Ragnar.
frfálst, úháð daghlað
MIÐVIKUDAGIJR 17. MAÍ 1978.
Skemmtuníþágu
þeirra sem hafa ordið
útundaní„kerfinu”
Heimskfræg-
urstjórnandi
með
Listahátið'i léttum dúr er núna orðin
árlegur viðburður sem mikið þykir til
koma. Að hátíðinni standa Starfs-
mannafélag Sinfóniuhljómsveitarinnar
og Félag islenzkra leikara sem fjöldi
annarra leggur lið. Er ágóðinn af hátið-
inni notaður til að styrkja þá sem fyrir
slysum hafa orðið eöa ættingja þeirra.
Eru þeir helzt styrktir sem hafa orðið út
undan í kerfinu. hafa ekki notið bóta
tryggingakerfisins af einhverjum orsök-
um. Hafa 13 styrkir þegar verið veittir
úr sjóðnum.
Hin árlega Listahátið i Jéttum dúr
verður að þessu sinni haldin á föstudags-
kvöldið klukkan 11 (23) i Háskólabíói.
Skemmtikraftarnir verða ekkert slor. Má
nefna heimskfrægan hljómsvcitarstjóra,
Gisla Halldórsson og Guðmund Pálsson
sem flytja gamanþátt, Grænjaxlana,
Kjartan Ragnarsson, íslenzka dans-
flokkinn og Kjurgej Alexandra sem
syngur fyrir utan að stjórna dansinum.
Herdísi Þorvaldsdóttur. Guðrúnu
Stephensen, Jón Gunnarsson og fleiri.
Leiklistarfélag og kór Menntaskólans
við Hamrahlið koma i heimsókn og
Guðný Guðmundsdóttir leikur einleik á
fiðlú. Allir ættu því að geta fundið eitt-
hvað við sitt hæfi og ekki spillir að mál-
efnið er gott. Óþarft er að taka fram, að
allir þessir góðu skemmtikraftar leggja
fram vinnu sina án endurgjalds.
- ds
Af hverju vill
unga fólkið
ekkibaka?
Bakarar frá öllum Norðurlöndunum
nema Færeyjum sátu seint á april heil-
mikið þing hér í Reykjavík. samnorrænt
þing eins og þau gerast bezt. Fyrir utan
þingstörfin höfðu bakararnir þó tima til
að skoða sig svolítið um og kynnast
landi og þjóð.
Á þinginu var meðal annars fjallað
um mikilvægi þess að kynna mönnum
hollustu brauða og það hvérsu ódýr
fæða þau eru miðað við annað. Einnig
var rætt um þann vanda sem að stéttinni
steðjar því ungt fólk hyggur lítt á
bakstur i framtiðinni. Kom bökurunum
saman um að lág laun og óhentugur
vinnutimi réðu mestu um þessa þróun.
DS