Dagblaðið - 06.06.1978, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978.
7
0UUSK0R1UR ÁRID
1965 AÐ ÓBREYTFU
— þá munu OPEC ríkin ekki geta fullnægt eftirspurn á Vesturlöndum
Erlendar
fréttir
Bess Truman á
sjúkrahús
Bess Truman fyrrum eiginkona
Harry Truman Bandaríkjaforseta
er enn á lífi, 93 ára gömul. Hún
var lögð inn á sjúkrahús í Kansas
City fyrir síðustu helgi vegna smá-
vægilegra veikinda en mun að
öðru leyti hafa þaðágætt.
Olíuframleiðsluríkin sem eru i
OPEC samtökunum munu ekki geta
fullnægt olíuþörfum Vesturlanda á
næsta áratug, segir í ályktun þings
samtaka sem berjast fyrir bættri
nýtingu orkulinda, — International
Energy Agency. Telja þau að árið
1985 verði eftirspurnin eftir oliu
komin fram úr framboði OPEC ríkj-
anna en í OPEC eru öll helztu olíuút-
flutningsríkin utan kommúnistarikj-
anna. Muni þá skorta frá fjórum til
tólf milljónum tunna af olíu á degi
hverjum.
Vegna þess hve Bandaríkjamenn
hafa tekið lítið tillit til þarfarinnar I
oliusparnaði hafa samtökin, sem
þykja nokkuð áreiðanleg i áætlunum
sínunt.hækkað þær tölur, sem líklegt
að Vesturlönd verði að flytja inn af
oliu árið 1985. Eru það nú taldar
verða 29.2 milljónir tunna en var áður
áætlað 25,5 milljónir tunna. Þó telja
samtökin að lækka mætti þennan inn-
flutning ef orkusparnaður yrði aukinn
mjög. Er þá aðallega átt við Banda-
ríkjamenn og bent á að ekki megi
neinn tinia missa i þessum efnum.
Bent er á i ályktuninni að óbreytt
stefna Bandarikjamanna í orkumálum
og oliunotkun geti haft mjög afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir efnahag
heimsins og núverandi fjármálakerfi.
REUTER
Þeir
mættu
henni
á
fjóröu
hæö
Kaliforníubúar
greiða atkvæði
um lækkun
skatta
Kaliforníubúar munu ganga til
almennrar atkvæðagreiðslu á
morgun um tillögu sem gerir ráð
fyrir mikilli lækkun fasteigna-
skatta í rikinu. Búizt er við að til-
lagan hljóti mikinn meirihluta. Af-
leiðingarnar kynnu að verða sam-
dráttur i opinberri þjónustu og
fækkun opinberra starfsmanna.
Fasteignaskattar hafa hækkað
mjög i Kaliforníu á undanförnum
árum vegna mikillar hækkunar á
fasteignaverði þar. Ef tillagan um
skattalækkun verður samþykkt
verða einnig sett takmörk um hve
þeir mega hækka á milli ára. Búizt
er við að samþykkt tillögunnar geti
haft áhrif annars staðar í Banda-
ríkjunum.
Fimm piltar
lostnir eldingu
Fimm piltar á táningaaldri létust
i gær er eldingu laust niður í hey-
sátu, sem þeir leituðu skjóls í á
meðan á þrumuveðri stóð. Varð
þetta í miðhluta Júgóslaviu.
Eignaðist van-
heilan son -
vill bætur
vegna geislunar
Bandarískur landgönguliði, sem
telur að sonur hans hafi fæðzt van-
skapaður af völdum geisla, sem
beint hafi verið að bandariska
sendiráðinu í Moskvu er hann
starfaði þar árið 1972 vill fá bætur
frástjórnvöldum.
Telur landgönguliðinn, að
Bandaríkjastjórn hafi haft veður af
geislasendingum Sovétmanna allt
frá þvi snemma á sjöunda áratugn-
um og hefði þvi átt að vera búið að
vara starfsfólkið við. Hefði það þá
getað gert viðeigandi ráðstafanir
vegna hættunnar af skemmdum á .
genum líkamans, til dæmis forðazt
aðgeta börn.
Mannskæð bif-
hjólakeppni
Þrir þátttakendur í kappanstri
bifhjóla með hliðarkörfur, sem
fram fer um þessar mundir á eynni
Man létust í gær af slysförum.
Keppnin, sem fram fer i fjalllendi
þykir mjög hættuleg og hingað til
hafa á annað hundrað manns
látizt af völdunt hennar.
Þeim brá ónotalega við verkamönnunum tveim er þeir sáu stúikuna svífa fram hjá þar sem
þeir voru við vinnu á húsi einu í New York í síðustu viku. Diana Terdit, tuttugu og fjögurra
ára gamall loftfimleikamaður, hafði tekið að sér að hanga á tönnunum utan á húsinu til að
auglýsa leikrit, sem byrja á að sýna. Þegar verkinu var að Ijúka og verið var að láta
stúlkuna niður missti hún handfestu og féll tíu metra niður á gangstéttina. Þykir hún hafa
sloppið vel, með brotna fætur og skaddaðan hrygg.
HEIMILISIÐNAÐARFELAG ISLANDS
ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR
OPNARIDAG
LISTSÝNINGU
í VERZLUNINNI
HAFNARSTRÆTI 3
Sýndir verða listmunir eftír Jörúnu
Guðnadóttur ieirkerasmið og Jans
Guð/ónsson guiismið.
Sýningin er opin 6 venfulegum . í
verzkmartima kl. 9.00—18.00
nema iaugardaga
kl. 9.00-12.00.
Haf narstræti 3