Dagblaðið - 06.06.1978, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1978.
/" '
Rætt við Erró— síðari hluti
„MIKKIMUS OG
REMBRANDr’
LISTAHÁTÍÐ
rt 1978
í eftirminnilega ferð til Kúbu. Segðu
okkurfrá henni.”
Erró: „Stórkostleg ferð það. Við
vorum fjórir listamenn sem fengum
boð um að koma þangað og vinna.
Það var tekið á móti okkur eins og
kóngafólki og þarna var ég i 4 mánuði.
Það var engin kvöð á okkur að skilja
eftir málverk en okkur leið svo vel
þarna að við gerðum það allir. Nú eru
þessi verk í Nútímalistasafninu í
Havana. Þetta gætu íslendingar gert
til að eignast verk eftir helstu lista-
menn nútímans, bjóða þeim hingað í
vinnu og skemmtiferð í nokkra mán-
j uði. Þetta er enginn vandi.”
A.I.: „Árið 1968 hefst myndröðin
„American Interiors” eða „Bandarísk
búsæld” sem ég nefni svo.”
Erró: „Já. Þá var Víetnam stríðið í há-
marki og ég hafði miklar áhyggjur af
þróun mála. Þarna var stærsta her-
þjóð veraldar að ganga í skrokk á
bændaþjóðfélagi, sprengja heimili
.þeirra. Þá datt mér í hug að athuga
hvernig Austurlandabúar litu út, t.d.
inni á heimili miðstéttarfjölskyldu í ja,
Amarillo í Texas eða nálægt, með
vopn og allt sitt hafurtask. Þessar
myndir vöktu athygli og kannski hafa
þær hjálpað við að breyta hugarfari
manna.”
A.I.: „Hvernig undirbýrð þú myndir
þinar?”
Erró: „Ég dreg að mér fjöða mynda
sém ég flokka og geymi. Ég á til dæmis
mikið safn af Ieggjum, höndum,
höfðum o.s.frv. á spjaldskrá sem ég get
leitað til. Ef mig vantar rigningu þá
fletti ég upp á henni í skránni og at-
huga hvers konar rigningu ég á á lager
(hlær). Nú, svo enda þessar rigningar
spekúlasjónir kannski á því að ég
megin í öðru, nota episkóp við eitt og
vinn fríhendis við annað.”
A.I.: „Er ekki listmálun allt að því
gamaldags iðja nú á dögum?”
Erró: „Jú. Helst þyrfti maður að geta
notað tölvu. En það er gaman að
keppa við vélina og ég held einmitt að
á vélvæddum tímum, þá sé hand-
bragðið eins konar andóf.”
A.I.: „Á sýningu þinni að Kjarvals-
stöðum eru a.m.k. þrenns konar ástar-
lífsmyndir. I sumum virðist þú leggja
að jöfnu kynferðislegt ofbeldi og fas-
isma.”
Erró: „Já. Þetta er sama tóbakið, ekki
satt. Í Japönsku seríunni, þar sem
hernaður og ástarlíf eru sýnd, þar má
túlka myndirnará nokkra vegu. Ástar-
líf og hernaður geta verið andstæður,
annað er líf-vekjandi en hitt deyðandi.
Nú, svo má einnig segja að árásarhvöt
mannsins og erótísk hvöt hans séu
líkar. Líka er auðvelt að sjá hvað
hemaður er oft erótískur — öll þessi
fallisku vopn, rakettur, rifflaro.s.frv.”
A.I.: „Hvað með Crumb-seriuna, þar
sem þú notar teiknaða pornógrafíu
með fasískum plakötum. Ertu að deila
á Crumb karlinn?”
Erró: „Nei, ég er miklu frekar að sýna
fram á fáránleika fasistaáróðursins
með þvi að tefla honum gegn þessum
sprenghlægilegu pomógrafisku teikn-
ingum.”
A.I.: „Að lokum. Hvað viltu segja um
þá myndlist sem þú hefur séð á
íslandi?”
Erró: „Mér líst vel á hana. Ég hef séð
marga skemmtilega hluti. Mér finnst
helst vanta einhverja figúratífa til-
burði. Ég held að ungir málarar hér
hefðu gott af slíku. En ég er vongóður
um þróun mála.”
MyncJlist
AÐALSTEINN
INGÖLFSSON
A.I.: „Þú hefur ávallt unnið mikið í
seríum, og með seríur innan mynda.
Hvemig stendur á þessu? Eru þetta
áhrif frá kvikmyndum?”
Erró: „Ég veit ekki. Hugmyndirnar
hrannast upp og virðast nægja í
margar myndir. Annars hef ég ætíð
stundað kvikmyndahús, lifði í þeim
meðan ég var í París og svo síðar í
New York með Warhol og Jonas
Mekas.”
A.I.: „Hvað tók það þig langan tima
að komast á réttan kjöl fjárhagslega í
Paris?”
Errö: „Itölsku safnararnir björguðu
mér. Þeir voru stundum óprúttnir og
þá þurfti maður að elta þá til ítaliu.
Ætli það hafi ekki tekið mig 3—4 ár að
verða sjálfbjarga.”
A.I.: „Fyrir utan málun og ferðalög,
þá ertu árið 1962 kominn út í meiri
háttar uppákomur og kvikmyndir.
Hvernig atvikaðist það?”
Erró: „Mig langaði að prófa eitthvað
nýtt. Nú, þessar uppákomur eru að
sjálfsögðu í beinan karllegg frá súrreal-
ísku uppákomunum og það var Lebel
sem var mikið á bak við þetta í Frakk-
landi. Ég hef áður minnst á kvik-
myndadellu sem ég hafði. Mig langaði
að prófa sjálfur, skipti á málverki og
16 mm Bolex vél og út úr Jressu kom
„Grimaces” (Grettur), þar sem fjöldi
listamanna fetti sig og gretti við sér-
stakt „soundtrack”. Bolex vélin var
töluvert merkileg. Hún gekk frá
manni til manns í listamannaheimin-
um. Mig minnir að John Chamber-
lain, myndhöggvarinn, hafi loks skipt
á henni og hassi (hlærf’
A.I.: „Voru þarna einhver tengsl við
uppákomur Ameríkumanna eins og
Kaprows?”
Erró: „Mikil ósköp. Þegar Kaprow og
félagar hans komu til Parísar, þá að-
stoðuðum við þá við sviðsetningu hjá
Sonnabend. En þegar við komum til
New York þá vildu þeir ansi lítið gera
fyrir okkur.”
Erótíkin kraftmeiri
við stækkun
A.I.: „Erótík er snar þáttur af þinni
list, allt fram á þennan dag.”
Erró: „Þetta er svo mikilvægur hluti
af lífi okkar allra. Nú, svo er það líka
dálítið „súbversift” að vekja rækilega
athygli á erótík, mála stór verk með
slíku inntaki. Erótíkin verður kraft-
meiri við stækkun, hún breytir líka
áherslum. Litil „shunga” mynd frá
Japan gjörbreytist þegar hún er stækk-
uð.”
Erró: „Ég var ekki að gera gys að þess-
um málverkum. Hins vegar eru t.d.
Guðsmæður þessara málverka mér
engu mikilvægari en t.d. Andrés önd.
Ég felli þetta tvennt saman til að sjá
hvað skeður og andstæðurnar eru
mikilvægar, — bæði inntaksand-
stæður og svo aðferðirnar. Flöt teikni-
mynd kemur eins og kinnhestur á
vandlega málað málverk. Ég segi ekki
að Rembrandt hafi ekki meira að segja
en t.d. Mikki mús. Alvara Rem-
brandts skiptir vissulega máli. En ég
held samt að skynjun okkar á t.d.
Rembrandt hafi breyst við tilkomu
teiknimyndanna, við sjáum verk hans
öðruvísi. Nú, svo hef ég ávallt gaman
af hinu óvænta — þegar einhver rekur
við í kirkju til dæmis. Það koma svo
stórkostlegir hlutir fyrir mann sem eru
eins og opinberanir. Ég gleymi þvi
aldrei hvað kom fyrir mig á Indlandi.
Ég var í strandríkinu Góa og var að
„sucfa”. Þá datt einn vinur minn og ég
greip hann og braut í mér viðbein í
leiðinni svo það stóð út úr. Ég var
færður til læknis þar eins og skot,
settur á bekk þar sem ég sat um stund.
Svo komu læknar, en i stað þess að
krukka í mig og laga brotið, þá kné-
féllu þeir og báðust fyrir. Einhver
sagði mér þá að ég minnti þá á
Búddha. Síðan var sárabindi tekið af,
alblóðugt. Gluggar eru þarna opnir og
mikið um hrafna, tamda og villta. Þar
sem sárabindið lá á gólfinu flugu tveir
hrafnar inn, tóku sinn í hvorn enda
bindisins og ætluðu út, en flugu út um
tvo glugga, þannig að sárabindið
slengdist á vegginn og myndaði langt
rautt strik. Þetta fannst mér maka-
laust. Reglulegur „tdchismi” En svo
ég haldi mér við teiknimyndirnar —
þær komu til sögunnár i New York
1963 og ég held að málverk min hafi
einnig orðið litsterkari og flóknari eftir
Amerikuförina. New York hefur þessi
áhrif á mann, ég fyllist þar mikilli
vinnugleði.”
Þegar Ferró
varð Erró
A.I.: „Þrír atburðir vöktu athygli
blaða á joér á þessum tíma — nafn-
breytingin þegar Ferró varð Erró,
sýning í Mílanó og svo páfamyndin í
Róm.Viltu rifjaþetta upp fyrir okkur.”
Erró: „Jú, til var annar Ferró, gamall
karl sem málaði myndir eftir pöntun.
Ég var farinn að fá pantanir, þar sem
beðið var um myndir með trjám til
vinstri, húsum til hægri o.s.frv. Svo
fór karl i mál og notaði lög frá fasista-
A.I.: „Hefur ekki hlutverk listamanns-
ins breyst á síðustu árum?”
Erró: „Hann er kannski hættur að
vera uppfinningamaður forma, heldur
tekur hann það sem fyrir er, hagræðir
því, fægir það og breytir því. Hand-
bragðið er aftur orðið mikilvægt, eins
og á endurreisnartímanum. Sam-
keppnin er líka orðin meiri, ekki milli
Breytt hlutverk
listamannsins
listamanna endilega, heldur er t.d.
mikið af vélabúnaði orðinn hreinn
skúlptúr — geimferðatæki til dæmis.”
A.L: „Eru þá „space” myndirnar eins
konar lofsöngur um fegurð þessara
tækja?”
Erró: „Vissulega má líta á þær
þannig.”
A.I.: „En er þá listamaðurinn ekki
genginn í lið með vélvæðingunni?”
Erró: „Ekki endilega. Ég hugsa að í
framtíðinni verði myndlist eins konar
skæruhernaður, gegn vélvæðingu.”
A.I.: „Árið 1967 fórst þú ásamt öðrum
breyti yfir í sól.”
A.I.: „Hvernig er vinnu þinni svo hátt-
að?”
Erró: „Ég vinn fastan vinnudag ef ég
get, frá 6—7 á morgnana til 5—6 á
daginn. Á kvöldin hitti ég kunningja
og skemmti mér. Mér er illa við helgar
og vinn þær einnig. Nú, ég á alls kyns
hjálpartæki, epískóp, linsur og
sýningarvélar sem ég nota til skiptis.
'Einnig vinn ég mikið fríhendis. Ég
reyni að breyta um vinnuaðferðir eins
mikið og mögulegt er — byrja hægra
megin á einu málverki, svo vinstra
og Allende og Chile
A.I.: „Konur í lífi þínu?”
Erró: (hlær) „Ég hef ávallt verið hepp-
inn með konur. Ég hef eflaust reynt
mjög á þolrifin í þeim. En allur við-
skilnaður minn við konur hefur ávallt
verið án biturleika — við erum góðir
vinir eftir á, þær eru nú vel giftar
flestar.”
A.I.: „Eitt af því sem fer að bera mikið
á i verkum þínum eftir 1960 eru til-
vitnanir í aðra málara, lífs og liðna og
svo samsetning teiknimyndafigúra og
frægra málverka. Með hvaða hugar-
fari gerir þú þær myndir?”
tímanum í Frakklandi (Vichy) sem
banna mönnum að taka sér nöfn. Ég
lá vel við höggi, útlendingurinn. Þessu
máli tapaði ég þrisvar og var andstæð-
ingur minn með einn helsta lögfræð-
ing Frakka í málinu. Þetta varð nokk-
uð alvarlegt, því það lá við að allar
eignir mínar yrðu seldar á uppboði
upp t málskostnað. Nú, lögmaður
karlsins bjargaði málinu með því að
stinga upp á því að ég gæfi eftir eitt
„eff’ og ég tók því eins og skot. í
Milanó var árið 1961 sýnd Sharpe-
ville mynd sú sem þú minntist á áðan.
en þá kom lögreglustjóri auga á það að
i einu horni hennar voru einhverjar
verur við hið óguðlega athæfi sem,
eins og hann sagði „almenningur
nefnir 69” og bannaði hann myndina í
Mílanó. Þetta varð mikill blaðamatur.
Ég gerði síðar aðra mynd með a.m.k.
sextíu og niu verum í sextíu og níu iðk-
un og sendi honum ljósmyndina. Nú,
um páfamyndina er lítið að segja. Ég
hafði málað Jóhannes páfa við hlið
naktrar konu eftir Modigliani og þegar
átti að sýna hana i Róm, bannaði
Vatíkanið hana. Hún var tekin út af
Ha, ha, ha-hamingjuland.
sýningunni og sýnd annars staðar.
Þetta er allt vatn á myllu blaða.”
A.I.: „Þegar leið á sjötta áratuginn
fórst þú í æ ríkara mæli að láta gera
grafik eftir málverkunum. Hvaða til-
gangi þjónaði það?”
Erró: „Það er kannski ekki alveg rétt
— ég breytti graftkinni dálítið frá mál-
verkunum. Ég sé eftir að hafa ekki
unnið alveg nýja grafík þá, ég hefði
haft meiri ánægju af því. Nú, grafík
gerði ég og geri ef ég er beðinn um það
og það er eitthvað„súbversíft” við það
að láta ekki ríka safnara vera eina um
það að njóta verkanna, heldur dreifa
eftirmyndum þeirra til almennings.”
A.I.: „Á þessum tima fara andstæður
einnig að vera skarpari í myndum þín-
um. Skrímslum er teflt gegn þekktum
mannsandlitum o.s.frv.”
Erró: „Þetta eru bæði prófanir á nýj-
um myndrænum möguleikum og svo
eins konar kjaftshögg. Þær þurfa ekki
endilega að vera árásir á tiltekna menn
— heldur spurningar: „Hvað mundi
ske, ef...” Áhorfandinn hrekkur við,
undrast og eitthvað nýtt hefur komið
fyrir hann. Nú, það má kannski segja
lika að allt í heiminum sé afstætt —
maður horfir á helgimyndir með vitn-
eskjuna um Mikka mús í kollinum.
Ekkert er einstætt heldur litast það af
öllu þvi sem í kringum það er.”
A.I.: „Hvaða þýðingu hafa ferðalögin
fyrir þig?”
Erró: „Mér finnst gott að skipta um
umhverfi. Staðir orka misjafnlega á
mann og starfsþrek manns. Mín ferða-
lög ert>líka söfnunarferðir, ég viða að
mér býsn af efni.”