Dagblaðið - 30.06.1978, Page 3

Dagblaðið - 30.06.1978, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. JÚNl 1978. Ríkisstjómin er otóin fræg að endemum Stendur ekki vörð um frelsi og fjárhagslegt öryggi þ jóðarinnar Rtkisstjórn sú sem nú stjórnar landinu er orðin fræg að endemum, segir bréfritari. Þórður Einarsson skrifar: Rikisstjórn sú sem nú stjórnar land- inu mun i sögu þjóðarinnar verða fræg að endemum. T.d. hefur engin stjórn áður þorað að afhenda starfsmönnum sínum verkfallsrétt og er þetta þvi hættulegra þar sem hvorki virðast vera töggur í stjórninni sjálfri né Al- þingi i að standa vörð um frelsi og fjár- hagslegt öryggi þessarar þjóðar. Stjórnin finnur að nú er komið að skuldaskilum og því nauðsynlegt að þjóðinni sé færður einhver boðskapur um það hvernig bjarga eigi þjóðarskút- unni i verðbólguöngþveiti og skulda- feni. Stjórnin hefur sjálf engan ráð- herra til að koma fram út á við, svo hún hefur leitað til Jóhannesar Nor- dals Seðlabankastjóra enn einu sinni. Helzta ráð bankastjórans er að breyta hundrað. íslenzkum krónum í eina krónu og hækka þannig gengið. Eins og rikisstjórninni er Ijóst er ekkert bjargráð við verðbólgu annað en sparnaður á ríkisfé og að rikis- stjórnin haldi fast um ríkistaumana og láti ekki þrýstihópa taka völdin. Ég hef varað stjórn og þing við að afhenda mönnum eins og Kristjáni T-horlacius verkfallsvopnið. enda hefur þing og stjóm fundið til þess kverkataks sem Thorlacius og Guð- mundur J. hafa á málum þjóðarinnar. Þeir hafa sett út- og innflutningsbann á íslenzkar og erlendar vörur. Stjórn og þing eru ráðlaus þvi blekkingartil- lögur Nordals koma ekki til greina og eru bara ríkisstjórninni og bankastjór- anum til skammar. DB-mynd Ragnar Th. I Dagblaðinu þ. 3. okt. 1975 skoraði ég á þing og stjórn að lækka laun sin ogafnema hlunnindisin og á þann hátt ráðast á verðbólgufjanda þann sem þingmenn og stjórnarherrar hafa kall- að yfir þjóðina. Slíkt yrði vel liðið af almenningi. Þá vil ég gera það að tillögu minni að settar verði reglur um ákv. há- marks- og lágmarkslaun. Hámarks- laun gætu t.d. verið á bilinu 350—400 þúsund. cn lágmarkslaun 180—200 þúsund. Verkstæðiö BrettiíKópavogi: Greiöum allan aukakostnad vegna mistakanna — raunasögu bifreiðaeiganda í DB svarað Ingjaldur Ástvaldsson hafði samband við DB f.h. bílaverkstæðisins Brettis i Kðpavogi: í DB 26. júni sl. skrifar 0910—0873 frásögn sem hann nefnir „Raunasaga bifreiðaeiganda." Þar sem verkstæði mitt. Bretti i Kópavogi, á hlut að máli langar mig að koma að nokkrum skýringum. Hinn I. júni sl. var gert við gang- truflanir í umræddum bil 0910—0873. Byrjað var á að aðgæta hvort billinn hefði fari yfir á tímareimum. þvi bilunin lýsti sér ekki ósvipað og svo hefði verið. Blöndungur var tekinn Raunasaga bifreiðaeiganda var sögð DB 26. júní sl. upp og hreinsaður, vélin stillt, skipt um kerti, hamar, platinur. þétti og lok á kveikju. Mér þykir leitt ef okkur hafa orðið á mistök i frágangi á kveikjuloki en þvi miöur getur slikt alltaf hent okkur sem aðra. Eins hefði ekkert verið sjálf- sagðara cn að við hefðum að fullu bætt fyrir okkar mistök ef við hefðum fengið að vita af þeim. En til okkar var aldrei leitað aftur og vissum við ekkert af þessu fyrr en lesendabréfið birtist i DB. Ég vil biðja 0910—0873 aö koma til okkar þeim reikningum sem hann hefur orðið að borga vegna þessara mistaka og munum við greiða honum þá að fullu. Hitt hefði mér þó líkað betur ef 0910—0873 hefði leitað strax til okkar með þau vandræði sem hlutust af þessum mistökum og hefði þá rauna- saga hans orðið mun styttri en raun varðá. Ætlarþúað skrifa bréfíDB? Enn einu sinni sjáum vió okkur knúin til að minna þá scm skrifa ætla bréf á lesendasiður DB á að senda okkur fullt nafn sitt, heimilis- fang og simanúmer. Ef þessi skilyrði eru ekki uppfyllt verða bréf ekki birt. Ef sérstaklega stendur á er hægt að semja um það við umsjónar- menn lesendasiðnanna að bréf verði birt undir dulncfni. En þaðer algjört grundvallaratriði að DB viti hverjirskrifa i blaðið. Nú liggja hjá okkur fjolmörg bréf sem annaðhvort eru nafnlaus eða vantar heimilisföng og sima númer bréfritara. Höfundar þeirra vita hér mcð ástæðuna l'v rir þv i að þau hal'a ekki birzt. Spurning dagsiné Kvíðirðu fyrir þegar sjónvarpið f er í sumarf rí? Guðlaug Hjakested: Nei, það geri ég svo sannarlega eklci, vegna þess að ég er að fara út landi. Guðrún GkhdöMln Nei, það er alveg jgætt að sjónvarpið fer i sumarfri i smá- Kagnhildur Ásmundsdóttir: Nei, þvi kviði égekki fyrir Július Geir Gunnlaugsson: Það eina sem ég sakna, eru Prúðu leikararnir og íþróttirnar með Bjarna Fel.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.