Dagblaðið - 30.06.1978, Page 5

Dagblaðið - 30.06.1978, Page 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. jUNl 1978. 5 íimBiAÐiB-smmfí/ Sjórallið eign- ast merki Þar sem fyrirhugað er að halda sjórall jafnvel árlega þótti rétt að gera sérstakt merki keppninnar. Ernst Backmann, teiknari gerði uppkast að 25 til 30 merkjum og var úr vöndu að ráða þvi margar voru mjög góðar. Fulltrúar DB og Snarfara urðu þó sammála um eitt merki sem þeir skoðuðu sínir í hvoru lagi til aö gæta hlutleysis í valinu. Kringlótt merki komu lengi vel til greina en við nánari athugun eiga þau ef til vill betur við sem klúbbmerki, miðað v.'ð það merki sem valið var fyrir þetta tiltekna ferðalag. öldugangur gefur því áframhald og hringur umhverfis landið táknarleiðina. -G.S. Ernst kvnnir fjölda hugmynda sinna, en erfitt var að gera upp á milli margra þeirra. DB-mynd. H.V. KEPPNIN HEFST Á RAUÐARÁRVÍK — keppnisbátarnir munu fyrst sigla þar um fylktu liði og f jöldi annarra báta mun fylgja þeim úr hlaði Sjórall Dagblaðsins og Snarfar. mun hefjast á Rauðarárvíkinni kl. 2 sunnudaginn 9. júlí og varð sá staður fyrir valinu svo fólki gefist kostur á að fylgjast með upphafi þessarar ævintýra- ferðar. Munu bátarnir sigla um víkina nokkra stund, svo áhorfendur geti virt þá fyrir sér og borið þá saman. Síðan verður þeim raðað upp hlið við hlið og á slaginu 2 þeysa þeirafstaðsamtímis. Reiknað er með að margir Snarfara- menn verði á víkinni á bátum sínum til að fylgjast með félögum sínum leggja upp. -G.S. Brúðuleikhús á leikvöllum Reykjavíkur: HÁLFTÍMINN VERÐUR ÞAR AÐ ÞREM KORTERUM! Þau Jón E. Guðmundsson og Sigriður Hannesdóttir hafa farið á milli barna- leikvallanna í sumar og gert mikla lukku meðal barnanna. Hálftíma sýningar hafa þar teygzt í þrjá stundarfjórðunga eins og hjá Sigurjóni heitnum á Álafossi í gamla daga. Sýnt verður út júlímánuð og sýningar þá orðnar 200 talsins. Bill frá borginni ekur öllu liðinu á milli leikvalla, alls 32 „manns”, Jóni og Sigríði, Pétri páfa- gauk, öpum, hænsnum, kengúrum og blómum sem tala. „Börnin hafa tekið þátt i sýningunum, af lífi og sál,” sagði Jón E. Guðmunds- son i gær. „Og þau syngja með af innlifun, það er einmitt ástæðan fyrir því að sýningarnar hafa lengzt svo mjög hjá okkur.” DB-mynd Hörður. Póstsendum um allt land. 'mihim, <^Aðta)inn þid ad pjj^ -l&a^talmn ötaltnti Bergstaóastræti 4a Sími 14350

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.