Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 4

Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 4
4 DAGBLAÐiÐ. MÁNUDAGUR 17.JÚLÍ 1978. Hár er höfuðprýði! HÁRGREIÐSLUSTOFAN GRESIKA, VESTURGÖTU 3, SÍMI22430 Dömu- og henakUppin\ Pantiö tíma ísíma 34878 Hársnyrting Vitta Þórs Ármúia26 2. hæö Sími34878. afsláttarkort Hafin er afhending 10% afsláttarkorta á skrifstofu KRON Laugavegi 91, Dómus Afhending kortanna, sem eru átta talsins og gilda til 13. september. fer fram alla virka daga nema laugardaga Nýir félagsmenn fá afsláttarkort KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS DB á neytendamarkaði Lambakótelettur tilvaldar á grillið Við skulum halda áfram og borða gómsæta lambakjötið okkar, eins og við eigum fullan frysti af því. í dag borðum við lambakótelettur eða rifjur eins og þær heita á ástkæra.ylhýra. í matreiðslubókum er reiknað með einni rifju á mann (það er nokkurs konar tvö- faldar kótelettur) en mörgum þykir það nokkuð lítill skammtur og geta sem bezt borðað að minnsta kosti tvær slíkar (eða fjórar venjulegar „gamaldags” kótelett- ur). Hægt er að matreiða rifjurnar á ýmsa vegu. Velta þeim úr eggi og raspi og steikja á pönnu og er slikt afar ljúffengt. Einnig er hægt að pensla þær með grill- oliu og glóðarsteikja t.d. á útigrilli og þá eru þær sérlega góðar. Lambakótelettur eru ákaflega vel fallnar til að hafa með séríútilegu til aðgilla. í bæklingi sem Kvenfélagasamband íslands hefur gefið út og nefnist Glóðar- steiking eru mjög góðar leiðbeiningar um hvernig á að glóðarsteikja kjöt. Þar segir m.a.: Þerrið kóteletturnar. Skerið 3—4 skurði upp í hliðarnar á þeim, en berjið þær ekki. Penslið kóteletturnar að utan með kryddblöndu (sem gefin er uppskrift að í bókinni ) og látið þær bíða í 1—2 klst. Glóðið kóteletturnar um 8 cm frá glóðinni 4—6 mín á fyrri hliðinni en heldur styttri á þeirri seinni. Verð: Rúmlega 1100 kr. fyrir 750 gr. af kótelettum, eða um 280 kr. á mann. A.Bj. ÞAÐ ER FLEIRA EN RJOMINN SEM SELT ER OFTAR EN EINU SINNI Sigurlaug Williams fyrrverandi starfs- stúlka I Hressingarskálanum skrifan Eins og fram hefur komið í DB þá er rjóminn í Hressingarskálanum seldur fleirum en einum. Og þar er hellt úr skúringafötum í sama vask og matarilát eru þvegin upp úr. Einnig hefur komið fram í DB að í Hressingarskálanum er selt óneyzluhæft og ólöglegt kjöt. Það gefur auga leið hvers konar sóða- skapur það er að nota rjómaleifar frá einum viðskiptavini og selja þeim næsta. Það eru margir sem sleikja skeiðarnar sem þeir ausa rjómanum með. Aðrir fikta við að setja sígarettustubba i hann. Þá getur alltaf komið fyrir að fólk hnerri eða hósti yfir rjómann. Ekki sízt getur svo átt sér stað ef börn eru við borðið. En rjóminn er ekki það eina sem er selt oftar en einu sinni. Mjólkin, kaffið, sultan og sykurinn eru einnig seld fleir- um en einum. Fyrir utan sóðaskapinn sem fylgir þessu þá á Hressingarskálinn raunverulega ekki þær vörur sem hann hefur þegar selt fullu verði. Sá sem borg- ar fyrir vöruna fyrstur á hana, enda bú- inn að borga fullt fyrir hana. Það eru líka vörusvik að selja næsta manni leifar frá öðrum á fullu verði án þess að gera full grein fyrir því. Þegar Heilbrigðiseftirlitíð gerði upptækt ólöglegt, óneyzluhæft og óstimplað kjöt í Hressingarskálanum spurði Sigurjón Ragnarsson, eigandi Hressingarskálans, hvort þetta kjöt væri nokkuð verra en það kjöt sem önnur hver fjölskylda í Reykjavík fær á haustin frá bændum. Reyndar skal það fullkomlega dregið í efa að önnur hver fjölskylda í Reykjavík fái ólöglegt kjöt á haustin frá bændum. En það er ekki málið. Þær fjölskyldur sem hafa þannig kjöt á borðum sinum vita hvað þær hafa fyrir framan sig. En viðskiptavinir Hressingarskálans halda að þeir hafi löglegan mat, skoðaðan 1. flokks mat. Fyrir utan að þetta eru vöru- svik gagnvart viðskiptavinunum þá eru hér skattsvik og fleiri brot á ferðinni. Hafi einhver haldið að hér væru upp- talin þau atriði sem ábótavant er á Hressingarskálanum þá skal upplýst að svo er ekki. Af nógu er að taka. Við hlið- ina á kæli er port með öskutunnum. (hér er ekki átt við stóra portið á bak við Hressingarskálann). Á milli kælisins og portsins eru allt upp í tveggja senti- metra langar glufur i veggnum. í kælin- um eru geymdar ýmiskonar kjötvörur t.d. hamborgarar, rúnstykki o.fl. Það gefur auga leið hve sýklar og annar óþverri eiga greiðan aðgang að matnum. Falli botnar, rjómi eða deig á skitugt gólfið í bakaríi Hressingarskálans er þessu ekki fleygt eins og á öðrum stöð- um heldur tekið upp af skítugu gólfinu og selt eins og aðrar vörur. Ekki stendur Sigurjón sig betur í sam- bandi við launamál starfsfólksins og samskipti hans við Félag starfsfólks i veitinga- og gistihúsum. Hann tekur ekki af starfsfólkinu stéttarfélagsgjald né sparimerki og hann hefur ekki borgað í sjúkra-, orlofs- og lífeyrissjóð í háa herr- ans tíð. Það er engin trúnaðarmanneskja i Hressingarskálanum, enda tíð manna- skipti þar. Öryggisatriði eru í mörgu áfátt. T.d. er þarna langur og mjór gang- ur sem hækkar nokkuð í annan endann. Það er niðurfall á þessum gangi og hann er oft blautur og háll. En það er sagt vera of dýrt að fá gúmmírenninga á ganginn, sem nú er bara ber steinn, enda hefur hann verið svona í 40 ár eins og Sigurjón orðaði það. En á þessum gangi hefur starfsstúlka handleggsbrotið sig og starfsmaður rotazt. Fatageymslur starfsfólksins eru mjög litlar og þröngar og kvenfólkinu er boð- ið upp á að skipta um föt á sama stað og karlmönnunum. Húsnæðið er allt í hinni mestu niður- niðslu. Sigurjón leigir húsið af KFUM og dregur hann því í lengstu lög að láta lagfæra það sem úr skorðum er gengið. Enda hefur Heilbrigðiseftirlitið gert at- hugasemdir við húsnæðið og hreinlætis- aðstöðuna á staðnum. Nú kann einhver að spyrja hvers vegna Sigurjón hafi veitingaleyfi á með- an ástandið er svona. Því er til að svara að hann hefur ekki veitingaleyfi. Hann hefur ekki fengið það endurnýjað frá ár- inu 1976. UREVFIH Simi 8 5S 22 t* J^* * * * * * ******** * PASSAMYNDIR * hvÍtt Á - 3 -MÍN. * * LITUR* -ENGIN-BIÐ ! * *

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.