Dagblaðið - 17.07.1978, Side 8
.81
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978.
Hafr6t og Signý þeysa inn 1 höfnina i gærkvöldi rétt fyrir klukkan 10. Heiðursiylking báta frá Snarfara kemur svo i kjölfarið inn um hafnarkjaftinn i Reykjavtk. Baráttunni við höfuðskepnurnar er þar með lokið.
— DB-mynd Jóhannes Reykdal.
Þúsundir fögnuðu sjóröllurunum
— Forskot DB bátsins og rúmlegá 30 mílna hraði dugði lítið gegn keppnisbátunum
Ekki þótti annað hæfa en Dagblaðið
sendi bát á móti Signýju og Hafróti er
komið var siðasta spölinn i sjórallinu.
Talið var að bátamir kæmu til Reykja-
vikur um kl. 21 og þvi var haldið til móts
við þá um kl. 20. Til fararinnar var feng-
inn Shetland bátur Sigurðar Gíslasonar,
Salvör, og auk Sigurðar skipstjóra voru
um borð Jón Magnússon háseti og
blaðamaöur og ljósmyndari DB.
Stímið var tekið út að sjöbaujunni, þvi
talið var vist að þeir félagar kæmu inn á
milli innsiglingabaujanna. Við baujuna
var stoppað og látið reka og menn horfðu
fráneygir út á hafið til þess að missa ekki
af siglingarköppunum. Þokan gerði
mönnum þó gramt i geði, en þó birti
heldur er á kvöldið leið. Það fór þó að
fara um okkur bátsverja er á tíunda tím-
ann leið og ekkert bólaði á rallköppun-
um.
Loks sást hilla undir þá félaga við
Gróttu og kom þá I ljós að þeir höfðu
farið nokkuð af leið I þokunni. Sigurður
kapteinn gaf Salvöru nú i botn, því
meiningin var að vera heldur á undan
röllurunum til þess að ná betri myndum.
Og við náðum svoUtlu forskoti og sigld-
um á yfir 30 mUna ferð. En ekki dugði
það. í Salvöru blessaðri eru hestöflin 75,
en um 200 I bátum raUara. Það dró þvi
fljótt saman með oss og raUarar fóru
fram úr áður en til hafnar kom. Það kom
þó ekki að sök, þvi þeir tóku aukahring
fyrir áhorfendur fyrir utan hafnarmynn-
ið.
Það var tilkomumikil sjón er bátamir
renndu inn á höfnina, þar sem þúsundir
áhorfenda biðu sæfaranna og fögnuðu
þeim að lokinni dirfskuför. SjóraUið
hefur greinilega vakið mikla athygU um
aUt land og hvar sem bátamir komu var
þeim vel fagnað og allir boðnir og búnir
að veita aðstoð. Það er gott veganesti
fyrir næsta sjóraU DB og Snarfara. jjj
Mikið starf Félags Farstöðvaeigenda:
Bátarnir stöðugt vaktaðir
Reynir Einarsson og Sævar Sveinsson höfðu litinn tima til þess að ræða við blaðamann, enda nóg að gera ,,í loftinu”. — DB-
mynd Hörður.
Félag farstöðvaeigenda hefur reynzt
betra en enginn í SjóraUi DB og Snar-
fara. FR menn hafa fylgzt með bátunum
aUa leiðina og tvo siðustu dagana hefur
verið stöðug vakt I aðalstöðvum FR I
Reykjavik, að Síðumúla 22. Þar hafa
menn vitað staðsetningu aUra bátanna
og þangað hafa margir leitað eftir upp-
lýsingum.
DB leit inn til FR-manna í Siðumúlan-
um um kvöldmatarleyti I gær. Þá var
mikið að gera, enda bátamir tveir, Haf-
rót og Signý, sem voru á leiö frá Ólafs-
vík, famir að nálgast lokatakmark.. Á
vaktinni voru þau Reynir Einarsson
1971, Sævar Sveinsson 1551, Valtýr
Einarsson 1928 og Maria Maack 1881.
Rétt er að taka það fram að tölumar,
sem fylgja hverjum manni eru FR kaU-
merki þeirra.
Þau sögðust hafa verið stöðugt við
tækin frá þvi á laugardagsmorgun. Þau
fjögur hafa skipzt á allan tímann og
hlustað á rás 5og 6, þ.e. þær rásir, sem
bátamir náðust á. Til frekara öryggis var
Jóhann Ágústsson 269 einnig á vakt I
Kópavoginum.
„FóUc úti á landi var boðið og búið að
hjálpa okkur,” sögðu FR-menn. „Menn
báru á mUli og jafnvel símstöðin á
Skagaströnd var opnuð aftur í fyrra-
kvöld. En það er ljóst að þennan þátt má
vinna mun betur er aftur verður haldið
sUkt raU. Með betri undirbúningi er
hægt að koma upp neti farstöðva hring-
inn I kringum landið, þannig að aldrei
verði sambandslaust við bátana. Þannig
er einnig hægt að koma stöðugt upplýs-
ingum til stjórnstöðvar.”
Þess má geta að lokum, að FR-menn
fóru ekki af vaktinni fyrr en eftir mið-
nætti, er ljóst var að bátamir sem voru á
leið frá Isafirði til Ólafsvíkur voru
komnir fyrir hina illræmdu Látraröst.
—JH.
IMMBIABW
SfílAfíFARI
SIG-
UR-
LAUN-
IN
í Sjóralli Dagblaðsins og Snar-
fara er keppt um bikarinn á
myndinni, fagur gripur með
einkar vel gerðri áletrun letur-
grafara hjá Magnúsi Baldvins-
syni.
Allir fá keppendur Casio-
tölvuúr að gjöf frá Dagblaðinu,
en þau eru á myndinni ásamt
bikarnum. Verðlaun verða af-
hent og úrslit tilkynnt í sýninga-
höllinni á Bíldshöfða í kvöld.
Þar stendur til að almenningur
geti skoðað bátana og jafnvel
rabbað við sjóhetjurnar.