Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 9

Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978. 9 Kampa- víns- bað — ístaðsjávar- drífunnar Þáttakendur í Sjóralli ’78 eru orðnir því vanir að sjávarlöðrið leiki um þá. í gærkvöldi kynnt- ust þeir annarri tegund af löðri, kampavínslöðri. Einn vina þeirra félaga opnaði slíka flösku á hafnarbakkanum og dembdi yfir höfuðið á Birni Árnasyni. „Er ekki betra að setja þetta of- an í sig,” stakk Runólfur upp á, og það var gert. — DB-mynd Guðjón Pálsson. Til hamingju Hafsteinn Dagblaðsmenn voru að vonum stoltir sonur hans Hafsteini Sveinsyni fyrir yfir hversu vel Sjórall þeirra og Snar- hans vaskieguframgöngu I keppninni — faramanna hefur gengið fyrir sig. Hér þakkar Sveinn R. Eyjóifsson og ungur DB-mynd Guðjón. Sigurínn í augsýn Á myndinni sjáum við Baldur Með sigurvon héldu þeir frá Akureyri, honum heim til Borgamess og bíður Jóhannsson, annan brœðranna á Má, en þá skeði óhappið á Húnaflóa, bátur hann nú viðgerðar. — DB-mynd bát 04 i SjórallkeppninnL Baldur og þeirra brotnaði og varúrleik. Komuþeir Hörður. Hermann voru einstaklega óheppnir. VESTMANNAEYJAR GUNNIGUNN HÉR Vestmannaeyingar eru eins og aðrir hrifnir af afreki Gunn- ars og Björns á Signýju. Og þeir eiga líka sinn skerf af þvi hvern- ig þeir sneru töpuðu tafli upp í sigur, þvi sigur var það fyrir þá að komast hringinn. Eftir stöð- ug óhöpp komst Signý hringinn. Og hér er Gunnar í Reykjavikurhöfn, þrekaður, en ræðir við Eyjamenn í talstöð og þakkar þeim enn einu sinni þá ómetanlegu aðstoð, sem þeir veittu í upphafi keppninnar. Gunnari og Bjrni hefur ekki ver- ið boðið á næstu þjóðhátíð Eyja- manna, okkur er sagt að þeir hafi „verið boðaðir”. Það þýöir að þeir verða sóttir, mæti þeir ekki! BIAOIB SNARFAR! Glæsilegt mótíslenzkra hestamanna: 15-20 ÞÚS. MANNS MÆTTUST í SKÓGARHÓLUM Glæsilegasta og bezt heppnaða mót, sem islenzkir hestamenn hafa haldið fyrr og siðar, var haldið á Skógarhólum á Þingvöllum um helgina. Landsmótinu, sem hófst á miðvikudaginn með dómum á stóðhestum, lauk með þvi, að milli fimmtán og tuttugu þúsund manns fylgdust af spenningi með er fljótustu hestar landsins þreyttu með sér kapp í stökki, skeiði og brokki. Aldrei hefur sézt önnur eins kynbóta- sýning og á þessu móti. Ber sú sýning þess merki að sú stefna að hefja mark- vissa reiðhestarækt á íslandi er farin að skila árangri. Sérstaklega var áberandi hversu margir góðir einstaklingar fylgdu afkvæmasýndu hrossunum og hversu hæfileikar þeirra voru jafnir og miklir. Sörli Sveins Guðmundssonar hlaut núna heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, enda fylgdu honum slíkir einstaklingar, að þeir urðu efstir í stóðhestakeppni eins- taklinga. Skal þar fyrst frægan telja, Náttfara frá Ytra-Dalsgerði, en hann hlaut einkunnina 9,08 fyrir hæfileika, og hefur sú einkunn ekki sézt áður fyrir stóðhest. Meðaleinkunn Náttfara varð 8,54. Þá hlaut Fjöður frá Tungufelli einnig heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Það var von að Þórkatli Bjarnasyni hrossaræktunarráðunaut rikisins, dveld- ist við þessa miklu sýningu, enda nutu áhorfendur óspart fegurðar hrossanna og hversu vel þau komu fyrir i sýningu. Það vekur athygli hve vel islenzkir reiðmenn og knapar sýna orðið hesta. Bæði er sambandið á milli manna og hesta mjög gott, og hestarnir ekki leiddir til sýningar nema þeir séu í góðri þjálf- un. Einnig er til fyrirmyndar hve snyrti- legir knapar eru og yfirleitt vel til fara. Er þetta áreiðanlega ekki sízt félagi tamningamanna að þakka, en þeir hafa haft forgöngu um kennslu í reið- mennsku og stílfestu i framkomu á hest- baki. Þessir tamningamenn. sem yfirleitt eru frekar af yngri kynslóðinni, hafa einnig haft séraðstöðu til þjálfunar hesta og yfirleitt skipt með sér verðlaunum i gæðingakeppnum. Það kom þvi sérstaklega á óvart, þeg ar ein kempa af gamla skólanum, Sig- finnur Pálsson á Stórulág í Hornafirði. sigraði i gæðingakeppninni A-flokki og það ekki með neina smáræðiseinkunn, 8,94. Afsannar það svo ekki verður um villzt að klíkuskapur sé í íslenzkri hesta- mennsku. Allir geta unnið, hvort sem þeir hafa lært að ríða uppá „þýzkan máta’’ eður ei. í klárhestakeppninni kom sigur Hlyns frá AkureVri mjög á óvart en Hlynur er undan Sörlá sem áður var minpzt á. Eig- andi Hlyns er Reynir Björgvinsson en knapi var Eyjólfur ísleifsson. í kappreiðunum var Fannar yfir- burðasigurvegari í skeiðinu og rann það á 23 sek. sléttum. Eigandi Fannars er Hörður G. Albertsson en Aðalsteinn Aðalsteinsson sat hann. Ölver frá Akur- eyri varðannaren Vafi þriðji. Kóngur Jóhannesar Jóhannessonar sigraði i 250 m stökki en knapinn var hinn góðkunni Einar Karelsson í borgar- nesi. Stormur varð annar, en Snegla þriðja. Nös Jóns Ólafssonar á Urriðavatni sigraði í 350 m stökki á 24,5 sek. en knapinn var Stefán Sturla Sigurjónsson. Önnur varGjálp frá Höskuldsstöðum en Blesa frá Hvítárholti hreppti þriðja sætið. Gustur Björns Baldurssonar sigraði i 800 m stökki á 63.2 sek. en knapinn var Valdimar Guðmundsson. Annar var Mósi frá Vindási en Frúar-Jarpur hreppti þriðja sætið. Funi Marteins Valdimarssonar frá Búðardal sigraði I brokki á nýju íslands- meti 3,02,5 min. Knapi var eigandi. Annar var Léttir úr Ámessýslu en Blesi frá Miðey þriðji. 1 heild mótaðist landsmótið af þvi ágæta veðri, sem var alla dagana og vel heppnaðri framkvæmd í alla staði. Framkvæmdastjóri var Pétur Hjálms- son en formaður framkvæmdanefndar Bergur Magnússon. G.T.K.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.