Dagblaðið - 17.07.1978, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLl 1978.
19
d
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Iþróttir
Slakt er Fram
sigraði Þrótt
— í 1. deild íslandsmótsins, 1-0
íLaugardal
Fram sigraði Þrött i 1. deild tsiands-
mötsins i knattspyrnu á Laugardalsvell-
inum á laugardaginn, 1—0. Fram er því
með 13 stig eftir ellefu leiki. Hefur unnið
níu, gert eitt jafntefli og tapað einum
leik, er því i þríðja sæti, næst á eftir
Skagamönnum, sem hafa 19 stig. Þrótt-
arar hafa 9 stig eftir jafnmarga leiki og
Fram, hafa þeir unnið tvo leiki, gert
fimm jafntefli og tapað 4 leikjum.
Leikur þessi var afar lélegur frá byrj-
un til enda. Eina mark leiksins var skor-
að á 7. minútu fyrri hálfleiks er Fram
fékk aukaspyrnu á vallarhelmingi Þrótt-
ar. Ásgeir Eliasson tók spyrnuna og gaf
fyrir mark Þróttar, þar var Pétur Orms-
lev sem skallaði knöttin aftur fyrir sig.
Lenti knötturinn fyrir framan fæturna á
Sigurbergi Sigsteinssyni sem skoraði
eina mark leiksins, 1—0 fyrir Fram.
Einnig mætti þjálfari Þróttar, Þorsteinn
Friðjónsson, temja skap sitt betur.
1 liði Þróttar var Jóhann Hreiðarsson
mjög góður í vörninni, var bókstaflega
alls staðar þar sem á varnarmanni þurfti
að halda. Einnig reyndi Ágúst Hauksson
að skapa sóknir en það tókst ekki sem
skyldi, þar sem enginn var til þess að
hjálpa honum. 1 liði Fram bar mest á
þeim Ásgeiri Eliassyni og Pétri Ormslev
í sóknarleiknum, Kristinn Atlason var
ágætur í vöminni.
Dómari leiksins var Sævar Sigurðsson
og dæmdi hann leikinn sæmilega.
h. jóns.
Atgangur við mark Þróttar en þarna tókst að bægja hættunm frá. Fram sigraði með eina markinu I leiknum og hefur þvi unn-
ið báða leikina við Þrótt I sumar.
— DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
Ekkert markvert skeði í þessum háif-
leik sem hægt er að tala um. Knötturinn
gekk andstæðinga á milli þar til flautað
var til hálfleiks.
Halldór Árnason varð að yfirgefa
völlinn í hálfleik þar sem hann skallaði
einn leikmann Fram og fékk gat á höf-
uðið. Varð hann að fara á Slysavarðstof-
una og láta gera að sárum sínum.
Framarar byrjuðu með knöttinn i
seinni hálfleik en misstu hann fljótlega
til mótherja sinna. Gekk þetta svona all-
an hálfleikinn eins og i þeim fyrri. Ef
skotið var að marki var það svo illa gert
að knötturinn fór marga metra yfir
markið.
Þróttarar ættu að hvíla leikmenn eins
og Pál Ólafsson, sem fer í fýlu ef ekki
gengur eins og hann vill hafa það.
Golfklúbburinn
Höfn í Homafirði
Á Höfn í Homafirði var mjög gott
veður alla keppnisdagana en þrátt fyrir
það var fremur léleg þátttaka. Keppt var
í 5 flokkum og einnig var 18 holu pútt-
keppni.
Karlaflokkur
1. GunnlaugurÞ. Höskuldss. 314högg
2. Ámi Stefánsson 333 högg
3. Jón JóL Sigurösson 363 högg
Kvennaflokkur
1. Rósa Þorsteinsdóttir 384 högg
2. Ólafia Þórðardóttir 431 högg
3. Linda Tryggvadóttir 461 högg
öldungaflokkur (18 holur)
1. Bjöm Gislason 92 högg
2. J ón J íil. Sigurösson 93 högg
3. Tryggvi Sigjónsson 93 högg
Unglingaflokkur
1. Halldór Tryggvason 375 högg
2. Bjöm Ragnarsson 389 högg
Drengir:
1. Hermann Erlingsson 297 högg
2. Magnús Pálsson 324 högg
3. Bragi Karlsson 368 högg
Púttkeppni (18 holur)
1. MagnúsPálsson 42högg
2. Ámi Stefánsson 42 högg
3. Sigurður Ástvaldsson 44 högg
Athyglisverður er árangur Hermanns
í drengjaflokki og er þama mikið efni á
ferðinni.
Golfklúbbur Húsavfkur
Á Húsavík var keppt í þremur flokk-
um, í karlaflokki voru leiknar 72 holur
en 36 i hinum tveim.
Karlaflokkur
1. JónasG. Jónsson 332högg
2. Axel Reynisson 339 högg
3. Ingimar Hjálmarsson 344 högg
Kvennaflokkur (36 holur)
1. Sigríöur B. Ólafedóttir
Drengjaflokkur (36 holur)
1. Krístján Hjálmarsson 169högg
2. Skúli Skúlason 175högg
3. Gunnar Austfjörö 224 högg
Sigurvegarinn i karlaflokki er 68 ára
gamall og gerði sér lítið fyrir og setti
vallarmet, lék 9 holur á 36 höggum.
Parið á 9 holum er 33 högg.
HBK
....
'
þeir þafa þekkingu, reynsiu og þjáifun .
Eltthvað á þessa lelð er rabb þelrra um gólflögn frá Gólf hf.:
„Svo eru það gólfln, maöur," seglr
eigandfnn. „Þau þurfa að hafa
töluvert burðar og efnaþol."
„Já, hérna eru þeir elnmitt með
elna tegund sem hentar okkur full-
komlega. Burðarþol 500- 800 kg á
fersentimetra og efna- og slitþol
eftir því. - (Elgartdinn grípur tram
f og seglr:)
„Trúlr arkltektlno þessu?"
1.
„Nel, en þetta er staðreynd," segir
arkitektinn. „Þelr hafa lagt gólf-
lagnlr á gömul og slitin gólf, vðru-
afgreiðslur, snyrtlherbergl, blf-
reiðaverkstæðl o. s. frv. Þelr hafa
þekkingu, reynslu og þjálfun og
NÓTA BENE þetta er ódýrara en
tlísalögn.
„Nú,“ segir elgandlnn, „það er
best maður hrlngl í þá.“
Svo tautar hann: „Þelr ættu bara að
fara að leggja á göturnar með
þessu...“
GOLFHF
KÁRSNESBRAUT 32, KÓPAVOGI Símar: 40460 og 76220