Dagblaðið - 17.07.1978, Qupperneq 23
23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ '1978.
d
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
e
Óvænt úrslit
settu svip
— á Meistaramót íslands í f rjálsum.
Metþátttaka og hörð keppni í mörgum
greinum en fjarvera margra f remstu
íþróttamanna komu illa niður á árangri
Keppendur UÍA voru i sviðsljósinu á
Meistaramóti íslands sem fram fór um
helgina og raunar lýkur i kvöld, i fimmt-
arþraut og 3000 metra hindrunarhlaupL
Meistaramótið staðfesti grósku i frjáls-
um íþróttum á Austurlandi undir leið-
sógn Stefáns Hallgrimssonar, þess
kunna tugþrautarkappa.
Stefán Hallgrimsson var sjálfur í
sviðsljósinu en sérstaka athygli vakti
Stefán Friðleifsson. Hann sigraði i há-
stökki, stökk 1.98 — þaö í sjálfu sér er ef
til vill ekki svo merkilegt, en fyrir fáum
mánuðum stökk Stefán um 1.60 — svo
framfarir hans hafa verið mjög örar.
Sannarlega efni þar. Annar í hástökkinu
varð Elías Sveinsson en hann stökk
sömu haeð, 1.98 — og i þriðja sæti varð
Karl West Fredriksen, 1.95.
Það sem ef til vill setti mestan svip á
mótið var fjarvera margra kunnra
kappa. Afrek voru því ef til vili ekki mik-
il en viða jöfn og hörð keppni. Metþátt-
taka var á Meistaramóti íslands, rétt um
140 keppendur.
Bergþóra Benónýsdóttir úr Þingeyjar-
sýslu var mjög í sviðsljósinu. Hún sigr-
aði i þremur greinum auk þess sem hún
var i sigursveit HSÞ í 4x100 metra boð-
hlaupi. Bergþóra eignaðist barn í vetur
og hefur nú aldrei verið betri. Hún sigr-
aði í 100 metra hlaupi á 12.2. Þá sigraði
hún i langstökki, 5.03 og í 100 metra
grindahlaupi á 15.4. Sigursveit HSÞ i
4x100 metra boðhlaupi, hljóp á 51.0.
Hreinn Halldórsson sigraði i kúlu-
Stefán Hallgrimsson. Undir hans stjórn
hafa Austfirðingar komið á óvart. —
DB-mynd Hörður.
Bergþóra Benónýsdóttir kemur fyrst i
mark í 100 metra grindahlaupi. — DB-
mynd Hörður.
varpi en honum tókst þó ekki að rjúfa 20
metra múrinn á laugardag. Hann varp-
aði 19.89. Þar varð Óskar Jakobsson í
öðru sæti. varpaði 18.03. Þriðji varð svo
Guðni Halldórsson, KR, varpaði 17.12.
Óskar varð að gera sér annað sætið að
góðu í kúluvarpinu en hann sigraði engu
aðsiðurí þremurgreinum. I kringlukasti
kastaði hann 55.88 — langt frá sinu
bezta i sumar og virtist Óskar ekki ná sér
á strik. I spjótinu kastaði hann 73.66,
tæpan metra frá lslandsmeti sínu. Loks
sigraði Óskar Jakobsson i sleggjukasti,
49.36. Erlendur Valdimarsson gat ekki
keppt vegna meiðsla svo Óskar naut ekki
keppni hans.
Annars urðu úrslit á Meistaramótinu:
400 metra grindahlaup:
Stefán Hallgrimsson UlA 53.3
Þráinn Hafsteinsson Ármanni 57.1
Kristján Þráinsson HSÞ 57.6
1 hástökki kvenna setti Þórdís Gisla-
dóttir nýtt meistaramótsmet, stökk 1.71.
Þar varð önnur Maria Guðnadóttir,
HSH, 1.68. Sigurvegari í spjótkasti
kvenna varð Maria Guðnadóttir, kast-
aði 36.76.
200 metra hiaup:
1. Sigurður Sigurðsson, Ármanni 22.1
2. Jón Sverrisson, UBK 23.5
3 Jakob Sigurólason, HSÞ 22.4
200 metra hiaup kvenna:
1. Sigriður Kjartansdóttir, KA 25.9
Úr 800 metra hlaupinu, að baki Stefáns Hallgrimssonar er Steindór Tryggvason ÚÍA
en hann fór framúr Stefáni á síðustu metrunum. — DB-mynd Hörður Vilhjálmsson.
w Wm
-9 Bfc. %&•****« ' i
*Stefán Friðleifsson stekkur yfir 1.98 en hann hefur tekið gífurlegum framförum á örskömmum tíma. DB-mvnd Hörður.
2. Sigrún Sveinsdóttir, Ármanni 26.1
3. Hólmfríður Erlingsdóttir, UMSB26.2
Sigriður Kjartansdóttir setti nýtt
stúlknamet í 200 metra hlaupinu i milli-
riölum en þá hljóp hún á 25.6. Og hún
lét ekki þar við sitja heldur setti einnig
stúlknamet í 400 metra hlaupi kvenna
en þar hljóp hún á 58.1. Þar varð önnur
hin efnilega Rut Ólafsdóttir úr FH á
58.5, sem er telpnamet. Sigfús Jónsson
sigraði í 5000 metra hlaupinu á 15:09.8.
í kúluvarpi kvenna sigraði Dýrfinna
Torfadóttir úr KA. 9.64. Sigurvegari í
langstökki karla varð Sigurður Hjörleifs-
son, HSH, stökk 6.37. Steindór Tryggva-
son ÚÍA sigraði i 800 metra hlaupi eftir
hörkubaráttu við þjálfara sinn, Stefán
Hallgrimsson. Báðir fengu þeir timann
1:57.7 en Steindór varsjónarmun á und-
an.
Guðrún Sveinsdóttir UÍA, sigraði í
800 metra hlaupi kvenna á 2:20.3. Berg-
þóra Benónýsdóttir sigraði i 100 metra
hlaupi. á 12.2, aðeins 1/10 úr sekúndu
lakari tími en meistaramótsmet Ingunn-
ar Einarsdóttur. Þar varð önnur Kristín
Jónsdóttir úr Kópavogi á 12.6. Guð-
mundur Jóhannesson, HSH sigraði i
stangarstökki, 4.10. „Gamli maðurinn”
Valbjörn Þorláksson varð þriðji en ekki
varð Sigurður Sigurðsson hinn öruggi
sigurvegari i 100 metra hlaupi á 10.7.
ÞarvarðannarMagnúsJónassoná 11.2
og þriðji Guðlaugur Þorsteinsson, lR á
11.2.
Guðrún Árnadóttir, FH sigraði í 1500
metra hlaupi kvenna, á 4:53.8. 1 1500
metra hlaupi karla varð hins vegar ÍR-
ingurinn Hafsteinn Óskarsson fyrstur á
4:04.8. í kringlukasti kvenna sigraði
Kristjana Þorsteinsdóttir Viði, 35.16.
Bergþóra Benónýsdóttir sigraði í lang-
stökkinu en þar kom 12 ára gömul
stúlka, Bryndís Hólm, ÍR, verulega á
óvart. í sinu síðasta stökki stökk hún
4.96 og varð önnur. Stefán Hallgrimsson
sigraði i 400 metra hlaupi á 49.5. Þar
varð annar Borgfirðingurinn Aðalsteinn
Bernharðsson á 50.1. í 110 metra
grindahlaupi sigraði Elías Sveinsson á
15.5 en annar varð Stefán Hallgrimsson
-á 15.7.
í 4x100 metra boðhlaupi hljóp sveit
Ármanns á 43.4. í 4x100 metra boð-
hlaupi kvenna sigraði sveit HSÞ á 51.0.
Sveit Ármanns sigraði i 4x100 metra
boðhlaupi karla á 3:29.0 en þar varð
sveit UlA önnur. 1 4x400 metra boð-
hlaupi kvenna varðsveit UÍA hlutskörp-
ust.
fyrr en eftir hörkubaráttu við Karl West
Fredriksen. Báðir stukku 4.10 en Karl
notaði færri tilraunir. Helgi Hauksson
úr Breiðablik sigraði i þrístökki, 13.78.
Rétt eins og i 200 metra hlaupinu
Sigurður Sigurðsson, sigraði I 100 og
200 metra hlaupunum af öryggi. — DB-
mynd Hörður.
Geríó sjálf
minniháttar viögeróir
SPECTRA viðgerðarvörur lækka viöhaldskostnaóinn
Vandamál i kælikerfinu
Hvort sem það er leki,
stífla, eða ryðmyndun,
SPECTRA hefur ráð við
þvi.
ErfiÓ gangsetning Ryó f yfirbyggingunni Bílalökk
SPECTRA startgasið er
örugg lausn við slikum
vanda.
SPECTRA viðgerðarsett-
ið er góð lausn. Hentar
einnig til viðgerða á
ýmsum hlutum úr tré,
plasti, steini o.fll
Gat á púströrskerfinu
SPECTRA lökk í hentug- SPECTRA viðgerðar-
um spraybrúsum. Fjöldi borðinn eða kíttið þéttir
lita. og glerharðnar í sprung-
um og götum.
Kynnið ykkur úrvalið af SPECTRA viðgerðarvörunum.
Fást á bensínstöðvunum og víða annars staðar.