Dagblaðið - 17.07.1978, Side 34
34
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLÍ 1978.
Útboð
Framkvæmdanefnd um byggingu leiguíbúða á
Siglufirði auglýsir hér með eftir tilboðum í að
byggja fokheld tvö fjölbýlishús með samtals
12 íbúðum að Laugarvegi 37 og 39, Siglu-
firði.
Útboðsgögn fást afhent á bæjarskrifstofunni á
Siglufirði og á teiknistofu Karls-Eriks Rock-
sen, Skipholti 1, Reykjavík frá 18/7 1978 gegn
skilatryggingu að upphæð kr. 20.000.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu bæjarstjórans
á Siglufirði mánudaginn 31/7 1978 kl. 17.00.
Bæjarstjórinn Sigluf irði.
Bókari óskast
Bókari óskast á skrifstofu vinnuheimilisins á
Reykjalundi. Heilsdags framtíðarstarf í góðri
vinnuaðstöðu. Upplýsingar gefur skrifstofu-
stjóri, Helgi Axelsson, í síma 66200.
Vinnuheimilið Reykjalundi.
28311 SÍIVII 28311
Fasteignasalan Eignavör
Hverfisgötu 16 A.
Ti/sö/u:
3 herb. íbúð við Karfavog,
3 herb. íbúð við Kópavogsbraut,
3 herb. íbúð við Rauðarúrstíg, góð íbúð,
4 herb. jarðhœð við Álfliólsveg,
4—5 herb. við Álfaskeið, bílskúrsréttur,
5 herb. íbúð við Miklubraut.
Hús á Eyrarbakka, hús á Stokkseyri.
Höfum einnig sumarbústaðalönd við vatn og bústaði til
sölu, hægt að greiða með skuldabréfi eða bifreið.
Okkur vantar flestar stœrðir íbúða á skrá og sumarbú-
staði með góðu landifyrir félagasamtök.
Heimasimar eru: 41736 Einar Óskarsson, 74035 P6tur Axel
Jónsson lögfreeðingur.
Sérhæfum okkur í
Seljum í dag:
Saab 96 árg. '71, 1740 rámcentimetra mótor, ca 110 hestöfl.
Bifreiðin erhvit og svört með útvikkun á brettum.
Bifreiöinnifylgirallurátbúnaður til rallíaksturs,
svo sem veltigrind, 4 punkta öryggisbelti, twin
master speedpilot, öryggishjálmar, kastarar ogfleira.
Auto Bianchi árg. 77
Auto Bianchi árg. 78
Saab 99 árg. 72, ekinn 98 þús. km
Saab 99 árg. 73,ekinn 97 þús. km
Saab 99 árg. 74, ekinn 68 þús. km
Saab 99 árg. 75,4ra dyra, sjálfskiptur.
Saab 95 station árg. 74
Saab 99árg. 76, ekinn 39 þús. km
'Saab 99árg. 76, ekinn 53 þús. km.
Látíð skrá bíla, höfum kaupendur
að ýmsum árgerðum.
s ueÍM*t^
BJÓRNSSON Aco
BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI 81530 REYKJAVÍK
Nóg að gera í garð-
vinnunni núna
Hvað á helzt að gera í júlí, ágúst og september?
Nú eru fjölmargar blómjurtir farnar
að hækka og margar hverjar í fullum
blóma. Ef ekki er [jegar búið að binda
þær upp þarf að gera það núna. Ef
gerir rok og rigningu getur það alveg
eyðilagt jurtirnar. Nota má ýmsar að-
ferðir við uppbindinguna, t.d. stinga
niður bút af plasthúðuðu vírneti i
kringum plöntuna eða nota 3—4 prik
af mátulegri hæð og binda band á milli
þeirra'.
í eldri görðum fellur alltaf eitthvað
til af greinum sem má klippa til og
stinga niður i kringum lágvaxnari jurt-
ir. Það er ekki eins áberandi og prik og
bönd. Mesta listin við upphenginguna
er að gera það þannig að sem allra
minnst beri á henni.
Dreíf plantið núna
Nú er hentugur tími til þess að
dreifplanta fjölærum og tvíærum
plöntum sem sáð var til I maí. Til þess
að fá bellis og stjúpur til þess að
blómstra snemma næsta vor er hent-
ugt að sá til þeirra nú, en plönturnar
verður að geyma í vermireit í vetur.
Þegar blöðin á páskaliljum og túli-
pönum fara að gulna má skera þau af.
Ef það er gert of snemma veikir það
jurtirnar.
Grafið upp laukana
að lokinni blómstmn
Tilvalið er að grafa nú upp lauka
sem þarf að planta um og þurrka þá.
Þeir eru siðan gróðursettir á ný í sept-
ember. Páskaliljur og smálaukar geta
staðið i mörg ár á sama stað, en túli-
pana þarf helzt að grafa upp og þurrka
árlega.
Um miðjan mánuðinn er góður timi
til að taka græna græðlinga af ýmsum
runnum og eins af víði og ösp.
Ágúst
Þó að enn sé hlýtt í veðri og allt i
fullum blóma er ekki úr vegi að fara að
hugsa til haustsins. margir hafa yndi
áf því að skera blóm I vasa. Hentugast
er að hafa sérstakt blómabeð til þeirra
hluta til þess að taka ekki alltof mikið
af blómum úr garðinum.
Blóm yfir
veturinn
Til þess að geta haft eitthvað í vasa
yfir haust- og vetrartímann er sjálfsagt
að nota þurrkuð blóm. Má þar nefna
hin eiginlegu eilífðarblóm en einnig
ýmsar tegundir garðblóma, svo sem
silfurhnapp, vallhumal, mariustakk,
sveipstjörnu, •nækoll og fleiri. Gerið
sjálf tilraunir með fleiri tegundir, það
getur verið mjög spennandi.
Einnig eru margir fræstönglar
skemmtilegjr í vasa og eins puntstrá af
mörgum gerðum. En þau verður að
skera áður en þau ná fullum þroska.
í ágúst er heppilegur tími til að taka
græðlinga af nokkrum tegundum
plantna sem illa gengur að láta lifa yfir
veturinn. Má þar nefna lambseyra,
hraunbúa, stúdentanellikku og fleiri
nellikkuafbrigði. Einnig má fjölga og
yngja upp ýmsar steinhæðaplöntur,
svo sem steinbrjót, hnoðra, skriðblóm
o.fl. Er þeim stungið I sólreit, þaðer að
Anamaðkurínner
hreinleg skepna
sem óhreinkar ekki
gönginsín
Þess vegna hjálpar hann garðeigendum og
bændum með því að koma súrefni ofan í jörðina
Flestir vita að ánamaðkurinn gerir
gagn í görðum okkar. Þeir eru ekki
aðeins góðir fyrir veiðimennina, sem
geta aftur á móti verið hreinustu
skaðræðisgripir í görðunum, þegar
þeir eru að leita ánamaðkanna.
Ánamaðkar eru tvikynja. Þegar þeir
halda brúðkaup festa þeir sig saman
með einkennilegum hringböndum.
Síðan fara þeir sitt í hvora áttina og
eiga börn, eða öllu heldur egg, hvor
helmingur i sínu lagi.
Fáir vita að ánamaðkar eru þaktir
hárum sem snúa aftur. Með því að
strjúka fingri fram og aftur eftir ána-
maðkinum má finna hvað snýr fram
og hvað aftur á honum. Þetta notfærir
moldvarpan sér en hún er einn höfuð-
óvinur ánamaðkanna. Hún þreifar
fyrir sér með snoppunni og gleypir
siðan maðkinn með höfuðið á undan.
Þá er engin hætta á að hann standi i
henni.
Er hann fallegur?
Mörgum finnst ánamaðkurinn
fallegur þegar búið er að skola af
honum moldina, langur og vöðva-
stæltur. Hann hefur tvö lög af
vöðvum alla leið út á hala, hring-
vöðvar, þversum og lengdarvöðvar
langsum. Höfuðið er að vísu ekki eins
áberandi og hjá mönnunum en þver-
rifan — munnurinn — er i lagi. Hins
vegar er sjónin ekki sem bezt. Ekki er
hann tilfinningalaus og sennilega
finnur hann lykt. Snerting við salt eða
áburðarefni fær hann til að sprikla —
mótmæla.
Undir húðinni eru frumur sem eru
viðkvæmar gagnvart birtu. Sennilega
fleiri á framendanum. Ef lýst er á
hann með vasaljósi að nóttu til er
hann fljótur að stinga sér.
segja græðlingunum, og gler eða plast
yfir.
Tilvalið er að snyrta limgerðið með
einni klippingu fyrir haustið.
September
Nú má færa til fjölærar jurtir sem
staðið hafa of þétt og skipta þeim, sem
orðnar eru of fyrirferðarmiklar. Það
sést betur núna en í vor, þá voru menn
búnir að gleyma hvaða jurtir voru
stærstar. Að jafnaði skal skipta
snemmblómstrandi jurtum að hausti
en þeim sem blómgast síðar er betra að
skipta að vorlagi.
Köfnunarefni
á blettínn
Ef grasbletturinn er farinn að gulna
skal bera köfnunarefnisáburð á hann.
Rótarvöxtur er nú hafinn hjá fjölær-
um laukjurtum. Þess vegna er gott að
gefa þeim skammt af blönduðum
garðaáburði. Einnig þarf að fara að
planta laukum fyrir næsta vor.
Einkum er áríðandi að páskaliljur séu
gróðursettar snemma svo þær nái að
festa rót fyrir veturinn. Ef til vill
standa sumarblómin ennþá. Það getur
borgað sig að fórna nokkrum þeirra
frekar en að geyma laukana of lengi.
Um leið og blöðin eru farin að
sviðna á dalium og begóníum eru
hnýðin tekin upp og komið í vetrar-
geymslu. Geymsluaðferðirnar eru
margar og hver og einn verður að nota
þá sem honum hentar bezt. Sumir
hrista aðeins mestu moldina af þeim
og raða þeim i kassa með mold, mosa
og sandi eða spænum á milli hnúð-
anna. Aðrir þvo hnýðin vandlega og
þurrka, vefja þeim inn I dagblöð og
geyma þau síðan I plastpoka. Potta-
ræktaðar dalíur er bezt að geyma i
pottunum. Geymslan á að vera loft-
góð, svölenfrostlaus. -H.L.
Ánamaðkar anda í gegnum húðina.
Þess vegna þurfa þeir alltaf að vera
rakir. Ef þeir þorna kemst loftið ekki í
gegn og þeir deyja af súrefnisskorti.
Hins vegar þola ánamaðkar ekki að
vera i vatni, þá drukkna þeir.
Étur ekki mold
Ánamaðkar lifa ekki á mold. Þeir
geta étið mold ef í henni eru lífræn
efni. Þeir sækja aðallega i fallin lauf-
blöð, laus strá og dauðar jurtaleifar.
Dregur maðkurinn það ofan í göngin
sín. Borðsiðir þeirra þættu ekki finir í
mannheimum. Ánamaðkurinn skyrpir
i matinn til þess að hann renni Ijúf-
legar niður í hann.
Þið hafið áreiðanlega séð smáhaug-
ana sem ánamaðkurinn skilur eftir
ofanjarðar. Hann er hreinlegur og vill
ekki óhreinka göngin sín meðeigin úr-
gangi. Hann gerir garðeigendum og
bændum mikinn greiða með því að
bæta moldarlagið og með því að grafa
holur svo súrefni komist til annarra
dýraogjurtaætna.
Takiðeftir hvernig hann hreyfirsig.
Hann dregur fyrst hringvöðvana
saman svo að hann verði mjórri og
lengri, síðan, þegar hann fer að skríða
ofan í holuna, draga lengdarvöðvarnir
sig saman svo hann verður digrari og
styttri og eins og festist i holunni og
dregur afturendann að sér.
Ánamaðkurinn
bætír við moldina
Dýrafræðingar hafa komizt að raun
um að í einum hektara lands geta
verið minnst 133 þúsund ánamaðkar.
Sportveiðimenn þurfa þvi ekki að hafa
samvizkubit vegna ánamaðkanotk-
unar sinnar. Þeir ættu aðeins að sýna
þá tillitssemi að fara ekki inn í einka-
garða án leyfis og stórskemma þar
með því að troða niður blóm og velta
til steinum og eyðileggja þannig oft
margra ára jarðvinnslu garðeigand-
ans.
Á veturna grefur ánamaðkurinn sig
dýpra niður og liggur þar i nokkurs
konardvala.
Það hefur verið mælt hversu mikla
mold ánamaðkurinn bætir við moldar-
lagið með því að strá kalki i tilrauna-
svæði. Tíu árum seinna fannst þetta
lag 10 cm undir flötinni. Þannig hefur
ánamaðkurinn árlega bætt einum cm
við gróðurmoldina ofan á flötinni.
H.L.
Ánamaðkarnir eru með beztu vinum
veiðimanna sem eru aftur á móti engir
aufúsugestir garðeigenda, þegar þeir
læðast inn i skrautgarða á
næturþeli og ræna sér möðkum. DB-
mynd Hörður Vilhjálmsson.