Dagblaðið - 17.07.1978, Side 40

Dagblaðið - 17.07.1978, Side 40
Sjórall 78: Munaði 2 mínútum á Láru og Hafdísi til Ólafsvíkur — eftir erf iða siglingu í vondu veðri f rá ísafirði. Koma kl. 17 í dag Það munaði aðeins tveii.iur mínútum á Láru 03 og Hafdisi 09 þegar bátarnir komu til Ólafsvíkur um hálffjögurleytið í nótt; Hafdís hafði vinninginn. Bátarnir fóru í samfloti frá lsafirði i gærdag og sóttist erfiðlega í vondu veðri beint i fangið — stundum allt að því roki, miklum straumi og erfiðu sjó- lagi. Látraröstin var illúðug að sjá og hikuðu áhafnir bátanna tveggja nokkuð þar við, en eftir góða aðstoð farstöðvaeigenda í landi, á Patreksfirði og viðar, lögðu þeir í röstina og kom- ust klakklaust yfir í samfloti. 1 Ólafsvík var mikill viðbúnaður i gærkvöld og góð stemmning meðal allra þeirra, sem biðu á bryggjunni fram eftir nóttu og fylgdust með bát- unum í barningi þeirra móti veðri og vindum. Heldur hafði fækkað á bryggjunni þegar áhafnir Láru og Haf- dísar — hjónin Lára Magnúsdóttir og Bjami Björgvinsson og Hallur Fr. Pálsson og Brynjólfur Brynjólfsson — stigu á land, blaut og hrakin. Þar var þó móttökunefnd og færði hafnar- stjórinn í Ólafsvík, Kristján Helgason, þeim minjagripi aðgjöf. í morgun'var fyrirhugað aö bátamir legðu af stað frá Ólafsvik til Reykja- vikur fyrir hádegið og eiga þeir því að lenda við Loftsbryggju um kl. 17. Áhafnir Hafróts og Signýjar ætla að sigla á móti þeim og munu þvi bátamir fjórir renna allir saman inn á Reykja- vkurhöfn, eftir eitt strangasta sjórall sem háð hefur verið. ÓV/GS, Ólafsvík Mikill mannfjöldi var á öllum bryggjum og á strandlengjunni við hafnarsvæðið þegar Hafrót og Signý komu til hafnar i gærkvöldi. — DB-mynd JR. STARFSVOLLUR EYÐILAGÐUR Börnin á starfsvellinum við Laugar- Furðulegt er það að enginn skuli nesskóla urðu fyrir miklum leiðindum taka eftir aðgerðum sem þessum. Stór um helgina. Litla þorpið þeirra, „Hið umferðaræð á aðra hönd, íbúðarhús á nýja Grjótaþorp”, sem þarna var að hina. Hlýtur talsverður fyrirgangur að rísa úr kassafjölum á skólalóðinni, hafa fylgt eyðileggingarstarfi þessu, hafði að miklu leyti verið jafnað við sem trúlega hefur átt sér stað í gær- jörðu. kvöldi eða nótt. . irp Sjópósturinn kominn og verður seldurí dag Mikið hefur verið spurt um sjópóstinn sem hafður var með bátunum í Sjóralli. Takmarkað upplag umslaga með póst- stimplum aðalviðkomustaða er nú komið með Hafróti og Signýju, en í dag kemur svo lokasendingin af póstinum. Frímerkjamiðstöðin selur umslögin til safnara og annarra áhugamanna í dag og næstu daga eða meðan birgðir endast. Ágóði af sölunni er notaður til að standa straum afkostnaði viðrallhaldið. Á myndinni er Ásgeir H. Eiriksson að taka við hluta af póstinum úr Hafróti i gærkvöldi. DB-mynd Guðjón. Það fer vel á með Marteini Valdimarssyni og Funa sem á Skógarhólamótinu reyndist ofjarl allra annarra hesta á brokki. Funi setti nýtt íslandsmet f 1500 metra brokki. — DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Skógarhóla- mótið fór hið bezta fram „Engin óhöpp að heitið gæti urðu á Landsmóti hestamanna og í heild má segja að mótið hafi farið mjög vel fram,” sagði Jón Guðmundsson' yfirlögreglu- þjónn á Selfossi. 20—26 manna sveit lögreglumanna var á mótinu alla dagana en sú sveit þurfti ekki að beita sér að ráði vegna góðrar framkomu gesta. Jón sagði að tiltölulega fáir hefðu ver- ið fluttir á brott sakir ölvunar en þó tveir til þrir tugirmanna. Það óhapp varð helzt að á fimmtu- dagskvöldið varð hestur fyrir bíl á móts- svæðinu og slasaðist svo illa að hann varðaðaflífa. —ASt. frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGLR 17. JÚLÍ1978 Uppgjör „Skáta- sirkuss” r I dag „Okkur barst fyrir helgina bréf frá Bandalagi íslenzkra skáta þar sem til- kynnt er að fjárhagslegs uppgjörs sirkus- sýningarinnar sé að vænta i dag,” sagði Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri í 'menntamálaráðuneytinu, í samtali við DB í morgun. I frétt I DB 7. júlí sl. var það haft eftir Páli Gíslasyni, skátahöfðingja, að um eða yfir 50% af ágóða sem yrði af sirkus- sýningu Gerry Cottle í Laugardalshöll rynni til einkafyrirtækisins Jókers. í framhaldi af því ritaði menntamálaráðu- neytið Bandalagi islenzkra skáta bréf og óskaði eftir að það gerði grein fyrir hvernig hagnaði af sirkussýningunni yrði varið. Það var skilyrði ráðuneytisins fyrir því að fella niður skemmtanaskatt af sirkusnum að allur ágóði færi til bygg- ingar æskulýðsheimilis skáta. ■gm Sofnaði út frá logandi vindlingi Rúmlega sextugur maður hlaut tals- verð brunasár seint á föstudaginn er eldur varð laus í herbergi hans í húsi við Hátún. Talið er að maðurinn hafi sofnað út frá logandi vindlingi og kvikn- aði í rúmi hans. Vaknaði maðurinn ekki fyrr en rúmföt og föt hans voru í Ijósum logum og brenndist hann talsvert. Hann liggur nú í Landspítalanum. -ÁSL Mikið um slys í umferðinni Allmikill erill var hjá slysarannsókna- deild lögreglunnar um helgina og hlutu margir sár I slysum, þó ekki sé um stór- slys að ræða. í morgun varð ungur piltur fyrir bíl á Kleppsvegi við Dalbraut. Var hann fluttur í slysadeild en var ekki tal- innalvarlega slasaður. Í gær voru fjórir fluttir í slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Reykja- vegar og Hofteigs og aðfaranótt laugar- dags slasaðist farþegi í bíl sem lenti i árekstri á mótum Grensásvegar og Bú- staðavegar. - ASt. 1 KaupiðV TÖLVUR > OGTÖLVUUR BANKASTRÆTI8 .^Ml 276^

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.