Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. ILLA MERKT GANGBRAUT — getur valdið stórslysi — á ekki að laga það? Þú getur sparað ‘16 kr. á títra Lumenition Bíll, sem ekið er 10 þús. km meö venju- legum kveikjubúnaði annars vegar og LUMENITION hins vegar, eyöir a.m.k. 10—11% minna eldsneyti meö LUMENITION, platínulausu transistorkveikjunni. Eigir þú lítinn fjölskyldubíl, sem eyðir að meðaltali 10 ltr á hverja 100 km í bæjarakstri, þá getur þú á 10 þús. km I kaupbætí færðu: sparað kr. 16.000. Hins vegar er algengt að meðalstórir og stærri bílar eyði 15—25 Itr pr. 100 km í bæjar- akstri og þá borgar búnaðurinn sig, upp á nokkrum mánuðum. Yfir fjögur þúsund íslenzkir bíleig- endur geta staðfest að kaup á LUME- NITION er fjárfesting sem skilar góðum hagnaði. Öruggari gangsetningu og mun betri svörun vélarinnar — allt áriö! Nýkomið mikið úrval afleðurstígvélum... Haust 78 ágBiBBmir-f- ri UAnpBrhC ^Skeifunn^e'Símí3‘3345 Verð kr. 20.450/- ••Og götuskóm Póstsendum Carl Stefánsson Landsbankanum spvr: Gangbraut er á Kleppsvegi rétt ofan við Tollvörugeymsluna. Þarna er mikil umferð gangandi fólks, biðskýli strætisvagna og stór fjölbýlishús ofan Kleppsvegar. En gangbrautin er þannig að hún er á milli akbrautanna, þ.e. i gegnum umferðareyjuna, en ekki merkt á gangbrautunum sjálfum. Þama er lög- reglan oft með hraðamælingar en ekki bólar á gangbrautarmerkingunni. Stendur til að úr þessu verði bætt? Svar: Um þessa gangbraut hefur ekkert verið rætt hjá borgarverkfræðingi, ekki svo að ég viti, sagði Guttormur Þormar, en þetta verður tekið til at- hugunar strax og auðið er. Svona ábendingar frá almenningi eru vel þegnar. Nú, þegar margir litlir fætur eru að byrja að stíga sín fyrstu skref í umferðina á degi hverjum á leið í skólann, veitir ekki af því að segja þeim til hvernig þau eiga að fara í umferðinni og forðast hætturnar sem henni fylgja. Allir sem einn ættum við að reyna að taka eftir þeim hættum og gildrum sem leynast i umferðinni. Að fordæmi Carls þá hringið eða skrifið og segið frá þeim hættum sem þið hafið tekið eftir svo við getum skilað því í sameiningu til réttra aðila — til aðfá úrþví bætt. HÆTTA - SL \S\(iILDRA... Illa merkt, stórhættuleg gangbraut, hér aka bifreiðarstjórar eins og andsk. sé á eftir þeim, EN gá ekki, að það getur litið barn hlaupið yfir og hvað þá??? Einhvers staðar stendur: Á eftir bolta kemur barn ... Allt kjöt skoð- að og stimplað — hvort sem það er hreindýrakjöt eða eitthvert annað kjöt l.H. hringdi: Ég sá i dagblaðinu Visi fyrir stuttu að nú stæði yfir sláturtíð á hreindýrum uppi á öræfum. Þetta minnti mig á að i sumar gerði Heilbrigðiseftirlitið innrás á veilinga- stað einn i Reykjavik og eyddi óstimpluðu nautakjöti. Nautgripum þessum hafði ekki verið slátrað i sláturhúsi. Nú er vitað að hægt er að fá hreindýrakjöt stöku sinnum á veitingahúsum. Hvernig er háttað eftirliti með þvi kjöti? Má senda hreindýrakjöt ofan af öræfum i veitingahúsin? Svar: Samkvæmt "upplýsingum sem fengust hjá Heilbrigðiseftirliti rikisins á allt það hreindýrakjöt sem selt er hvort heldur i búðum eða á veitinga- stöðum að vera skoðað og stimplað eins og annað kjöt. Eru það viðkomandi dýralæknar sem eiga að sjá um skoðunina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.