Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 36
I
I
!
I
I
(
I
I
I
I
i
(
(
(
(
(
(
(
í
120 krónur
Frá og með deginum í dag kostar
Dagblaðið 120 krónur í lausasölu, 2400
krónur í mánaðaráskrift og 1440 krónur
dálksentimetrinn í auglýsingum. Þetta
verð er samkvæmt tilkynningu Alþýðu-
blaðsins, Dagblaðsins, Morgunblaðsins,
Tímans, Vísis og Þjóðviljans, dagsettri
17. ágústsl.
Laxaþjófar
íElliðaám
Um klukkan 18 í gær var lögreglunni
tilkynnt um að verið væri að stela laxi úr
Elliðaánum. Starfsmenn Rafveitunnar
höfðu verið að vinna við klak og
rennslið i ánni verið mjög lítið. Við_
slikar aðstæður vankast laxinn og situr'
eftir í einstökum pollum. Þarna höfðu
nokkrir strákar séð sér leik á borði og
voru i óða önn að rota laxinn og bera
hann í land þegar til þeirra sást.
Drengirnir komust undan í bíl áður en
lögregluna bar að garði. Sjónarvottur er
í fyrst hafði talið að hér væru á ferð
starfsmenn Rafveitunnar hafði náð
niður bílnúmerinu og fannst bíllinn síðar
um kvöldið uppi í Breiðholti. Að sögn
Árbæjarlögreglunnar höfðu drengirnir
gefið sig fram síðar um kvöldið á
aðalvarðstöðinni.
-GAJ-
•SSjfeÍásríi
Húsavíkurrall á laugardaginn var:
Drógu keppendur
Völku
Finnskur dansflokkur, Raatikko,
hefur að undanförnu ferðast um
Finnland og Svíþjóð og sýnt ballettinn
Sölku Völku . eftir sögu Halldórs
Laxness. Hefur hópnum verið vel
fagnað og þykir mesta furða hversu
vel efnið kemst til skila í tiltölulega
stuttum dansi.
Raatikko-dansflokkurinn hefur
tekið nokkur mikilvæg atriði úr skáld-.
sögu Laxness og byggt dansinn á
þeim, að því er segir í umsögn í sænska
blaðinu Dagens Nyheter, þegar
ikko dansaði i Folkteatret í
I •aborgfyrirskemmstu.
gir þar, að þrátt fyrir að dansinn
byggist á aðeins örfáum köflum úr
Tveir dansarar finnska dansflokksins Raatikko,
Reijo Tuomi og Pertti Virtanen, dansa I Sölku
Völku á sviði Folkteatret i Gautaborg.
m ■ >
stóru verki Laxness, þá sé árangur
finnsku dansaranna með ólikindum.
Áhorfandinn fái að vísu hvorki
greinargóða hugmynd af heildarverki
Nóbelsskáldsins, íslenzkri sögu á þeim
tíma sem sagan um Sölku Völku gerist
á, né um þróun íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar, en hins vegar sé brugðiö
upp stórbrotinni mynd af samskiptum
fólks og sambandinu milli þess.
Gagnrýnandi Dagens Nyheter segir
um sýningu Raatikko, að hún sé
ljóðræn og lifandi túlkun — og
ósjaldan brjótist lífsgleðin fram i
heldur óhugnanlegri kímni, grotesk
humor.
ÓV.
MEINATÆKN-
AR SÖMDU Á
ELLEFTU
STUNDU
— verkfalli þeirra á
miðnætti í
fyrradagaflýst
Rétt um miðnætti á laugardags-
kvöldið tókust sættir í launadeilu meina-
tækna og ríkisins, en að sögn lækna
hefðu spítalarnir i Reykjavík og á Akur-
eyri að verulegu leyti lamast, hefði
komið til verkfalls.
Meinatæknar voru í 12. launaflokki
BSRB, en vildu fá sig hækkaða í 14. með
tilliti til starfslýsingar sinnar. Samkomu-
lag varð um að nýútskrifaðir meina-
tæknar verða í 12. launaflokki fyrstu 6
mánuðina, í 13 næstu sex og að ári
komast þeir 114. Þeir sem nú hafa þegar
ár að baki fara strax í 14. og meina-
tæknar með 6 mánuði strax í 13.
Að sögn GuðrúnarÁrnadóttur meina-
tæknis er þetta samkomulag eins nærri
þeim kröfum sem gerðar voru og hægt
er miðað við samningagerð yfirleitt.
G.S.
Finnskur ballett um Sölku
á Reykjaheiði
Vart líður svo helgi að ekki fari fram
eitthvert bifreiöaíþróttamót einhvers
staðar á landinu. Á laugardaginn var
efnt til rallaksturs á Húsavík og voru
eknir tæpir tvö hundruð kilómetrar. Sjö
bílar tóku þátt í keppninni. Sigurvegarar
urðu Þórarinn Illugason og Jónas R.
Helgason. Þeir óku á Toyotu Carinu.
„Ég gat ekki annað heyrt en að
keppendur væru ánægðir með leiðina
sem við lögðum fyrir þá,” sagði Pálmi
Þorsteinsson formaður Bifreiðaíþrótta-
klúbbs Húsavíkur í samtali við DB í
morgun. Klúbburinn á Húsavik gekkst
fyrir öðru ralli i sumar. Að þessu sinm
var ekin svotil sama leið og siðast að því
undanskildu að Mývatnssveitarleið
ásamt Laxárdalsheiði var sleppt.
„Almennt gekk keppnin vel,” sagði
Pálmi. „Að vísu lentum við i dálitlum
hrakningum á Reykjaheiði vegna snjóa.
Þar varð að draga keppendur yfir á
jeppum.”
! öðru sæti í Húsavíkurralli urðu
Steingrimur Salómonsson og kona hans,
Fanney Óskarsdóttir og i þriðja sæti
urðu Steingrimur Ingason og Jón
Arnkelsson. Þeir óku á Volkswagen.ÁT.
• Sigurvegararnir, Þórarinn IUugason og Jónas Helgason öku Toyotu Cannu.
Þeir tóku þátt i HúsavikurraUinu i sumar og luku keppni.
Aó ofan. Þarna lyftir Volkswageninn sér faUega og viröist einna helzt ætla að
klappa afturhjólunum saman. Þessi bill var einnig með i raUinu 1 sumar, en bUaði
áður en keppni lauk. Hann hafnaði nú i þriðja sæti.
DB-myndir Einar Ólason.
V Kaupið\
,TS tölvur :
* QG TÖLVUUP »1
BANKASTRÆTI8
27^
SUS-þingið á Þingvöllum:
Geir Hallgrímsson
traustur í sessi
Gef ur áf ram kost á sér til f ormennsku
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, tók fram í ræðu, sem
hann flutti á sambandsþingi ungra
Sjáifstæðismanna, að hann myndi
gefa kost á sér til formennsku i
flokknum á næsta landsfundi.
Samband ungra Sjálfstæðismanna
hélt þing í Valhöll á Þingvöllum um
helgina. Urðu samtök ungra manna i
Sjálfstæðisflokknum fyrst til þess að
ræða opinberlega og opinskátt um
stöðu flokksins eftir kosningar sumars-
ins. Var talsvert deilt á forystu
flokksins. Meðal annars kom fram
tillaga um að ungir Sjálfstæðismenn
lýstu vilja sinum til þess að gera þyrfti
breytingar á forystumynstri flokksins.
Urðu nokkrar deilur um tillöguna.
Bentu sumir ræðumanna á, að slíkar
umræður ættu fremur heima á lands-
fundi flokksins. Hann væri æðsta vald
i málefnum flokksins í því tilliti. Var
tillagan eigi að síður borin undir
atkvæði og felld með naumum meiri-
hluta eða 5 atkvæðum eftir þvi, sem
heimildir DB herma.
1 umræðum um þessa tillögu og
raunar í almennum umræðum lögðu
menn áherzlu á nauðsyn samstöðu,
friðar og einingar. Þrátt fyrir skiptar
skoðanir og ágreining, mætti ekki efna
til sundrungar eins og staða flokksins
væri.
Tillaga Gisla Baldvinssonar um að
lækka skyldi kosningaaldurinn í 18 ár
var samþykkt.
Geir Hallgrimsson og Ellert B.
Schram fluttu báðir ræður á þinginu.
Fundarstjóri var Haraldur Blöndal.
BS.
Bræla
á síldinni
Bræla er nú á sildarmiðunum við Suð-
austurland og allir í landi nema tveir,
j er ekkert hafa fengið. Síðast kom síld til
hafnar á Iaugardag, aðeins um 800
tunnur, svo nú þarf hún hvað úr hverju
| að fara að gefa sig fyrir alvöru ef þessi
| vertíð á ekki að verða mun lakari en í
|fyrra.
•G.S.