Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. 19 >ttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir JTTINN MINN DYRI 77 ir Jóhannes Guðjónsson og Jón Gunnlaugsson fóru með íslenzka landsliðinu til Js en Valsmaðurinn Dýri Guðmundsson skarst á fæti á Ibiza og getur ekki leikið. mennirnir streyma til Halle. Magnús Gíslason, blaðamaður Dagblaðsins, er með landsliðshópnum í Halle. Akurnesingana Jóhannes Guðjónsson og Jón Gunnlaugsson. Þeir gátu farið með landsliðinu utan þótt tími til stefnu væri stuttur — og ýmsir erfiðleikar hjá þeim að losna, bæði vegna vinnu og náms. Landsliðshópurinn, það er þeir leikmenn, sem heima voru, og farar- Landsliðs- markvörður- inn brauzt inn á Laugar- dalsvelli Frá Magnúsi Gíslasyni, Halle, í morgun. Ef óupplýst er innbrot í búningsher- bergi Laugardalsvallarins sl. laugardags- kvöld — og lögreglan islenzka og Baldur vailarstjóri eru að vinna að þeim málum, er rétt að létta af þeim áhyggjum. Þar var engu stolið. Youri landsliðsþjálfari var með Þor- stein Bjarnason, landsliðsmarkvörð, á séræfingu á Laugardalsvellinum á laug- ardag. Þorsteinn klæddi sig úr i búnings- herbergi á vellinum — og fór svo að æfa. Það var löng og ströng æfing. Stóð hátt á aðra kjukkustund. Siðan fór Youri en Þorsteinn hélt til búningsklefans til að ná í föt sín. Þar kom hann að öllu læstu — allir á vellinum famir. Þorsteini var illa við að skilja föt sín eftir á vellinum og fara i skítugum æfingagalla sínum eftir æfinguna miklu alla leið til Kefla- víkur. Hann tók það þvi til bragðs að athuga alla glugga. Loks kom hann að éinum, sem var illa læstur og með lagni tókst Þorsteini að opna hann. Skreið síðan inn. Fann föt sín og klæddi sig. Hélt siðan til Keflavikur og með lands- liðinu utan á sunnudagsmorgun. -emm. Jón kjörinn „sá bezti” Ekki var leikið I Allsvenskan — 1. deild I Svíþjóð — um helgina vegna Evrópuleiks Svía og Tékka á miðvikudaginn. Hins vegar var leikið 12. deild. Þar áttust m.a. við Kristianstad og Jönköping. Þar voru þrír íslendingar I sviðsljósinu. Jafntefli varð I leiknum 3— 3. Stefán Halldórsson, sem áður lék með Union I Belgfu og Vfking, lék þar sinn 3ja leik með Kristianstad — en liðið er löngu fallið niður f 3. deild. Árni Stefáns- son og Jón Pétursson léku að venju með Jönköping. Eftir leikinn var Jón Péturs- son kjörínn bezti leikmaðurinn I leiknum. Valsmenn hafa nú fengið Kana Valsmenn hafa nú fengið sinn Banda- rikjamann og eru nú I engu eftirbátar annarra Reykjavikurfélaga — öll liðin hafa nú Bandaríkjamenn innan sinna* raða. Tim Dwyer lék sinn fyrsta leik með Val gegn ÍR i gær en hann kom til landsins i gærmorgun, greinUega þreyttur eftir langt og strangt ferðalag. Hann verður ValsUðinu augljóslega mikill styrkur, hafði sig ekki mikið frammi, lék um hálfan leik en skoraði 19 stig. -H. HaUs. stjórar og þjálfarar, héldu frá Keflavík kl. 9.30 á sunnudgasmorgun til Kaupmannahafnar. Kl. 15.00 var flogið með SAS-flugvél til Austur-Berlínar. Nokkur spenna i mönnum vegna þess að þeir Jóhannes og Jón höfðu ekki vegabréfsáritun til Austur-Þýzkalands eins og aðrir í hópnum. Það mál leystist farsællega, þegar til Austur-Berlinar kom. Fararstjórar íslenzka liðsins með Ellert Schram i far- arbroddi héldu mjög vel á málunum og tókst að fá þá a-þýzku til að samþykkja að þeir Jóhannes og Jón fengju að fara til Halle, þar sem Evrópuleikur Austur-Þýzkalands og íslands verður háður á miðvikudaginn, eins og aðrir í landsliðshópnum. Hver er svo að segja að fararstjórar séu óþarfir! Þetta gekk allt fljótt fyrir sig og síðan var haldið með langferðabíl til Halle. Það tók um tvær og hálfa klukkustund. í hópnum voru Ellert, formaður KSÍ; Jens Sumarliðason og Bergþór Jónsson, úr stjórn KSÍ, Árni landsliðsnefndarfor- maður og Youri. Leikmennirnir voru Dýrí Guðmundsson — leikur ekki I Halle______________________ Magnús Gíslason, blaðamaður DB, með landsliðinu íHalle sjö. Akurnesingarnir Árni Sveinsson, Karl Þórðarson, Pétur Pétursson, Jón og Jóhannes, Þorsteinn Bjarnason, markvörður ÍBK, og Janus Guðlaugs- son, FH. Aðrir leikmenn bætast í hópinn í dag nema Ingi Björn Albertsson, Val, sem kemur frá Lundúnum á þriðjudag. í dag eru væntanlegir Árni Stefánsson, Jón Pétursson og Teitur Þórðarson frá Svíþjóð, Sigurður Björgvinsson, BI901, og Stefán örn Sigurðsson, Holbæk, frá Danmörku, og Valsmennirnir Atli Eðvaldsson og Guðmundur Þorbjörns- son frá Ibiza úr sumarleyfi sínu. Mikil og góð stemmning er hjá lands- liðsstrákunum, sem komnir eru til Halle. Við litum aðeins á borgina í gærkvöld — en kl. ellefu verður haldið á æfingu á æfingasvæði hér í borginni. í kvöld verður æft á leikvanginum í Halle, þar sem leikurinn verður háður, og þá við fljóðljós. Þá er vonazt til að allir lands- liðsmennirnir verði komnir nema Ingi Björn. -emm. „Erum spenntir að sjá aðstæður í Enschede” — Karl Þórðarson og Pétur Pétursson halda eftir landsleikinn íHalle til Twente Enschede í Hollandi Frá Magnúsi Gislasyni, Halle I morgun. „Við höfum báðir mikinn áhuga á að gerast atvinnumenn I knattspymu. Ef okkur lizt vel á aðstæður hjá Twente Enschede I Hollandi eru miklar likur á að við sláum til. Gerumst leikmenn hjá félaginu. Við munum þó ekki undirrita neina samninga I Hollandi en ef sam- komulag tekst — og við verðum ánægðir með það, sem við sjáum hjá félaginu — mun maður frá félaginu koma til Akra- ness síðar I þessum mánuði. Þá erul möguleikar á að við skrifum undir,”, sögðu þeir Karl Þórðarson og Pétur Pétursson, þegar ég ræddi við þá hér I Halle I gærkvöld. Það mun afráðið að formaður Twente Eschede, Van Tallen, fylgist með þeim Karli og Pétri í landsleiknum hér í Halle á miðvikudaginn. Á fimmtudag munu þeir Karl og Pétur halda með honum til Hollands að öllu óbreyttu. Þar munu þeir kynna sér aðstæður hjá félaginu og ef að líkum lætur verður rætt um boð og gagntilboð. Hins vegar verður ekki gengið frá neinum samninguji þar. Ef þeim félögum lízt vel á sig hjá Twente og geta fellt sig við tilboð félagsins, eru miklar líkur á að formaður félagsins hollenzka eða framkvæmdastjóri þess komi með þeim Karli og Pétri til íslands til nánari viðræðna — og þá einnig við forráðamenn Akraness-liðsins. Twente Enschede er í hópi beztu knattspyrnufélaga Hollands. Var í öðru sæti á síðasta leiktímabili — og hefur tekið þátt i Evrópukeppni. Meðal annars dæmdi Eysteinn Guðmundsson leik liðsins í Noregi í fyrra. Twente er nú í fjórða sæti í 1. deildinni hollenzku. Ólíklegt er að Twente sitji eitt að þeim Karli og Pétri. Feyenoord, félagið kunna í Rotterdam, hefur einnig sett sig í samband við Pétur — og eftir Evrópuleik Akraness og Kölnar ræddu forráðamenn Kölnar-liðsins um að gaman væri að fá þá til sin. Frekar verður þó að líta á það sem kurteisishjal eftir leikinn heima. -emm. FÁIÐ BÆKLINGA OG VERÐ J.L. HUSIÐ REYKJAVlK / STYKKISHÓLMI fí/M BYGGINGA MARKAÐURINN VERZLANAHÖLLINNI . GRETTISQ. HALLUR SIMONARSON Crijuff ekki til Chelsea Hollenzki knattspyrnumaöurinn frægi, Johan Crijuff neitaði I gær að hann væri á förum til Chelsea til að leika með liðinu I 1. dcildinni ensku. Á heimili sinu I Vinkeveen i Suður-Amsterdam i gær sagði Crijuff við fréttamann Reuters: „Ég hef ekkert heyrt frá formanni Chelsea, Brian Mears, svo ég veit ekkert um tilboð Chelsea”. Hann var þá spurður að þvi hvort hann hefði áhuga ef Chelsea byði honum samning, sem ekki væri fyrir allt leiktimabilið — heldur frá leik til leiks. Crijuff svaraði. „Það væri útilokað. Hvernig er hægt að leika atvinnuknattspyrnu á þeim grund- velli.” Crijuff lék með New York Cosmos sl. þriðjudag gegn Chelsea í Lundúnum. Fyrr í gær skýrði formaður Chelsea, Mears, frá þvi í Lundúnum að Chelsea væri að semja við Crijuff. „Við höfum gert honum tilboð og ég er öruggur um að við fáum leikmanninn til Chelsea”, sagði formaðurínn. Reutemann vanníUSA Carlos Reutemann, Argentínu, sigraði í grand-príx kappakstrinum í Watkins Glen í New York i gær. Annar varð Alan Jones, Ástraliu, og Jody Scheckter, Suður-Afríku, varð i þriðja sæti. Mario Andretti, USA, sem þegar hefur tryggt sér heimsmeistaratitilinn, lauk ekki keppni i gær. Hann hefur 64 stig. Ronnie heitinn Peterson, Svíþjóð, sem fórst í kappakstrinum i Monza á ítaliu, er enn í öðru sæti með 51 stig. Síðan koma þeir Niki Lauda og Carlos Reutemann með 44 stig hvor. Reute- mann vann sinn fjórða sigur á keppnis- timabilinu í gær. Meðalhraði hans var 118.57 milur. Mestum brautarhraða, hring, náði Jean Pierre Jarier, Frakk- landi, 1 min. 39.557, sem er brautarmet í Watkins. Fulham mótmælirí sambandi við Best Fulham, enska liðið í 2. deild, hefur mótmælt til FIFA — alþjóðaknatt- spyrnusambandsins — að George Best hefur að undanförnu leikið með banda- ríska liðinu Detroit í Austurríki. George Best lék með Fulham í fyrra en fór síðan til Bandaríkjanna, þar sem hann lék fyrst i Los Angeles, siðan Fort Lauderdale. Talsmaður Fulham sagði í gær „FIFA samþykkti, þcgar Best fór til Bandaríkjanna að hann gæti ekki leikið í Evrópu, þar sem við höfum samningsrétt hans. Hann er enn skráður leikmaður hjá okkur”. Pólitík í skotkeppni Heimsmeistarakeppnin I skotflmi stendur nú sem hæst i Seoul í Suður- Kóreu. Það er 42. meistaramótið — og keppt með ýmsum tegundum skotvopna. Rifflum og skammbyssum af ýmsum gerðum. Bandaríkjamenn voru mjög sigursælir i gær. Hlutu þrenn gullverðlaun — Svíar tvenn. Skipting verðlauna er nú þannig á mótinu: G S B Bandarikin 8 6 3 V-Þýzkaland 5 5 5 Sviþjóð 4 2 5 Bretiand 3 3 1 ttalia 3 2 1 Finnland 3 1 0 Sviss 2 1 1 Frakkland 0 3 0 S-K6rea 0 2 5 önnur lönd hafa hlotið færri verðlaun. Eins og svo oft áður hefur pólitíkin hlaupið i iþróttirnar. Keppendur frá kommúnistarikjum eru ekki til staðar i Seoul. Hættu við keppnina, þegar kcppnisstaðurinn var ákveðinn i Suður- Kóreu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.