Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978.
I
Iþróttir
Iþróttir
21
Iþróttir
Iþróttir
I
Maraþonbodhlaup Breiðabliks og DB:
HLAUPIÐ SAM-
FLEYTT í 35
KLUKKUSTUNDIR
og hlaupararnir lögðu 367.39 km að baki
„Mér er efst 1 huga að þakka öllum,
sem hjálpuðu okkur á einn eða annan
hátt i sambandi við maraþonboðhlaupið
og þeim, sem gerðust styrktarmenn.
Þetta heppnaðist allt miklu betur en við
höfum reiknað með, þrátt fyrir erfitt
veður keppnisdagana. Styrktarmenn
voru um 350 og með framlagi þeirra og
Dagblaðsins fær frjálsiþróttadeild
Breiðabliks um eina og hálfa milljón kr. i
sinn hlut fyrir hlaupið. Það kemur sér vel
fyrir okkur i Brciðabliki”, sagði
Hafsteinn Jóhannesson i samtali við DB
í morgun. Á honum hvíldi mestur þungi i
sambandi við framkvæmd hlaupsins auk
þess, sem hann hljóp.
Hlaupinu lauk rétt fyrir kl. eitt i nótt
— 0.53 — þegar rússneski þjálfarinn,
Mikhael Brobov, lauk við að hlaupa
16.09 km. Vegalengdin, sem hlaupin
var, reyndist 367.39 km. eða var mun
lengri en nokkurn hafði órað fyrir í
byrjun. Hlaupið var nær samfleytt í 35!
klst. og það voru 25 hlauparar, sem,
lögðu þessa vegalengd að baki. Björn
Már Sveinbjörnsson, 9 ára, fór fyrstur af
stað og.hljóp 11.1 km. Meðalhraði hans
reyndist mestur í hlaupinu. Guðni
Sigurjónsson, 15 ára, hljóp lengst 33.31
km. Lúðvík Björgvinsson hljóp 31.86
km og Ágúst Gunnarsson 27.57 km.
Veður var gott til að byrja með en
hvessti þegar leið á laugardaginn. Var
afleitt aðfaranótt sunnudagsins, hávaáa-
rok og úrhellis rigning, en keppendur'
létu það ekki á sig fá. Að mestu var
hlaupinn ákveðinn hringur í Kópavogi og
margir fylgdust með hlaupurunum. Bíll
frá Björgunarsveitinni Stefni I Kópavogi
fór á eftir hverjum hlaupara og mældi
vegalengdina, sem hlaupin var. Ýmsir
hlauparanna brugðu út af hringleiðinni.
Það var hlaupið upp í Breiðholt, upp á
Vatnsenda, í Árbæ, og Garðabæ og inn i
Reykjavik. Að minnsta kosti tveir
hlauparar hlupu niður Laugaveginn.
„Við erum mjög ánægðir með
hlaupið,” sagði Hafsteinn ennfremur og
það erum við hér á Dagblaðinu einnig —
og hafa átt þátt í að koma þessari
skemmtilegu hugmynd i framkvæmd
með þeim Breiðabliksmönnum. Við
þökkum gott og ánægjulegt samstarf.
hslm.
Sjónvarpsvél beint að hlaupara.
Björn Már Sveinbjörnsson leggur af stað — fyrsti hlauparinn
Hlaupið niður Bankastræti
Hlauparar biða aðfaranótt sunnudags eftir að að þeim koml. Sofa. DB-myndir Ari.
Hafsteinn Jóhannesson við talstöðina — Lúðvik Björgvinsson til vinstri.
DB-myndir Ari.