Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. .10 'k Útgefandi. agblaðiðhf. Tlf,!í™TBT Framkv«i>nd»i1]óri: Sveinn R. Eyjótfsaon. Rttstjóri: Jónas KHstjánsaon. Fréttas^: • Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulitrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri rítstjómar Jó- hanner idal. íþróttir: Hallur Simonarson. Aðstoðarfréttastjórar Atli Steinarsson og ómar Vaidi- marsson 'Vlenningarmál: Aöateteinn Ingótfsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaðamonr. Anna Bjamason, Ásgeir Tómauon, Bragi Sigurðuon, Dóra Stafánsdóttir, EHn Afcerts- dóttir, Gissu< Sigurðuon, Gunnlaugur A. Jónuon, Hallur Hallsson, Heigi Péturuon, Jónu Haralduon, Ólafur Ceirsson, Ólafur Jónuon. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndí' Ari Krístinuon, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmuon, Ragna. Th. Sigurðuon, Sveinn Þormóðuon. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þréinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinuon. DreHing- arstjóri. Má. E.M. Halldórsson. Ritstjóm Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadaild, auglýsingar og skrifstofur Þveríiohi 11. Aðabimi blaðsins er 27022 (10 llnur). Áskrift 2400 kr. á mánuði innanlands. í laufasölu 120 kr. ointakið. Sotning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. SkeHunni 10. Hægfara kerfi og opið í logninu fyrir alþingisstorminn hefur komið í ljós, að hin nýja ríkisstjórn ákveður sig fremur hægt. Flokkarnir eru hræddir hver við annan og ráðherrarnir verða að hafa meiri samráð en var í fyrri ríkisstjórn. _ _______ Gamla stjórnin var helmingaskiptastjórn sem bar ekki þunga hugsjónabyrði. Segja má, að þar hafi ríkt óformlegt samkomulag um, að hver ráðherra réði sínum málum nánast eins og einræðisherra. Við slíkar aðstæður er aðdragandi ákvarðana oft skammur. Fyrir bragðið var stjórnkerfið tiltölulega lokað. Erfitt var að fylgjast með og átta sig á, hvernig ákvaiðanir urðu til. Þjóðin hafði lélega aðstöðu til að fylgjast með gangi mála á undirbúningsstigi. Nú er allt opnara. Ráðherrar mega ekki gera margt upp á sitt eindæmi. Þeir verða að setja samráðherra sína inn í málin á undirbúningsstigi. Afleiðingin er sú, að tuttugu menn vita um makk, sem tveir vissu um áður. Og alkunnugt er, að þjóð veit, þá þrír vita. Þetta verður að hafa í huga, þegar fjallað er um á- greining í nýju ríkisstjórninni. Þar er ekki aðeins um að ræða óvenjumikinn mun á sjónarmiðum stjórnarflokka, heldur einnig meiri vitneskju almennings um atburðarás- ina að baki ákvörðunum. Þetta hvort tveggja skýrir líka að nokkru leyti, hvers vegna ríkisstjórninni gengur illa að koma saman fjárlaga- frumvarpi. Hún getur ekki lagt það fram á fyrstu vikum alþingis, svo sem venja hefur verið, einnig að nýaf- stöðnum stjórnarskiptum. Horfur eru á, að frumvarpið komi ekki í ljós fyrr en í nóvember. Búast má við, að ríkisstjórnin deili hart um frumvarpið á næstu vikum. Tómas Árnason fjármála- ráðherra vill skera niður ríkisútgjöld, en ráðherrar Alþýðubandalagsins eru þess lítt fýsandi. Taka verður þó fram, að þetta er aðeins spá um ágreining, en ekki lýsing á orðnum hlut. Annað mikilvægt mál, sem ríkisstjórnin fjallar um þessa dagana, er lækkun tolla um áramótin samkvæmt samningum við Fríverzlunarsamtökin og Efnahags- bandalagið. Iðnrekendur hafa beðið um frestun þessara lækkana og hafa hljómgrunn innan ríkisstjórnarinnar, enda hafa þeir margt til síns máls. Á móti vegur svo, að embættismenn óttast viðbrögð Efnahagsbandalagsins, sem gjarnan geldur rauðan belg fyrir gráan. Slíkt mundi koma hastarlega niður á fiskút- flutningi okkar. Ennfremur óttast þeir, að frestun kunni að spilla áliti íslands og undirskrifta þess á alþjóðlegum vettvangi. Þriðja stórmálið, sem ríkisstjórnin veltist með, er fisk- verðið. Ákvörðun þessi þolir enga bið og þyrfti helzt að koma í dag. Ekki bætir úr skák, að afkoma útgerðar og fiskiðnaðar er með erfiðasta móti. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra vill hækka fiskverðið um 8%. Sú hækkun mundi hjálpa flotanum, en stefna um leið að nýrri gengislækkun öðru hvoru megin við áramótin. Ráðherrar Alþýðubandalagsins vilja fara vægar í hækkun fiskverðs. Hér hafa verið nefnd þrjú af mikilvægustu dæmunum um erfið viðfangsefni ríkisstjórnarinnar í logninu fyrir alþingisstorminn. Þau eru ekki nefnd til að sýna, að stjórnin sé að springa á degi hverjum, heldur til að sýna lesendum, hvernig ákvarðanir eru teknar í stjórnkerfinu um þessar mundir, hvernig misjöfn sjónarmið togast á og leita hægfara útrásar í málamiðlun. Noregur: Lögreglan tekur i notkun nýjan alkóhólmæli — hertar umf erðarreglur og aukið eftirlit með bifreiðastjórum, sem kynnu að aka undir áhrifum Niðurstöður af könnunum hér i Noregi er varða ölvun við akstur sýna, að Norðmenn eru fremur löghlýðnir. Um 2% bílstjóra, sem hafa verið stöðvaðir á vegum úti, hafa haft meir en 0.5 prómill af áfengi I blóðinu, en allt yfir 0,5 prómill er refsivert hér. Þetta er í sjálfu sér ekki talin slæm útkoma, en hið alvarlega er, að um 200 dauðsföll í umferðinni á síðasta ári má rekja til ölvunar við akstur, og það sýnir vel hve hættulegt áfengið er. Nú ganga senn i gildi strangari umferðarreglur, sem hafa verið ræki- lega auglýstar i blöðum, og lögreglan mun fá leyfi til að stöðva bíla hvar og hvenær sem er og gera alkóhólprufur með nýjum mæli, sem hún hefur fengið (sjá mynd). í viðtali við norskt blað lýsir lögreglufulltrúi tækinu á þessa leið: — Þetta handhæga tæki hefur sýnt sig að vera mjög nákvæmt. Efst á því er plaströr sem viðkomandi ökumaður blæs I. Hann á að blása þannig að hann tæmi næstum því loft úr lungunum. Þegar hann er farinn að Þannig litur hann út nýi alkóhólmælir- inn. Hann er framleiddur I Englandi en uppfinningin er svissnesk. p )■ reyna á sig kemur blísturshljóð. Þá styður lögreglumaðurinn á hnappinn „READ” og um leið sýnir vísirinn hvort alkóhólmagn er í blóðinu og hversu mikið. Tækið er mjög nákvæmt, það sýnir samanburður sem við höfum gert á spitölum. Það eina sem við verðum að huga að er að Brjóta nýju bráðabirgðaskattalögin I bág við stjórnarskrá lýðveldisins? Morgunblaðið hefur 12. sept. sl. eftir Jónatan Þórmundssyni, prófessor I lögum við Háskóla Islands: „Þegar á allt er litið á ég fremur von á þvi að dómur um gildi nýju skatt- lagningarákvæðanna falli skattþegn- um i vil.” Sá agnúi sem prófessorinn telur jafnvel geta valdið ógildingu skattalag- anna er afturvirkni þeirra. Bráða- birgðaskattalög vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar voru sett til viðbótar þeim skattalögum sem Alþingi hafði samþykkt fyrr á árinu og fólk var búið að fá álagningarseðla sína, þar sem sagt var frá skatti þess, þegar nýju lögin voru sett og ómerktu álagningar- seðlana. Engin ákvæði í stjórnarskránni um bann við afturvirkni í stjórnarskrá lýðveldisins íslands nr. 33/1944 er engin ákvæði að finna er banni löggjafanum að setja lög sem verki aftur fyrir sig. Þótt slíku ákvæði sé ekki fyrir að fara leiðir þó af sjónar- miðum réttaröryggis og réttlætis að fólk á að geta treyst þvi I lýðræðislandi að athafnir þess séu ekki gerðar ólög- legar og refsiverðar eftir á. Miklu meiri vafa er aftur á móti undirorpið þegar um er að tefla aftur- virkni laga sem þrengja kosti manna fjárhagslega, eins og t.d. nú á sér stað með nýsettum skattalögum. í stjórnar- skránni er ákvæði þess efnis að skatta- málum skuli skipað með lögum. Jafn- framt segir þar að eignarrétturinn sé friðhelgur og að enginn verði skyld- aður til að láta eign sina af hendi nema almannaþörf krefji; þurfi til þess lög og komi fullt verð fyrir. Álitamál getur stundum verið hvort með skattalögum sé ekki gengið of langt, eignhelgi manna raskað um of. Þá vaknar sú spurning hvort frið- helgisákvæði 167. gr. stjórnarskrárinn- ar skjóti loku fyrir að eignaskerðingin geti löglega farið fram. Það er hlutverk dómstóla að skera úr þessum vafa. V Skattþegnar með sama gjaldþol sæti sömu meðf erð Aðalsjónarmiðið við úrlausn þess hvort skattalög fái staðizt gagnvart stjórnarskránni er hvort skattur verður talinn á lagður eftir almennum, hlutlægum mælikvarða, þar sem öllum þeim, sem sama gjaldþol hafa, er settur sami kostur. Allir skulu vera jafnir fyrir skattalögum. Stóreigna- skattur, sem aðeins lendir á fáeinum stóreignamönnum, fullnægir þessum Kjallarinn Sigurður Gizurarson hlutlæga mælikvarða, ef hann er lagður á óákveðinn hóp manna sem mest gjaldþol hafa, enda eru tekju- skattar í flestum löndum stighækkandi miðað við tekjur nú á dögum. Þegar menn eru hins vegar búnir að telja fram er hugsanlegt að fyrirfram megi sjá á hvaða einstaklingum skatturinn lendir og leggja hann á þá eftir hlut- lægum mælikvarða að formi til, sem þó fyrirfram er vitað að hittir tiltekna einstaklinga. Friðhelgisákvæði eigna- réttar I stjórnarskránni ætti að fyrir- muna gildi slikra laga. Enginn Aladínlampi Árið 1958 tók Hæstiréttur afstöðu til þess hvort stóreignaskattslög stæð- ust gagnvart stjórnarskránni. Hæsti- réttur taldi skattstefnu laganna ekki brjóta i bág viðákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttar (67. gr.). Ákvæði laganna um skattmat hluta- fjár þóttu þó ekki samrýmast stjórnar- skránni, sbr. I. málsgrein 4. gr. laga nr. 44 1957. Rétt þótti að miða við sannvirði hlutabréfa. Nýsett skattalög vinstri stjórnarinn- ar verða ekki talin leggja á stóreigna- skatt. Skattahækkanir, sem af þeim leiðir, lenda á herðum ótiltekins fjölda fólks sem ekki hefur verið valinn úr nema með tilliti til gjaldþols. Lögum þessum hefur verið fundið það helzt til foráttu að þau gangi lengra í afturvirkni en fyrri skattalög — séu sett of seint á árinu, eftir að menn höfðu unnið sér inn tekjurnar, og eftir að mönnum hafði verið til- kynnt um aðra og lægri álagningu skattso.s.frv. Ekkert ákvæði með banni við aftur- virkni laga er í islenzku stjórnar- skránni, eins og áður segir. Að óreyndu verður þvi ekki ætlað að Hæstiréttur muni ómerkja nýsett skattalög á þeirri forsendu. Ef dóm- endur vildu ómerkja lögin yrðu þeir aö styðja þá niðurstöðu við óskráða stjórnarskrárreglu. En stjórnarskráin er enginn Aladínlampi sem seiða má þann kröftuga anda úr er dugi til að bindá hendur löglega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar til að setja henni lög. Alltaf komið misjafnlega niður áfólki Skattar hafa alltaf komið afar mis- jafnlega niður á fólki hér á landi. Ekki þarf annað en að lita í kringum sig til að sjá launamenn með stórar fjöl- skyldur sem varla hafa nema til hnifs og skeiðar og borga þó geysiháa skatta, og svo hina, fólk með fyrirtæki sem borgar svokallað „vinnukonuút- svar”, en veltir sér þó I peningum. Þessu valda, eins og flestum er kunn-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.