Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. 5 Skemmtibátur strandaði áSel- tjarn- arnesi — engan sakaði og báturinn nær óskemmdur Fjórir menn á 22 feta skemmtibáti lentu í erfiðleikum við mynni Skerja fjarðar í fyrrakvöld og urðu að láta bátinn reka upp í fjöru við Golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Fóru þeir félagar frá Keflavik um kl. 7 í fyrrakvöld en skömmu siðar skall skyndilega á hvöss austanátt. Venjulega tekur það slikan bát um 45—60 mínútur að sigla þessa leið til Garðabæjar, þangað sem förinni var heitið, og höfðu þeir yfrið nóg eldsneyti til þess. Mótvindurinn og vindaldan ágerðust hins vegar svo mjög er .á leið, að eldsneytið þraut á fyrrnefndum stað eftir 2 klst klst. siglingu. Sendu þeir þá út neyðarblys er sást úr landi. Rak bátinn siðan að landi og aðstoðuðu björgunarsveitarmenn úr Albert félagana við að koma bátnum nægilega langt upp i fjörukambinn við hinar erfiðustu aðstæður. Engan mannanna sakaði og voru þeir aldrei í lifshættu að sögn eins báts- verja. Þótt ótrúlegt megi virðast er báturinn nær alveg óskemmdur eftir ferðalagið yfir grýtta fjöruna. Bátur þessi er íslenzkur, af sömu gerð og bátarnir. sem sigruðu í Sjórallinu í sumar. G.S. Golfleikarar á Nesvelli létu þennan óvænta gest ekki raska ró sinni enda var báturinn ekki kominn alveg inn á braut. DB-mynd R.Th. Söngur ómaði á Hallæris- planinu — heimsókn hóps kristilegra samtaka vel tekið þarog engir óknyttir hafðir íframmi Það bar til tiðinda á Hallærisplani á föstudags- og laugardagskvöld að únga fólkið sem þar hafði safnazt saman tók undir söng hóps fólks úr kristilegum samtökum í Neskirkju og ómaði planið af sálmasöng i nútímastíl eða „í anda Bitlanna" eins og einn lögregluþjónn komst að orði. Mesta friðsæld rikti á planinu um þessa helgi og kom ekki til neinna óknytta. Er ekki annað sýnna en að heimsókn kristilega hópsins hafi haft góð áhrif. Fram til þessa hefur varla mátt koma bíll inn á planið á ákveðnum ttmum án þess að mæta spörkum og jafnvel að vera ruggað til. Bill kristilega hópsins fékk óáreittur að halda inn á planið. Þar tók hópurinn upp gitara og harmóniku og hóf söng. Var fljótlega farið að taka vel undir — og öllum virtist vel lika. Heimsóknin stóð í 30— 45 mínútur hvort kvöldið. ASt. Bannað að reykja íleigubflum Enn eitt „bannið" hefur nú bætzt i hóp þeirra sem fyrir voru varðandi hegðun einstaklinga á íslandi. Frá og með sunnu- deginum var það brot gegn boði heilbrigðisráðuneytisins að reykja í leigubifreiðum. Við setningu þessa reglugerðar- ákvæðis er vitnað til laga nr. 27. frá II. maí 1977 um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum. Sagt er að bannið sé sett „samkvæmt beiðni og að höfðu samráði við bandalag bifreiðar- stjóra." ASt. New York á útsölu Ótrúlegt en satt. Vikuferð til New York frákr. 127.400.- Þú getur gert all í New York. Verzlað, farið á Broadway, séð nýjustu kvikmyndirnar, skoðað hæstu byggingar heims, borðað mat frá öllum heimsálfum og fleira og fleira. Dvalið á hótel Piccadillv rétt við TIMES SQLJARE í hjarta Manhattan Far íslenzkur fararstjóri SUT S staömim? október njjeö DC8 þotum Flúgleiö SUNNA SUNNA Akureyri, sími 21835

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.