Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 6
6 r ÞAÐ SEM KOMA SKAL? Þjóðleikhúsið: ÁSAMATÍMA AÐÁRI eftir Bcrnard Sladc Þýðandi: Stcfán Baldurssnn Leikmynd: Bircir Engilhcrts Lcikstjóri: Gísli Alfrcðsson. Gott sex er gulli betra.....En til að ástir og kynlifið verði virkilega gott þarf helst að njóta þess með ófrjálsum hætti, utan við lög og rétt hversdags- leikans, hjónalífs og sambúðar. Aftur á móti er hjónabandið arfhelguð stofnun sem hefur alls konar kosti til að bera, andlega og líkamlega, mann lega og félagslega. sem ekki má misvirða. Hvað er þá til ráða til að hafa hið besta upp úr hvortveggja, hinum frjálsu og rómantísku ástum og hversdagsgatfu heimilishamingju? Reyna mætti að koma formi og skipu- lagi á frelsið og ástina að sinu leyti, stofnsetja um það nýjan „hjúskap”, veldi tilfinninganna óháð lögmálum hversdagsins. Út á þetta eða i þá áttina gengur efnið í leikriti Bernards Slade sem Þjóðleikhúsið hefur haft í förum úti um land i sumarog leikiðaðsögn yfir 80 sinnurn á • 51 viðkomustað. Leikurinn lýsir þannig löguðu „frjálsu sambandi" sem endist ævilangt. gerist á aldarfjórðungi, sex atriði leiksins snúast um samfundi elskendanna á fimm ára fresti. Efnislega minnir leikurinn þannig meira en lítið á leik- skrípi nokkurt, Rekkjuna, sem á sinum tíma varð víst vinsælt í leik- húsinu, fyrst sem sjónleikur en siðan músíkal, og lýsti með sama hætti ævilangri hjúskaparsögu. En spyrja má hvers landsbyggðin eigi að gjalda að fá nú þessa sendingu úr Þjóðleikhúsinu. Einhvern veginn finnst mér, þó ég geti kannski ekki alveg rökstutt þá tilfinningu.að bæði efnisvalið og undirtektir í leikförinni, en það er að skilja að Á sama tima að ári hafi mælst allvel fyrir á sýningun- um, stafi með einhverju móti af sjón- varpinu. Sjónvarpið hefur alla sína tið haldið að áhorfendum sinum alveg sambærilegri eftirmynd veruleikans, hversdagsfólks og lífshátta sem leikur- inn framfleytir. ameríkaniseraðri gerð hans ef svo má segja, og hin létta og fjarska léttvæga gamansemi leiksins. margir hrollvekjandi fimmaura- brandarar hans eru af alveg sama tagi sem tiðkast i mörgúm vikulegum gaman- og skemmtiþáttum í sjón- varpinu. Kannski þessi leikstíll og leik- gerðir eigi að leysa bresku stofuleik- ina af hólmi sem útvarpið innleiddi og lengi stóðu með blóma bæði í Iðnó og áhugafélögum bíða um land sem sitthvað vildu meira og betra en Arnold & Bach. Hjónaleysin í leiknum, George og Doris: Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir, eru eða eiga að vera ofur-venjulegt amerískt millistéttar- fólk, skopfærðar manngervingar hversdagsfólks sem áhorfendur eiga auðveldlega að geta þekkt sjálfa sig i fari þeirra. Þegar leikurinn hefst. og tekst fyrir happ og hendingu þetta góða sex hjá þeim á hóteli nokkru í Kaliforniu, eru þau á þritugsaldri, hann bókhaldari, hún húsmóðir. Leikurinn stiklar síðan á ævi þeirra, árlegum samfundum i 25 ár og tæpir með hæfilega „dirfskulegum” orðum og tilburðum á ástum þeirra, en vill um leið veita einhvers konar yfirlit yfir aldarhátt og þjóðlíf meðan leikurinn er að gerast, árin 1951—75. í því skyni er heilmikið lagt upp úr breyti- legri tísku, bæði I hugmyndafari og klæðaburði og drepið á ýmis frá- sagnarverð efni, kvenfrelsis- og jafn- Á yngri árum. „Margir eiga að geta þekkt sjálfan sig I þessum persónum leiksins,” segir listdómarinn. Húsbyggjendur Húsbyggjendum, sem þurfa á rafmagnsheimtaug í hús sín aö halda í haust eöa vetur, er vinsamlega bent á að sækja um hana sem allra fyrst þar sem búast má við verulegum töfum á lagningu heimtauga þegar frost er komið í jörðu. Gætið þess að jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæð, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, byggingarefni eða annað hindri ekki lagningu hennar. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á heimtaugaafgreiðslu Rafmagns- veitunnar, Hafnarhúsinu, 4. hæð. Sími 18222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978 Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir i hlutverkum sinum þá er aldurinn er nokkuð farinn að færast yfir. Það er blaðað i bókum minninganna. Myndir Jóhanna Ólafsdóttir. réttismál, innhverfa ihugun og ameriska sálfræðisdellu, striðið í Víetnam og menningarbyltingu i háskólunum. persónulega fullnægju eða félagslega skyldu sem markmið í iífinu. Mér virtist þau Bessi og Margrét gefa sig með hörku og einbeitni að hlutverkum sinum, glensinu og skopinu í leiknum, einkum ýmsum hinum tímabundna efni hans, hverju atriði hans um sig. En ekki tók ég eftir að þau reyndu neitt til að lýsa neinni samfelldri þróun fólksins i leiknum — einstaklinga sem lifa og eldast og breytast milli þess að þau opinberast á hótelinu, en eru þó allténd sama fólkið. Eitthvert slikt leikstjórnarlag á leiknum kynni þó helst að gefa honum lifsvon. En ekki er mikið hald til þeirra eða annarra nota í islenzka textanum, þýðing Stefáns Baldurssonar fjarska stirð og klúðursleg, en Ijóslifandi mælt mál á vörum þeirra gæti kannski gætt þau hjúin einhverju einstaklingslífi, gert þau eitthvað meir en þá simplu manngervinga sem þau umfram allt eru. Á islensku er leikurinn álíka mállaus og sjónvarpsþýðing eða eldhúsreyfari. Og þegar höfundur upp úr þurru vill gerast alvörugefinn í seinni atriðum leiksins verður hann þegar í stað óþolandi tilfinningasamur. Leikendurnir kunna vitanlega sitt verk, vitanlega má vel kíma, brosa og jafnvel hlæja að ýmsu sem sagt er og aðhafst i leiknum. Útlátalaust að láta það eftir úr því maður er kominn i leikhúsið. En satt að segja er ekki snefill af ástæðu til að fara þangað ótilkvaddur: maður getur stytt sér stund jafnvel eða betur við sjónvarpið heima í stofu. Arnarnesvegamótin: Hættulegasti blettur Hafnarfjarðarvegarins Enn varð hörkuárekstur á Arnarnes- skyldumerki. hæðinni á mótum Hafnarfjarðarvegar i 1 VW-bílnum voru tveir og slösuðust siðustu viku og er þessi staður að verða báðir. Ökumaðurinn meiddist á höfði og mesta slyslagildra vegarins. var i rannsókn. Farþeginn gekkst undir Leigubíll ók af Arnarnesvegi inn á aðgerð. Farþegar leigubíls sluppu en Hafnarfjarðarveg í veg fyrir ökumaður hlaut einhver meiðsl en Volkswagenbil. Þarna var þó stöðvunar minni en hinir. ASt. Viðbyggingarmálið á Neskaupstað: SÁTTAFUNDUR HALDINN í DAG Svo sem blaðið skýrði frá í siðustu Neskaupstað. Deila þeirra stendur viku fól félagsmálaráðuneytið skipulags- vegna viðbyggingar við húsið án stjóra ríkisins að freista þess að leita tilskildra leyfa. Sáttafundur deiluaðila sá'tta með eigendum hússins að Egils- með skipulagsstjóra verður haldinn í braut 9 Neskaupstað og bæjarstjóra i Reykjavík i dag. G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.