Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ, MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. SAUDI-ARABÍA DREG- UR ÚR ANDSTÖDU VIÐ SAMKOMULAGH) ErSendar fréftir Bandaríkin: Gervihnettir til njósna Jimmy Carter Bandaríkjaforseti viðurkenndi í fyrsta skipti að ríki hans notaði geimflugar til að njósna um Sovétríkin, Kína og önnur lönd. Sagði Carter aö þessi möguleiki til að fylgjast með vígbúnaði um allan heim yki mjög öryggi og minnkaði þar með ófriðarhættuna i heiminum. 'REUTER Stjórnendur Saudi-Arabíu hafa endurskoðað afstöðu sína gagnvart samkomulaginu í Camp David og telja það nú stórt skref i átt til friðar I Mið- austurlöndum. Kemur þetta fram í timaritinu Newsweek i dag og er þar haft eftir háttsettum embættismönn- um frá Saudi-Arabiu, sem voru í fylgd með konungi landsins, Khalid, sem fór til Cleveland i Bandarikjunum í síðustu viku til lækninga. Munu vera horfur á að konungur- inn leggist á skurðarborðið vegna hjartasjúkdóms. Ástæðurnar fyrir þessum sinna- skiptum munu vera nokkrar og meðal annars sú að utanrikisráðherra Israels, Moshe Dayan, hafi gefið þeirri hug- mynd mjög undirfótinn að austurhluti Jerúsalem yrði afhentur aröbum til umráða. Að mati múhameðstrúar- manna er borgin helgur staður. Einnig mun stjórn Saudi-Arabíu vera nokkuð ánægð með hugmyndir um sjálfstjórn Palestínumanna á vesturbakka árinnar Jórdan. Talsmenn Saudi-Arabiu munu þó vera algjörlega andvígir sérstökum friðarsamningum milli Egypta og lsraeismanna. Ailar friðarumleitanir i þessum heimshluta ættu að tengjast samningum um vesturbakka Jórdan og Gazasvæðisins. SS&rigSH* £&&&'S •' . '3km Prínsessaná sjúkrahús —og missti af sjálfstæðishátíða- höldum átta þúsund Tuvalubúa Margrét Bretaprinsessa fór frá Tuvalueyjum í morgun eftir að hafa dvalið um borð í nýsjálenzkri hersnekkju allan þann tíma sem hátíðahöld vegna sjálfstæðis eyjanna fóru fram. Hafði prinsessunni verið ætlað að koma þar fram fyrir Elísa- betu drottningu systur sína. Skyndilega varð Margrét mjög veik fyrir helgi og fékk háan hita og þótti læknum ekki ráðlegt annað en að senda hana flugleiðis til Sidney i Ástralíu til að leggjast i nokkra daga inn á sjúkrahús. Tuvalueyjarnar voru áður nefndar Elliseyjar. Hið nýsjálfstæða riki er annað mannfæsta ríki heims. íbúarnir sem aðeins eru átta þúsund búa á níu kóraleyjum í Suður-Kyrrahafinu. Líbanon: Fall- byssur og eld- flaugar í Beirut Sýrlenzkar hersveitir beittu bæði fallbyssum og eldflaugum í nótt gegn kristnum íbúum Beirút. Skutu þeir á hverfi þeirra þannig að sjónarvottar sögðu að himinninn hefði lýstst upp langtímunum saman af eldflaugalogum og sprengjubjarma. Mestum skotkraftin- um var beint gegn hverfum kristinna manna. Að sögn talsmanna kristinna hægri manna geta þeir ekki staðizt Sýrlendingunum snúning i skotkraftin- um en þó segjast þeir reyna að svara í sömu mynt eftir beztu getu. Sýrlendingar og fleiri saka ísraels- menn um að styðja kristna hægri menn í borgarastyrjöldinni i Líbanon. Ekki var neitt vitað um manntjón í siðustu átökum, sem ekki var lokið snemma í morgun. Ekki eru allir Israelsmenn sáttir við samningsdrögin sem forsætisráðherra þeirra kom með frá Camp David á dögunum. Er málið var rætt i israelska þinginu safnaðist mikill hópur manna þar fyrir utan og lét ófriðlega. Reyndu sumir jafnvel að komast inn i þinghúsið en þá greip lögregla i taumana. Gegn samábyrgð flokkanna iéié Kanada: Aldraðir brunnu inni Átta lik hafa fundizt og fjögurra er enn saknað eftir eldsvoða í Quebec fylki i Kanada i gær. Allir þeir sem brunnu og saknað er voru í hópi fjörutíu og sjö manna ellilifeyrishóps, sem þar var á ferð. Auk þeirra sem áður eru taldir liggja átta úr hópnum á sjúkrahúsi með misjafnlega alvarleg brunasár. Náðu sérískæruliða ítalska lögreglan telur sig hafa náð tangarhaldi á einum þeirra borgar- skæruliða sem leitað hefur verið að vegna ránsins og morðsins á Aldo Moro fyrrverandi forsætisráðherra siðastliðið vor. Maðurinn var yfir- bugaður eftir að skipzt hafði verið á skotum nærri heimili hans í Milanó.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.