Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 02.10.1978, Blaðsíða 3
Helga Eiriksdóttir, 12 ára: Já. ég tel mig kunna þær allar. Þart er nauðsynlegt að fjölga umferðarvituni við gangbraunr. Það yrði kannski til þess að slysunt fækkaði við gangbrautir. Ökuntcnn eru ekki alltof tillitssamir þctiar l'ólk er að fara yfir á gangbrautum. Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir, 12 ára: Já, það geri ég. Það ætti tafarlaust að fjölga götuvitum við gangbrautir. Nei, ökumenn stoppa ekki alltaf við gang brautir þegar ég ætla yfir þær. nema þar sé götuviti. Ég og Hclga Eiriksdóttir höfum farið af stað með undirskriftar- söfnun í Laugarneshverfi. Viljum við eindregið aðgötuvitum verði fjölgað. Enn um bensín- þjónust- una Sævar Hannesson, eigandi G—1032, hringdi: í framhaldi af bréfaskriftum um þjónustu bensínstöðva, vil ég geta sér- staklegrar góðrar þjónustu á bensín- stöð BP í Garðabæ. Umsjónarmaður stöðvarinnar mætir oft upp úr sjö og opnar þá stöð sina. Raunar vildi svo til að með bréfi manns sem þakkaði góða þjónustu bensinafgreiðslumanna á Ár- túnshöfða. var mynd af afgreiðslu manninum i Garðabæ. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1978. VERNDUN HRAUNDALSRETTA — einar merkustu og sérkennilegustu réttir landsins hafa lokið hlutverki sínu Nú standa yfir réttir viða um land og sláturtíð hafin. Réttir að hausti hafa um aldaraðir verið einn helzti Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 samfagnaður fólks til sveita og gjarn- an dreginn tappi úr flösku af þvi tilefni og sungin ættjarðarljóð. Menn hafa réttað á sama stað svo lengi sem elztu menn muna og þvi margir orðnir hag- vanir i sinum réttum. Nú i haust lýkur merkum kapitula i þessari réttarsögu lands og þjóðar. Hraundalsréttir í Álftaneshreppi. með sérkennilegustu réttum landsins, verða niður lagðar og nýjar réttir byggðar hjá næsta bæ i Álftaneshreppnum. Grimsstöðum. Um Hraundalsréttir segir m.a. i Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. sem samin var unt ferðir þeirra um ísland á árunum 1752—1757: ^.Helztu réttir i Borgar- fjarðarhéraði og raunar á öllu landinu eru Hraundalsréttir. Þangaðer smalað miklum hluta af fé Borgfirðinga. en einnig úr mörgum öðrum sýslum." í hinni merku bók segir og: „Hraun- Lagið tekið i Hraundalsréttum. dalsréttir eru nær þvi eini staðurinn á landinu. þar sem eins konar markaður er haldinn. Aðkomumenn frásjópláss- um liggja í tjöldum við réttirnar. Þeir hafa meðferðis fisk, lýsi og ýmsar er- lendar vörur, sem þeir kaupa fyrir sauði. smér. vaðmál og aðrar land- afurðir. Veggir Hraundalsréttar cru hlaðnir úr hraungrýti og aðalréttin rúmar nokkrar þúsundir fjár. Staðhættir við Hraundalsréttir eru sérstaklega góðir. því hún liggur í hrauni. þar sem eru ótal skot og afkimar, sem eru vel falln- Raddir lesenda i ir til að geyma þá mörgu fjárhópa sem þarna koma saman.” DB ræddi við Jón Gauta Gunnars- son hjá Náttúrverndarráði og spurði hann hvort fyrirhugað væri að vernda þessar fornu réttir. Hann sagði að málið hefði ekki komið fyrir hjá Náttúruverndarráði. en benti á svipaðar óskir um verndun Hrauns- réttar i Aðaldal. Jón Gauti sagði að þetta heyrði undir þjóðminjavörð og hann tæki ákvörðun um slika verndun. Þjóðminjavörður er erlendis og verður frani i næsta mánuð. -JH. JÓNAS HARALDSSON Hætt er við því að þeir sem eiga svarthvít sjónvarpstæki sjái ekki rauð- ^ ar örvar á skjánum. Rauð ör í svart- hvítu sjónvarpi Láglaunantaður hringdi: Er ég horfði á fréttir i sjónvarpinu minu svarthvita á þriðjudag sagði þulur eitthvað á þessa leið: „Þar sem rauða örin bendir á . .." Þetta er nú gott og gilt fyrir þá sem eiga litsjón- varp. En svo er alls ekki með okkur lág- launafólkið. Við eigum ekki slik tæki og þvi verður að litgreina örvar og annað sem sést á skerminum á annan hátt. íþróttafréttamaður sjónvarpsins talar einnig oft um mennina á rauðu peysunum og bláu peysunum en það sé ég ekki i minu tæki. í fullri vinsemd bið ég þá sjónvarpsmenn að muna enn eftir okkur sem eigum svarthvitu sjón- vörpin. Enn sem komið er er það hreint ekki svo lítill hópur manna. RAUN ER 1>URFTT Spurning dagsins Kannt þú umferðar- reglurnar? (Nemenduri Laugarnesskóla spurðir) Jón Þorsteinn Fríðriksson, 13 ára: Ætli það ekki. Kannski ekki allar. Já, mér er alveg óhætt að hjóla i umferðinni þó að ég sé ekki alveg öruggur á umferðar- reglunum. Já. mér finnst að götuvitar við gangbrautir ættu að koma fljótlega uppalls staðar. Sigvaldi Sveinbjörn Kinarsson, 13 ára: Já. ég kann allar umferðarreglurnar. Já. það ættu hiklaust að konia götuvitar við allar gangbrautir. Þá ættu slysin kannski að minnka. Oftast er stoppað fyrir mér á gangbrautum. Július Kemp, 11 ára: Já. ég kann þær. Stundum er stoppað fyrir mér á gang brautum og stundum ekki. Það ætti að setja fleiri götuvita við gangbrautir en þeir eru nú. Slysum ætti þá að fækka við þær. Friðrik Þór Göte, 13 ára: Já. ég kann þær flestallar. Það er ekki alltaf stoppað fyrir mér á gangbrautunt. Ef það er ekki gert þá reyni ég bara að bíða el'tir bili svo að ég geti farið yfir götuna. Eg l'cr alltaf yfir á gangbraulum, cf ég lendi i slysi þá er ég i rétti. Tafarlaust ætli að fjölga götuvitum við gangbrautir, það yrði kannski til þess að slysum fækkaði hér. Umferðarslys vilja gjarnan verða of mörg fyrir gáleysi í umferðinni. ffyakatœkið ser- hinn rétta Verð kr. 30.225,- FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 001' SENDUM BÆKLINGA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.