Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 1

Dagblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 1
Sríálst úháð daghlað 4. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978-231. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTIII. — AÐALSÍMI 27022. Bóndinnað Hjarðarbóli óttast að bændur leyni veikinni: „Ég tel aðalvandann við þetta að menn muni reyna að leyna sjúkdómn- um af ótta við niðurskurð og lógi kind og kind i kyrrþey, komi riðueinkenni fram á þeim,” sagði Halldór Guðmundsson bóndi að Hjarðarbóli í Ölfusi og jafnframt sláturhússtjóri SS á Selfossi í viðtali við DB í gær. Sauðfjárveikinefnd hefur ákveð- ið að fjárstofn hans, 150 kindur, skuli skorinn niður. Hefur Halldór og kona hans eytt mikilli vinnu í að rækta upp fé sitt i átta ár, með þeim árangri að fallþungi dilka þeirra er 4 til 5 kg hærri en að meðaltali en fita ekki mikil. Hafi eitthvað komið upp i fjárstofni Halldórs hefur hann sent sjúku kindurnar að Keldum til rannsókna og þar kom i ljós að riðuveiki var í fé hans. Upphafsorð sín styður Halldór m.a. með orðum bónda, er hann hitti eftir að niðurskurður kinda Halldórs lá fyrir: „Þetta er maklegt á þig því ef eitthvað kemur upp í fénu hjá þér, rýkur þú með það að Keldum” (Rannsóknastofnun landbúnaðarins). Halldór sagði að riðu hefði fyrst orðið vart á Suðvesturlandi í Fjárborg Reykvíkinga fyrir tiu árum og ekki væri hægt að lita á sofandahátt Sauðfjárveikinefndar öðruvisi en áætl- un um að rækta upp þessa veiki. -G.S. „ÞER VAR NÆR AÐ KJAFTA FRÁ” — sagði bóndi við hann þegar hann f rétti um niðurskurð á Hjarðarbóli Guðriður, kona Halldors, hefur einkum séð um daglega hirðu Qárins I fjarveru manns sins og flykktust kindurnar að henni um leið og hún kallaði á þær i gær — greinilega góðu vanar. DB-mynd: R.Th. ARABAR KANNA HÉR ÓTAK- MÖRKUÐ LAMBAKJÖTSKAUP —vilja flytja út 50 þús. stykki á fæti í einu í fyrradag barst hingað fyrirspum frá íslenzka konsúlnum i íran hvort mögu- leikar væru á að kaupa héðan geysilegt magn lamba á fæti þar sem yfirvöld i landinu hafa gefið leyfi til að flytja inn 2,4 milljónir lamba árlega. Hérá landi er hins vegar slátrað um einni milljón fjár árlega og mestur hluti þess fer til innanlandsneyzlu. Mál þetta er á algeru frumstigi og Ijóst er að það verð, sem arabar greiða fyrir lömb frá Nýja-Sjálandi er lægra en íslendingar geta sætt sig við. Hins vegar tjáði Sveinn Hallgrimsson, nefndarmaður í markaðsnefnd land- búnaðarins, DB i gær að íslenzku lömbin væru 15 til 25 prósent þyngri en þau nýsjálenzku og jafnframt væri íslenzka kjötið fituminna. Væri því ekki óhugsandi að fyrir það fengist talsvert hærra verð. Arabar vilja féð á fæti þar sem Kóraninn. biblía múhameðstrúar- manna, leyfir ekki aðra aðferð en háls- stungu sem aflífunaraðferð, sömu aðferð og íslendingar notuðu þar til þeir fóru að nota byssur til sliks, löngu eftir að byssur voru upp fundnar. Með hálsstunguaðferðinni missir skepnan þegar í stað meðvitund og blæðir kvalalaust út. Varðandi sauðina fjóra, sem senda á út til Kuwait næstu daga, stendur til að slátra þeim i full- komnu sláturhúsi með þessari aðferð, en ekki „fórna” þeim við einhverja helgi- athöfn, eins og ráða mátti af frétt DB fyrirskömmu. Um þann útflutning sagði Sveinn að hann treysti sér ekki til að kalla aflífunaraðferðir sem hundruð milljóna múhameðstrúarmanna, nota skv. siðalögmálum þeirra, rangar eða ómannúðlegar og sem nefndarmanni i nefnd, sem falið væri að kanna alla hugsanlega útflutningsmöguleika, sæi hann ekki ástæðu til að falla frá honum. -G.S. Eltu og ógnuðu manni með „byssu” — þrír piltar handteknir f miðbænum Þrír piltar voru handteknir fyrir unnar sagði að rannsókn þessa máls utan Hótel Borg í gærkvöldi. Höfðu væri á frumstigi og lítið væri enn um þeir lagt ákveðinn mann i einelti og málið að segja. Piltunum var sleppt ógnað honum með byssu. Kom í ljós eftir fyrstu yfirheyrslu en hald lagt á eftir handtökuna að hér var um leik- leikfangið. Guðmundur kvað grun fangabyssu að ræða sem var mjög leika á um að piltarnir hefðu reynt að nákvæm eftirliking af raunverulegri þvinga eitthvað af þeim manni sem skammbyssu. þeir lögðu i einelti og komst undan Guðmundur Hermannsson yfír- piltunum inn á Hótel Borg. maður rannsóknardeildar lögregl- _ASt Kortsnoj gaf skákina og Karpov heimsmeistari — Jón L. Arnason skrifar um skákina á bls. 7 ^ J Einokun ís lenzkra aðal- verktaka — sjá kjallaragrein Vilmundar Gylfasonarbls.il Verðlag íKeflavík og nágrenni misjafnt -sjábls.4 —

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.