Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. „Róbert er á vakt” Húsmóðir i Hliöunum hringdi: Mikil blessun var þaö að fá Róbert T. Árnason í morgunútvarpið. Hér á minu heimili eru sex manns og óhaett er að segja það að Róbert er bezta vekjaraklukkan hér. Nú nægir að kalla: „Róbert er á vakt” og þá snara. menn sér fram úr. Áður fyrr þurfti að margkalla á mannskapinn svo hann hefði sig fram úr bólunum. Hinn vinsxli Róbert á vaktinni. DB-mynd Hórður í !t £ Villandi leikrita- dómar — Bréfritari óánægður með „neikvæð" skrif Ólafs Jónssonar Þann 18. þessa mánaðar birtist á lesendasíðu DB athyglisverð grein um Ieikrita- og bókmenntagagnrýnanda blaðsins, Ólaf Jónsson. Ég er sammála þessari grein í einu og öllu, enda var hún mjög svo tímabær. Fyrr á þessu ári reyndi ég að fá birta grein í blaðinu þar sem ég andmælti þessum niðurrifs- skrifum Ólafs, en þá hafði hann tætt í sig útvarpsleikrit Ævars R. Kvaran á dónalegan og vægast sagt ósvifinn hátt en þessi grein fékkst ekki birt í blaðinu. Það sem er furðulegast við skrif Ólafs er hvað hann er geipilega neikvæður i dómum sínum um leikrit Ólafur Jónsson, bókmenntagagnrýn- andi DB. Bréfritara þykir hann nokkuð „neikvæður” i skrifum sinum. og bækur eftir islenzka höfunda. Vera kynni að þessi einstrengingslega af- staða hans til verka islenzkra höfunda stafaði af öfund en þaðer þekkt fyrir- bæri. Að lokum þetta: Ég ætla að leyfa mér að vona að Ólafur Jónsson endur- skoði afstöðu sína til íslenzkra höf- unda og verka v.þ.a. skrif hans eru hreinlega villandi fyrir lesendur blaðsins. Með þökk fyrir birtinguna. Guðmundur Helgi Guðmundsson, Rjúpufelli 27, Reykjavik. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar óskar að ráða starfsmann til að annast vélrit- un, símavörzlu og almenn skrifstofustörf. Um er að ræða heils dags starf. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar, Þverholti 15, fyrir 31. okt. nk. Borgarstjórinn I Reykjavik. llí* 13460 SKF KOLULEGASALAN HF SUÐURLANDSBRAUT 20 REVKJAVIv S/MJ 84500 "ÉVKJAVlK S/MNEFNJ: KÚLULEQ . PóSTHAi „ .. NAFNNÚMER: 5976-3,0, ** Mikill verðmismunur Bifreiðaeigandi kom að máli við blaðið. Hafði hann keypt pakkdósir á tveim stöðum. Að visu var hér ekki um að ræða sama vörumerki en inni- hald þessara dósa gegnir nákvæmlega sama hlutverki. Þótti honum verð- munurinn á þessum tveim dósum æði mikill. Hjá Heklu kostaði hún 2.607 kr. en aðeins 526 kr. hjá SKF. Hjá- lagðir reikningar sýna þennan verð- mun. Einstaklingurmn og kerfið Guðbjörg Tómasdóttir, Hafnarfirði, hringdi: „Mig langar til að segja dálitla sögu í tilefni af lesendabréfi i DB sl. fimmtudag þar sem bréfritari kvartar undan því að Sjúkrasamlagið nenni ekki að skrifa fullt nafn einstaklings þegar hann heitir meira en einu nafni. Mig undrar ekkert að heyra þetta í ljósi þeirrar reynslu sem ég hef átt. Fyrir um 16 árum átti elzta dóttir mín að fá nafnskírteini og fékk það raunar. En sá galli var á gjöf njarðar, að skírteinið var með skökkum fæðingardegi. Ég fór strax með skír- teinið til útgefanda þess og reyndi að fá þetta leiðrétt. Það tókst ekki. Þá fór ég með skirteinið niður í Arnarhvol og hafði meðferðis skírnarvottorð scm sannaði mitt mál. Eina úrlausnin sem ég fékk var að reynt var að láta mig skilja að ekki væri hægt að taka mark á því sem ég segði. Núna er dóttir min orðin 28 ára og hefur gert fjölmargar tilraunir til að fá þetta leiðrétt en ekk- ert orðið ágengt. Mér þykir anzi hart að ekki sé hægt að fá leiðréttingu á svona prentvillu, því sjálfságt hefur þetta ekki verið neitt annað en prent- villa. Þess vegna undrar mig ekkert að heyra um þessa framkomu Sjúkrasam- lagsins sem sagt er frá á lesendasiðu DBsl. fimmtudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.