Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24.0KTÓBER 1978. Hallað réttu máli — Athugasemd f rá Almennum tryggingum Vegna skrifa Kristjáns Tómassonar, Ránargötu 5a, í blað yðar þann 18. okt. sl. óskum við eftir að þér birtið eftirfarandi athugasemd, þar sem Kristján óafvitað eða af annarlegum hvötum hallar réttu máli. Kristján varð fyrir bifreið 7. sept, 1976. örorkumat vegna slyssins var gert 18. marz 1978 af tryggingalækni og var hann metinn varanlega 10% öryrki. Þá þegar höfðum við greitt honum upp 1 væntanlega bótafjárhæð kr. 920 þúsund (fyrir utan kostnað). Fóru þessar greiðslur fram á árinu 1977. Kristján skrifar að félagið hafi boðið sér bætur miðað við verðlag i september 1976. Hið rétta er, að við ráðlögðum honum er örorkumat lá fyrir að leita aðstoðar lögmanns við lokauppgjör, sem og hann gerði. Við fengum síðan, eða í ágústmánuði sl., bótakröfu frá lögmanni hans, sem m.a. var rökstudd með útreikningi tryggingafræðings á fjárhagstjóni Kristjáns. Þann 20. september sl. svöruðum við bótakröfu þessari þar sem við sam- þykkjum útreikning tryggingafræð- ingsins, en hann notar eftirfarandi að- ferð við útreikninginn. Miðað við fulla dagvinnu, samkvæmt þeim taxta Dagsbrúnar sem nú nefnist 2. taxti, auk kaupbreytinga frá slysdegi til 4. júlí 1978 (en þá reiknar trygginga- fræðingurinn tjónið út) að meðtöldum svonefndum verðbótaauka, er tekið tillit til umsaminnar grunnkaupshæk- unar 1. september 1978. Rétt er að taka fram 1 þessu sambandi að Krist- ján var 34 ára gamall á slysdegi, verkamaður, ókvæntur og barnlaus. Samkvæmt þessum útreikningi var tjón hans talið kr. 2.358.810.-. Frá- drátt. vegna skattfrelsis töldum við vera 25%. Tjón Kristjáns var þá metið kr. 1.769.108.-. Krafa kom frá lög- manni hans um 200 þúsund fyrir miska og samþykktum við þá miska- kröfu eða tjón alls kr. 1.969.108.-en ekki kr. 1.300.000.- eins og fram kemur í hinum furðulegu skrifum Kristjáns. Ekki er óvenjulegt í tjónum sem þessu að fara eftir skattframtalstekjum tjónþolans siðustu 3 árin fyrir slysið og þær umreiknaðar til verðlags á upp- gjörsdegi. Hefði þessi leið verið farin, sem telja verður eðlilegustu leiðina til að finna út fjárhagstjón ákveðins ein- staklings, verður tekjutap Kristjáns kr. 1.253.638.- fyrir utan skattfrádrátt í stað kr. 1.769.108,- sem honum voru boðnar. Einnig stendur í bréfi Kristjáns: „Það vakir fyrir forkólfum trygginga- félaga að draga bótagreiðslu eins lengi og jseir geta” o.s.frv. Það er auðséð að maðurinn hefur aldrei kynnt sér starf- semi tryggingafélaga. Það er hagur félaganna að slysauppgjör fari fram sem fyrst, þar sem útreikningur á tjóni miðast við verðlag á uppgjörsdegi en ekki verðlag á slysdegi. Hvaða hvatir liggja á bak við óhróðursskrif sem þessi er okkur óljóst, en hr. ritstjóri, við vonum að þér sjáið yður fært áður en þér birtið óhróður um fyrirtæki og eða einstakling, að gefa jseim tækifæri til að svara, ef við- komandi þykir ástæða til í sama tölu- blaði og söluvara yðar á að birtast i. F. h. Almennra trygginga hf. Þorgeir Lúövíksson, deildarstjóri bifreiöadeildar. KOMUM LOGUM YFIR ÞJOFA — með aðstoð almennings við lögreglu Faöir skrifan Fyrir nokkrum dögum var Raleigh Grifter unglingahjóli, svo til nýju, stolið við gagnfræðaskólann i Garðabæ. Hjólið var læst með hring- lás. Þetta hjól er blátt gírahjól. Þeir sem hafa grun um að svona hjól hafi verið selt eða sé til sölu, ættu að láta lögregluna i Hafnarfirði vita strax. Ef einhver hefir komizt yfir svona hjól nú nýlega og grunar að seljandinn hafi ekki hreint mjöl í poka sinum, þá STUTT BRÉF OG FULLT NAFN Enn skal það brýnt fyrir lesendum að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja bréfum. Ef bréfritari óskar eftir að nota dulnefni skal þess getið. Vinsamlega hafiö bréf eins stutt og mögulegt er. Dagblaðið áskilur sér rétt til þess að stytta lengri bréf. JH væri vel gert að láta lögregluna i Hafnarfirði vita strax, svo litli drengurinn sem á hjólið fái það aftur. Það er tími til kominn að fólk átti sig á því að þessi sífelldi þjófnaður og sala á stolnum munum, gæti hent hvern sem er þ.e. að stolið sé eignum hans, sem svo aldrei finnast. Einn vegur er til jtess að koma lögum yfir þessa þjófa, en það er að hafa augun opin og láta lögregluna vita strax ef grunur leikur á að stolnir munir séu boðnir til sölu eða að einhver hafi komizt yfir hlut með grunsamlegum hætti. Sé hinn sami saklaus, getur lög- reglan fljótt komiztaðþví. Almenningur getur með þessum hætti aðstoðað lögregluna verulega og þar með gert það þjóðfélag, sem við búum í mannlegra og betra. Komum lögum yfir þjófa og óknyttamenn, bindumst samtökum um að þjófar verði fyrirlitnir og verk þeirra fordæmd. AFÞIÐA - FRYSTA Skúii Helgason hringdi: í Dagblaðinu 17. október sl. mátti sjá furðulega fyrirsögn. Þar stóð: „Látið ryksuguna afþiða frystinn.” Ég þykist skilja við hvað er átt, en engu að síður er fyrirsögnin óskiljanleg. Ég veit hvað það er að þiða frystinn, en alþíða hlýtur þá að vera hið gagnstæða, þ.e. að frysta. Raddir lesenda JÓNAS HARALDSSON Hringið í síma 27022 milli kl 13 og 15 Heimttis- iæknir svarar Haddir lesenda taka við skilaboðum til umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. 7i‘ FISHER FISHER D ixaaio •T53 i r ARMULA 38 (Selmúla meginl 105 REYKJAVIK SÍMAR: 31133 83177 PÓSTHOLF 1366 SFISHER IðFISHER Okkur er sönn ánægja að kynna ykkur hagstætt verðá F/SHER 29FISHER HÁTALARAR XP325 25w 38.750.- XP9575W 88.590.- ST—420 30w 42.300.- ST-430 50w 64.250.- ST-440 75w 76.200.- ST—450 100w 98.700.- ST—460 130w 112.550.- ST-640 90w 114.750.- ST—660 125w 142.350.- ISFISHER ÚTVARPSMAGNARAR MC-2000 2X10 cinus w 112.980,- RS—1035 2X35 cinus w 181.250.- RS- 1052 2X50 cinusw 204.900.- RS-1058 2X90 cinusw 319.700.- Gerið verðsamanburð Attt tít hljómflutnings fyrir: HEtMtUÐ — BÍLtNN OG DISKÓTEKID // e Spurning dagsins Hvernig endar Gæfa eða gjörvileiki? Hannes Benediktsson húsasmiðameist- ari: Ég veit ekki. Horft sjaldan á þáttinn. Það hafa verið ýmsar getgátur um það hvernig þátturinn endar. Ég vil að hann endi vel, þannig að réttlætið sigri. *arv ■ i m Maren Jakobsdóttir, vinnur I Hagkaupi: Ég held að Rudy verði drepinn. Wes hefur það líklega af. Geir Björnsson, vinnur við tsknideild vegagerðar Borgarness: Það er nú það. Ég náði ekki siðasta þætti. Það er ekki hægt að neita þvi, að þetta er orðið anzi spennandi. Vona allt hið bezta fyrir Rudy. Ásta Björgvinsdóttir, húsmóðir: Ég hef heyrt að Rudy verði skotinn og fari á spitala. Það kemur ekki fram í þættinum hvort hann deyr, það var gert upp á framhald að gera. Margrét Guðmundsdóttir: Ég álit að Wes deyi i næsta þætti. Arnmundur Jónasson háskólanemi: Þeir verða allir drepnir meira eða minna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.