Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJÚDAGUR 24. OKTÓBER 1978. Bandaríkin: JIMMY CARTER LEGGUR TIL ÚR- SLITABARÁTTU GEGN VERÐBÓLGU Jimmy Carter Bandaríkjaforseti mun í kvöld leggja fram áætlanir sínar til að draga úr verðbólgu i Bandaríkjunum. Eru þetta sagðar úrslitatilraunir forsetans til að bæta stöðugleika í efnahagslífi landsins. Ef það mistekst að þessu sinni óttast margir hagfræðingar að koma muni til samdráttar- ástands innan fárra ára. Vill for- setinn reyna að halda uppi kaup- mætti bandarísks almennings og tryggja stöðugleika dollarans, sem hefur verið mjög ókyrr í verði á al- þjóðamörkuðum á undanförnum mánuðum. Laus staða Staða forstöðumanns Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir ráðningartíma allt að 5 árum. Um laun og önnur kjör verður höfð hliðsjón af kjarasamningi við Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar. Umsóknir skulu sendar undirrituðum eigi síðaren 15. nóvember 1978. 23. október 1978. Borgarstjórinn i Reykjavik. Tilkynning Með tilvísun til 10. gr. laga nr. 49 frá 16. maí 1974, sbr. • lög nr. 49 frá 16. marz 1951, er hér með skorað á þá, sem eiga ógreidd iðgjöld til Lífeyrissjóðs sjómanna, að gera nú þegar skil á þeim til sjóðsins. Hafi ekki verið gerð skil á öllum vangoldnum iðgjöldum innan 30 daga frá birtingu þessarar tilkynningar, mun verða óskað uppboðssölu á viðkomandi skipi (lögveði) til fullnustu skuldarinnar. Reykjavík, 18. október 1978, f.h. Lífeyrissjóðs sjómanna Tryggingastofnun ríkisins. Uganda: 300.000 drepnir sidan Idi Amin kom til valda Nærri þvi 300 þúsund íbúar Uganda hafa verið myrtir á ýmsan hátt á þeim sjö árum siðan Idi Amin komst þar til valda. Auk þess hefur mikill fjöldi hinna látnu verið píndur á margan hátt. Kemur þetta fram í skýrslu Amnesty International sem birt var í London um siðustu helgi. Fangar hafa verið barðrir til bana með lögreglukylfum, verið hlaðnir raf- magni, og ristir I sundur með bitvopn- um. Konum er nauðgað og mörgum misþyrmt kynferðislega á ýmsan hátt. Þess eru dæmi að augun hafi verið stungin úr fólki. Vöruflutningabifreiðastjórar frá ná- grannaríkinu Kenya hafa sagt frá því er þeir lentu I höndunum á mönnum Amins og voru píndir. Fangelsanir I Uganda munu vera mjög af handahófi og fátítt að hinir handteknu fái nokkra meðferð dóm- stóla, segir I skýrslu Amnesty Inter- national. Meðal hinna horfnu sem fullvíst er talið að langflestir hafi verið myrtir eru bæði venjulegir almennir borgarar og stjórnmálamenn, embættismenn, leiðtogar trúflokka, skáld og aðrir menntamenn. 1 skýrslu Amnesty International sem eru frjáls samtök sem berjast fyrir að pólitiskir fangar verði látnir lausir, er greint frá mörgum dæmum um morð og mis- þyrmingar á föngum í Uganda á undanförnum árum. Kalifornía: Skógareldar ógna Los Angeles —tugir íbúðarhúsa brunnir f mestu skógareldum síðan árið 1961 Skógareldar nærri Los Angeles í Kaliforniu brutust út fyrir varnir slökkviliðsmanna í morgun og hafa í það minnsta 70 íbúðarhús orðið eldinum að bráö. Voru húsin í vesturhluta Los Angeles eða úthverfi borgarinnar þar. Mörg fleiri hús munu vera í yfirvofandi hættu. Hundruð manna hafa flúið heimili sín, sem sum hafa verið metin á allt að jafnvirði eitt hundrað millj. ísl. króna Eldurinn barst mjög hratt yfir þar sem nokkur vindur var og stóð hann á byggð svæði. Vitað er um nokkur slys, sem urðu er fólk flúði af heimilum sínum á síðustu stundu. Lögðu margir sig i mikla hættu, er þeir reyndu alveg til síðustu stundar að bjarga eigum sínum undan eldsvoðanum. Urðu sumir að skilja bifreiðar sínar eftir þar sem umferðateppur mynduðust þar sem svo margir reyndu að komast á brott á sömu stundu. Vitað er að margir íbúar á þeim sVæðum þar sem hætta er talin á að skógareldranir nái til eru tilbúnir að hverfa á brott með eins mikið af eigum sínum og þeir geta. Næturhimininn yfir Los Angeles var glóandi rauður af logum skógar- eldsins þó dimmdi öðru hvoru, þegar kolsvartir reykbólstrar brutust upp. Eru þetta taldir verstu skógareldar síðari árið 1961 er fjögurhundruð og fimmtiu íbúðarhús í Bel Air hverfinu brunnu. 1 morgun voru skógareldarnir aðal- lega nærri tveim íbúðarhverfum. í Malibu hverfi töldu opinberir aðilar að 50 til 60 íbúðarhús hefðu brunnið og skógareldurinn logaði á svæði sem væri um það bil þrjátiu kílómetra breitt. í Brentwood hverfi var ástandið talið mun alvarlega þó færri íbúðarhús hefðu brunnið. Var hætta talin á að skógareldrarnir gætu þar náð til hundruða íbúðarhúsa, ef eldarnir héldu áfram I sömu stefnu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.