Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978 — 236. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÍJLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTl 11- AÐALSÍMl 27022. Vilja safna handa Gunnarí Þór Allmargir lesenduf blaðsins hafa haft samband vegna fréttar blaðsins á laugardaginn um lítinn dreng, sem ekki fær nauðsynleg heyrnartæki þar sem þau eru hátolluð og ekkert ráðu- neyti telur sig eiga að greiða götu hans. Þar á meðal hringdi háöldruð kona, sem sagðist gjarnan vilja verða fyrst til að leggja eitthvað af mörkum til að hefja söfnun fyrir tækjum Gunnars Þórs. Sjálf sagði hún þá sögu að erfitt hafi reynzt að finna pláss fyrir sig í kerfinu, án þess að vilja rekja það frekar, en ótækt væri að láta þess háttar bitna á saklausu barni. Líklega verður þó ekki þörf fyrir al- menna söfnun þar sem tryggingaráð- herra, Magnús H. Magnússon, sagði i viðtali við DB í gær að hann hygðist þegar í stað kanna þetta mál til hlítar og gera allt sem hann gæti til að bæta úr því. - G.S. Starfsmaöur Hjálpartækjabanka RKI og Sjálfsbjargar um aðflutningsgjöld afhjálpartækjum: „EILÍFUR SLAGUR VIÐ TOLLAYFIRVÖLD” td. er tollur afhækjum og skylt er að leggja söluskatt á leigugjald afþeim DB-mynd R.Th.Sig. „Við eigum í eilífum slag við tollinn og nýjasta dæmið er sal- ernisupphækkun, sem tollúrinn flokkar undir hreinlætistæki og tollar 80 prósent, en við litum á sem hjálpar- tæki enda notar þess háttar búnað aðeins mikið fatlað fólk eða fólk með stirðnaðar mjaðmir,” sagði Guðrún Nielsen, starfsmaður Hjálpartækja- banka Rauða krossins og Sjálfs- bjargar. „Hér er ekkert selt eða leigt nema hjálpartæki fyrir fatlaða eða slasaða, en samt eru 35% tollar algengir og þegar við leigjum út söluskattskylda hluti er okkur skylt að leggja söluskatt ofan á leigugjaldið,” sagði hún ennfremur. Sem dæmi má nefna að söluskattur er lagður ofan á leigu á hækjum. Hjólastólar og sérstök þríhjól fyrir fötluð smábörn eru tollfrjáls og söluskattslaus. Það er nánast það eina. Auk þess greiðir Tryggingastofnun ríkisins andvirði stólanna fyrir hina fötluðu. Ótal önnur hjálpartæki eru ekki siður nauðsynleg fötluðu fólki, þótt það geti ef til vill komizt leiðar sinnar án hjólastóla. Þau eru tolluð. Að sögn Guðrúnar er algengt að stofnunin sæki um leiðréttingu þess- ara mála til fjármálaráðuneytisins og sagði hún að oft hefði fengizt góð úr- lausn. Hins vegar séu mörg tækjanna að breytast og þróast og komi það þá öft fyrir að þau fari örlitið út fyrir ein- hvern sérstakan túlkunarramma tolla- laganna með þeim afleiðingum að toll- ar hækki. -GS. miklu fleiri en hann einan. „Öll þessi tæki eru meira og minna tolluð,” segir Guðrún Nielsen, en ljðst er að þau koma heilbrigðu fólki ekki að neinum notum. DB-mynd Bj.Bj. "Þetta þrihjól fyrir fötluð börn er toll- frjálst og undanþegið söluskatti, en göngugrindur fyrir börn og fullorðna eru tollaðar. DB-mynd Bj.Bj. Idi Amin: HEFUR DREPIÐ 300.000 MANNS — erlendarfréttir ábls.6-7 Skógareld- ar ógna Los Angeles — erlendarfréttir ábls.6-7 VALDA- L0STI — forystugrein umhugarfar embættismanna — sjá bls. 10 Svonafallegur kvenmaður getur ekki sungið — sjá BAKSÍDU Lífshættu- legarloðnu- veiðaríjóla- mánuðinum — sjá baksíðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.