Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 24.10.1978, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1978. DB á ne ytendamarkað/ Einkennilegir söluhættir hjá Sláturfélagi Suðurlands Húsmóðir skrifar: Ég og vinkona mín lögðum nýlega leið okkar inn í Sláturfélagið við Skúlagötu og hugðumst taka nokkur slátur. Okkur var tjáð að slátur fengist aðeins án sviðahausa, og það þá selt ódýrara sem næmi hausnum, en verð hans var víst reiknað á 400 krónur. Nú voru það ekki sízt sviðin sem við ágirntumst. Við spurðum hver ástæð- an væri á þessum einkennilegu verzl- unarháttum og var svarið að erfitt vr.ri að fá mannskap til þess að svíða hausana. Við spurðum þá hvort við gætum sótt þá seinna en það var nú af og frá. Við ákváðum þó að taka slátrið en vorum óánægðar með viðskiptin. Við ætluðum að gera góð matarkaup en hjá báðum okkar er fjölskyldan stór og sviðin áttu að vera sunnudagsmat- urinn. En nú verðum við að kaupa hausinn á 7—8 hundruð krónur í verzlun. Og þess vegna beinum við þessum spurningum til réttra aðila: Hvað verður um alla hausana sem fylgja ekki með seldu slátri? Trúlega er þeim ekki fleygt. Eru þeir kannski seldir síðar í verzlunum Sláturfélagsins þegar tími gefst til þess að sviða þá — og þá á hækkuðu verði? Hvers vegna er viðskiptavinum félagsins ekki afhentur stimplaður kvittanamiði fyrir greiddu slátri með sviðum þar sem þess er getið að sviðin megi sækja seinna? BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, til dæmis: 1 Rambler American '67, Saab '67, Fiat 128 árg. '72, Taunus 17 M '67, Volvo Amazon '65, Chevrolet Bel Air '65, Willys '47. Einnig höfum viö úrval af kerruefni, til dæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 11397 Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða starfsmann til sölu- og af- greiðslustarfa, nokkur reynsla í meðferð toll- pappíra æskileg. Ennfremur viljum við ráða starfskraft til almennra skrifstofustarfa, vélrit- unarkunnátta nauðsynleg. Upplýsingar ekki gefnar í síma. VerzlanasambandM) Skipholti 37. Rally Saab Þessi Rally Saab er tilsölu ú ullra hagstœðustu kjörum sem gerast í dag. Bifreiðin er að öllu leyti tilbúin til aksturs í nœtur-rallinu 11.—12. nóvember. Keppnisgjald og trygging greidd. BJÖRNSSON A£o BlLDSHÖFÐA 16 SlMI 81530 REYKJAVlK Ég vil jafnframt geta atviks á þessum sama stað á sl. ári er ég keypti þar slátur. Hjá mér stóð ung kona og bað um slátur. Hún var spurð hvort hún vildi heldur lifur úr fullorðnum kindum eða lömbum. Hún sagðist ekki hafa vit á hvort væri betra. Þá var dembt i ílát ungu konunnar lifur af fullorðnu fé, en þeir sem til þekkja vita að lifur úr gömlu fé er varla manna- matur. Og þegar ég fór að vinna úr mínu slátri sá ég að lætt hafði verið í fötuna mína nokkrum slikum. Við vinkonurnar fórum mjög óánægðar frá Sláturfélaginu. Við viss- um að annars staðar þar sem slátur er selt, eins og t.d. hjá Sambandinu og verzluninni Víði, fylgdu hausarnir með. En af gömlum vana kusum við að verzla við Sláturfélagið og töldum víst að sami háttur væri á hafður og hjá öðrum slátursölum. Má vera að leið okkar liggi annað næsta ár þegar við nálgumst þessa góðu „búbót” heimilum okkar í hag. • Raddir neytenda Sölustjórinn hjá Sláturfélaginu sagði að miklum erfiðleikum væri bundið að fá öll sviðin sviðin á þeim skamma tima sem slátursalan stendur yfir vegna manneklu. — Svið sem keypt eru með slátri kosta 440 kr. kg en smásöluverð á sviðum út úr verzlun er 663 kr. kg. Slátursalan minni vegna þess að sviðin fylgdu ekki alltaf með Nokkrar umræður hafa orðið manna á meðal vegna þess að hjá Sláturfélagi Suðurlands var ekki alltaf hægt að afgreiða sviðna hausa með slátrinu eins og venja er til. — Hefur þetta haft veruleg áhrif á slátursöluna samkvæmt upplýsingum Vigfúsar Tómassonar sölustjóra hjá félaginu. Sagði hann að slátursalan i ár væri álíka mikil og verið hefði í fyrra. Vegna manneklu við að svíða hausana urðu margir að taka slátrið án hauss- ins. Kostaði þá hvert slátur 900 kr., en í sláturverðinu er hver eining reiknuð á sérstöku verði, þ.e. sviðinn haus kostar þannig 440 kr. — Hins vegar kostar kg af sviðnum hausum í smá- sölu 663 kr. Hver haus vigtar rúmlega eitt kg. Að sjálfsögðu er sviðunum, sem ekki voru seld með slátrinu, ekki hent (sjá spurningu í bréfi), heldur eru haus- arnir sviðnir þegar slátursölunni lýkur og þeir síðan seldir til kaupmanna. „Við erum mjög óánægðir með þetta fyrirkomulag,” sagði Vigfús Tómasson. „Við kysum helzt að allir fengju sviðna hausa með slátrinu. Hvað varðar lifrina, sem getið er um í bréfinu, er rétt að taka fram að ef ær- lifur hefur verið í lifrarinnkaupum bréfritara hefur það verið af hreinni vangá. Þeim er haldið aðskildum í slátursölunni frá sláturhúsunum. Hins vegar kjósa margir að fá heldur ær- lifur. Þykir hún betur fallin til lifrar- pylsugerðar heldur en lambalifur þar sem mun meira lifrarbragð er að henni,” sagði Vigfús. Hvað viðvíkur þvi að láta fólk fá „ávisanir” upp á sviðna hausa sagði Vigfús að það hefði verið reynt en alls ekki gefið góða raun og því verið hætt við það. Slátursölunni lýkur i þessari viku. - A.Bj. Kjötbúðingsafgangur er tilvalinn í nestispakkann Kjötbúðingur, heimatilbúinn, er ákaflega lystugur og handhægur mat- ur. Það getur verið gott að búa til dá- lítið stærri skammt heldur en gert er ráð fyrir að dugi í matinn þvi kaldur kjötbúðingur er tilvalinn sem álegg í brauðpakka handa skólafólki eða vinnandi fólki. í bókinni Við matreið- um er að finna tvær uppskriftir að kjöt- búðingi sem gott er að hafa'til hlið- sjónar fyrst í stað. Húsmæður sem vanar eru matargerð geta þó að sjálf- sögðu spreytt sig á sinni „eigin” upp- skrift og prófað sig áfram þar til þær komast upp á lag með að búa til kjöt- búðing sem fellur öðrum á heimilinu bezt i geð. 1/2 kg hakkað kjöt (842 kr.) hveiti (ca 1/5 hluti af kjötinu) 2 tesk salt 1/4 tesk pipar 1 rifinn eða hakkaður laukur 1 egg 2—4 dl mjólk eða kalt kjöt- eða grænmetissoð. Hakkið er látið í stóra skál og þjapp- að vel niður. Mótið í fjóra jafna hluta og takið einn hlutann upp úr og fyllið hólfið með hveiti. Eins má nota hafra- mjöl, rasp eða stappaðar kartöflur. Kryddið kjötdeigið, hrærið egginu saman við og siðan mjólkinni þar til deigið verður hæfilega þykkt. Kjötbúðingurinn er siðan látinn i jólakökuform og bakaður i heitum ofni í ca 60 mín. Borið fram með soðn- um kartöflum, grænmeti og bræddu smjöri. Hægt er að breyta til með kjötbúð- inginn. T.d. er Ijúffengt að stinga soðnum gulrótarbitum inn í deigið, — harðsoðnum eggjum eða sveppum. Mjög handhægur og fljótlegur réttur. Verðið verður vitanlega dálítið mismunandi eftir hakkinu en við skulum reikna með kindahakki í okkar uppskrift. Þá lítur verðútreikningur svona út: 1/2 kg af kindahakki kostar 842 kr. og kostar allur búðingurinn þá um 993 kr„ eða 248 kr. á mann. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.